Viðskipti

Fréttamynd

Airbus gefur út neikvæða afkomuviðvörun

Evrópska flugvélasmiðjan Airbus sendi frá sér neikvæða afkomuviðvörun í gær vegna yfirstandandi rekstrarárs. Þetta er önnur afkomuviðvörun fyrirtækisins á aðeins fjórum mánuðum en fyrirtækið hefur orðið fyrir miklum skelli vegna aukins kostnaðar og tafa við framleiðslu á A380 risaþotu Airbus, einnar stærstu farþegaþotu í heimi.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

LSE styrkir varnirnar gegn yfirtöku Nasdaq

Breska kauphöllin í Lundúnum (LSE) býst við 180 prósenta aukningu í hlutabréfaveltu á markaðnum fram á næsta ár. Þá hefur kauphöllin í hyggju að kaupa eigin hlutabréf fyrir 250 milljónir punda eða 34,5 milljarða íslenskra króna. Mikil ásókn hefur verið í kaup á bréfum LSE síðastliðin tvö ár en gengi bréfa í markaðnum hefur þrefaldast vegna þessa.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Óbreyttir stýrivextir í Japan

Seðlabanki Japans hefur ákveðið að halda stýrivöxtum óbreyttum í 0,25 prósentum. Þetta er þvert á væntingar greinenda, sem töldu líkur á stýrivaxtahækkun. Stýrivextir voru síðast hækkaðir í Japan í júlí í fyrra eftir viðvarandi núllvaxtastefnu.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Hagnaður Apple jókst mikið milli ára

Hagnaður bandaríska tölvuframleiðandans Apple nam einum milljarði bandaríkjadala á síðasta fjórðungi liðins árs. Þetta jafngildir rúmum 70 milljörðum íslenskra króna sem er 78 prósenta aukning á milli ára. Skýringanna er helst að leita í gríðarmikilli söluaukningu á iPod-spilurum og meiri sölu á fartölvum um jólin.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Verðbólga innan EES-ríkjanna 2,1 prósent

Samræmd vísitala neysluverðs í löndum Evrópska efnahagssvæðisins mældist 103,2 stig í síðasta mánuði. Þetta er 0,4 prósenta hækkun frá nóvember. Verðbólgan hér á landi, mæld með samræmdri vísitölu neysluverðs, var 5,9 prósent í mánuðinum, samkvæmt Hagstofu Íslands.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Peningaskápurinn...

Benedikt Jóhannesson, stærðfræðingur og eigandi Talnakönnunar og Heims, er glöggur maður og skrifar oft hnyttinn og hittinn texta. Hann hefur árum saman haldið úti því merka tímariti Vísbendingu þar sem ýmis hagræn málefni eru krufin.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Kaupþing í hópi vinsælustu lánþega heims

Kaupþing er talið upp með stærstu fyrirtækjum í vali fjármálafyrirtækja á bestu lántakendum heims. Bankinn er í þriðja sæti yfir bestu lántakendur í hópi fjármálafyrirtækja og í sjötta til níunda sæti yfir þá lántakendur sem staðið hafa sig hvað best. Viðskiptaritið EuroWeek stendur fyrir valinu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Vilja eignast blómakeðjuna Blooms

Fjárfestahópur sem samanstendur af Baugi Group, fjárfestingarfélagi Skotans Toms Hunter og Halifax Bank of Scotland, vinnur að því að taka yfir bresku garðvörukeðjuna Blooms of Bressingham, að sögn Financial Times. Þetta er sami hópur og tók yfir Wyevale Garden Centres í apríl í fyrra fyrir fjörutíu milljarða króna.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Stjórn Stork í órétti

Hollensku fyrirtækjasamstæðunni Stork hefur verið meinað að verja stjórn fyrirtækisins falli á hluthafafundi á morgun með því að beita atkvæðarétti nýútgefinna hlutabréfa. Dómur þar að lútandi féll í Hollandi fyrir stundu. Matvælavinnsluvélafyrirtækið Marel, sem einnig á hlut í Stork, hefur áhuga á að kaupa Stork Food Systems, matvælahluta Stork.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

