Keflavíkurflugvöllur

Fréttamynd

Landvernd vill hvorki stærri Keflavíkurflugvöll né fleiri ferðamenn

Umhverfisverndarsamtökin Landvernd leggjast gegn því að Keflavíkurflugvöllur verði stækkaður frekar vegna umhverfisáhrifa sem það hefði í för með sér. Þetta ályktaði aðalfundur félagsins í gær. Framkvæmdastjóri samtakanna segir að draga verði úr flugi, engin ástæða sé til þess að ýta undir frekari fjölgun ferðamanna til landsins.

Innlent
Fréttamynd

Lögmaður Air Lease Corporation kannast ekki við dulbúnar persónulegar hótanir

Lögmaður bandaríska flugvélaleigufyrirtækisins Air Lease Corporation kannast ekki við að félagið beiti dulbúnum persónulegum hótunum, fái félagið ekki Airbus vél sína afhenta sem Isavia hefur kyrrsett. Lögmönnum Isavia hafi hins vegar verið gerð grein fyrir því að kannað verði hvort starfsmenn Isavia kunni að bera skaðabóta- eða refsiábyrgð í málinu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Isavia fær frest til að skila gögnum

Bandaríska flugvélaleigufyrirtækið Air Lease Corporation krefst þess að fá afhenta Airbus flugvél sem Isavia kyrrsetti við gjaldþrot WOW air í lok síðasta mánaðar. Héraðsdómur Reykjaness tók í dag fyrir dómsmál bandaríska félagsins gegn Isavia og veitti Isavia frest til þriðjudags til að skila greinargerð.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Isavia krafði flugvélaleigu um greiðslu skuldar WOW

Í samkomulagi sem gert var milli Isavia og flugfélagsins WOW Air í september síðastliðnum var gengið út frá því að flugfélagið greiddi milljarðaskuld við Isavia í þrettán afborgunum, þá var einnig gerð krafa að ein flugvéla sem WOW hafði til umráða yrði kyrrsett á Keflavíkurflugvelli.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Nokkur fjöldi bíður enn

Allar áætlanir til og frá Keflavíkurflugvelli stóðust í gær. Rúmlega 3.600 farþegar Icelandair sátu fastir vegna veðurs á föstudaginn og fram á seinnipartinn á laugardaginn.

Innlent
Fréttamynd

Betur gekk að koma fólki frá borði

Veðrið á suðvesturhorninu undanfarna sólarhringa hefur varla farið fram hjá neinum. Mikið hefur verið fjallað um hvassviðrið og þá helst áhrif þess á flugsamgöngur.

Innlent
Fréttamynd

Þakk­læðning á hárri byggingu á Kefla­víkur­flug­velli að fjúka

Á tíunda tímanum barst beiðni um aðstoð til björgunarsveita á Suðurnesjum vegna þaks á hárri byggingu inni á Keflavíkurflugvelli. Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar, staðfesti að björgunarsveitarfólk væri á leið á vettvang og hafði ekki frekari upplýsingar á þessari stundu.

Innlent
Fréttamynd

Biður farþega um að sýna biðlund vegna flugtafa

Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir allt kapp vera lagt á það að koma farþegum á áfangastaði og reyna leysa úr þeirri stöðu sem uppi er eftir að tugum flugferða var frestað vegna veðurs.

Innlent