England Engin um plön um það hjá UEFA að taka úrslitaleikina af Wembley Knattspyrnusamband Evrópu hefur fullvissað forvitna um það að undanúrslitaleikir og úrslitaleikur Evrópumótsins eru ekki á leiðinni til Ungverjalands. Fótbolti 22.6.2021 11:00 Fresta afléttingum um mánuð Lokaskrefi í afléttingaráætlun Englendinga hefur verið frestað til 19. júlí. Allar samkomutakmarkanir átti að afnema þann 21. júní en vegna bakslags í faraldrinum var tekin ákvörðun um að bíða með það í heilan mánuð. Erlent 14.6.2021 20:56 Loftlagsmótmæli við G7 leiðtogafundinn Umhverfisverndarsamtökin Extinction rebellion blésu í gær til fjölmennra mótmæla í Cornwall þar sem leiðtogafundur G7 ríkjanna fer fram um helgina. Erlent 12.6.2021 13:06 Couzens játar að hafa rænt og nauðgað Söruh Everard Breski lögreglumaðurinn Wayne Couzens játaði að hafa rænt og nauðgað Söruh Everard þegar hann mætti fyrir dómara í morgun. Erlent 8.6.2021 11:47 Smituðum í Bretlandi fjölgar um 66 prósent á einni viku Kórónuveirusmituðum hefur fjölgað gífurlega í Bretlandi undanfarnar vikur. Um 100 þúsund manns hafa greinst smitaðir af veirunni í Bretlandi frá 23. til 29. maí en vikuna þar áður greindust 60 þúsund manns. Erlent 4.6.2021 20:19 Greiða Hillsborough-fjölskyldum bætur vegna yfirhylmingar Lögreglan í Suður-Jórvíkurskíri á Englandi hefur gert sátt sem felur í sér að hún greiðir fleiri en sex hundruð aðstandendum stuðningsmanna knattspyrnuliðsins Liverpool sem létust í Hillsborough-slysinu árið 1989 bætur fyrir að hafa reynt að kenna fórnarlömbunum um slysið. Mistök lögreglu eru talin á meðal orsaka slyssins. Erlent 4.6.2021 09:53 Fyrrverandi markvörður Arsenal látinn Alan Miller, fyrrverandi markvörður Arsenal, Middlesbrough, West Brom og fleiri liða, er látinn, 51 árs að aldri. Enski boltinn 4.6.2021 08:32 Vitnaleiðslur um meint mannréttindabrot í Kína hefjast í Lundúnum á morgun Á morgun hefjast vitnaleiðslur í Lundúnum þar sem markmiðið er að safna gögnum um það hvort meint mannréttindabrot kínverskra yfirvalda í Xinjang héraði séu þjóðarmorð. Erlent 3.6.2021 23:31 Drottningin meinaði þeldökku fólki að vinna skrifstofustörf í höllinni Breska dagblaðið Guardian hefur komist yfir skjöl sem leiða í ljós að Elísabet Englandsdrottning meinaði útlendingum og innflytjendum úr minnihlutahópum að starfa við skrifstofustörf í Buckingham höll. Erlent 2.6.2021 18:23 Enskur táningur dæmdur fyrir að hafa ráðist á íslenska ferðamenn Enskur táningur var dæmdur á föstudag í tveggja ára skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa ráðist á tvo íslenska karlmenn í Brighton á Englandi. Dómari í málinu sagði að árásin væri þess eðlis að hann ætti að sitja í fangelsi en erfið fortíð piltsins hafi haft áhrif á ákvörðun hans um refsingu. Erlent 1.6.2021 23:22 Þrengt var að hálsi Söruh Everard Dánarorsök hinnar bresku Söruh Everard var að þrengt var að hálsi hennar. Þetta er niðurstaða réttarkrufningar, en lögregla kynnti niðurstöðurnar fyrr í dag. Erlent 1.6.2021 14:44 Chelsea er Evrópumeistari í annað sinn Chelsea er Evrópumeistari eftir 1-0 sigur gegn Manchester City í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. Kai Havertz skoraði eina mark leiksins á 42. mínútu. Fótbolti 29.5.2021 18:31 Leicester City bikarmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins