Lög og regla Hættuleg efni láku úr Akrafelli Eiturefnakafarar frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins eru nú við störf um borð í Akrafelli, flutningaskipi Samskipa þar sem það liggur við Vogabakka í Reykjavík. Tilkynning barst upp úr miðnætti þess efnis að hættuleg efni hefðu lekið út í skipinu og voru eiturefnakafarar kallaðir til. Ekki stafar almannahætta vegna lekans en svæðið verður lokað meðan komist verður fyrir hann og efnin hreinsuð upp. Innlent 23.10.2005 17:34 Sektaður fyrir landasölu Ungur maður þarf að greiða 60.000 krónur í sekt fyrir að hafa í apríl 2003, þá 19 ára, selt landa úr bíl í nágrenni Korpúlfsstaða. Lögregla sá til landasölunnar og fann bæði peninga og landa á manninum og félaga hans. Innlent 23.10.2005 17:50 Fleiri útgerðir ætla að kæra Enn bætist í hóp útgerðarfélaga sem höfða ætla skaðabótamál á hendur olíufélögunum vegna ólöglegs verðsamráðs þeirra, að sögn Friðriks J. Arngrímssonar, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna. Innlent 23.10.2005 17:50 Fólkið neitar sök Par sem skvetti grænlituðu skyri á gesti álráðstefnu neitar sakargiftum um stórfelld eignaspjöll og húsbrot. Skemmdir eru mun minni en taldar voru í fyrstu. Breskur maður hefur þegar hlotið fangelsisdóm vegna málsins. Innlent 23.10.2005 17:50 Maður ógnaði með hnífi 24 ára gamall maður hefur verið dæmdur í mánaðarfangelsi fyrir að leggja vasahníf að hálsi annars sem sat í bíl í Kópavogi í mars á þessu ári. Innlent 23.10.2005 17:50 Dæmd fyrir að aka á pilt Kona á Akureyri var í dag dæmd til þrjátíu daga skilorðsbundinnar fangelsisvistar og svipt ökuleyfi í tvo mánuði fyrir að keyra yfir gatnamót á rauðu ljósi og aka á ungan pilt sem var á leið yfir gangbraut. Innlent 23.10.2005 17:50 Faldi hass í holri bók 37 ára gömul dönsk kona hefur verið dæmd í mánaðarfangelsi fyrir að reyna að smygla hingað 320,19 grömmum af hassi 30. september síðastliðinn. Dómurinn, sem upp var kveðinn í Héraðsdómi Reykjaness, er skilorðsbundinn í þrjú ár. Innlent 23.10.2005 17:50 Ryskingar í Reykjanesbæ Ungur maður sem brá sér út á lífið í Keflavík aðfaranótt sunnudags virðist hafa farið út að skemmta sér á öðrum forsendum en menn eiga að venjast. Þannig fékk lögregla tilkynningu um það að maðurinn hefði slegið annan á skemmtistað í bænum með þeim afleiðingum að sauma þurfti nokkur spor í höfuð fórnarlambsins. Innlent 23.10.2005 17:34 Biðtími flóttamanna 7-8 vikur Að jafnaði tekur sjö til átta vikur að afgreiða umsóknir útlendinga um hæli hér á landi. Dæmi eru þó um að hælisleitendur hafi þurft að bíða á annað ár eftir endanlegu svari. Innlent 23.10.2005 17:50 Rjúpnaskyttur á röngum stað Rjúpnaskyttur hófu skothríð í sumarbústaðalandi í Hrunamannahreppi í gær, svo fólki þar brá í brún og hringdi á lögreglu. Innlent 23.10.2005 17:34 Ekki vitað hversu mikið tjónið er Vatnið á götum Hafnar í Hornafirði sjatnaði mikið í nótt eftir eina mestu úrkomu og vatnselg í manna minnum þar í bæ í gær. Ekki liggur fyrir hversu mikið tjónið varð í flóðunum. Innlent 23.10.2005 15:04 Ofbeldismaður áfram í haldi „Árásin var mjög hrottaleg og hending virðist hafa ráðið því að ekki fór verr,“ segir í gæsluvarðhaldsúrskurði Héraðsdóms Reykjaness yfir ofbeldismanninum unga sem réðst á jafnaldra sinn, átján ára gamlan, með sveðju í samkvæmi í Garðabæ. Innlent 23.10.2005 15:05 Lét ófriðlega á skemmtistöðum Lögregla í Kerflavík þurfti í nótt að hafa