Reykjavík Tæplega níutíu prósent minni urðun en hvert fer maturinn? Tæp fimm þúsund prósenta aukning er í flokkun matarleifa á tveggja ára tímabili og rúm 180 prósenta aukning í flokkun á plasti. Innlent 22.6.2024 09:19 Einn handtekinn vegna alvarlegrar líkamsárásar með vopn Um klukkan 22.33 barst lögreglu tilkynning um alvarlega líkamsárás í Kópavogi og að vopni hafi verið beitt. Fram kemur í dagbók lögreglunnar að mikill viðbúnaður hafi vegna þess verið á vettvangi. Við slíkar aðstæður er sérsveit einnig kölluð út. Í dagbók segir að gerandi hafi verið handtekinn skammt frá vettvangi og að rannsókn málsins miði vel. Innlent 22.6.2024 07:40 Endurnýjuðu heitin í ráðhúsinu þar sem tæplega þrjátíu voru gefin saman Tuttugasti og fyrsti júní er brúðkaupsdagur minnst tuttugu og sex hjóna sem giftu sig í ráðhúsi Reykjavíkur í dag. Þeirra á meðal Ólafar og Jóhannesar sem endurnýjuðu heitin enda er dagurinn þeim sérstakur. Lífið 21.6.2024 19:30 Segja lögreglu hafa gætt stillingar við mótmælin í Skuggasundi Nefnd um eftirlit með störfum lögreglu telur engar vísbendingar uppi um mögulega refsiverða eða ámælisverða háttsemi starfsmanna lögreglu við mótmælin í Skuggasundi í síðasta mánuði. Lögregla er sögð hafa gætt meðalhófs í aðgerðum sínum. Innlent 21.6.2024 17:50 Skotárásarmaðurinn á Dubliner fær tíu ára dóm Landsréttur þyngdi í dag fangelsisdóm Fannars Daníels Guðmundssonar sem hann hlaut vegna skotárásar á skemmtistaðnum The Dubliner í mars á síðasta ári og vegna frelsissviptingar og nauðgunar. Innlent 21.6.2024 15:50 Einhliða ákvörðun um leiguverð í Skólastræti Margrét Rósa Einarsdóttir, hótelstýra í Englendingavík, hefur verið sýknuð af kröfu félags í eigu Þorsteins Más Baldvinssonar forstjóra Samherja og fleiri vegna vangoldinnar húsaleigu. Innlent 21.6.2024 15:50 Ofsaakstur eftir vopnað rán frá Suðurlandsbraut upp í Kópavog Dagur Þór Hjartarson hlaut tveggja ára fangelsisdóm í Héraðsdómi Reykjavíkur á dögunum vegna fjölda brota. Samverkamaður hans hlaut tíu mánaða fangelsisdóm að hluta til skilorðsbundinn. Innlent 21.6.2024 15:46 Taka tvö í Vesturbugt Reykjavíkurborg hefur boðið út byggingarlóðir í Vesturbugt á ný. Borgin rifti samningi um uppbyggingu á svæðinu vegna áralangra vanefnda byggingafélags í fyrra. Viðskipti innlent 21.6.2024 14:31 Stofna starfshóp vegna fjölda bruna í tengslum við þakpappalagningu Í ljósi fjölda eldsvoða í tengslum við þakframkvæmdir á síðustu árum hefur HMS hafið samstarfsverkefni um gerð verklagsleiðbeininga fyrir vinnu með eld í þakframkvæmdum.Myndaður hefur verið starfshópur til að vinna að gerð svokallaðs Rb-blaðs um verklag fyrir lagningu þakpappa og þær öryggisráðstafanir sem þarf að gera við slíka vinnu. Innlent 21.6.2024 13:49 Vonsvikin vegna 25 milljóna kostnaðar við borgarstjóraskiptin Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins hefur lýst yfir vonbrigðum vegna frétta af 25 milljóna króna kostnaði við starfslok Dags B Eggertssonar, fyrrverandi borgarstjóra. Innlent 21.6.2024 11:20 Vinna eins og hakkarar en eftir skýrum reglum Landsbankinn og netöryggisfyrirtækið Defend Iceland hafa gert samning um aðgang að hugbúnaði villuveiðigáttar fyrirtækisins til að auka og styrkja varnir gegn árásum á net- og tölvukerfi Landsbankans. Fjölmörg íslensk fjármálafyrirtæki hafa leitað til