Viðskipti I-Holding yfirtekur ILLUM vöruhúsið í Kaupmannahöfn Hópur íslenskra fjárfesta, I-Holding ehf., hefur gengið frá kaupum á 80% hlut í ILLUM vöruhúsinu í Danmörku ásamt fasteignininni sem hýsir reksturinn af Merrill Lynch International Global Principal Investment. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:37 Danir hljóma gramir Baugur, Straumur og fyrirtæki í eigu Birgis Þórs Bieltvedts hafa keypt stórverslunina Illum við Strikið í Kaupmannahöfn en sami hópur keypti nýverið Magasin du Nord þar í borg. Dönsk blöð greina frá þessum viðskiptum með ítarlegum hætti í morgun og er ekki laust við að úr textanum megi lesa að Dönum þyki berin súr. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:37 Dagsbrún móðurfélag 365 miðla Og fjarskipti hf. ráðgera að nýtt skipulag samstæðunnar muni taka gildi 1. október nk. Hið nýja nafn samstæðunnar mun verða Dagsbrún hf. Fjarskiptarekstri félagsins verður komið fyrir í dótturfélaginu Og fjarskipti (Og Vodafone) sem heyra mun undir móðurfélagið ásamt 365 prentmiðlum ehf. og 365 ljósvakamiðlar ehf. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:37 855 milljóna tap deCode Tap deCode, móðurfélags Íslenskrar erfðagreiningar, nam 855 milljónum íslenskra króna á öðrum ársfjórðungi þessa árs og var óbreytt frá sama tímabili í fyrra. Fyrstu sex mánuði ársins nam tap félagsins tæpum tveimur milljörðum króna en stjórnendur fyrirtækisins segja aukin útgjöld vegna lyfjaþróunarverkefna ástæðuna fyrir tapinu. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:37 Baugur kaupir matvælafyrirtæki Baugur Group og Talden Holding hafa keypt matvælafyrirtækið Woodward Foodservice af Giant Bidco sem yfirtók Big Food Group fyrr á þessu ári. Kaupin eru gerð í samvinnu við stjórnendur Woodward. Lloyds TSB bankinn fjármagnar kaupin. Viðskipti innlent 17.10.2005 23:42 Amide kaupir þrjú samheitalyf Actavis Group tilkynnti í dag að dótturfélag þess, Amide Pharmaceuticals Inc., hafi keypt þrjú samheitalyf af Sandoz, dótturfyrirtæki lyfjafyrirtækisins Novartis AG’s. Búist er við að árlegar sölutekjur af lyfjunum nemi um 4-5 milljónum Bandaríkjadala. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:37 Forstöðumaður KB hyggst kæra Ingvar Vilhjálmsson, forstöðumaður KB banka, hyggst kæra álagningu skatta hvað sig varðar en samkvæmt opinberum álagningarskrám er hann ígildi fimmtíu og sjö bankagjaldkera. Gjaldkerarnir hafa að meðaltali 170 þúsund krónur á mánuði en forstöðumaðurinn rúmar 9,3 milljónir, ef trúa má álagningarskránum. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:37 Friðrik keypti 52% í Tölvumyndum Friðrik Jóhannsson, fráfarandi forstjóri Burðaráss, hefur keypt 52 prósenta hlut í Tölvumyndum, 41 prósent af Burðarási og 11 prósent af dótturfélagi Straums. Burðarási verður skipt milli Straums og Landsbankans. Friðrik vildi ekki staðfesta þessar upplýsingar þegar Stöð 2 sagði fréttina í gær en staðfestir þær hins vegar í dag. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:37 Aðeins 3 konur á meðal 100 efstu Í hópi eitt hundrað forstjóra íslenskra fyrirtækja, sem hafa yfir eina milljón króna í laun á mánuði, eru aðeins þrjár konur. Konur eru lægra metnar til launa og það hefur ekkert breyst, segir hagfræðingur ASÍ. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:37 Geta aukið útlán um billjón Íslenskir bankar geta aukið útlán um allt að þúsund milljarða eða eina billjón króna. Seðlabankinn býst við áframhaldandi stöðugleika þrátt fyrir sterkari lánastöðu bankanna. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:37 Olíuverðið nálgast sögulegt hámark Olíuverð fór yfir sextíu og tvo dollara á fatið í morgun og nálgast nú metverðið sem náðist fyrr í sumar. Ástæðan er sú að talið er að olíubirgðir Bandaríkjanna séu í lágmarki og frést hefur af töluverðum vandkvæðum hjá olíuhreinsunarstöðvum. Viðskipti erlent 13.10.2005 19:37 Skoða uppskipti Burðaráss Bæði Fjármálaeftirlitið og yfirtökunefnd munu skoða uppskipti Burðaráss á milli Landsbankans og Straums fjárfestingabanka. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:37 Friðrik Jóhannsson fjárfestir Friðrik Jóhannsson, fráfarandi forstjóri Burðaráss, hefur keypt fimmtíu og tveggja prósenta hlut í Tölvumyndum. Sjálfur vildi Friðrik ekki staðfesta þessar upplýsingar, sem fréttastofan hefur eftir áreiðanlegum heimildum. Þetta kemur í kjölfar sameiningar Landsbankans, Burðaráss og Straums. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:37 Eigið fé verður 100 milljarðar Að lokinni sameiningu Burðaráss við Landsbankann annars vegar og Straum Fjárfestingarbanka hins vegar verður eigið fé Landsbankans tæplega 100 milljarðar króna og eigið fé fjárfestingabankans sem hljóta mun nafnið Straumur – Burðarás Fjárfestingabanki hf. verður rúmlega 100 milljarðar króna. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:37 Atkins í greiðslustöðvun Atkins Nutritionals, fyrirtækið sem hefur verið einna fremst í að breiða út megrunarkúr sem byggir á því að borða ekki kolefni, hefur farið fram á greiðslustöðvun. Viðskipti erlent 13.10.2005 19:36 Skipta Burðarási á milli sín Eignum Burðaráss verður skipt á milli Landsbanka Íslands og Straums fjárfestingarbanka . Unnið var að útfærslu á skiptingunni um helgina og var tillaga um þetta efni lögð fyrir stjórnir félaganna í gærkvöld. Burðarás verður því ekki rekinn áfram í óbreyttri mynd heldur yfirtekur Straumur félagið. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:36 Upplýsingar ekki fyrir alla? Tengsl forstjóra Símans við nýja eigendur vekur spurningar um hvort þeir hafi haft einhverjar upplýsingar sem hinir höfðu ekki, segir formaður Samfylkingarinnar. Vinstri grænir vilja setja sérstök lög um einkavæðingu ríkisfyrirtækja til að einstakir ráðherrar ráðskist ekki með eigur ríkisins að vild. Innlent 13.10.2005 19:36 Methalli á vöruskiptum landsmanna Methalli var á vöruskiptum landsmanna í júní og nam hallinn 10,2 milljörðum. Á fyrstu sex mánuðum ársins nam halli á vöruskiptum landsmanna 34,3 milljörðum samanborið við halla upp á 13,2 milljarða á sama tíma í fyrra. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:36 Síminn seldur á tæpa 67 milljarða Þrjú tilboð bárust í símann - öll frá innlendum fjárfestum. Forsætisráðherra segir söluna styrkja stöðu ríkissjóðs. Hægt verði að ráðast í verkefni á sviði velferðar- og samgöngumála. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:36 Kaupa breska verslanakeðju Baugur og Kaupþing banki hafa keypt bresku tískuverslanakeðjuna Jane Norman fyrir 117 milljónir punda, eða rúmlega þrettán milljarða íslenskra króna. Fyrirtækið rekur þrjátíu og níu verslanir og fimmtíu og sex sérleyfisverslanir í Bretlandi og á Írlandi. