Viðskipti Mikill hagvöxtur en ekki ofhitnun Fjármálaráðuneytið telur ekki að hagkerfið ofhitni þrátt fyrir mikinn hagvöxt. Alþjóðavæðingin og aukinn sveigjanleiki í hagkerfinu eru helstu ástæður þess að verðbólga fer ekki úr böndunum þrátt fyrir uppsveifluna. Viðskipti innlent 13.10.2005 15:27 Fyrsta sérsmíðin fyrir Samskip Nýtt Arnarfell var tekið í notkun um helgina og innan tíðar verður systurskipið Helgafell komið í þjónustu félagsins. Samskip leigir skipin en þau eru byggð samkvæmt forskrift félagsins. </font /></b /> Viðskipti innlent 13.10.2005 15:26 Hagnaður Straums undir væntingum Hagnaður fjárfestingarbankans Straums nam um 127 milljónum króna á fjórða ársfjórðungi síðasta árs. Það er langt undir væntingum greiningardeildar Íslandsbanka sem spáð hafði ríflega eitt þúsund milljón króna hagnaði af ársfjórðungnum. Ástæðan er fyrst og fremst sú að gengishagnaður reyndist mun minni en reiknað hafði verið með. Viðskipti innlent 13.10.2005 15:26 Baugur verður stærsti hluthafinn Múli ehf. og Vogabakki ehf. hafa selt 55% hlut sinn í Húsasmiðjunni. Kaupandi hlutarins er Eignarhaldsfélag Húsasmiðjunnar sem er að stórum hluta í eigu Baugs Group. Á næstu dögum verður gengið frá endanlegum hluthafalista eignarhaldsfélagsins en gert er ráð fyrir að Baugur Group verði stærsti hluthafinn. Árni Hauksson mun í kjölfarið hætta sem forstjóri fyrirtækisins. Viðskipti innlent 17.10.2005 23:41 Brunabótamatið ónothæft Brunbótamat er ónothæfur grundvöllur til að ákvarða veðhæfni eigna. Því ber að breyta strax og miða lánveitingar við kaupverð eigna, að mati Jónnu Sigurðardóttur þingmanns Samfylkingarinnar. Jóhanna ritar um málið á heimasíðu sinni og segir að vegna misræmis brunabótamats og kaupverðs hafi rýmkaðir lánamöguleikar Íbúðalánasjóðs ekki hafa nýst sem skyldi. Innlent 13.10.2005 15:26 Skilyrði sett fyrir virkum hlut Fjármálaeftirlitið hefur samþykkt umsókn Straums Fjárfestingarbanka um kaup á virkum eignarhlut í Íslandsbanka með skilyrðum. Viðskipti innlent 13.10.2005 15:25 Landsbankinn með útibú á Englandi Landsbankinn hefur sent tilkynningu til Fjármáleftirlitsins þess efnis að bankinn hafi ákveðið að stofna útibú á Englandi. Landsbankinn tók þessa ákvörðun þar sem bein þjónusta bankans á Englandi hefur stóraukist og gert er ráð fyrir að sú þróun haldi áfram samkvæmt tilkynningu á vef Kauphallar Íslands. Viðskipti innlent 17.10.2005 23:41 Nýr framkvæmdastjóri Marel UK Magnús Ólason verkfræðingur hefur tekið við framkvæmdastjórn Marel UK í Bretlandi af Halldóri Magnússyni sem snýr til höfuðstöðva Marels og tekur við viðskiptaþróun á Asíumarkaði. Magnús hefur starfað sem tæknistjóri hjá Marel UK frá stofnun þess 1998 en fyrir þann tíma starfaði hann við höfuðstöðvar fyrirtækisins. Viðskipti innlent 13.10.2005 15:24 Stefnir að kaupum á netfyrirtæki Björgólfur Thor Björgólfsson er aðili að yfirtökutilboði í breska netfyrirtækið QXL Ricardo. Innlent 13.10.2005 15:23 Engin lognmolla framundan Sigurður Helgason lætur af störfum sem forstjóri Flugleiða í lok maí. Þá mun hann hafa setið í forstjórastóli Flugleiða í tuttugu ár. Í tilkynningu frá Flugleiðum kemur fram að Sigurður hafi kynnt stjórn félagsins ákvörðun sína á stjórnarfndi í