afskipti af manni sem lét ófriðlega á skemmtistöðum í miðbæ Keflavíkur. Maðurinn mun hafa ráðist á annan mann á skemmtistað og slegið hann og var það tilkynnt til lögreglu. Þegar hún kom á vettvang var maðurinn á bak og burt og hafði þá farið á annan veitingastað. Þar handtók lögregla hann þar sem hann var við það að lenda í stimpingum við annan mann og var hann látinn gista fangageymslur á meðan hann róaði sig. Innlent 23.10.2005 15:04 Tvö umferðaróhöpp í gærkvöld Tvö umferðaróhöpp urðu í umdæmi lögreglunnar í Borgarnesi í gærkvöld og var um útafasktur að ræða í báðum tilvikum. Bíll fór út af veginum við Reykholt um klukkan hálftíu. Engin slys urðu á fólki en fjarlægja þurfti bílinn með dráttarbíl. Svipað var uppi á teningnum á Holtavörðuheiði laust eftir klukkan ellefu í gærkvöld en þá skemmdist fólksbíll nokkuð þegar hann fór út af veginum. Enginn í bílnum slasaðist. Innlent 23.10.2005 15:04 Störf sjúkraflutningamanna trufluð Nítján ára piltur hlaut alvarlega höfuðáverka þegar ekið var á hann á Hverfisgötu í gærkvöld. Fjarlægja þurfti ungmenni af slysstað sem trufluðu starf lögreglu og sjúkraflutningamanna. Innlent 23.10.2005 15:05 Vatnið að sjatna á götum Hafnar Töluvert hefur sjatnað í vatninu á götum Hafnar í Hornafirði eftir einn mesta vatnselg í manna minnum í gær. Þá flæddi inni tíu til fimmtán hús í bænum og höfðu bæjarstarfsmenn og slökkvilið í nógu að snúast að dæla vatninu burt og var vatn eins metra hátt á sumum stöðum í bænum. Rigningunni slotaði í nótt eftir að það hafði rignt stanslaust í nær tvo sólarhringa og að sögn lögreglu sjatnaði vatnið af sjálfu sér í kjölfarið. Innlent 23.10.2005 15:04 Lagði til manns með hnífi á balli Maður er í haldi lögreglunnar á Selfossi eftir að hann lagði til annars manns með hnífi á dansleik í bænum í gærkvöld. Sá sem lagt var til slasaðist lítillega á höfði og var hann færður undir læknishendur og voru saumuð nokkur sporið í höfuðið á honum. Árásarmaðurinn mun hafa verið ölvaður og verður hann yfirheyrður þegar ölvíman rennur af honum. Innlent 23.10.2005 15:04 Búið að yfirheyra mann á Selfossi Lögregla á Selfossi hefur nú sleppt manni sem handtekinn var á dansleik í nótt eftir að hann lagði til annars manns með hnífi. Að sögn lögreglu var árásarmaðurinn, sem var ölvaður þegar atvikið átti sér stað, yfirheyrður þegar ölvíman rann af honum og honum sleppt í kjölfarið. Málið fer nú til sýslumanns sem tekur ákvörðun um ákæru á hendur manninum. Innlent 23.10.2005 15:05 Ekið á pilt á Hverfisgötu í gær Ekið var á pilt á Hverfisgötu um klukkan hálfellefu í gærkvöld. Að sögn lögreglu er hann kominn til meðvitundar. Mikil ölvun var í miðborg Reykjavíkur í gærkvöld og nótt og höfðu laganna verðir í nógu að snúast, meðal annars við að ganga á milli manna sem slógust í borginni. Þá voru fimm teknir ölvaðir við akstur. Innlent 23.10.2005 15:04 Hafi hugsanlega verið ýtt Nítján ára piltur hlaut alvarlega áverka á höfði þegar ekið var á hann á Hverfisgötu klukkan hálfellefu í gærkvöld. Hann var í litlum hópi ungmenna að skemmta sér, að sögn lögreglu, og var áfengi haft um hönd. Svo virðist sem pilturinn hafa annað hvort farið út á götuna eða verið ýtt. Ökumaður bílsins var 21 árs gömul stúlka. Enginn var handtekinn, en þrjú ungmenni voru flutt á lögreglustöð í áfalli. Innlent 23.10.2005 15:04 Flestir fara að lögum og reglum Rjúpnaveiðiðimenn virðast flestir hafa farið að lögum og