AMR snýr frá taprekstri til hagnaðar

Bandaríska flugsamsteypan AMR Corp., móðurfélag bandaríska flugfélagsins American Airlines, skilaði 17 milljóna dala hagnaði á fjórða ársfjórðungi síðasta árs. Þetta jafngildir tæpum 1,2 milljarða króna hagnaði sem er viðsnúningur frá milljarða taprekstri á sama tíma árið 2005.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Óbreytt króna næsta hálfa árið

Hætta er á veikingu krónunnar þegar horft er fram yfir næsta hálfa árið, að sögn Steingríms Arnars Finnssonar, sérfræðings greiningardeildar Kaupþings. Til lengri tíma litið segir hann að krónan muni leita í átt að jafnvægisgildi sínu, 125 til 135 stigum. Ef horft er til skemmri tíma, þriggja til sex mánaða, er gert ráð fyrir að krónan haldi sig á svipuðu bili og verið hefur.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Góður hagnaður hjá FL Group á árinu

Gengi bréfa í bandarísku flugsamsteypunni AMR Corporation hækkaði um 7,11 prósent í gær og endaði hlutabréfaverðið í 40,23 bandaríkjadölum á hlut. FL Group keypti tæpan 6 prósenta hlut í félaginu fyrir um 28 milljarða íslenskar krónur undir lok desember í fyrra. Gengi AMR hefur hækkað um 33 prósent það sem af er árs og hefur verðmæti hluta FL Group vaxið sem því nemur..

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Færeyingar fylgjast með

Íslendingar hyggjast nú athuga hvort landið geti tekið upp evru sem gjaldmiðil án þess að ganga í Evrópubandalagið, sagði í frétt færeyska útvarpsins í byrjun vikunnar. Þar var vitnað til orða Valgerðar Sverrisdóttur utanríkisráðherra um að hún vildi í fullri alvöru láta skoða möguleikann á upptöku evrunnar án Evrópusambandsaðildar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Óbreytt verðbólga á evrusvæðinu

Verðbólga mældist 1,9 prósent á evrusvæðinu í desember, samkvæmt endanlegum tölum Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins, sem birtar voru í dag. Þetta er í samræmi við bráðabirgðatölur, sem birtar voru fyrr í mánuðinum. Verðbólga mældist minnst í Finnlandi en mest á Grikklandi.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Kaup, Land og Glit

Þær fregnir berast nú utan úr heimi að bankarisinn Citigroup hyggi á nýtt nafn. Vatnið verður vitanlega ekki sótt yfir lækinn og nýja nafnið mun verða Citi sem er einföld stytting á núverandi nafni.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Boeing komið fram úr Airbus

Evrópski flugvélaframleiðandinn Airbus seldi færri flugvélar á síðsta ári en árið á undan. Airbus seldir 824 nýjar flugvélar á árinu samanborið við 1050 vélar sem Boeing seldi á sama tíma. Þetta staðfestir að Boeing hefur tekið fram úr Airbus sem umsvifamesti flugvélaframleiðandi í heimi.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Danól og Ölgerðin skipta um eigendur

Samningar hafa tekist um sölu Danól og Ölgerðarinnar Egill Skallagrímsson sem verið hafa í eigu Einars Kristinssonar og fjölskyldu undanfarin ár. Kaupendur eru aðalstjórnendur fyrirtækjanna, Andri Þór Guðmundsson og Októ Einarsson, sem fara með um 70 prósenta hlut ásamt Kaupþingi sem eignast um þriðjung.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Eini góði bankinn

Senn líður að jólum. Eftir nokkrar vikur koma þeir allir saman til byggða gróðasveinarnir úr bönkunum. Það eru Vaxtapínir, Þjónustugjaldasníkir, Víxlakrókur, Yfirdráttargaur og Láglaunaskefill. Þeir koma allir glaðhlakkalegir til byggða sama daginn og tilkynna þjóðinni að þeir séu jafnvel ennþá feitari og ríkari í ár en þeir voru í fyrra.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fyrstu Rússarnir komnir í leitirnar?