gærmorgun. Viðskipti innlent 13.10.2005 15:23 Darraðardans dollarans Bandaríkjadalur er lítils metinn á gjaldeyrismörkuðum þessa dagana á meðan gengi krónunnar er svimandi hátt. Hvorugt er gott, að mati þriggja sérfróðra reynslubolta. Viðskipti innlent 13.10.2005 15:23 Stórt útboð Íslandsbanka Íslandsbanki hefur gefið út skuldabréf á alþjóðamarkaði að fjárhæð 450 milljónir evra eða jafngildi rúmlega 37 milljarða króna. Þetta er stærsta skuldabréfaútgáfa Íslandsbanka til þessa. Skuldabréfin eru til fimm ára og eru gefin út undir EMTN rammasamningi bankans um alþjóðlega skuldabréfaútgáfu. Viðskipti innlent 13.10.2005 15:22 Telur Símann tilbúinn til sölu Klaus Dieter Schuerle sem tók þátt í einkavæðingu þýska ríkissímafyrirtækisins Deutsche Telekom telur miklu skipta að verkferlar og markmið í aðdraganda einkavæðingar séu skýr. Hann segir að langur undirbúningstími sé hins vegar ekki endilega heppilegur. Schuerle ræddi um einkavæðingu Deutsche Telekom á fundi Þýsk-íslenska verslunarfélagsins og Verslunarráðs Íslands í gær Viðskipti innlent 13.10.2005 15:22 Verðbólgan að sprengja þolmörkin Verðbólgan er hærri en búist var við og er komin í þolmörk markmiðs Seðlabankans. Miklar líkur á að forsendur kjarasamninga bresti að mati ASÍ sem gagnrýnir að opinberir aðilar hækki gjaldskrár við þessar kringumstæður. </font /></b /> Viðskipti innlent 13.10.2005 15:22 400 milljóna tap á laxeldi Útvegsfyrirtækið Samherji á Akureyri tapaði u.þ.b. fjögur hundruð milljónum króna á laxeldi í fyrra að því er Intra Fish greinir frá. Fyrirtækið rekur umfangsmikið sjókvíaeldi í Mjóafirði og hefur þurft að glíma við ýmis konar óvænta byrjunarörðugleika. Viðskipti innlent 13.10.2005 15:22 Hættir starfsemi í Lettlandi Undirritaður hefur verið samningur um sölu á dótturfyrirtæki Granda, SIA Baltic Seafood í Lettlandi, <span class="GramE">sem</span> rekið hefur verið með tapi. <span class="GramE">Þar með hefur félagið hætt allri starfsemi í Lettlandi.</span> Grandi gerði einnig samning við KB banka í dag um viðskiptavakt á útgefnum hlutabréfum félagsins. Viðskipti innlent 13.10.2005 15:22 Í sjónvarpsrekstur á Norðurlöndum Sigurjón Sighvatsson, Björn Steinbekk Kristjánsson og fleiri íslenskir fjárfestar hefja á næstunni sjónvarpsrekstur á hinum Norðurlöndunum. Stefnt er að því að sjónvarpsstöðin Big TV nái til átta milljón norrænna heimila fyrir lok næsta árs. Lífið 13.10.2005 15:22 Minni viðskiptahalli Forstöðumaður greiningardeildar Landsbankans segir viðskiptahallann fyrstu níu mánuði síðasta árs minni en búist var við. Skýringin er hugsanlega sú að fólk er ekki bara að eyða í neyslu heldur í húsnæði. Viðskipti innlent 13.10.2005 15:21 Íbúðalánasjóður vill fleiri lóðir Með því að auka lóðaframboð geta sveitarfélögin, sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu, minnkað þrýstinginn sem verið hefur á fasteignaverð. Þetta kemur fram í nýrri mánaðarskýrslu Íbúðalánasjóðs. Viðskipti innlent 13.10.2005 15:21 1,5 milljarða samdráttur hjá SÍ Gjaldeyrisforði Seðlabanka Íslands nam 65,6 milljörðum króna í lok desember og dróst saman um tæplega 1,5 milljarða króna frá því í nóvember. Samkvæmt hálffimmfréttum KB banka má rekja lækkunina til 4,4% gengisstyrkingu íslensku