Árborg

Fréttamynd

Veiddi 34 punda lax við Tannastaði

„Þetta er lang, langstærsti lax, sem ég hef fengið en ég veiddi hann á flugu, sem heitir „Black chost" við Tannastaði undir Ingólfsfjalli í gær. Hann hefur verið 32 til 34 pund en ég sleppti honum strax,” segir Grímur Arnarson, veiðimaður búsettur á Selfossi.

Veiði
Fréttamynd

Ár­nes­sýsla án sjúkra­bíls í 46 tíma

Í sumar, líkt og áður, er fólk á faraldsfæti um landið. Margir velja að elta sólina og njóta alls þess sem fallega landið okkar hefur uppá að bjóða. Fjöldi fólks kýs að njóta sumardaganna í sumarbústað eða á tjaldsvæðum víða um land. Þessu fylgir að mörg landsvæði verða mun fjölmennari yfir sumarmánuðina en almennt er aðra mánuði ársins.

Skoðun
Fréttamynd

Hver leik­stýrir Svf. Ár­borg?

Sveitarfélagið Árborg hefur vaxið mikið á undanförnum árum og stefnir í áframhaldandi vöxt vegna eftirspurnar frá nýjum íbúum og áforma landeigenda um uppbyggingu.

Skoðun
Fréttamynd

Fallegasta gatan í Árborg er Suðurengi á Selfossi

Íbúar í Suðurengi á Selfossi þurfa ekki að skammast sín fyrir götuna sína því hún var um helgina valin fallegasta gatan í Sveitarfélaginu Árborg. Elsti og yngsti íbúi götunnar afhjúpuðu sérstakt skilti þess efnis.

Innlent
Fréttamynd

Þrír úlfar í Lindinni á Selfossi vekja mikla athygli

Það eru ekki bara kjólar og dragtir, sem eru í gínum í gluggum tískuverslunarinnar Lindarinnar á Selfossi því þar hefur líka verið sett upp málverkasýningu eftir listakonu á staðnum. Þrír úlfar vekja þar sérstaka athygli.

Lífið
Fréttamynd

Brýnir hagsmunir halda þeim grunaða á Selfossi bak við lás og slá

Lögreglustjórinn á Suðurlandi gerði í dag enn einu gæsluvarðhaldskröfuna fyrir héraðsdómi yfir manni sem grunaður er um manndráp. Maðurinn var handtekinn 27. apríl síðastliðinn en krafan er lögð fram á grundvelli brýnna rannsóknarhagsmuna þar sem endanleg niðurstaða krufningar liggur ekki fyrir.

Innlent
Fréttamynd

Vonast til að geta skemmt sér eitt­hvað líka

Að venju leggja fjölmargir Íslendingar land undir fót þessa stærstu ferðahelgi ársins og hefur umferð í gegnum Selfoss borið þess merki. Töluverður fjöldi ökumanna fór yfir Ölfusárbrú á sjöunda tímanum í kvöld og hefur umferðin þar almennt gengið vel í dag.

Innlent
Fréttamynd

Tók út tíu klukkustunda refsingu í sundlauginni á Selfossi

Eyrbekkingur fékk heldur betur að kynnast sundlauginni á Selfossi í dag því hann þurfti að vera þar í 10 klukkutíma, sem refsing í vinsælum fótboltaleik. Eyrbekkingurinn naut þó lífsins með sína rúsínuputta en hann skiptist á að fara í rennibrautina, í heitu pottana og synda í lauginni.

Lífið
Fréttamynd

Magnaður mótorhjólahundur á Selfossi

Hundurinn Stormur Snær á Selfossi er engin venjulegur hundur því það sem honum þykir skemmtilegast að gera er að sitja á mótorhjólum eigenda sinna og rúnta með þeim um landið. Stormur er meira að segja með sérstök mótorhjólagleraugu og nammi í mótorhjólatöskunni sinni.

Innlent
Fréttamynd

Bobby Fischer og Gunnar á Hlíðarenda

„Bobby Fischer verður jafn frægur og Gunnar á Hlíðarenda eftir þúsund ár”, segir Guðni Ágústsson, fyrrverandi ráðherra og áhugamaður um heimsmeistarann í skák, sem hvílir í Laugardælakirkjugarði í Flóanum. Þá er Fischersafn á Selfossi, sem fagnar tíu ára afmæli þessa dagana.

