Franski boltinn

Fréttamynd

Lyng­by í efri hlutanum eftir góðan sigur

Íslendingalið Lyngby vann 1-0 heimasigur á Randers í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu og er sem stendur í efri hluta deildarinnar. Virðist sem lærisveinar Freys Alexanderssonar ætli sér ekki að endurtaka leik síðasta tímabils og vera í fallbaráttu allt til lokadags.

Fótbolti
Fréttamynd

Neymar segist vilja endur­skrifa í­þrótta­söguna

Brasilíska stórstjarnan Neymar gekk í gær í raðir sádiarabíska liðsins Al-Hilal frá franska stórveldinu Paris Saint-Germain. Hann segist vilja prófa sig fyrir utan Evrópu og um leið eiga þátt í því að endurskrifa íþróttasöguna.

Fótbolti
Fréttamynd

Slök byrjun með stjörnurnar í straffi

Frakklandsmeistarar Paris Saint-Germain fara ekki vel af stað í frönsku úrvalsdeildinni. Markalaust jafntefli niðurstaðan í leik þar sem leikmenn utan liðsins vekja meiri athygli en þeir innan hans.

Fótbolti
Fréttamynd

Heldur áfram að æfa einn

Kylian Mbappe mun halda áfram að æfa einn þegar liðsfélagar hans í PSG hefja lokaundirbúning sinn fyrir frönsku úrvalsdeildina í dag.

Fótbolti
Fréttamynd

PSG samþykkir tilboð Al Hilal í Mbappé

Samningsmál franska framherjan Kylian Mbappé eru áfram í brennidepli. Hann vill vera áfram hjá París Saint-Germain og fara frítt næsta sumar en félagið vill selja hann í sumar. Al Hilal frá Sádi-Arabíu hefur nú boðið 300 milljónir evra í leikmanninn (44 milljarðar íslenskra króna). Samkvæmt nýjustu fréttum hefur PSG samþykkt tilboðið.

Fótbolti
Fréttamynd

„Felldi bara tár, trúði varla því sem ég var að heyra“

Franska knattspyrnufélagið Lille lét sig ekki nægja að kaupa Hákon Arnar Haraldsson heldur fengu þeir til sín yngri bróðurinn frá ÍA, Hauk Andra. Haukur er aðeins 17 ára og segist hafa fellt tár þegar mamma hans tilkynnti honum að hann væri á leiðinni út í atvinnumennskuna, til Lille.

Fótbolti
Fréttamynd

For­eldrar Hákons og Hauks: Við erum náttúru­lega bara fót­bolta­fjöl­skylda

Það getur tekið á að vera foreldri ungra drengja sem iðka íþróttir. Það þekkja Jónína Víglundsdóttir og Haraldur Ingólfsson betur en flestir aðrir foreldrar. Síðustu vikur hafa verið strembnar hjá þeim hjónum þar sem tveir synir þeirra hafa samið við franska knattspyrnuliðið Lille. Annar þeirra, sá eldri, kostaði liðið tæpa tvo og hálfan milljarð íslenskra króna.

Fótbolti
Fréttamynd

Donnarumma og kona hans rænd í París

Ítalski landsliðsmarkvörðurinn Gianluigi Donnarumma og kona hans Alessia Elefante, urðu fyrir óskemmtilegri reynslu þegar þrjótar brutust inn á heimili þeirra í París.

Fótbolti