Viðskipti

Fréttamynd

Samstarf AWAS og Icelandair

Icelandair og flugvélaleigufyrirtækið AWAS hafa undirritað samning um samstarf fyrirtækjanna á leiguflugsmarkaði. AWAS er einn stærsti leigusali flugvéla í heiminum og eigandi 178 flugvéla sem eru í leigu hjá fyrirtækjum í 44 löndum víðs vegar um heim.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Samherji kaupir meiri kvóta

Útgerðarfélagið Samherji á Akureyri hefur eignast umþaðbil tuttugu þúsund tonna kvóta í heildarkvóta Evrópusambandsins, eftir kaup í þýskum og breskum útvegsfyrirtækjum í gær fyrir rösklega tvo milljarða króna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Helmingur þorskkvóta í útlöndum

Þorsteinn Már Baldvinsson segir að fjárfestingar Samherja í tveimur útgerðarfélögum innan Evrópusambandsins séu hluti af stefnu félagsins um vöxt erlendis. Hann segir að útlensk félög sem Samherji á hlut í ráði nú jafnmiklum þorskkvóta eins og Samherji gerir hér á Íslandi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Samkeppnisyfirvöld skoða kaupin

Samkeppnisyfirvöld skoða nú kaup Símans á sýningarrétti enska boltans og fjórðungshlut í Skjá einum. Stöð tvö ítrekaði í gær tveggja ára gamla kvörtun sína til samkeppnisyfirvalda vegna breiðvarps Símans.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Markaðsvirðið yfir 1000 milljörðum

Markaðsvirði félaga sem eru skráð í Kauphöll Íslands jókst um rúma 120 milljarða króna í síðasta mánuði og er nú komið yfir eitt þúsund milljarða króna, þrátt fyrir að félögunum fari fækkandi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fengu heiðursmerki

Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri KB banka og Sigurður Einarsson stjórnarformaður hafa verið sæmdir heiðursorðu af sænsku krúnunni. KB banki rekur viðamikla starfsemi í Svíþjóð og er skráður í kauphöllinni í Stokkhólmi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sameining stórbanka borðleggjandi

Aðstoðarforstjóri Íslandsbanka telur öll fagleg rök hníga að sameiningu stórra banka. Sameining Íslandsbanka og Landsbankans ætti ekki að ógna samkeppni á fjármálamarkaði. Stærð KB banka hefur áhrif á slíkt mat. </font /></b />

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Viðskiptahalli ógnar hagkerfinu

Mikill viðskiptahalli ógnar íslenska hagkerfinu. Talsverð verðbólga blasir við og harkaleg lending hagkerfisins eftir uppgang vegna stóriðjuframkvæmda. Viðskiptahallinn hefur ekki verið meiri síðan rétt eftir seinni heimsstyrjöldina. Þetta kemur fram í Þjóðhagsspá Greiningar Íslandsbanka.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Átakalítið sumar í viðskiptalífinu

Sumarið hefur verið átakalítið í viðskiptalífi Íslendinga og lítil velta á mörgum sviðum, s.s. með skuldabréf, gjaldeyri og hlutabréf að því er segir í Efnahagsfregnum greiningardeildar KB banka. Þessi kyrrð hefur hins vegar verið rofin á síðustu vikum ágústmánaðar, m.a. með nýrri samkeppni um íbúðalán landsmanna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Kvikmyndaverið Ísland

Unnið er að gerð tveggja kvikmynda á Íslandi sem samtals kosta eitt þúsund og sex hundruð milljónir króna. Mikil þekking á kvikmyndagerð hefur orðið til í landinu á síðustu árum. Landslag, skattkerfi og hæft stafsfólk laða verkefnin að. </font /></b />

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hallinn ekki meiri í 60 ár

Samdráttarskeið er fyrirsjáanlegt á næstu árum, segir Greining Íslandsbanka. Viðskiptahallinn hefur ekki verið meiri hér síðan rétt eftir síðari heimsstyrjöld.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Lykilatriði að leita ráðgjafar

Misjafnt er hvernig lán hentar hverjum. Framkvæmdastjóri Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja hvetur fólk til að leita ráðgjafar. Hann segir mikilvægt að hafa í huga að gjaldeyrislánum fylgi áhætta.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ummæli vekja furðu

Síminn hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna ummæla Skarphéðins Berg, stjórnarfomanns Norðurljósa, um stafrænt sjónvarp í Fréttablaðinu í dag. Í yfirlýsingunni segir að það veki furðu að Skarphéðinn staðhæfi að kaup Símans á Skjá einum leiði til þess að ekki verði af samstarfi Norðurljósa við Símann í uppbyggingu stafræns stjónvarpsdreifikerfis.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Á skjön við stefnu ríkisstjórnar

Formaður þingflokks Framsóknarflokksins segir kaup Símans á hlut í Skjá einum vera á skjön við stefnu ríkisstjórnarinnar. Hann telur brýnna að Síminn styrki dreifikerfi sitt, sem hafi verið látið sitja á hakanum. Óánægja er á meðal þingmanna Framsóknarflokksins með forgangsröðun Símans.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Skoða samstarf við OgVodafone