Fornleifafræðingar frá Bandaríkjunum og Rússlandi hafa fundið elstu vísbendingar um veru manna í Evrópu í Rússlandi. Mannvistarleifarnar, sem eru frá steinöld og talið er að séu um 45 þúsund ára gamlar, fundust við bæinn Kostenki um fjögur hundruð kílómetrum suður af Moskvu. Undrun sætir hversu austarlega í álfunni mannvistarleifarnar fundust.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Nintendo sigurvegari

Margir velta því fyrir sér hvernig Sony muni reiða af í baráttu leikjatölvuframleiðendanna þriggja á árinu. Flestir eru þó sammála um að Sony hafi lotið í lægra haldi fyrir Nintendo, sem sló óvænt í gegn með nýrri leikjatölvu undir lok síðasta árs.

Leikjavísir
Fréttamynd

Þokast í jafnréttisátt ... á hraða snigilsins

Umræðan um stöðu í nútímasamfélaginu sprettur af og til upp með látum. Flestir virðast þá gera sér grein fyrir því að það sé öllum Íslendingum jafnmikilvægt að virkja konur til áhrifa. Þær séu helmingur vinnuaflsins, upp til hópa vel menntaðar og hafi alla jafna aðra sýn á hlutina en karlmenn. Aukin þátttaka þeirra muni því leiða til meiri fjölbreytni og betri ákvarðanatöku innan stjórna fyrirtækja.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Krónan er steri

Ég er hinn kátasti þessa dagana enda gengur mér að venju allt í hag. Hlutabréfin hafa hækkað vel frá áramótum og löngu búið að þéna til baka það sem fór í flugeldana.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Bitlausir vextir

Á morgunverðarfundi Landsbankans í vikunni um horfur á hlutabréfamarkaði greindi Edda Rós Karlsdóttir frá því að eftir að Seðlabankinn hóf að hækka stýrivexti fyrir nærri þremur árum hefði Úrvalsvísitalan hækkað um 150 prósent.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hráolíuverð nálægt verði síðustu viku

Heimsmarkaðsverð á hráolíu lækkaði nokkuð í dag eftir að Ali al-Naimi, olíumálaráðherra Sádi-Arabíu, sagði að OPEC-ríkin hefðu ekki í hyggju að boða til neyðarfundar vegna snarpra verðlækkana á hráolíu það sem af er árs.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Forstjóraskipti hjá Hollinger Inc

Kanadíska útgáfufyrirtækið Hollinger Inc. greindi frá því í dag að Randall Benson, forstjóri fyrirtækisins hefði ákveðið að láta af störfum eftir eitt og hálft ár í forstjórastóli. Wesley Voorheis, stjórnarmaður í félaginu, tekur við starfi hans. Hollinger Inc. var fyrir eitt sinn þriðja stærsta útgáfufélag í heimi.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Þriggja prósenta verðbólga í Bretlandi

Verðbólga mældist þrjú prósent í Bretlandi í desember, samkvæmt útreikningum hagstofu Bretlands, sem birtir voru í dag. Þetta er nokkru hærri verðbólga er gert var ráð fyrir og sú hæsta síðan árið 1997. Þetta er meira en Englandsbanki gerði ráð fyrir og búast greinendur því við frekari stýrivaxtahækkunum á næstunni.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Icelandair Group gerir 3,5 milljarða leigusamning

Latcharter, lettneskt leiguflugfélag í eigu Loftleiða-Icelandic, dótturfélags Icelandair Group, hefur gert samning við ísraelska flugfélagið Israir um leigu á tveimur Airbus A320 farþegaflugvélum til þriggja ára auk þess sem félagið hefur framlengt leigu á Boeing 767-300ER breiðþotu til sama félags til loka þessa árs. Umfang samninganna nemur rúmlega 3,5 milljörðum króna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Samdráttur hjá Debenhams í Bretlandi

Gengi hlutabréfa í breska vöruhúsinu Debenhams féll um tæp 6 prósent í dag vegna óvissu um afkomu félagsins á árinu í ljósi samdráttar í sölu í Bretlandi. Spár félagsins gera ráð fyrir 4 prósenta samdrætti á síðasta ársfjórðungi samanborið við 4,7 prósenta samdrátt á þriðja ársfjórðungi í fyrra.

Viðskipti erlent