Seðlabankinn

Fréttamynd

Kaup á ríkis­bréfum sýnir að háir vextir „eru á radarnum“ hjá er­lendum sjóðum

Eftir nánast ekkert innflæði í íslensk ríkisskuldabréf um nokkurt skeið hafa erlendir fjárfestar aukið talsvert við eign sína í slíkum bréfum á síðustu tveimur mánuðum. Kaupin koma á sama tíma og gengi krónunnar hafði veikst skarpt sem gefur til kynna að fjárfesting erlendra sjóða í ríkisbréfum getið virkað sem sveiflujafnari fyrir krónuna, að sögn hagfræðings.

Innherji
Fréttamynd

Strangt þak á kaup­auka hefur leitt til hærri launa í fjár­mála­kerfinu

Bankastjórar evrópskra banka, sem geta greitt allt að 200 prósenta kaupauka til starfsmanna miðað við árslaun, kalla eftir því að fara sömu leið og Bretar og afnema hámarkið. Hérlendis er þakið lögum samkvæmt 25 prósent sem hefur haft í för með sér að föst laun hafa hækkað, segja stjórnendur fjármálafyrirtækja. Það eykur rekstraráhættu fyrirtækjanna, einkum þeirra minni.

Innherji
Fréttamynd

Mikill árangur að upp­gangur síðustu ára hafi ekki valdið of­þenslu í banka­kerfinu

Það er eftirtektarverður árangur, sem má meðal annars þakka ströngu regluverki og góðri áhættustýringu bankanna, að þrátt fyrir mikinn uppgang í hagkerfinu þá hefur það ekki framkallað lánabólu eða ofþenslu í fjármálakerfinu. Til lengri tíma litið er hins vegar hætta á að háir vextir grafi undan eignagæðum í lánabókum bankanna, að sögn seðlabankastjóra, en erlendar fjármálastofnanir eru nú farnar að bjóða í suma af þeirra stærstu viðskiptavinum. 

Innherji
Fréttamynd

Má Seðla­bankinn semja sínar reglur?

Ég skrifaði fyrir nokkru grein þar sem bent var á að stýrivextir seðlabanka ættu ekki að hafa áhrif á útlánavexti lánastofnana. Til að leggja áherslu á slíkt, hefur alltaf verið grein í lögum um Seðlabanka, þar sem Seðlabanka var veitt heimild til að ákveða sjálfur þá vexti sem settir voru á þau afmörkuðu lán sem honum væri heimilt að veita lánastofnunum.

Skoðun
Fréttamynd

Er­lend markaðs­fjár­mögnun bankanna í „góðum far­vegi“ og staða þeirra sterk

Þrátt fyrir að fjármálaskilyrði hafi farið versnandi eftir því sem hægt hefur á efnahagsumsvifum þá er skuldahlutfall bæði fyrirtækja og heimila hóflegt sem gefur þeim svigrúm til að mæta hækkandi greiðslubyrði, að sögn fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankans. Hún brýnir sömuleiðis fyrir mikilvægi þess að koma á samskonar umgjörð og kröfum um starfsemi lífeyrissjóða eins og á við um aðra þátttakendur á fjármálamarkaði.

Innherji
Fréttamynd

Fjármálaskilyrði hafa versnað

Fjármálaskilyrði á Íslandi hafa versnað samhliða því sem hægt hefur á efnahagsumsvifum. Aftur á móti er skuldahlutfall bæði heimila og fyrirtækja hóflegt, hvort heldur miðað er við tekjur eða eiginfjárstöðu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Forystufólk ASÍ og SA segir alla þurfa að leggjast á eitt

Forystufólk Alþýðusambandsins og Samtaka atvinnulífsins er sammála um að gera eigi nýja langtíma kjarasamninga sem skapi stöðugleika og stuðli að hjöðnun verðbólgu og lækkun vaxta. Nú eru átta vikur þar til gildandi skammtíma kjarasamningar á almennum vinnumarkaði renna út.