virt tilmæli um hóflegar veiðar þann sólarhring sem liðinn er af veiðitímabilinu, en misjafnlega hefur viðrað til veiða á landinu. Innlent 23.10.2005 15:04 Róleg nótt á höfuðborgarsvæðinu Nóttin var með allra rólegasta móti hjá lögreglu á höfuðborgarsvæðinu og virðist sem fáir hafi verið á ferli. Fáir munu hafa verið í miðbæ Reykjavíkur í gærkvöld og nótt og þá hafði lögregla í Kópavogi og Hafnarfirði lítið að gera. Einn var þó stöðvaður grunaður um ölvunarakstur í umdæmi Hafnarfjarðarlögreglunnar og tveir voru stoppaðir vegna sömu saka í Reykjavík. Innlent 23.10.2005 15:04 Bílvelta á Reykjanesbraut Bíll valt á Reykjanestbraut til móts við Hafnaveg um klukkan hálfátta í morgun. Þrennt var í bílnum og slasaðist fólkið lítillega en það var flutt á Heilsugæslustöðina í Keflavík til aðhlynningar. Innlent 23.10.2005 15:04 Vatnsyfirborð nær upp að vegi Lögreglan á Höfn hefur í dag kannað ástand vega á leiðinni til Reykjavíkur. Að sögn hennar er töluverður vöxtur í ám og nær vatnsyfirborðið á nokkrum stöðum í umdæmi hennar upp að þjóðveginum. Þó mun vera óhætt að aka þar um en fólki er bent á fara með gát. Innlent 23.10.2005 15:04 Sleppt eftir yfirheyrslu um dóp Tveimur karlmönnum og tveimur konum, sem handtekin voru í íbúð í Kópavogi í gær eftir að talsvert magn fíkniefna fannst þar, hefur verið sleppt. Yfirheyrslum yfir fólkinu lauk síðla dags í gær og telst málið upplýst. Innlent 23.10.2005 15:04 Vatnselgur á Höfn í Hornafirði Mikill vatnselgur er á götum Hafnar í Hornafirði og hefur víða flætt inn í kjallara húsa. Rignt hefur látlaust síðan í gærmorgun og mældist sólarhringsúrkoma í Akurnesi 149 millímetrar. Fram kemur á vefnun hornafjörður.is að bæjarstarfsmenn hafi staðið í ströngu við að dæla burt vatni úr og frá húsum því fráveitukerfið hafi ekki undan. Innlent 23.10.2005 15:04 Úrhelli á Suðausturlandi Úrhelli hefur verið á Suðaustur- og Austurlandi í nótt og í dag og hafa verið töluverðir vatnavextir í ám og fljótum. Slökkvilið á Höfn í Hornafirði var kallað út í nótt vegna þess að það flæddi inn í hús við Hæðargarð og var vatni dælt þaðan. Lögregla á Höfn kannar nú ástand vega á leiðinni til Reykjavíkur og að sögn hennar er töluverður vöxtur í ám en þó ekki þannig að flætt hafi yfir þjóðveginn. Innlent 23.10.2005 15:04 Ólöglegar rjúpnaskyttur Lögreglan í Vík handtók í gær fjórar rjúpnaskyttur. Landeigandi hafði samband við lögreglu þar sem skytturnar voru við veiðar í hans landi án heimildar. Mennirnir voru handteknir og færðir á lögreglstöðina á Kirkjubæjarklaustri, grunaðir um að hafa verið við veiðar án tilskyldra leyfa og án heimildar landeigenda. Innlent 23.10.2005 15:04 Lífeyrissjóður var sýknaður Hæstiréttur féllst ekki á kröfu fyrrum bankastarfsmanns um að breyting á reglugerð um lífeyrisgreiðslur hefði svipt hann áunnum réttindum. Fyrir gildistöku reglugerðar í árslok 1997 var miðað við laun eftirmanns, en vísitölu neysluverðs á eftir. Innlent 23.10.2005 15:04 Sýslumaður verður tollstjóri Lárus Bjarnason, sýslumaður á Seyðisfirði, hefur óskað eftir því með tilvísun til tilraunaverkefnis um tímabundin vistaskipti ríkisstarfsmanna að taka við störfum hjá embætti Tollstjórans í Reykjavík, frá 15. október 2005 til 1. maí 2006. Fallist hefur verið á ósk sýslumannsins og honum veitt leyfi frá störfum eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá dómsmálaráðuneytinu. Innlent 23.10.2005 15:04 « ‹ 23 24 25 26 27 28 29 30 31 … 120 ›