krónunnar. Viðskipti innlent 13.10.2005 15:20 Ríkharð í stað Gunnars Smára Á hluthafafundi Norðurljósa í morgun var staðfestur aðskilnaður sem hefur orðið á milli félagsins og Íslenska útvarpsfélagsins, sem rekur meðal annars Stöð 2 og Bylgjuna, og Fréttar, sem gefur út Fréttablaðið og DV, en Og Vodafone hefur keypt þessi fyrirtæki. Ríkharð Ottó Ríkharðsson var ráðinn framkvæmdastjóri Norðurljósa í stað Gunnars Smára Egilssonar. Viðskipti innlent 13.10.2005 15:20 Siðferðið betra en í stjórnmálum Hagsmunaárekstrar eru algengir í íslensku viðskiptalífi að mati stjórnenda íslenskra fyrirtækja. Siðferði í viðskiptum hefur þó batnað undanfarin ár og er betra en siðferðið í stjórnmálum. Viðskipti innlent 13.10.2005 15:20 Bretar treysta íslenskum víkingum Bretar hafa ákveðna tilhneigingu til að treysta ljóshærðum og bláeygðum eyjaskeggjum úr norðri segir Howard Davies, rektor London School of Economics, í tengslum við innrás íslenskra víkinga í breskt viðskiptalíf. Viðskipti innlent 13.10.2005 15:21 Viðskiptahallinn eykst enn Viðskiptahalli hefur farið vaxandi síðustu misserin samhliða aukinni fjárfestingu og einkaneyslu. Flest bendir til þess að hallinn muni verða enn meiri í ár samkvæmt greiningardeild Íslandsbanka. Viðskipti innlent 13.10.2005 15:20 Meðal heimsleiðtoga Björgólfi Thor Björgólfssyni, athafnamanni og stjórnarformanni Burðaráss og Actavis, hefur verið boðið að taka þátt í verkefni á vegum World Economic Forum. Hann er einn af 237 einstaklingum sem kallaðir eru til þátttöku í verkefninu. Viðskipti innlent 13.10.2005 15:21 OR gæti hagnast um tvo milljarða Orkuveita Reykjavíkur gæti hagnast um hátt í tvo milljarða með því að selja húsnæði nýju höfuðstöðvanna við Réttarháls og taka það aftur á leigu. Alfreð Þorsteinsson, stjórnarformaður Orkuveitunnar, staðfestir í viðtali við fréttastofuna að stórir fjárfestar hafi sýnt húsinu áhuga. Viðskipti innlent 13.10.2005 15:20 Eignarhlutur M-Holding 94,4% Gengi bréfa í yfirtökutilboði M-Holding ehf., félags í eigu Baugs Group, Straums Fjárfestingarbanka og B2B Holding, í Magasin du Nord var 162,5 danskar krónur á hvern hlut, eða tæplega 1822 íslenskar krónur. M-Holding á 80,9% hlutafjár félagsins en hefur jafnframt tryggt sér kauprétt á 13,5% hlut Magasin du Nord Fond. Viðskipti innlent 13.10.2005 15:20 500 milljóna tap á gjaldþrotinu Líkur eru á að kröfuhafar tapi allt að fimm hundruð milljónum króna á gjaldþroti Samvinnuferða-Landsýnar. Ákveðið hefur verið að greiða 80% af forgangskröfum. Viðskipti innlent 13.10.2005 15:20 Leynd skaðleg í viðskiptum Leynd er alltaf á endanum skaðleg segir Howard Davies, fyrrverandi forstöðumaður breska fjármálaeftirlitsins, sem telur mikilvægt að gagnsæi ríki um eftirlit með fjármálafyrirtækjum. Í sama streng tekur Bjarni Ármannsson, forstjóri Íslandsbanka. Viðskipti innlent 13.10.2005 15:20 Fjárfestar undirbúa kaup á Símanum Enda þótt enginn hafi formlega lýst yfir áhuga á að kaupa Símann, þá eru margir að skoða verkefnið af alvöru. Hugsanlegt er að danska fyrirtækið TDC sem áður var ríkisfyrirtækið Tele Danmark, muni koma að hópi sem hyggst taka þátt í einkavæðingu Símans. </font /></b /> Viðskipti innlent 13.10.2005 15:20 « ‹ 201 202 203 204 205 206 207 208 209 … 223 ›