Þróun á stafrænum sjónvarpsútsendingum krefst samstarfs stórs fjölmiðlafyrirtækis og símafyrirtækis, segir stjórnarformaður Norðurljósa. Með kaupum Símans í Skjá einum er Síminn orðinn keppinautur Norðurljósa og því er eðlilegast að kanna samstarf við Og Vodafone. </font /></b />

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Arðbær fjárfesting

Forstjóri Símans segir kaupin á sýningarréttinum á ensku knattspyrnunni og fjórðungshlut í Skjá einum vera arðsama fjárfestingu en neitar að upplýsa hversu dýru verði hún hafi verið keypt. Samkeppnisstofnun ætlar að skoða viðskipti Símans og Skjás eins.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Einkavæðing gæti tafist

Samkeppnisstofnun hefur þrjá mánuði til að skila niðurstöðu um kaup Landssímans á fjórðungshlut í Skjá einum. Á sama tíma er undirbúningur að einkavæðingu Símans að komast á fullt. </font /></b />

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Kaupin rýra verð Landssímans

Kaup Landssímans á Fjörgný, sem á fjórðungshlut í Skjá einum og sýningarrétt á ensku knattspyrnunni, mun draga úr verðgildi félagsins við einkavæðingu að mati Skarphéðins Berg Steinarssonar, stjórnarformanns Norðurljósa.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Búlgarar heimsækja Björgólfsfeðga

Fulltrúar frá búlgarska landssímanum og aðrir búlgarskir viðskiptamenn eru staddir hér á landi í viðskiptaerindum. Þeir eru hér í boði feðganna Björgólfs Guðmundssonar og Björgólfs Thors Björgólfssonar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Margir þingmenn andvígir kaupunum

Margir þingmenn Sjálfstæðisflokksins eru andvígir kaupum Símans á fjórðungshlut í Skjá einum. Sigurður Kári Kristjánsson efast um að Geir H. Haarde, fjármálaráðherra, hafi tekið þátt í samningunum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hefði stangast á við fjölmiðlalög

Forsætisráðherra telur að kaup Símans á stórum hlut í Skjá einum hefðu brotið í bága við lög ef fjölmiðlafrumvarpið sem hann lagði fram í vor hefði orðið að lögum. Menntamálaráðherra tekur í sama streng. Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, telur marga þingmenn flokksins vera andvíga þessum viðskiptum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Óvíst hvort allt verði boðið út

Ekki er hægt að segja til um hvort hlutfallslegur sparnaður ríkisins verði eins mikill og Reykjavíkurborg áætlar sér með útboði á fjarskiptaþjónustu, segir sérfræðingur fjármálaráðuneytis. Útboðið verði í takt við stefnu stjórnvalda. </font /></b />

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Geta keppt við stóru bankana

Sparissjóðsstjóri SPRON er hvergi banginn við harða samkeppni í bankaheiminum. Hann telur tíma Íbúðalánasjóðs liðinn og setur spurningarmerki við lánastarfsemi lífeyrissjóða. Hann segir að lög gegn sölu SPRON til KB banka hafi verið öllum aðilum til óheilla. </font /></b />

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Höfða nokkur mál á dag

Bandaríska lögmannsstofan sem safnar nú liði til að höfða skaðabótamál á hendur Íslenskri erfðagreiningu, höfðar að jafnaði nokkur slík mál á dag. Umrædd lögmannsstofa hefur auglýst eftir hluthöfum, í Íslenskri erfðagreiningu, sem vilja fara í mál við fyrirtækið vegna meintra rangra upplýsinga.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Umtalsverð lækkun lyfjaverðs

Heilbrigðisyfirvöld hafa gert samkomulag við fulltrúa frumlyfjaframleiðanda innan FÍS og við fulltrúa Actavis hf um lækkun lyfjaverðs. Samkvæmt samkomulaginu er stefnt að því að lyfjaverð í heildsölu á Íslandi verði sambærilegt við meðalverð á hinum Norðurlöndunum hverju sinni innan 2ja ára.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Andsnúinn kaupunum

"Síminn, sem opinbert fyrirtæki, hefði ekki átt að fjárfesta í Skjá einum," segir Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, um kaup Landssímans á Fjörgný, sem á 26% hlut í Skjá einum.

Innlent
Fréttamynd

Síminn kaupir Skjá einn

Síminn hefur keypt fjórðungshlut í Skjá einum. Leiðir fyrirtækjanna tveggja, liggja nú saman enn á ný, en saga þeirra er nátengd og ekki af góðu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Veruleg lækkun lyfjaverðs

Heilbrigðisráðherra vonast til að almenningur finni rækilega fyrir verðlækkunum á lyfjum í kjölfar samnings stjórnvalda við lyfjaheildsala. Lækkanir gætu numið á þriðja tug prósenta eftir tvö ár.

Viðskipti innlent