Defend Iceland. Viðskipti innlent 21.6.2024 06:45 Fyrrverandi starfsmaður Quang Le: „Hann er ekki velkominn hér“ Nýr veitingastaður hefur verið opnaður þar sem Pho Vietnam-ese var áður rekinn. Fyrrverandi framkvæmdastjóri eldri staðarins sem rekur einnig þann nýja, segist ekkert tengjast mansalsmáli Quang Le og er með meinta þolendur hans í vinnu. Innlent 20.6.2024 20:01 Rassía lögreglu heldur áfram Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu í samstarfi við Skattinn og Samgöngustofu hefur í dag haldið ótrauð áfram í átaki sínu við eftirlit hjá leigubílstjórum á höfuðborgarsvæðinu. Innlent 20.6.2024 15:56 Kjarasamningar Eflingar við Reykjavíkurborg undirritaðir Samninganefnd Eflingar stéttarfélags hefur náð samningum við viðsemjendur sína hjá Reykjavíkurborg. Kjarasamningar voru undirritaður um miðjan dag í dag, 20. júní. Innlent 20.6.2024 15:30 Reykvíkingur ársins fann fyrir pressu á árbakkanum Grunnskólakennari í Breiðholti, sem valinn var Reykvíkingur ársins, segist hissa yfir tilnefningunni. Það sé þó mjög ánægjulegt að fá viðurkenningu fyrir störf sín, og gaman að hafa veitt maríulax í Elliðaánum í morgun. Innlent 20.6.2024 12:01 Kennari í Breiðholti er Reykvíkingur ársins Marta Wieczorek, grunnskólakennari í Hólabrekkuskóla í Breiðholti og aðstoðarskólastjóri við Pólska skólann, er Reykvíkingur ársins 2024. Henni er lýst sem fagmanneskju fram í fingurgóma. Hún segir útnefninguna hafa komið mjög á óvart og þakkar skilningsríkri fjölskyldu stuðninginn. Innlent 20.6.2024 07:01 Yfir 85 prósent íbúða á höfuðborgarsvæðinu kosta yfir 60 milljónir Yfir 85 prósent íbúða á höfuðborgarsvæðinu eru verðlagðar á yfir 60 milljónir króna, sem gerir fyrstu kaupendum erfitt fyrir að komast inn á húsnæðismarkaðinn. Íbúðaverð hækkaði um 4,9 prósent á fyrstu fimm mánuðum ársins. Innlent 20.6.2024 06:21 Tónleikahald á Kex hostel heyrir brátt sögunni til Gistiheimilið og veitingastaðurinn Kex hostel hefur frá opnun staðarins árið 2011 verið einn vinsælasti tónleikastaður Reykjavíkur. Miklar breytingar eru í farvatninu hjá hostelinu, en til stendur að færa veitingastaðinn niður á neðri hæðina, og breyta efri hæðinni allri þannig að þar verði svefnpláss. Tónleikahald á efri hæðinni mun því leggjast af. Innlent 19.6.2024 18:00 Opnar sjálfur stað þar sem rekstur Quang Le gekk best Maður sem áður starfaði fyrir alræmda veitingamanninn Quang Le hefur opnað nýjan veitingastað í húsnæði sem áður hýsti veitingastað í eigu Le. Hann bauð fyrrverandi starfsfólki Le sem ekki hafði fengið vinnu eftir að stöðum hans var lokað, starf hjá veitingastaðnum. Viðskipti innlent 19.6.2024 16:12 Birgir og Lísa selja hús í sérflokki Birgir Jónsson, fyrrverandi forstjóri Play, og eiginkona hans Lísa Ólafsdóttir hafa sett glæsilegt hús við Hraunteig í Reykjavík á sölu. Ásett verð er 205 milljónir. Lífið 19.6.2024 16:07 Kvosin verður að heildstæðu göngusvæði í allt sumar Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkurborgar samþykkti á fundi sínum í dag að gera Austurstræti, Veltusund og hluta Vallarstrætis að göngugötu í allt sumar, eða fram til 1. október næstkomandi. Innlent 19.6.2024 15:57 „Sláandi fordómar í kosningabaráttunni“ Jafnrétti eru ekki sjálfgefið og halda þarf baráttunni gangandi sagði forseti borgarstjórnar þegar blómsveigur var