Hættuleg efni láku úr Akrafelli Eiturefnakafarar frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins eru nú við störf um borð í Akrafelli, flutningaskipi Samskipa þar sem það liggur við Vogabakka í Reykjavík. Tilkynning barst upp úr miðnætti þess efnis að hættuleg efni hefðu lekið út í skipinu og voru eiturefnakafarar kallaðir til. Ekki stafar almannahætta vegna lekans en svæðið verður lokað meðan komist verður fyrir hann og efnin hreinsuð upp. Innlent 23.10.2005 17:34
Sektaður fyrir landasölu Ungur maður þarf að greiða 60.000 krónur í sekt fyrir að hafa í apríl 2003, þá 19 ára, selt landa úr bíl í nágrenni Korpúlfsstaða. Lögregla sá til landasölunnar og fann bæði peninga og landa á manninum og félaga hans. Innlent 23.10.2005 17:50
Fleiri útgerðir ætla að kæra Enn bætist í hóp útgerðarfélaga sem höfða ætla skaðabótamál á hendur olíufélögunum vegna ólöglegs verðsamráðs þeirra, að sögn Friðriks J. Arngrímssonar, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna. Innlent 23.10.2005 17:50
Fólkið neitar sök Par sem skvetti grænlituðu skyri á gesti álráðstefnu neitar sakargiftum um stórfelld eignaspjöll og húsbrot. Skemmdir eru mun minni en taldar voru í fyrstu. Breskur maður hefur þegar hlotið fangelsisdóm vegna málsins. Innlent 23.10.2005 17:50
Maður ógnaði með hnífi 24 ára gamall maður hefur verið dæmdur í mánaðarfangelsi fyrir að leggja vasahníf að hálsi annars sem sat í bíl í Kópavogi í mars á þessu ári. Innlent 23.10.2005 17:50
Dæmd fyrir að aka á pilt Kona á Akureyri var í dag dæmd til þrjátíu daga skilorðsbundinnar fangelsisvistar og svipt ökuleyfi í tvo mánuði fyrir að keyra yfir gatnamót á rauðu ljósi og aka á ungan pilt sem var á leið yfir gangbraut. Innlent 23.10.2005 17:50
Faldi hass í holri bók 37 ára gömul dönsk kona hefur verið dæmd í mánaðarfangelsi fyrir að reyna að smygla hingað 320,19 grömmum af hassi 30. september síðastliðinn. Dómurinn, sem upp var kveðinn í Héraðsdómi Reykjaness, er skilorðsbundinn í þrjú ár. Innlent 23.10.2005 17:50
Ryskingar í Reykjanesbæ Ungur maður sem brá sér út á lífið í Keflavík aðfaranótt sunnudags virðist hafa farið út að skemmta sér á öðrum forsendum en menn eiga að venjast. Þannig fékk lögregla tilkynningu um það að maðurinn hefði slegið annan á skemmtistað í bænum með þeim afleiðingum að sauma þurfti nokkur spor í höfuð fórnarlambsins. Innlent 23.10.2005 17:34
Biðtími flóttamanna 7-8 vikur Að jafnaði tekur sjö til átta vikur að afgreiða umsóknir útlendinga um hæli hér á landi. Dæmi eru þó um að hælisleitendur hafi þurft að bíða á annað ár eftir endanlegu svari. Innlent 23.10.2005 17:50
Rjúpnaskyttur á röngum stað Rjúpnaskyttur hófu skothríð í sumarbústaðalandi í Hrunamannahreppi í gær, svo fólki þar brá í brún og hringdi á lögreglu. Innlent 23.10.2005 17:34
Ekki vitað hversu mikið tjónið er Vatnið á götum Hafnar í Hornafirði sjatnaði mikið í nótt eftir eina mestu úrkomu og vatnselg í manna minnum þar í bæ í gær. Ekki liggur fyrir hversu mikið tjónið varð í flóðunum. Innlent 23.10.2005 15:04
Ofbeldismaður áfram í haldi „Árásin var mjög hrottaleg og hending virðist hafa ráðið því að ekki fór verr,“ segir í gæsluvarðhaldsúrskurði Héraðsdóms Reykjaness yfir ofbeldismanninum unga sem réðst á jafnaldra sinn, átján ára gamlan, með sveðju í samkvæmi í Garðabæ. Innlent 23.10.2005 15:05