Leicester City lagði Chelsea 1-0 í úrslitum FA-bikarsins sem fram fór á Wembley í Lundúnum fyrir framan 20 þúsund manns í dag. Youri Tielemans með glæsilegt mark í síðari hálfleik og það dugði þó mikil dramatík hafi verið undir lok leiks. Enski boltinn 15.5.2021 15:45 Manchester City enskur meistari í fimmta sinn Manchester City varð í kvöld enskur meistari er Leicester City vann Manchester United 2-1. Þar með getur Man United ekki náð nágrönnum sínum og lærisveinar Pep Guardiola þar með Englandsmeistarar. Enski boltinn 11.5.2021 20:01 Líklegt að úrslitaleikur Meistaradeildarinnar verði á Wembley Það kemur í ljós á morgun hvort úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu verði færður á Wembley, þjóðarleikvang Englendinga. Fótbolti 10.5.2021 07:30 Khan náði endurkjöri í London Þrátt fyrir slakt gegni Verkamannaflokksins í sveitarstjórnarkosningunum á Bretlandi í gær náði Sadiq Khan endurkjöri sem borgarstjóri í London. Leiðtogi Verkamannaflokksins ætlar að hrista upp í forystusveit flokksins í ljósi úrslitanna annars staðar. Erlent 9.5.2021 14:02 Instagram sætir gagnrýni vegna auglýsinga á þyngingarlyfjum Heilbrigðisstofnun Englands hefur biðlað til samfélagsmiðilsins Instagram að loka fyrir aðganga sem auglýsa og selja ólöglegt og „hættulegt“ lyf sem sérstaklega er auglýst ungum konum og stelpum. Erlent 3.5.2021 16:37 Leita enn að móður ungbarns sem fannst yfirgefið í almenningsgarði Lögreglan í Birmingham á Englandi hefur birt myndir af ungbarninu sem fannst yfirgefið í almenningsgarði í borginni fyrir helgi. Það var almennur borgari sem var á göngu með hunda í Kings Norton almenningsgarðinum í Birmingham sem fann litla drenginn vafinn inn í teppi síðdegis þann 22. apríl. Erlent 1.5.2021 12:51 Englendingar 42 ára og eldri geta nú skráð sig í bólusetningu Frá og með gærdeginum gátu Englendingar 44 ára og eldri skráð sig í bólusetningu vegna Covid-19 en nú hefur aldurinn verið lækkaður og skráning stendur opin öllum 42 ára og eldri. Erlent 27.4.2021 09:35 Giggs ákærður fyrir árás á tvær konur Ryan Giggs, landsliðsþjálfari Wales í fótbolta og fyrrverandi leikmaður Manchester United, hefur verið ákærður fyrir að ráðast á tvær konur 1. nóvember síðastliðinn. Fótbolti 23.4.2021 15:52 Barnabarn Shankly vill fjarlæga styttuna af honum fyrir utan Anfield Barnabarn Bill Shankly vill að styttan af Bill sjálfum verði fjarlægð fyrir utan Anfield eftir nýjustu ákvörðun félagsins. Fótbolti 20.4.2021 18:02 Tólf knattspyrnufélög hafa staðfest að þau ætli sér að stofna ofurdeild Evrópu Orðrómar dagsins reyndust sannir. Í kvöld var staðfest að tólf lið séu svokallaðir „stofnmeðlimir“ í því sem á að verða ofurdeild Evrópu í knattspyrnu. Fótbolti 18.4.2021 23:04 Stærstu kanínu heims rænt í Englandi Lögreglan í Vestur-Mersíu í Englandi leitar nú að stærstu kanínu heims, sem rænt var um helgina. Kanína, sem heitir Daríus, var tekin úr garði eigenda hennar í Worcesterskíri. Erlent 13.4.2021 13:00 Bretar fá að heimsækja krár að nýju Búðir, hárgreiðslustofur, líkamsræktarstöðvar og krár munu opna dyr sínar fyrir gestum í Englandi á morgun. Þetta tilkynnti Boris Johnson, forsætisráðherra, í gær. Hann sagði um stórt skref í átt að „frelsi undan oki takmarkana vegna faraldursins“ að ræða. Erlent 