lagður að leiði Bríetar Bjarnhéðinsdóttur í morgun. Haldið er upp á kvenréttindadaginn í dag. Innlent 19.6.2024 13:46 Fjöldi Reykvíkinga með kynhlutlausa skráningu tvöföldaðist milli ára Fjöldi Reykvíkinga með hlutlausa kynskráningu tvöfaldaðist milli áranna 2022 og 2023. Þá hækkaði hlutfall innflytjenda af íbúafjölda í Reykjavík á tímabilinu 1996 til 2023 úr 2,6 prósent í 25 prósent. Innlent 19.6.2024 13:06 Myndaveisla: Enn eitt vel heppnað Streetball mót X977 Streetball mót X977 fór fram á Klamratúni síðasta laugardag í blíðskaparveðri. Tuttugu lið tóku þátt og sáust mörg eftirminnileg tilþrif hjá leikmönnum. Lífið samstarf 19.6.2024 10:58 Blómsveigur lagður að leiði Bríetar Bjarnhéðinsdóttur Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, forseti borgarstjórnar, leggur blómsveig frá Reykvíkingum að leiði baráttukonunnar Bríetar Bjarnhéðinsdóttur í tilefni kvenréttindadagsins í dag, miðvikudaginn 19. júní. Innlent 19.6.2024 10:46 Táningur sagður hafa stungið mann í andlit og kvið Unglingspiltur hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps fyrir tilraun til manndráps fyrir að ráðast með hníf á mann við Austurvöll í júní í fyrra. Innlent 19.6.2024 10:14 Biðmál í borginni Í kosningasjónvarpi árið 1998 fjallaði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, þáverandi borgarstjóri, um stöðu biðlista á leikskólum Reykjavíkurborgar. Leikskólamál voru kosningamál og 1600 börn sátu í biðstöðu eftir leikskólaplássi. Skoðun 19.6.2024 08:31 Brutust inn en gripu í tómt Tilkynnt var um innbrot í verslunarhúsnæði á þriðja tímanum í nótt. Þá höfðu innbrotsþjófar brotist inn í húsnæði þar sem engin starfsemi fer fram og gripu því í tómt. Innlent 18.6.2024 06:30 Kringlan lokuð til fimmtudags Hreinsunarstarf í Kringlunni gengur vel, að því er fram kemur í tilkynningu frá Reitum og verslunarmiðstöðinni. Stefnt er að því að opna að nýju á fimmtudag. Innlent 17.6.2024 18:07 Borgarstjóri fór fyrstu ferð í nýju parísarhjóli Borgarstjóri fór jómfrúarferð Parísarhjólsins ásamt fréttamanni Stöðvar 2 í dag klukkan þrjú. Parísarhjólið. Einar segir að um tilraunaverkefni sé að ræða í sumar. Innlent 17.6.2024 17:03 « ‹ 25 26 27 28 29 30 31 32 33 … 334 ›
Tæplega níutíu prósent minni urðun en hvert fer maturinn? Tæp fimm þúsund prósenta aukning er í flokkun matarleifa á tveggja ára tímabili og rúm 180 prósenta aukning í flokkun á plasti. Innlent 22.6.2024 09:19
Einn handtekinn vegna alvarlegrar líkamsárásar með vopn Um klukkan 22.33 barst lögreglu tilkynning um alvarlega líkamsárás í Kópavogi og að vopni hafi verið beitt. Fram kemur í dagbók lögreglunnar að mikill viðbúnaður hafi vegna þess verið á vettvangi. Við slíkar aðstæður er sérsveit einnig kölluð út. Í dagbók segir að gerandi hafi verið handtekinn skammt frá vettvangi og að rannsókn málsins miði vel. Innlent 22.6.2024 07:40
Endurnýjuðu heitin í ráðhúsinu þar sem tæplega þrjátíu voru gefin saman Tuttugasti og fyrsti júní er brúðkaupsdagur minnst tuttugu og sex hjóna sem giftu sig í ráðhúsi Reykjavíkur í dag. Þeirra á meðal Ólafar og Jóhannesar sem endurnýjuðu heitin enda er dagurinn þeim sérstakur. Lífið 21.6.2024 19:30