Mikill hagvöxtur en ekki ofhitnun Fjármálaráðuneytið telur ekki að hagkerfið ofhitni þrátt fyrir mikinn hagvöxt. Alþjóðavæðingin og aukinn sveigjanleiki í hagkerfinu eru helstu ástæður þess að verðbólga fer ekki úr böndunum þrátt fyrir uppsveifluna. Viðskipti innlent 13.10.2005 15:27
Fyrsta sérsmíðin fyrir Samskip Nýtt Arnarfell var tekið í notkun um helgina og innan tíðar verður systurskipið Helgafell komið í þjónustu félagsins. Samskip leigir skipin en þau eru byggð samkvæmt forskrift félagsins. </font /></b /> Viðskipti innlent 13.10.2005 15:26
Hagnaður Straums undir væntingum Hagnaður fjárfestingarbankans Straums nam um 127 milljónum króna á fjórða ársfjórðungi síðasta árs. Það er langt undir væntingum greiningardeildar Íslandsbanka sem spáð hafði ríflega eitt þúsund milljón króna hagnaði af ársfjórðungnum. Ástæðan er fyrst og fremst sú að gengishagnaður reyndist mun minni en reiknað hafði verið með. Viðskipti innlent 13.10.2005 15:26
Baugur verður stærsti hluthafinn Múli ehf. og Vogabakki ehf. hafa selt 55% hlut sinn í Húsasmiðjunni. Kaupandi hlutarins er Eignarhaldsfélag Húsasmiðjunnar sem er að stórum hluta í eigu Baugs Group. Á næstu dögum verður gengið frá endanlegum hluthafalista eignarhaldsfélagsins en gert er ráð fyrir að Baugur Group verði stærsti hluthafinn. Árni Hauksson mun í kjölfarið hætta sem forstjóri fyrirtækisins. Viðskipti innlent 17.10.2005 23:41
Brunabótamatið ónothæft Brunbótamat er ónothæfur grundvöllur til að ákvarða veðhæfni eigna. Því ber að breyta strax og miða lánveitingar við kaupverð eigna, að mati Jónnu Sigurðardóttur þingmanns Samfylkingarinnar. Jóhanna ritar um málið á heimasíðu sinni og segir að vegna misræmis brunabótamats og kaupverðs hafi rýmkaðir lánamöguleikar Íbúðalánasjóðs ekki hafa nýst sem skyldi. Innlent 13.10.2005 15:26
Skilyrði sett fyrir virkum hlut Fjármálaeftirlitið hefur samþykkt umsókn Straums Fjárfestingarbanka um kaup á virkum eignarhlut í Íslandsbanka með skilyrðum. Viðskipti innlent 13.10.2005 15:25
Landsbankinn með útibú á Englandi Landsbankinn hefur sent tilkynningu til Fjármáleftirlitsins þess efnis að bankinn hafi ákveðið að stofna útibú á Englandi. Landsbankinn tók þessa ákvörðun þar sem bein þjónusta bankans á Englandi hefur stóraukist og gert er ráð fyrir að sú þróun haldi áfram samkvæmt tilkynningu á vef Kauphallar Íslands. Viðskipti innlent 17.10.2005 23:41
Nýr framkvæmdastjóri Marel UK Magnús Ólason verkfræðingur hefur tekið við framkvæmdastjórn Marel UK í Bretlandi af Halldóri Magnússyni sem snýr til höfuðstöðva Marels og tekur við viðskiptaþróun á Asíumarkaði. Magnús hefur starfað sem tæknistjóri hjá Marel UK frá stofnun þess 1998 en fyrir þann tíma starfaði hann við höfuðstöðvar fyrirtækisins. Viðskipti innlent 13.10.2005 15:24
Stefnir að kaupum á netfyrirtæki Björgólfur Thor Björgólfsson er aðili að yfirtökutilboði í breska netfyrirtækið QXL Ricardo. Innlent 13.10.2005 15:23
Engin lognmolla framundan Sigurður Helgason lætur af störfum sem forstjóri Flugleiða í lok maí. Þá mun hann hafa setið í forstjórastóli Flugleiða í tuttugu ár. Í tilkynningu frá Flugleiðum kemur fram að Sigurður hafi kynnt stjórn félagsins ákvörðun sína á stjórnarfndi í gærmorgun. Viðskipti innlent 13.10.2005 15:23