11.4.2021 23:12 Var læstur úti í eigin sendiráði og varði nóttinni í bílnum Sendiherra Mjanmar í London þurfti að eyða nóttinni í bíl sínum eftir að honum var neitað um inngöngu í sendiráðið þar sem hann alla jafna ræður ríkjum. Erlent 8.4.2021 06:51 Helmingur Breta nú með mótefni Helmingur allra Breta er nú kominn með mótefni gegn kórónuveirunni, annaðhvort eftir að hafa smitast af veirunni, eða eftir að hafa fengið bóluefni gegn hanni. Erlent 31.3.2021 08:22 Um 600 kvartanir vegna kynferðisbrota af hálfu Lundúnarlögreglunnar á fjögurra ára tímabili Breskum yfirvöldum bárust 594 tilkynningar vegna kynferðisbrota af hálfu Lundúnarlögreglunnar á árunum 2012 til 2018. Alls voru 119 mál rannsökuð, þeirra á meðal mál lögreglumanns sem réðst á þolanda heimilisofbeldis. Erlent 22.3.2021 15:05 Leeds goðsögnin Peter Lorimer látinn Peter Lorimer, markahæsti leikmaður í sögu Leeds United, er látinn 74 ára að aldri. Lorimer skoraði 238 mörk í 705 leikjum fyrir félagið, en hann hafði glímt við langvarandi veikindi. Fótbolti 20.3.2021 13:52 Handtökur á mótmælum vegna lögregluaðgerða á minningarsamkomu Hundruð hafa safnast saman í miðborg Lundúna til þess að minnast Söruh Everard, sem var myrt af lögreglumanni í Kent 3. mars síðastliðinn, og til þess að mótmæla lögreglunni. Komið hefur til átaka milli lögreglu og mótmælenda og einhverjir hafa verið handteknir. Erlent 15.3.2021 20:48 Tuttugu þúsund áhorfendur á úrslitaleik enska bikarsins? Úrslitaleikur enska bikarsins gæti verið spilaður fyrir framan tuttugu þúsund áhorfendur eftir nýjustu yfirlýsingu ensku ríkisstjórnarinnar. Enski boltinn 14.3.2021 14:45 « ‹ 10 11 12 13 14 15 16 17 18 … 26 ›
Engin um plön um það hjá UEFA að taka úrslitaleikina af Wembley Knattspyrnusamband Evrópu hefur fullvissað forvitna um það að undanúrslitaleikir og úrslitaleikur Evrópumótsins eru ekki á leiðinni til Ungverjalands. Fótbolti 22.6.2021 11:00
Fresta afléttingum um mánuð Lokaskrefi í afléttingaráætlun Englendinga hefur verið frestað til 19. júlí. Allar samkomutakmarkanir átti að afnema þann 21. júní en vegna bakslags í faraldrinum var tekin ákvörðun um að bíða með það í heilan mánuð. Erlent 14.6.2021 20:56
Loftlagsmótmæli við G7 leiðtogafundinn Umhverfisverndarsamtökin Extinction rebellion blésu í gær til fjölmennra mótmæla í Cornwall þar sem leiðtogafundur G7 ríkjanna fer fram um helgina. Erlent 12.6.2021 13:06
Couzens játar að hafa rænt og nauðgað Söruh Everard Breski lögreglumaðurinn Wayne Couzens játaði að hafa rænt og nauðgað Söruh Everard þegar hann mætti fyrir dómara í morgun. Erlent 8.6.2021 11:47
Smituðum í Bretlandi fjölgar um 66 prósent á einni viku Kórónuveirusmituðum hefur fjölgað gífurlega í Bretlandi undanfarnar vikur. Um 100 þúsund manns hafa greinst smitaðir af veirunni í Bretlandi frá 23. til 29. maí en vikuna þar áður greindust 60 þúsund manns. Erlent 4.6.2021 20:19
Greiða Hillsborough-fjölskyldum bætur vegna yfirhylmingar Lögreglan í Suður-Jórvíkurskíri á Englandi hefur gert sátt sem felur í sér að hún greiðir fleiri en sex hundruð aðstandendum stuðningsmanna knattspyrnuliðsins Liverpool sem létust í Hillsborough-slysinu árið 1989 bætur fyrir að hafa reynt að kenna fórnarlömbunum um slysið. Mistök lögreglu eru talin á meðal orsaka slyssins. Erlent 4.6.2021 09:53