Lét ófriðlega á skemmtistöðum Lögregla í Kerflavík þurfti í nótt að hafa afskipti af manni sem lét ófriðlega á skemmtistöðum í miðbæ Keflavíkur. Maðurinn mun hafa ráðist á annan mann á skemmtistað og slegið hann og var það tilkynnt til lögreglu. Þegar hún kom á vettvang var maðurinn á bak og burt og hafði þá farið á annan veitingastað. Þar handtók lögregla hann þar sem hann var við það að lenda í stimpingum við annan mann og var hann látinn gista fangageymslur á meðan hann róaði sig. Innlent 23.10.2005 15:04
Tvö umferðaróhöpp í gærkvöld Tvö umferðaróhöpp urðu í umdæmi lögreglunnar í Borgarnesi í gærkvöld og var um útafasktur að ræða í báðum tilvikum. Bíll fór út af veginum við Reykholt um klukkan hálftíu. Engin slys urðu á fólki en fjarlægja þurfti bílinn með dráttarbíl. Svipað var uppi á teningnum á Holtavörðuheiði laust eftir klukkan ellefu í gærkvöld en þá skemmdist fólksbíll nokkuð þegar hann fór út af veginum. Enginn í bílnum slasaðist. Innlent 23.10.2005 15:04
Störf sjúkraflutningamanna trufluð Nítján ára piltur hlaut alvarlega höfuðáverka þegar ekið var á hann á Hverfisgötu í gærkvöld. Fjarlægja þurfti ungmenni af slysstað sem trufluðu starf lögreglu og sjúkraflutningamanna. Innlent 23.10.2005 15:05
Vatnið að sjatna á götum Hafnar Töluvert hefur sjatnað í vatninu á götum Hafnar í Hornafirði eftir einn mesta vatnselg í manna minnum í gær. Þá flæddi inni tíu til fimmtán hús í bænum og höfðu bæjarstarfsmenn og slökkvilið í nógu að snúast að dæla vatninu burt og var vatn eins metra hátt á sumum stöðum í bænum. Rigningunni slotaði í nótt eftir að það hafði rignt stanslaust í nær tvo sólarhringa og að sögn lögreglu sjatnaði vatnið af sjálfu sér í kjölfarið. Innlent 23.10.2005 15:04
Lagði til manns með hnífi á balli Maður er í haldi lögreglunnar á Selfossi eftir að hann lagði til annars manns með hnífi á dansleik í bænum í gærkvöld. Sá sem lagt var til slasaðist lítillega á höfði og var hann færður undir læknishendur og voru saumuð nokkur sporið í höfuðið á honum. Árásarmaðurinn mun hafa verið ölvaður og verður hann yfirheyrður þegar ölvíman rennur af honum. Innlent 23.10.2005 15:04
Búið að yfirheyra mann á Selfossi Lögregla á Selfossi hefur nú sleppt manni sem handtekinn var á dansleik í nótt eftir að hann lagði til annars manns með hnífi. Að sögn lögreglu var árásarmaðurinn, sem var ölvaður þegar atvikið átti sér stað, yfirheyrður þegar ölvíman rann af honum og honum sleppt í kjölfarið. Málið fer nú til sýslumanns sem tekur ákvörðun um ákæru á hendur manninum. Innlent 23.10.2005 15:05
Ekið á pilt á Hverfisgötu í gær Ekið var á pilt á Hverfisgötu um klukkan hálfellefu í gærkvöld. Að sögn lögreglu er hann kominn til meðvitundar. Mikil ölvun var í miðborg Reykjavíkur í gærkvöld og nótt og höfðu laganna verðir í nógu að snúast, meðal annars við að ganga á milli manna sem slógust í borginni. Þá voru fimm teknir ölvaðir við akstur. Innlent 23.10.2005 15:04
Hafi hugsanlega verið ýtt Nítján ára piltur hlaut alvarlega áverka á höfði þegar ekið var á hann á Hverfisgötu klukkan hálfellefu í gærkvöld. Hann var í litlum hópi ungmenna að skemmta sér, að sögn lögreglu, og var áfengi haft um hönd. Svo virðist sem pilturinn hafa annað hvort farið út á götuna eða verið ýtt. Ökumaður bílsins var 21 árs gömul stúlka. Enginn var handtekinn, en þrjú ungmenni voru flutt á lögreglustöð í áfalli. Innlent 23.10.2005 15:04