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:36 Sáttir við verðið Rúmir sextíu og sex milljarðar fást fyrir Landssímann. Skipti ehf. sem er að mestu í eigu bræðranna í Bakkavör og KB banka átti hæsta tilboðið. Tilboðin voru opnuð á Nordica hóteli í dag. Skrifað verður undir samninga í næstu viku að óbreyttu. Alls uppfylltu tólf hópar með samtals þrjátíu og fimm fjárfestum skilyrði nefndarinnar um að mega bjóða í Símann. Þrír hópar buðu. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:35 Gríðarlegur hagnaður bankanna Hagnaður KB banka eftir skatta nam tuttugu og fjórum komma sjö milljörðum króna á fyrri helmingi þessa árs, sem er 280 prósenta aukning frá sama tímabili í fyrra. Bankinn er nú kominn í hóp tvö hundruð stærstu banka heims. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:35 Össur fjárfestir í Bandaríkjunum Össur hf. hefur keypt bandaríska fyrirtækið Royce Medical Holding fyrir fjórtán milljarða króna. Fyrirtækið sérhæfir sig í framleiðslu á stuðningstækja á borð við hálskraga og spelkur. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:35 Eimskip kaupir í Færeyjum Eimskip hefur keypt flutningafyrirtækið Heri Thomsen í Færeyjum, en fyrirtækið rekur rúmlega þrjátíu flutningabíla og þrjú flutningaskip. Tvö þeirra eru stórflutningaskip. Félagið á einnig nýja tvö þúsund fermetra vöruskemmu í Runavík. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:35 Hagnaður TM undir væntingum Í greinargerð frá KB banka kemur fram að hagnaður Tryggingamiðstöðvarinnar á öðrum ársfjórðungi nam 1.449 m.kr. og var því nokkuð undir væntingum Greiningardeildar um tveggja milljarða kr. hagnað. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:35 KB banki stærri en Ísland KB banki er orðinn stærri en Ísland. Eignir bankans eru nú meiri en framtaldar eignir allra heimila í landinu. Hagnaður bankans nam tæpum 25 milljörðum króna eftir skatta á fyrri helmingi ársins, sem er meira en samanlagður hagnaður hinna bankanna. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:35 Hagnaður KB banka 24,7 milljarðar Hagnaður KB banka eftir skatta nam 24,7 milljörðum króna á fyrri helmingi þessa árs sem er 280 prósenta aukning miðað við sama tímabil í fyrra. Ef aðeins er litið til annars ársfjórðungs, er aukningin enn meiri eða 292 prósent. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:35 Tilboð opnuð í dag Tilboð í Símann verða opnuð klukkan eitt í dag og ef til vill aftur síðar í dag, ef einhver tilboðsgjafi hækkar boð sitt. Það geta þeir gert ef þeir eru innan við fimm prósent undir boði næsta bjóðanda. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:35 Actavis fjárfestir í Bandaríkjunum Lyfjafyrirtækið Actavis hefur keypt bandaríska samheitalyfjafyrirtækið Amide Pharmaceuticals fyrir rösklega 3,2 milljaðra króna. Í tilkynningu frá Actavis segir að með kaupunum verði Actavis kleift að markaðssetja lyf sín á bandaríska markaðnum og til samans verða fyrirtækin með um 500 lyf á markaðnum. Amide stefnir að því að setja tíu ný lyf á markaðinn innan tíðar. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:35 Lokasprettur í sölu Símans Komið er að lokasprettinum í sölu Símans. Að viðstöddum bjóðendum og fjölmiðlum ætlar einkavæðinganefnd að opna umslög með tilboðsfjárhæðum bjóðenda á fimmtudaginn. Eftir að tilboð hafa verið opnuð verður öllum þeim sem eru innan við fimm prósent frá hæstbjóðenda gefinn kostur á að hækka tilboð sín. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:34 « ‹ 177 178 179 180 181 182 183 184 185 … 223 ›