Darraðardans dollarans Bandaríkjadalur er lítils metinn á gjaldeyrismörkuðum þessa dagana á meðan gengi krónunnar er svimandi hátt. Hvorugt er gott, að mati þriggja sérfróðra reynslubolta. Viðskipti innlent 13.10.2005 15:23
Stórt útboð Íslandsbanka Íslandsbanki hefur gefið út skuldabréf á alþjóðamarkaði að fjárhæð 450 milljónir evra eða jafngildi rúmlega 37 milljarða króna. Þetta er stærsta skuldabréfaútgáfa Íslandsbanka til þessa. Skuldabréfin eru til fimm ára og eru gefin út undir EMTN rammasamningi bankans um alþjóðlega skuldabréfaútgáfu. Viðskipti innlent 13.10.2005 15:22
Telur Símann tilbúinn til sölu Klaus Dieter Schuerle sem tók þátt í einkavæðingu þýska ríkissímafyrirtækisins Deutsche Telekom telur miklu skipta að verkferlar og markmið í aðdraganda einkavæðingar séu skýr. Hann segir að langur undirbúningstími sé hins vegar ekki endilega heppilegur. Schuerle ræddi um einkavæðingu Deutsche Telekom á fundi Þýsk-íslenska verslunarfélagsins og Verslunarráðs Íslands í gær Viðskipti innlent 13.10.2005 15:22
Verðbólgan að sprengja þolmörkin Verðbólgan er hærri en búist var við og er komin í þolmörk markmiðs Seðlabankans. Miklar líkur á að forsendur kjarasamninga bresti að mati ASÍ sem gagnrýnir að opinberir aðilar hækki gjaldskrár við þessar kringumstæður. </font /></b /> Viðskipti innlent 13.10.2005 15:22
400 milljóna tap á laxeldi Útvegsfyrirtækið Samherji á Akureyri tapaði u.þ.b. fjögur hundruð milljónum króna á laxeldi í fyrra að því er Intra Fish greinir frá. Fyrirtækið rekur umfangsmikið sjókvíaeldi í Mjóafirði og hefur þurft að glíma við ýmis konar óvænta byrjunarörðugleika. Viðskipti innlent 13.10.2005 15:22
Hættir starfsemi í Lettlandi Undirritaður hefur verið samningur um sölu á dótturfyrirtæki Granda, SIA Baltic Seafood í Lettlandi, <span class="GramE">sem</span> rekið hefur verið með tapi. <span class="GramE">Þar með hefur félagið hætt allri starfsemi í Lettlandi.</span> Grandi gerði einnig samning við KB banka í dag um viðskiptavakt á útgefnum hlutabréfum félagsins. Viðskipti innlent 13.10.2005 15:22
Í sjónvarpsrekstur á Norðurlöndum Sigurjón Sighvatsson, Björn Steinbekk Kristjánsson og fleiri íslenskir fjárfestar hefja á næstunni sjónvarpsrekstur á hinum Norðurlöndunum. Stefnt er að því að sjónvarpsstöðin Big TV nái til átta milljón norrænna heimila fyrir lok næsta árs. Lífið 13.10.2005 15:22
Minni viðskiptahalli Forstöðumaður greiningardeildar Landsbankans segir viðskiptahallann fyrstu níu mánuði síðasta árs minni en búist var við. Skýringin er hugsanlega sú að fólk er ekki bara að eyða í neyslu heldur í húsnæði. Viðskipti innlent 13.10.2005 15:21
Íbúðalánasjóður vill fleiri lóðir Með því að auka lóðaframboð geta sveitarfélögin, sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu, minnkað þrýstinginn sem verið hefur á fasteignaverð. Þetta kemur fram í nýrri mánaðarskýrslu Íbúðalánasjóðs. Viðskipti innlent 13.10.2005 15:21
1,5 milljarða samdráttur hjá SÍ Gjaldeyrisforði Seðlabanka Íslands nam 65,6 milljörðum króna í lok desember og dróst saman um tæplega 1,5 milljarða króna frá því í nóvember. Samkvæmt hálffimmfréttum KB banka má rekja lækkunina til 4,4% gengisstyrkingu íslensku krónunnar. Viðskipti innlent 13.10.2005 15:20
