Keflavíkurflugvöllur

Fréttamynd

Fleiri burðardýr sleppa óséð inn í landið

Talsvert fleiri burðardýr sleppa óséð inn í landið og er þróunin mikið áhyggjuefni að sögn rannsóknarlögreglumanns hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Ný persónuverndarlög kunna að hafa áhrif á þróunina.

Innlent
Fréttamynd

Heimtur úr helju og á leið til Súðavíkur

Í vikunni varð óvenjuleg fjölskyldusameining í Leifsstöð þegar Murtada Al-Saedi frá Írak fékk að sjá eiginkonu sína og fimm börn í fyrsta sinn í þrjú ár. Þau héldu öll að hann væri látinn. Móðir og börn fengu hæli hér á landi fyrir ári og varð verulega brugðið þegar þau fengu óvænt myndsímtal og á skjánum birtist fjölskyldufaðirinn.

Innlent
Fréttamynd

Tjón að missa út nýju þotuna

Icelandair hyggst nýta tækifærið og gera breytingar á nýrri Boeing 737 Max 8 vél sem skemmdist þegar hún fauk á Leifsstöð á jóladag. Vélin er ekki ónýt en viðgerðin er flókin.

Innlent
Fréttamynd

Hvalir með júmbóþotu til Keflavíkurflugvallar

Tveir mjaldrar verða fluttir í vor frá Sjanghaí með Boeing 747 þotu Cargolux til Íslands. Þeir fá athvarf í Vestmannaeyjum. Dýraverndunarsinnar vonast til að þetta verði hvatning til þess að fleiri fangaðir hvalir fái náttúrulegri heimkynni.

Innlent
Fréttamynd

Beraði sig í Leifsstöð

Nokkur erill hefur verið hjá flugstöðvardeild lögreglunnar á Suðurnesjum vegna ölvunar farþega í Flugstöð Leifs Eiríkssonar.

Innlent
Fréttamynd

Fór ránshendi um Flugstöð Leifs Eiríkssonar

Lögreglumenn í flugstöðvardeild Lögreglunnar á Suðurnesjum höfðu um helgina hendur í hári erlends karlmanns sem hafði farið ránshendi um fríhafnarverslanir í Þýskalandi, Finnlandi, Írlandi og Flugstöð Leifs Eiríkssonar.

Innlent
Fréttamynd

Umdeild mál ekki leyfð á veggjum Leifsstöðvar

Auglýsingaskilti um íslenska laxastofninn fær ekki að hanga uppi í Leifsstöð þrátt fyrir breytingar og úrskurð siðanefndar. Isavia vill ekki umdeild mál á veggjum flugstöðvarinnar. Talsmaður segir málið snúast um tjáningarfrelsi.

Innlent
Fréttamynd

Vilja að Bandaríkjamenn borgi fyrir rannsóknir og hreinsun

Landvernd og systurfélög hennar annars staðar á Norðurlöndum vilja að Bandaríkjamenn borgi fyrir rannsóknir og hreinsun þeirra svæða sem varnarliðið hefur mengað undanfarna áratugi. Þau segja brýnt að bregðast skjótt við enda stutt í að herinn fari.

Innlent