I-Holding yfirtekur ILLUM vöruhúsið í Kaupmannahöfn Hópur íslenskra fjárfesta, I-Holding ehf., hefur gengið frá kaupum á 80% hlut í ILLUM vöruhúsinu í Danmörku ásamt fasteignininni sem hýsir reksturinn af Merrill Lynch International Global Principal Investment. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:37
Danir hljóma gramir Baugur, Straumur og fyrirtæki í eigu Birgis Þórs Bieltvedts hafa keypt stórverslunina Illum við Strikið í Kaupmannahöfn en sami hópur keypti nýverið Magasin du Nord þar í borg. Dönsk blöð greina frá þessum viðskiptum með ítarlegum hætti í morgun og er ekki laust við að úr textanum megi lesa að Dönum þyki berin súr. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:37
Dagsbrún móðurfélag 365 miðla Og fjarskipti hf. ráðgera að nýtt skipulag samstæðunnar muni taka gildi 1. október nk. Hið nýja nafn samstæðunnar mun verða Dagsbrún hf. Fjarskiptarekstri félagsins verður komið fyrir í dótturfélaginu Og fjarskipti (Og Vodafone) sem heyra mun undir móðurfélagið ásamt 365 prentmiðlum ehf. og 365 ljósvakamiðlar ehf. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:37
855 milljóna tap deCode Tap deCode, móðurfélags Íslenskrar erfðagreiningar, nam 855 milljónum íslenskra króna á öðrum ársfjórðungi þessa árs og var óbreytt frá sama tímabili í fyrra. Fyrstu sex mánuði ársins nam tap félagsins tæpum tveimur milljörðum króna en stjórnendur fyrirtækisins segja aukin útgjöld vegna lyfjaþróunarverkefna ástæðuna fyrir tapinu. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:37
Baugur kaupir matvælafyrirtæki Baugur Group og Talden Holding hafa keypt matvælafyrirtækið Woodward Foodservice af Giant Bidco sem yfirtók Big Food Group fyrr á þessu ári. Kaupin eru gerð í samvinnu við stjórnendur Woodward. Lloyds TSB bankinn fjármagnar kaupin. Viðskipti innlent 17.10.2005 23:42
Amide kaupir þrjú samheitalyf Actavis Group tilkynnti í dag að dótturfélag þess, Amide Pharmaceuticals Inc., hafi keypt þrjú samheitalyf af Sandoz, dótturfyrirtæki lyfjafyrirtækisins Novartis AG’s. Búist er við að árlegar sölutekjur af lyfjunum nemi um 4-5 milljónum Bandaríkjadala. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:37
Forstöðumaður KB hyggst kæra Ingvar Vilhjálmsson, forstöðumaður KB banka, hyggst kæra álagningu skatta hvað sig varðar en samkvæmt opinberum álagningarskrám er hann ígildi fimmtíu og sjö bankagjaldkera. Gjaldkerarnir hafa að meðaltali 170 þúsund krónur á mánuði en forstöðumaðurinn rúmar 9,3 milljónir, ef trúa má álagningarskránum. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:37
Friðrik keypti 52% í Tölvumyndum Friðrik Jóhannsson, fráfarandi forstjóri Burðaráss, hefur keypt 52 prósenta hlut í Tölvumyndum, 41 prósent af Burðarási og 11 prósent af dótturfélagi Straums. Burðarási verður skipt milli Straums og Landsbankans. Friðrik vildi ekki staðfesta þessar upplýsingar þegar Stöð 2 sagði fréttina í gær en staðfestir þær hins vegar í dag. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:37
Aðeins 3 konur á meðal 100 efstu Í hópi eitt hundrað forstjóra íslenskra fyrirtækja, sem hafa yfir eina milljón króna í laun á mánuði, eru aðeins þrjár konur. Konur eru lægra metnar til launa og það hefur ekkert breyst, segir hagfræðingur ASÍ. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:37