Flestir fara að lögum og reglum Rjúpnaveiðiðimenn virðast flestir hafa farið að lögum og virt tilmæli um hóflegar veiðar þann sólarhring sem liðinn er af veiðitímabilinu, en misjafnlega hefur viðrað til veiða á landinu. Innlent 23.10.2005 15:04
Róleg nótt á höfuðborgarsvæðinu Nóttin var með allra rólegasta móti hjá lögreglu á höfuðborgarsvæðinu og virðist sem fáir hafi verið á ferli. Fáir munu hafa verið í miðbæ Reykjavíkur í gærkvöld og nótt og þá hafði lögregla í Kópavogi og Hafnarfirði lítið að gera. Einn var þó stöðvaður grunaður um ölvunarakstur í umdæmi Hafnarfjarðarlögreglunnar og tveir voru stoppaðir vegna sömu saka í Reykjavík. Innlent 23.10.2005 15:04
Bílvelta á Reykjanesbraut Bíll valt á Reykjanestbraut til móts við Hafnaveg um klukkan hálfátta í morgun. Þrennt var í bílnum og slasaðist fólkið lítillega en það var flutt á Heilsugæslustöðina í Keflavík til aðhlynningar. Innlent 23.10.2005 15:04
Vatnsyfirborð nær upp að vegi Lögreglan á Höfn hefur í dag kannað ástand vega á leiðinni til Reykjavíkur. Að sögn hennar er töluverður vöxtur í ám og nær vatnsyfirborðið á nokkrum stöðum í umdæmi hennar upp að þjóðveginum. Þó mun vera óhætt að aka þar um en fólki er bent á fara með gát. Innlent 23.10.2005 15:04
Sleppt eftir yfirheyrslu um dóp Tveimur karlmönnum og tveimur konum, sem handtekin voru í íbúð í Kópavogi í gær eftir að talsvert magn fíkniefna fannst þar, hefur verið sleppt. Yfirheyrslum yfir fólkinu lauk síðla dags í gær og telst málið upplýst. Innlent 23.10.2005 15:04
Vatnselgur á Höfn í Hornafirði Mikill vatnselgur er á götum Hafnar í Hornafirði og hefur víða flætt inn í kjallara húsa. Rignt hefur látlaust síðan í gærmorgun og mældist sólarhringsúrkoma í Akurnesi 149 millímetrar. Fram kemur á vefnun hornafjörður.is að bæjarstarfsmenn hafi staðið í ströngu við að dæla burt vatni úr og frá húsum því fráveitukerfið hafi ekki undan. Innlent 23.10.2005 15:04
Úrhelli á Suðausturlandi Úrhelli hefur verið á Suðaustur- og Austurlandi í nótt og í dag og hafa verið töluverðir vatnavextir í ám og fljótum. Slökkvilið á Höfn í Hornafirði var kallað út í nótt vegna þess að það flæddi inn í hús við Hæðargarð og var vatni dælt þaðan. Lögregla á Höfn kannar nú ástand vega á leiðinni til Reykjavíkur og að sögn hennar er töluverður vöxtur í ám en þó ekki þannig að flætt hafi yfir þjóðveginn. Innlent 23.10.2005 15:04
Ólöglegar rjúpnaskyttur Lögreglan í Vík handtók í gær fjórar rjúpnaskyttur. Landeigandi hafði samband við lögreglu þar sem skytturnar voru við veiðar í hans landi án heimildar. Mennirnir voru handteknir og færðir á lögreglstöðina á Kirkjubæjarklaustri, grunaðir um að hafa verið við veiðar án tilskyldra leyfa og án heimildar landeigenda. Innlent 23.10.2005 15:04
Lífeyrissjóður var sýknaður Hæstiréttur féllst ekki á kröfu fyrrum bankastarfsmanns um að breyting á reglugerð um lífeyrisgreiðslur hefði svipt hann áunnum réttindum. Fyrir gildistöku reglugerðar í árslok 1997 var miðað við laun eftirmanns, en vísitölu neysluverðs á eftir. Innlent 23.10.2005 15:04
Sýslumaður verður tollstjóri Lárus Bjarnason, sýslumaður á Seyðisfirði, hefur óskað eftir því með tilvísun til tilraunaverkefnis um tímabundin vistaskipti ríkisstarfsmanna að taka við störfum hjá embætti Tollstjórans í Reykjavík, frá 15. október 2005 til 1. maí 2006. Fallist hefur verið á ósk sýslumannsins og honum veitt leyfi frá störfum eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá dómsmálaráðuneytinu. Innlent 23.10.2005 15:04