Byggðamál

Fréttamynd

Þreytt á Kram­búðinni í and­dyri Vest­fjarða

Sveitar­stjóri Dala­byggðar segist vera ó­sáttur við svör Sam­kaupa um rekstur verslunar í Búðar­dal. Sveitar­stjórn hefur skorað á Sam­kaup að opna þar dag­vöru­verslun í stað Kram­búðarinnar. For­svars­menn Sam­kaupa segja reynsluna kenna þeim að ekkert nema tap fáist af slíkum rekstri. Þeir ætla samt að funda með sveitar­stjórn á mið­viku­dag.

Innlent
Fréttamynd

Láta sig dreyma um fleira fólk í Skaft­ár­hreppi

Erfiðlega gengur að manna stöður á vegum sveitarfélagsins í Skaftárhreppi, hvort sem um er að ræða leikskóla, grunnskóla eða dvalarheimili. Sveitarstjóri segir það koma niður á þjónustu og grunar að skorti a fjölbreyttara húsnæði sé um að kenna.

Innlent
Fréttamynd

Húsa­víkur­flugi haldið á­fram í tvo mánuði í við­bót

Flug­fé­lagið Ernir mun halda á­fram með á­ætlunar­flug á milli Reykja­víkur og Húsa­víkur fimm daga í viku næstu tvo mánuði, á meðan fram­tíðar­fyrir­komu­lag flugsins verður skoðað. Þetta er ljóst eftir við­ræður Vega­gerðarinnar og flug­fé­lagsins.

Innlent
Fréttamynd

Bæjarstjóri áhyggjufullur yfir fyrsta viðbragði

Bæjarstjóri Hornafjarðar hefur miklar áhyggjur af öryggisinnviðum í sveitarfélaginu þegar ferðamenn eru annars vegar. Hann segir að fyrsta viðbragð eins og heilbrigðiskerfið og löggæsla hafa ekki fylgt mikilli fjölgun ferðamanna í sveitarfélaginu.

Innlent
Fréttamynd

Ráðu­neytið skoðar niður­greiðslu á Húsa­víkur­flugi

Innviðaráðuneytið og sveitarfélögin Norðurþing og Þingeyjasveit kanna möguleika á því að styðja flug til Húsavíkur afmarkað yfir vetrarmánuðina. Flugfélagið Ernir hefur haldið úti reglubundnu áætlunarflugi milli Reykjavík og Húsavíkur síðan 2012.

Innlent
Fréttamynd

Heilbrigðisþjónusta í heimabyggð

Íbúar landsbyggðarinnar eru nánast farnir að taka því sem sjálfsögðum hlut að leggja land undir fót með tilheyrandi kostnaði og fyrirhöfn til þess að sækja sér sérfræðiþjónustu til Reykjavíkur.

Skoðun
Fréttamynd

Munaðar­lausir Þing­eyingar

Það var flaggað í heila stöng þegar Flugfélagið Ernir hóf áætlunarflug til Húsavíkur vorið 2012 í góðu samstarfi við heimamenn, enda hafa Þingeyingar aldrei efast um mikilvægi góðra samgangna. Það varðar ekki síst íbúa í hinum dreifðu byggðum Þingeyjarsýslna allt til Þórshafnar á Langanesi, sem búa við það hlutskipti að þurfa að sækja verslun, almenna þjónustu, sem og heilbrigðisþjónustu um langan veg.

Skoðun
Fréttamynd

Flug til Húsavíkur er þjóðhagslega hagkvæmt

Flugfélagið Ernir hefur í rúman áratug flogið reglulegt áætlunarflug til og frá Húsavík án þess að þörf hafi verið á því að styrkja flugleiðina sérstaklega með framlögum. Það hefur því verið félagið og viðskiptavinir þess sem hafa kostað flugið og félagið sjálft tekið þá áhættu sem af því hlýst að reka flugleiðina.

Skoðun
Fréttamynd

Ójafnt er gefið

Fimmtudaginn 7. september sl. sátu fulltrúar sveitarfélaga á Vesturlandi fund með Alþingismönnum Norðvesturkjördæmis þar sem umræðuefnið voru drög að Samgönguáætlun sem verður til umræðu á komandi þingvetri. Í stuttu máli má segja að við á Vesturlandi förum ansi halloka í þeirri tillögu sem nú liggur fyrir og fengu Alþingismenn kjördæmisins skýr skilaboð um það sem við á Vesturlandi leggjum áherslu á.