Innlent
Fréttamynd

Tug­milljarða til­færsla líf­eyris­réttinda milli kyn­slóða dæmd ó­lög­leg

Fordæmalausar breytingar um síðustu áramót á samþykktum lífeyrissjóða um tilfærslu lífeyrisréttinda milli kynslóða sjóðsfélaga, sem var staðfest af fjármálaráðuneytinu þrátt fyrir neikvæða umsögn fjármálaeftirlits Seðlabankans, hafa núna verið dæmdar ólöglegar samkvæmt niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur. Fjármálaeftirlitið hafði varað við því að ekki væri lagaheimild fyrir skerðingu réttinda hjá sjóðum sem búa við góðan fjárhag og tryggingastærðfræðingur gagnrýndi ráðstöfunina harðlega og sagði þær brjóta „gróflega á eignarrétti yngri sjóðsfélaga.“

Innherji
Fréttamynd

Horfum fram á veginn

„Þar sem niðurstöður kjaraviðræðna velta á samstarfi aðila vinnumarkaðarins ættum við að vera fullfær um að útrýma þessari óvissu.“

Skoðun
Fréttamynd

Læknis­með­ferð hafnað

Það var gleðilegt að Seðlabankinn skyldi ekki hækka vexti í vikunni. Tóninn í seðlabankastjóra var samt þannig að manni leið ekkert betur í veskinu. Á honum var að skilja að óvissa vegna jarðhræringa hafi komið í veg fyrir enn eina stýrivaxtahækkunina.

Skoðun
Fréttamynd

Talað í sitt­hvora áttina

Seðlabankinn hefur nú ákveðið að halda stýrivöxtum óbreyttum að þessu sinni. Bankinn metur það svo að hvorki sé tilefni til hækkunar né lækkunar en helst er á honum að heyra að ef ekki væri fyrir óvissu vegna stöðunnar í Grindavík þá myndi hann hækka vexti.

Skoðun
Fréttamynd

Erum ein­fald­lega saman á báti

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum bankans óbreyttum. Undirliggjandi verðbólga hefur hjaðnað og áfram eru vísbendingar um að tekið sé að hægja á einkaneyslu og fjárfestingu. Því miður hafa verðbólguhorfur þó versnað, spennan í þjóðarbúinu reynist meiri og gengi krónunnar lækkað.

Skoðun
Fréttamynd

Biðleikur Seðla­banka gefur færi á víð­tæku sam­starfi

Meginvextir Seðlabankans verða óbreyttir fram yfir gildisíma núgildandi kjarasamninga í lok janúar. Seðlabankastjóri segir að líta megi á þessa ákvörðun sem biðleik en ef ekki fari að draga úr þrálátri verðbólgu væri peningastefnunefnd nauðugur sá kostur að hækka stýrivexti enn meira.

Innlent
Fréttamynd

Hærri á­lagning fyrir­tækja vegur ekki „þungt í þróun verð­bólgu“

Miklar launahækkanir hafa verið „megin drifkraftur“ mikillar verðbólgu hérlendis, ekki aukinn hagnaður fyrirtækja. Aukinn hlutur hagnaðar fyrirtækja hefur verið nokkru minni en aukinn launakostnaður á undanförnum árum, sagði Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabankans, á fundi þar sem vaxtaákvörðun var kynnt í morgun.

Innherji
Fréttamynd

Þrá­lát verð­bólga heldur vöxtum á­fram háum

Verðbólga hefur verið og verður samkvæmt spá Seðlabankans þrálátari en fyrri spár gerðu ráð fyrir. Þrátt fyrir það og vegna aukinnar óvissu í efnahagsmálum í tengslum við jarðhræringar á Reykjanesi ákvað peningastefnunefnd Seðlabankans að halda meginvöxtum óbreyttum í morgun.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Vöxtum Seðla­bankans haldið ó­breyttum þótt verð­bólgu­horfur hafi versnað

Þrátt fyrir meiri spennu í þjóðarbúinu og versnandi verðbólguhorfur þá hefur peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands ákveðið að halda vöxtum bankans óbreyttum í 9,25 prósentum í annað skiptið í röð vegna óvissu um efnahagslegu áhrifin af jarðhræringunum á Reykjanesskaga. Ákvörðunin er í takt við væntingar nærri allra markaðsaðila og greinenda en peningastefnunefndin undirstrikar að mögulega þurfi að hækka vexti enn frekar síðar meir.