Ríkharð í stað Gunnars Smára Á hluthafafundi Norðurljósa í morgun var staðfestur aðskilnaður sem hefur orðið á milli félagsins og Íslenska útvarpsfélagsins, sem rekur meðal annars Stöð 2 og Bylgjuna, og Fréttar, sem gefur út Fréttablaðið og DV, en Og Vodafone hefur keypt þessi fyrirtæki. Ríkharð Ottó Ríkharðsson var ráðinn framkvæmdastjóri Norðurljósa í stað Gunnars Smára Egilssonar. Viðskipti innlent 13.10.2005 15:20
Siðferðið betra en í stjórnmálum Hagsmunaárekstrar eru algengir í íslensku viðskiptalífi að mati stjórnenda íslenskra fyrirtækja. Siðferði í viðskiptum hefur þó batnað undanfarin ár og er betra en siðferðið í stjórnmálum. Viðskipti innlent 13.10.2005 15:20
Bretar treysta íslenskum víkingum Bretar hafa ákveðna tilhneigingu til að treysta ljóshærðum og bláeygðum eyjaskeggjum úr norðri segir Howard Davies, rektor London School of Economics, í tengslum við innrás íslenskra víkinga í breskt viðskiptalíf. Viðskipti innlent 13.10.2005 15:21
Viðskiptahallinn eykst enn Viðskiptahalli hefur farið vaxandi síðustu misserin samhliða aukinni fjárfestingu og einkaneyslu. Flest bendir til þess að hallinn muni verða enn meiri í ár samkvæmt greiningardeild Íslandsbanka. Viðskipti innlent 13.10.2005 15:20
Meðal heimsleiðtoga Björgólfi Thor Björgólfssyni, athafnamanni og stjórnarformanni Burðaráss og Actavis, hefur verið boðið að taka þátt í verkefni á vegum World Economic Forum. Hann er einn af 237 einstaklingum sem kallaðir eru til þátttöku í verkefninu. Viðskipti innlent 13.10.2005 15:21
OR gæti hagnast um tvo milljarða Orkuveita Reykjavíkur gæti hagnast um hátt í tvo milljarða með því að selja húsnæði nýju höfuðstöðvanna við Réttarháls og taka það aftur á leigu. Alfreð Þorsteinsson, stjórnarformaður Orkuveitunnar, staðfestir í viðtali við fréttastofuna að stórir fjárfestar hafi sýnt húsinu áhuga. Viðskipti innlent 13.10.2005 15:20
Eignarhlutur M-Holding 94,4% Gengi bréfa í yfirtökutilboði M-Holding ehf., félags í eigu Baugs Group, Straums Fjárfestingarbanka og B2B Holding, í Magasin du Nord var 162,5 danskar krónur á hvern hlut, eða tæplega 1822 íslenskar krónur. M-Holding á 80,9% hlutafjár félagsins en hefur jafnframt tryggt sér kauprétt á 13,5% hlut Magasin du Nord Fond. Viðskipti innlent 13.10.2005 15:20
500 milljóna tap á gjaldþrotinu Líkur eru á að kröfuhafar tapi allt að fimm hundruð milljónum króna á gjaldþroti Samvinnuferða-Landsýnar. Ákveðið hefur verið að greiða 80% af forgangskröfum. Viðskipti innlent 13.10.2005 15:20
Leynd skaðleg í viðskiptum Leynd er alltaf á endanum skaðleg segir Howard Davies, fyrrverandi forstöðumaður breska fjármálaeftirlitsins, sem telur mikilvægt að gagnsæi ríki um eftirlit með fjármálafyrirtækjum. Í sama streng tekur Bjarni Ármannsson, forstjóri Íslandsbanka. Viðskipti innlent 13.10.2005 15:20
Fjárfestar undirbúa kaup á Símanum Enda þótt enginn hafi formlega lýst yfir áhuga á að kaupa Símann, þá eru margir að skoða verkefnið af alvöru. Hugsanlegt er að danska fyrirtækið TDC sem áður var ríkisfyrirtækið Tele Danmark, muni koma að hópi sem hyggst taka þátt í einkavæðingu Símans. </font /></b /> Viðskipti innlent 13.10.2005 15:20