Fyrrverandi markvörður Arsenal látinn Alan Miller, fyrrverandi markvörður Arsenal, Middlesbrough, West Brom og fleiri liða, er látinn, 51 árs að aldri. Enski boltinn 4.6.2021 08:32
Vitnaleiðslur um meint mannréttindabrot í Kína hefjast í Lundúnum á morgun Á morgun hefjast vitnaleiðslur í Lundúnum þar sem markmiðið er að safna gögnum um það hvort meint mannréttindabrot kínverskra yfirvalda í Xinjang héraði séu þjóðarmorð. Erlent 3.6.2021 23:31
Drottningin meinaði þeldökku fólki að vinna skrifstofustörf í höllinni Breska dagblaðið Guardian hefur komist yfir skjöl sem leiða í ljós að Elísabet Englandsdrottning meinaði útlendingum og innflytjendum úr minnihlutahópum að starfa við skrifstofustörf í Buckingham höll. Erlent 2.6.2021 18:23
Enskur táningur dæmdur fyrir að hafa ráðist á íslenska ferðamenn Enskur táningur var dæmdur á föstudag í tveggja ára skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa ráðist á tvo íslenska karlmenn í Brighton á Englandi. Dómari í málinu sagði að árásin væri þess eðlis að hann ætti að sitja í fangelsi en erfið fortíð piltsins hafi haft áhrif á ákvörðun hans um refsingu. Erlent 1.6.2021 23:22
Þrengt var að hálsi Söruh Everard Dánarorsök hinnar bresku Söruh Everard var að þrengt var að hálsi hennar. Þetta er niðurstaða réttarkrufningar, en lögregla kynnti niðurstöðurnar fyrr í dag. Erlent 1.6.2021 14:44
Chelsea er Evrópumeistari í annað sinn Chelsea er Evrópumeistari eftir 1-0 sigur gegn Manchester City í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. Kai Havertz skoraði eina mark leiksins á 42. mínútu. Fótbolti 29.5.2021 18:31
Leicester City bikarmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins Leicester City lagði Chelsea 1-0 í úrslitum FA-bikarsins sem fram fór á Wembley í Lundúnum fyrir framan 20 þúsund manns í dag. Youri Tielemans með glæsilegt mark í síðari hálfleik og það dugði þó mikil dramatík hafi verið undir lok leiks. Enski boltinn 15.5.2021 15:45
Manchester City enskur meistari í fimmta sinn Manchester City varð í kvöld enskur meistari er Leicester City vann Manchester United 2-1. Þar með getur Man United ekki náð nágrönnum sínum og lærisveinar Pep Guardiola þar með Englandsmeistarar. Enski boltinn 11.5.2021 20:01
Líklegt að úrslitaleikur Meistaradeildarinnar verði á Wembley Það kemur í ljós á morgun hvort úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu verði færður á Wembley, þjóðarleikvang Englendinga. Fótbolti 10.5.2021 07:30
Khan náði endurkjöri í London Þrátt fyrir slakt gegni Verkamannaflokksins í sveitarstjórnarkosningunum á Bretlandi í gær náði Sadiq Khan endurkjöri sem borgarstjóri í London. Leiðtogi Verkamannaflokksins ætlar að hrista upp í forystusveit flokksins í ljósi úrslitanna annars staðar. Erlent 9.5.2021 14:02
Instagram sætir gagnrýni vegna auglýsinga á þyngingarlyfjum Heilbrigðisstofnun Englands hefur biðlað til samfélagsmiðilsins Instagram að loka fyrir aðganga sem auglýsa og selja ólöglegt og „hættulegt“ lyf sem sérstaklega er auglýst ungum konum og stelpum. Erlent 3.5.2021 16:37
Leita enn að móður ungbarns sem fannst yfirgefið í almenningsgarði Lögreglan í Birmingham á Englandi hefur birt myndir af ungbarninu sem fannst yfirgefið í almenningsgarði í borginni fyrir helgi. Það var almennur borgari sem var á göngu með hunda í Kings Norton almenningsgarðinum í Birmingham sem fann litla drenginn vafinn inn í teppi síðdegis þann 22. apríl. Erlent 1.5.2021 12:51