Innherji
Fréttamynd

Ó­vissan á Reykja­nes­skaga knýr Seðla­bankann til að halda vöxtum ó­breyttum

Allt útlit er fyrir að peningastefnunefnd Seðlabankans haldi vöxtum óbreyttum í vikunni vegna þess óvissuástands sem ríkir út af jarðhræringunum á Reykjanesskaga en markaðsaðilar og hagfræðingar hafa ekki verið eins samstíga í væntingum sínum um ákvörðun nefndarinnar um langa hríð. Nánast allir þátttakendur í vaxtakönnun Innherja eiga von á biðleik hjá peningastefnunefndinni í annað sinn í röð enda séu merki um að hátt vaxtastig sé farið að kæla einkaneysluna og þá muni náttúruhamfarirnar draga mátt úr hagkerfinu á næstu mánuðum og þensla á vinnumarkaði minnka.

Innherji
Fréttamynd

Seðla­bankinn þarf nú að lækka stýrivexti

Staðan er sú að háir stýrivextir hafa verið að auka verðbólguna undanfarið. Það er vegna þess að skuldabyrði fyrirtækja hefur þyngst með þessum óvenju miklu hækkunum stýrivaxta sem gengið hafa yfir á síðastliðnu ári. Það hefur ýtt undir verðhækkanir.

Skoðun
Fréttamynd

Dr. Ás­geir Daníels­son af­hjúpar Seðla­bankann

Skrif Dr. Ásgeirs Daníelssonar á visi.is þann 13. nóvember sl. eru til marks um að fræðasamfélagið íslenska sé nú risið upp til varnar sértrú sinni á verðtryggingu. Löngum hefur Ásgeir verið einn prédikara. Skrif Ásgeirs afhjúpa ekki bara lítt skiljanlega trú þessa samfélags heldur ekki síður hvernig sértrúin hefur gengsýrt starfsemi helstu peningastofnunar Íslendinga, Seðlabanka Íslands.

Skoðun
Fréttamynd

Væntingar um vaxta­toppinn „klár­lega að koma niður“ vegna ó­vissunnar

Jarðhræringar og óvissan um framvindu mála á Reykjanesskaga hafa slökkt í öllum væntingum skuldabréfafjárfesta um mögulega vaxtahækkun þegar peningastefnunefnd Seðlabankans kemur saman í næstu viku. Ávöxtunarkrafa styttri ríkisskuldabréfa hefur lækkað skarpt síðustu daga samtímis því að undirliggjandi raunvextir eru að koma niður, að sögn sjóðstjóra á markaði, en útlit er fyrir að fjármögnunarþörf ríkissjóðs eigi eftir að aukast talsvert frá fyrri áætlun vegna meiri hallareksturs.

Innherji
Fréttamynd

Krónan hélt á­fram að falla þrátt fyrir í­trekuð gjald­eyrisinn­grip Seðla­bankans

Seðlabankinn beitti umtalsverðum inngripum á gjaldeyrismarkaði í dag til að reyna stemma stigu við mikilli gengisveikingu krónunnar í tengslum við óvissu vegna jarðhræringa á Reykjanesskaga. Þetta voru fyrstu inngrip bankans frá því í janúar á þessu ári en þrátt fyrir að hafa selt gjaldeyri fyrir jafnvirði nærri þrjá milljarða þá lækkaði krónan engu að síður um meira en eitt prósent gagnvart helstu myntum.

Innherji