Geta aukið útlán um billjón Íslenskir bankar geta aukið útlán um allt að þúsund milljarða eða eina billjón króna. Seðlabankinn býst við áframhaldandi stöðugleika þrátt fyrir sterkari lánastöðu bankanna. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:37
Olíuverðið nálgast sögulegt hámark Olíuverð fór yfir sextíu og tvo dollara á fatið í morgun og nálgast nú metverðið sem náðist fyrr í sumar. Ástæðan er sú að talið er að olíubirgðir Bandaríkjanna séu í lágmarki og frést hefur af töluverðum vandkvæðum hjá olíuhreinsunarstöðvum. Viðskipti erlent 13.10.2005 19:37
Skoða uppskipti Burðaráss Bæði Fjármálaeftirlitið og yfirtökunefnd munu skoða uppskipti Burðaráss á milli Landsbankans og Straums fjárfestingabanka. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:37
Friðrik Jóhannsson fjárfestir Friðrik Jóhannsson, fráfarandi forstjóri Burðaráss, hefur keypt fimmtíu og tveggja prósenta hlut í Tölvumyndum. Sjálfur vildi Friðrik ekki staðfesta þessar upplýsingar, sem fréttastofan hefur eftir áreiðanlegum heimildum. Þetta kemur í kjölfar sameiningar Landsbankans, Burðaráss og Straums. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:37
Eigið fé verður 100 milljarðar Að lokinni sameiningu Burðaráss við Landsbankann annars vegar og Straum Fjárfestingarbanka hins vegar verður eigið fé Landsbankans tæplega 100 milljarðar króna og eigið fé fjárfestingabankans sem hljóta mun nafnið Straumur – Burðarás Fjárfestingabanki hf. verður rúmlega 100 milljarðar króna. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:37
Atkins í greiðslustöðvun Atkins Nutritionals, fyrirtækið sem hefur verið einna fremst í að breiða út megrunarkúr sem byggir á því að borða ekki kolefni, hefur farið fram á greiðslustöðvun. Viðskipti erlent 13.10.2005 19:36
Skipta Burðarási á milli sín Eignum Burðaráss verður skipt á milli Landsbanka Íslands og Straums fjárfestingarbanka . Unnið var að útfærslu á skiptingunni um helgina og var tillaga um þetta efni lögð fyrir stjórnir félaganna í gærkvöld. Burðarás verður því ekki rekinn áfram í óbreyttri mynd heldur yfirtekur Straumur félagið. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:36
Upplýsingar ekki fyrir alla? Tengsl forstjóra Símans við nýja eigendur vekur spurningar um hvort þeir hafi haft einhverjar upplýsingar sem hinir höfðu ekki, segir formaður Samfylkingarinnar. Vinstri grænir vilja setja sérstök lög um einkavæðingu ríkisfyrirtækja til að einstakir ráðherrar ráðskist ekki með eigur ríkisins að vild. Innlent 13.10.2005 19:36
Methalli á vöruskiptum landsmanna Methalli var á vöruskiptum landsmanna í júní og nam hallinn 10,2 milljörðum. Á fyrstu sex mánuðum ársins nam halli á vöruskiptum landsmanna 34,3 milljörðum samanborið við halla upp á 13,2 milljarða á sama tíma í fyrra. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:36
Síminn seldur á tæpa 67 milljarða Þrjú tilboð bárust í símann - öll frá innlendum fjárfestum. Forsætisráðherra segir söluna styrkja stöðu ríkissjóðs. Hægt verði að ráðast í verkefni á sviði velferðar- og samgöngumála. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:36
Kaupa breska verslanakeðju Baugur og Kaupþing banki hafa keypt bresku tískuverslanakeðjuna Jane Norman fyrir 117 milljónir punda, eða rúmlega þrettán milljarða íslenskra króna. Fyrirtækið rekur þrjátíu og níu verslanir og fimmtíu og sex sérleyfisverslanir í Bretlandi og á Írlandi. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:36
