Ástin og lífið

Fréttamynd

Taka stutt hlé frá leik­húsinu fyrir ferða­lög til Perú og Keníu

„Það er svo gaman að fá að vera umkringd ungu fólki og fólki á öllum aldri. Það er enginn munur á okkur þannig, við erum öll manneskjur,“ segir stórleikkonan Kristbjörg Kjeld. Hún fer með hlutverk í leikritinu Með Guð í vasanum í leikstjórn Maríu Reyndal. Kristbjörg, sem verður 89 ára í sumar, er á leið til Perú í lok mánaðarins og fer sýningin því í pásu fram á vor. 

Menning
Fréttamynd

„Fyrsta og besta vikan“

Birgitta Líf Björnsdóttir, markaðsstjóri World Class og raunveruleikastjarna, og sambýlismaður hennar Enok Jónsson eignuðust dreng 8. febrúar síðastliðinn. Birgitta segir liðna viku dásamlega.

Lífið
Fréttamynd

Fyrsti kossinn yfir stærðfræðibókunum

Linda Benediktsdóttir, uppskriftahöfundur og matgæðingur, og eiginmaður hennar Ragnar Einarsson, kynntust á skólabekk í Menntaskólanum við Sund. Ástin kviknaði þó ekki fyrr en nokkrum árum seinna eða þegar Ragnar bauðst til að aðstoða Lindu fyrir stærðfræðipróf. 

Makamál
Fréttamynd

Ástar­játningar og húð­flúr á Valentínusar­daginn

Rómantíkin sveif yfir landinu á Valentínusardeginum í gær, eða degi elskenda, þar sem fallegar kveðjur og ástarjátningar rigndu inn á samfélagsmiða. Þekktir Íslendingar voru ófeimnir að tjá ást sína á makanum fyrir allra augum líkt og sjá má hér að neðan.

Lífið
Fréttamynd

„Langaði ekki að lifa lengur“

Raunveruleikastjarnan Binni Glee fór í míní hjáveitu fyrir ári síðan. Hann greinir frá á Instagram og segir aðgerðina hafa bjargað lífi sínu.

Lífið
Fréttamynd

Ís­lendingar vilja „fagna þessu öllu saman“

Þjóðfræðingur hefur ekki áhyggjur af stöðu íslenskra siða í samfélaginu þrátt fyrir að alþjóðlegir dagar hafi undanfarin ár náð hér mikilli fótfestu. Íslendingar séu upp til hópa nýjungagjarnir en líka íhaldssamir. Blómasali í Hafnarfirði segir að Valentínusardagurinn sé eins og keppnisdagur hjá blómasölum landsins.

Innlent
Fréttamynd

Seiðandi öskudagshugmyndir fyrir Valentínusar­daginn

Valentínusar- og öskudagurinn lenda á sama degi í ár þann 14. febrúar og geta pör því slegið tvær flugur í einu höggi. Hvað er betra en rómantísk samvera með ástinni í seiðandi búning? Hér að neðan má sjá hugmyndir að búningum fyrir fullorðna.

Lífið
Fréttamynd

Búin að hugsa mikið um skyldu­bundna gagn­kyn­hneigð

„Ég er búin að vera að hugsa mikið um ástina og sambönd. Skyldubundna gagnkynhneigð, hvernig samfélagið er hannað í kringum fólk af gagnstæðu kyni í parasambandi, sem eignast börn og hús. Það er alveg mjög áhugavert að verða þrítug á Íslandi og vera ekki í þessum pakka,“ segir Lóa Björk Björnsdóttir, útvarpskona á Rás 1 og sviðslistakona. 

Lífið
Fréttamynd

Ævintýrasmíð bestu vin­kvenna með sama barns­föður

Agnes Helga María Ferro er 35 ára móðir sem glímir við langvinnt krabbamein og gengst nú undir stífa og erfiða lyfjameðferð. Agnes lætur þó ekki deigan síga og fer nýstárlega leið til safna í sérstakan ævintýrasjóð fyrir sig og þrettán ára soninn Alexander.

Lífið
Fréttamynd

Camilla Rut og Valli trú­lofuð

Camilla Rut Rúnarsdóttir, áhrifavaldur og athafnakona, og Valgeir Gunnlaugsson, pítsabakari og eigandi pizza 107, eru trúlofuð. Camilla greindi frá tímamótunum í story á Instagram.

Lífið
Fréttamynd

Þórunn Antonía sinnir heldri borgurum

Tónlistarkonan Þórunn Antonía Magnúsdóttir hefur hafið störf sem frístundarleiðbeinandi heldri borgara og segist elska þær nýjungar sem lífið hefur fært henni. Frá þessu greinir hún í einlægri færslu á Instagram.

Lífið
Fréttamynd

„Ég er svaka­lega ein­hleyp en hef gift marga“

Hin 27 ára Ingveldur Anna Sigurðardóttir, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi og fulltrúi sýslumannsins á Suðurlandi, lýsir sér sem skemmtilegri stemmningskonu og sveitatúttu sem er hugfangin af pólitík.

Makamál
Fréttamynd

Krafta­verk að eiga von á barni eftir allar lyfjameðferðirnar

Birna Almarsdóttir var 27 ára þegar hún greindist með fjórða stigs eitirfrumukrabbamein sem hafði dreift sér í lungun. Áfallið var mikið, óvissan um frekari barneignir algjör en það var einmitt dóttir Birnu sem hjálpaði henni langmest í gegnum erfiðu tímana.

Lífið
Fréttamynd

Nær­mynd af Idol þríeykinu: „Við erum öll búin að sigra“

Spennan magnast í Idolinu og eftir standa þrír. Næstkomandi föstudagskvöld nær spennustigið svo hámarki þegar lokaþáttur Idolsins verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 og í ljós kemur hver stendur uppi sem sigurvegari. Anna Fanney, Björgvin Þór og Jóna Margrét keppast um sigurinn en Lífið á Vísi fékk að kynnast þeim örlítið nánar.

Tónlist
Fréttamynd

Sara Sigmunds sviptir hulunni af kærastanum

Sara Sigmundsdóttir afrkskona í CrossFit sendi kærastanum og CrossFit-kappanum Luke Ebron hjartnæma afmæliskveðju á Instagram í tilefni dagsins. Í færslunni má sjá myndir af parinu saman en þau hafa haldið sambandinu frá sviðsljósinu. 

Lífið