Englendingar 42 ára og eldri geta nú skráð sig í bólusetningu Frá og með gærdeginum gátu Englendingar 44 ára og eldri skráð sig í bólusetningu vegna Covid-19 en nú hefur aldurinn verið lækkaður og skráning stendur opin öllum 42 ára og eldri. Erlent 27.4.2021 09:35
Giggs ákærður fyrir árás á tvær konur Ryan Giggs, landsliðsþjálfari Wales í fótbolta og fyrrverandi leikmaður Manchester United, hefur verið ákærður fyrir að ráðast á tvær konur 1. nóvember síðastliðinn. Fótbolti 23.4.2021 15:52
Barnabarn Shankly vill fjarlæga styttuna af honum fyrir utan Anfield Barnabarn Bill Shankly vill að styttan af Bill sjálfum verði fjarlægð fyrir utan Anfield eftir nýjustu ákvörðun félagsins. Fótbolti 20.4.2021 18:02
Tólf knattspyrnufélög hafa staðfest að þau ætli sér að stofna ofurdeild Evrópu Orðrómar dagsins reyndust sannir. Í kvöld var staðfest að tólf lið séu svokallaðir „stofnmeðlimir“ í því sem á að verða ofurdeild Evrópu í knattspyrnu. Fótbolti 18.4.2021 23:04
Stærstu kanínu heims rænt í Englandi Lögreglan í Vestur-Mersíu í Englandi leitar nú að stærstu kanínu heims, sem rænt var um helgina. Kanína, sem heitir Daríus, var tekin úr garði eigenda hennar í Worcesterskíri. Erlent 13.4.2021 13:00
Bretar fá að heimsækja krár að nýju Búðir, hárgreiðslustofur, líkamsræktarstöðvar og krár munu opna dyr sínar fyrir gestum í Englandi á morgun. Þetta tilkynnti Boris Johnson, forsætisráðherra, í gær. Hann sagði um stórt skref í átt að „frelsi undan oki takmarkana vegna faraldursins“ að ræða. Erlent 11.4.2021 23:12
Var læstur úti í eigin sendiráði og varði nóttinni í bílnum Sendiherra Mjanmar í London þurfti að eyða nóttinni í bíl sínum eftir að honum var neitað um inngöngu í sendiráðið þar sem hann alla jafna ræður ríkjum. Erlent 8.4.2021 06:51
Helmingur Breta nú með mótefni Helmingur allra Breta er nú kominn með mótefni gegn kórónuveirunni, annaðhvort eftir að hafa smitast af veirunni, eða eftir að hafa fengið bóluefni gegn hanni. Erlent 31.3.2021 08:22
Um 600 kvartanir vegna kynferðisbrota af hálfu Lundúnarlögreglunnar á fjögurra ára tímabili Breskum yfirvöldum bárust 594 tilkynningar vegna kynferðisbrota af hálfu Lundúnarlögreglunnar á árunum 2012 til 2018. Alls voru 119 mál rannsökuð, þeirra á meðal mál lögreglumanns sem réðst á þolanda heimilisofbeldis. Erlent 22.3.2021 15:05
Leeds goðsögnin Peter Lorimer látinn Peter Lorimer, markahæsti leikmaður í sögu Leeds United, er látinn 74 ára að aldri. Lorimer skoraði 238 mörk í 705 leikjum fyrir félagið, en hann hafði glímt við langvarandi veikindi. Fótbolti 20.3.2021 13:52
Handtökur á mótmælum vegna lögregluaðgerða á minningarsamkomu Hundruð hafa safnast saman í miðborg Lundúna til þess að minnast Söruh Everard, sem var myrt af lögreglumanni í Kent 3. mars síðastliðinn, og til þess að mótmæla lögreglunni. Komið hefur til átaka milli lögreglu og mótmælenda og einhverjir hafa verið handteknir. Erlent 15.3.2021 20:48
Tuttugu þúsund áhorfendur á úrslitaleik enska bikarsins? Úrslitaleikur enska bikarsins gæti verið spilaður fyrir framan tuttugu þúsund áhorfendur eftir nýjustu yfirlýsingu ensku ríkisstjórnarinnar. Enski boltinn 14.3.2021 14:45