Innlent
Fréttamynd

Loki frá Selfossi allur

Kynbótahesturinn Loki frá Selfossi hefur verið felldur eftir að hann slasaðist illa á afturfæti. Loki var einn þekktasti gæðingur landsins og átti fjölda afkvæma sem hafa gert það gott.

Innlent
Fréttamynd

Krefjast fjögurra vikna á­fram­haldandi varðhalds vegna mann­dráps á Sel­fossi

Lögreglan á Suðurlandi hefur óskað eftir áframhaldandi gæsluvarðhaldi yfir karlmanni á þrítugsaldri sem grunaður er um að hafa orðið ungri konu að bana á Selfossi í lok apríl. Von er á niðurstöðu Héraðsdóms Suðurlands síðar í dag. Ellefu vikur eru nú liðnar frá því að maðurinn var fyrst úrskurðaður í gæsluvarðhald. 

Innlent
Fréttamynd

Ís­lensk vega­bréf Bobby Fischer fundust fyrir til­viljun

Stefán Haukur Jóhanns­son, sendi­herra Ís­lands í Japan, af­henti Fischer­setrinu á Sel­fossi tvö ís­lensk vega­bréf skák­snillingsins Bobby Fischer sem gefin voru út árið 2005 þegar hann fékk ríkis­borgara­rétt hér á landi. Vega­bréfin voru týnd en fundust fyrir til­viljun, eitt í sendi­ráðinu í Japan og annað á skrif­stofu utan­ríkis­ráðu­neytisins.

Lífið
Fréttamynd

Fólk megi búast við þungri umferð á Suðurlandi í dag

Aðstoðaryfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir líklegt að þung umferð verði í umdæminu í dag en um helgina fóru þar fram tvær stórar bæjarhátíðir, Kótelettan og Goslokahátíð. Hann mælir með því að fólk gefi sér góðan tíma. 

Innlent
Fréttamynd

Margra kílómetra bílaröð utan við Selfoss

Mikil umferðarteppa er núna á Suðurlandsvegi vestan við Selfoss og nær bílaröðin marga kílómetra út fyrir bæinn, að sögn lögreglu. Hvetur lögreglan á Suðurlandi ökumenn til að sýna þolinmæði og minnir fólk á að það geti einnig farið um Þrengslaveg þar sem umferðin er talsvert léttari.

Innlent
Fréttamynd

Tíu mánuðir fyrir tvær líkams­á­rásir

Héraðsdómur Suðurlands dæmdi í gær karlmann á þrítugsaldri til tíu mánaða fangelsisvistar fyrir að hafa framið tvær líkamsárásir, þar af eina á fimmtán ára dreng, og fyrir tvö umferðarlagabrot. 

Innlent
Fréttamynd

Þakk­lát for­seta Ís­lands fyrir bréf eftir and­lát dóttur sinnar

Valda Anastasia Ko­lesni­kova, móðir Sofiu Sar­mite Ko­lesni­kova sem fannst látin í heima­húsi á Sel­fossi þann 27. apríl síðast­liðinn, segist vera gríðar­lega þakk­lát fyrir stuðninginn sem hún hefur fengið eftir and­lát dóttur sinnar. Hún þakkar Guðna Th. Jóhannes­syni, for­seta Ís­lands, sér­stak­lega fyrir hand­skrifað bréf sem hann skrifaði henni.

Innlent
Fréttamynd

Hvað kostar bygging 39.080 í­búða á næstu 10 árum hið opin­bera?

Húsnæðisskortur er í landinu. Húsnæðis og mannvirkjastofnun (HMS) gefur það út að þörfin sé 39.080 íbúðir á næstu 10 árum. Til að bregðast við húsnæðisvandanum hafa stjórnvöld og ýmsir hagsmunaaðilar rætt og kynnt ýmsar lausnir á því hvernig mæta skuli húsnæðisþörfinni.

Skoðun