Skoðun
Fréttamynd

Þrisvar reitt til höggs

Um hvað snýst lífið annað en að líða vel og það gerist ef fólk hefur góða heilsu, fjölskyldu hjá sér og lífsviðurværi, þ.e. vinnu sér og sínum til framdráttar. Á Íslandi velur fólk að búa víða um land. Í dreifbýli eða þéttbýli.

Skoðun
Fréttamynd

Áfram Árneshreppur og hvað svo?

Árneshreppur á Ströndum tók þátt í verkefni Byggðastofnunar „Brothættar byggðir“. Um er að ræða verkefni sem byggir á byggðaáætlun og er hluti af áætlun Byggðastofnunar til að aðstoða byggðarlög sem standa höllum fæti. „Áfram Árneshreppur“ en svo kallast verkefnið í Árneshreppi, var hrundið af stað árið 2018 og er nú komið á loka metrana.

Skoðun
Fréttamynd

Afl til allra átta

Margs konar tækifæri og áskoranir fylgja aukinni ferðaþjónustu. Áherslur hafa breyst og uppbygging hefur á sér ýmsar myndir líkt og fjölbreytt verkefni hringinn í kringum landið bera með sér. Við getum nú skoðað fleiri minjar, höfum aðgengi að nýjum stöðum og aðkoma að dýrmætum náttúruperlum hefur bæst til muna. Ásamt þessu hefur aðstaða fyrir gesti aldrei verið betri.

Skoðun
Fréttamynd

Vestfirðir verði áfram jaðarsettir í nýrri samgönguáætlun

Lækningavörufyrirtækið Kerecis lýsir yfir miklum vonbrigðum með fyrirliggjandi samgönguáætlun og segir Vestfirði áfram verða jaðarsetta, verði hún að veruleika. Fyrirtækið segir skattgreiðslur af nýlegri sölu fyrirtækisins duga einar og sér til að koma vegum landshlutans, sem eru sagðir með öllu óviðunandi, í viðunandi horf.

Innlent
Fréttamynd

Hringtenging með göngum nauðsynleg

Nauðsynlegt er að ráðast í göng milli Seyðisfjarðar og Mjóafjarðar og Mjóafjarðar og Norðfjarðar um leið og göng yfir Fjarðarheiði líta dagsins ljós, svo hægt sé að ná hringtengingu á Austurlandi, ellegar sé erfitt að líta á svæðið sem eitt sameiginlegt atvinnusvæði. Þetta segir sveitastjóri Múlaþings. Skynsamlegast væri að fylgja Færeyingum í gangagerð. 

Innlent
Fréttamynd

Patreksfjörður í efsta sæti strandveiðanna

Strandveiðunum þetta sumar lýkur að öllu óbreyttu í næstu viku en þá stefnir í að útgefinn kvóti klárist. Eftir fyrstu tvo mánuði er búið að landa afla í alls 49 höfnum og er Patreksfjörður í efsta sæti með mestan landaðan afla og fjölda báta.

Innlent
Fréttamynd

Strandveiðitímabilið stefnir í að verða það stysta frá upphafi

Strandveiðitímabilið í ár stefnir í að verða það stysta í fimmtán ára sögu veiðanna. Frá byrjun maímánaðar er búið að veiða áttatíu prósent strandveiðikvótans í þorski, aðeins tuttugu prósent eru eftir, samkvæmt nýrri samantekt Landssambands smábátaeigenda í morgun.

Innlent
Fréttamynd

125 ára sunn­lensk sam­staða verði rofin með flutningi heilsu­gæslunnar

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar telur að hugmyndir sem uppi séu um flutning heilsugæslunnar í Laugarási í nágrannasveitarfélag geti skaðað samstarf sveitarfélaga í Uppsveitum Árnessýslu á öllum sviðum. Það sé miður ef til standi að rjúfa rúmlega aldarlanga samstöðu í Uppsveitum um heilsugæslu í Laugarási. Sveitarstjóri Hrunamannahrepps segir augljóst að hentugra sé að heilsugæslan flytjist á Flúðir.

Innlent
Fréttamynd

Síðasti bóndinn í dalnum?

Saga íslenska bóndans nær langt aftur, allt aftur til landnáms, og hefur verið í lykilhlutverki við að móta íslenska menningu og samfélag. Í gegnum aldirnar hafa Íslendingar aðlagað búskaparhætti sína að náttúrulegum aðstæðum landsins og skapað með því djúpa tengingu milli náttúrunnar og þjóðarinnar.

Skoðun