Sáttir við verðið Rúmir sextíu og sex milljarðar fást fyrir Landssímann. Skipti ehf. sem er að mestu í eigu bræðranna í Bakkavör og KB banka átti hæsta tilboðið. Tilboðin voru opnuð á Nordica hóteli í dag. Skrifað verður undir samninga í næstu viku að óbreyttu. Alls uppfylltu tólf hópar með samtals þrjátíu og fimm fjárfestum skilyrði nefndarinnar um að mega bjóða í Símann. Þrír hópar buðu. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:35
Gríðarlegur hagnaður bankanna Hagnaður KB banka eftir skatta nam tuttugu og fjórum komma sjö milljörðum króna á fyrri helmingi þessa árs, sem er 280 prósenta aukning frá sama tímabili í fyrra. Bankinn er nú kominn í hóp tvö hundruð stærstu banka heims. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:35
Össur fjárfestir í Bandaríkjunum Össur hf. hefur keypt bandaríska fyrirtækið Royce Medical Holding fyrir fjórtán milljarða króna. Fyrirtækið sérhæfir sig í framleiðslu á stuðningstækja á borð við hálskraga og spelkur. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:35
Eimskip kaupir í Færeyjum Eimskip hefur keypt flutningafyrirtækið Heri Thomsen í Færeyjum, en fyrirtækið rekur rúmlega þrjátíu flutningabíla og þrjú flutningaskip. Tvö þeirra eru stórflutningaskip. Félagið á einnig nýja tvö þúsund fermetra vöruskemmu í Runavík. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:35
Hagnaður TM undir væntingum Í greinargerð frá KB banka kemur fram að hagnaður Tryggingamiðstöðvarinnar á öðrum ársfjórðungi nam 1.449 m.kr. og var því nokkuð undir væntingum Greiningardeildar um tveggja milljarða kr. hagnað. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:35
KB banki stærri en Ísland KB banki er orðinn stærri en Ísland. Eignir bankans eru nú meiri en framtaldar eignir allra heimila í landinu. Hagnaður bankans nam tæpum 25 milljörðum króna eftir skatta á fyrri helmingi ársins, sem er meira en samanlagður hagnaður hinna bankanna. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:35
Hagnaður KB banka 24,7 milljarðar Hagnaður KB banka eftir skatta nam 24,7 milljörðum króna á fyrri helmingi þessa árs sem er 280 prósenta aukning miðað við sama tímabil í fyrra. Ef aðeins er litið til annars ársfjórðungs, er aukningin enn meiri eða 292 prósent. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:35
Tilboð opnuð í dag Tilboð í Símann verða opnuð klukkan eitt í dag og ef til vill aftur síðar í dag, ef einhver tilboðsgjafi hækkar boð sitt. Það geta þeir gert ef þeir eru innan við fimm prósent undir boði næsta bjóðanda. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:35
Actavis fjárfestir í Bandaríkjunum Lyfjafyrirtækið Actavis hefur keypt bandaríska samheitalyfjafyrirtækið Amide Pharmaceuticals fyrir rösklega 3,2 milljaðra króna. Í tilkynningu frá Actavis segir að með kaupunum verði Actavis kleift að markaðssetja lyf sín á bandaríska markaðnum og til samans verða fyrirtækin með um 500 lyf á markaðnum. Amide stefnir að því að setja tíu ný lyf á markaðinn innan tíðar. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:35
Lokasprettur í sölu Símans Komið er að lokasprettinum í sölu Símans. Að viðstöddum bjóðendum og fjölmiðlum ætlar einkavæðinganefnd að opna umslög með tilboðsfjárhæðum bjóðenda á fimmtudaginn. Eftir að tilboð hafa verið opnuð verður öllum þeim sem eru innan við fimm prósent frá hæstbjóðenda gefinn kostur á að hækka tilboð sín. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:34