Segja lögreglu hafa gætt stillingar við mótmælin í Skuggasundi Nefnd um eftirlit með störfum lögreglu telur engar vísbendingar uppi um mögulega refsiverða eða ámælisverða háttsemi starfsmanna lögreglu við mótmælin í Skuggasundi í síðasta mánuði. Lögregla er sögð hafa gætt meðalhófs í aðgerðum sínum. Innlent 21.6.2024 17:50
Skotárásarmaðurinn á Dubliner fær tíu ára dóm Landsréttur þyngdi í dag fangelsisdóm Fannars Daníels Guðmundssonar sem hann hlaut vegna skotárásar á skemmtistaðnum The Dubliner í mars á síðasta ári og vegna frelsissviptingar og nauðgunar. Innlent 21.6.2024 15:50
Einhliða ákvörðun um leiguverð í Skólastræti Margrét Rósa Einarsdóttir, hótelstýra í Englendingavík, hefur verið sýknuð af kröfu félags í eigu Þorsteins Más Baldvinssonar forstjóra Samherja og fleiri vegna vangoldinnar húsaleigu. Innlent 21.6.2024 15:50
Ofsaakstur eftir vopnað rán frá Suðurlandsbraut upp í Kópavog Dagur Þór Hjartarson hlaut tveggja ára fangelsisdóm í Héraðsdómi Reykjavíkur á dögunum vegna fjölda brota. Samverkamaður hans hlaut tíu mánaða fangelsisdóm að hluta til skilorðsbundinn. Innlent 21.6.2024 15:46
Taka tvö í Vesturbugt Reykjavíkurborg hefur boðið út byggingarlóðir í Vesturbugt á ný. Borgin rifti samningi um uppbyggingu á svæðinu vegna áralangra vanefnda byggingafélags í fyrra. Viðskipti innlent 21.6.2024 14:31
Stofna starfshóp vegna fjölda bruna í tengslum við þakpappalagningu Í ljósi fjölda eldsvoða í tengslum við þakframkvæmdir á síðustu árum hefur HMS hafið samstarfsverkefni um gerð verklagsleiðbeininga fyrir vinnu með eld í þakframkvæmdum.Myndaður hefur verið starfshópur til að vinna að gerð svokallaðs Rb-blaðs um verklag fyrir lagningu þakpappa og þær öryggisráðstafanir sem þarf að gera við slíka vinnu. Innlent 21.6.2024 13:49
Vonsvikin vegna 25 milljóna kostnaðar við borgarstjóraskiptin Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins hefur lýst yfir vonbrigðum vegna frétta af 25 milljóna króna kostnaði við starfslok Dags B Eggertssonar, fyrrverandi borgarstjóra. Innlent 21.6.2024 11:20
Vinna eins og hakkarar en eftir skýrum reglum Landsbankinn og netöryggisfyrirtækið Defend Iceland hafa gert samning um aðgang að hugbúnaði villuveiðigáttar fyrirtækisins til að auka og styrkja varnir gegn árásum á net- og tölvukerfi Landsbankans. Fjölmörg íslensk fjármálafyrirtæki hafa leitað til Defend Iceland. Viðskipti innlent 21.6.2024 06:45
Fyrrverandi starfsmaður Quang Le: „Hann er ekki velkominn hér“ Nýr veitingastaður hefur verið opnaður þar sem Pho Vietnam-ese var áður rekinn. Fyrrverandi framkvæmdastjóri eldri staðarins sem rekur einnig þann nýja, segist ekkert tengjast mansalsmáli Quang Le og er með meinta þolendur hans í vinnu. Innlent 20.6.2024 20:01
Rassía lögreglu heldur áfram Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu í samstarfi við Skattinn og Samgöngustofu hefur í dag haldið ótrauð áfram í átaki sínu við eftirlit hjá leigubílstjórum á höfuðborgarsvæðinu. Innlent 20.6.2024 15:56
Kjarasamningar Eflingar við Reykjavíkurborg undirritaðir Samninganefnd Eflingar stéttarfélags hefur náð samningum við viðsemjendur sína hjá Reykjavíkurborg. Kjarasamningar voru undirritaður um miðjan dag í dag, 20. júní. Innlent 20.6.2024 15:30
Reykvíkingur ársins fann fyrir pressu á árbakkanum Grunnskólakennari í Breiðholti, sem valinn var Reykvíkingur ársins, segist hissa yfir tilnefningunni. Það sé þó mjög ánægjulegt að fá viðurkenningu fyrir störf sín, og gaman að hafa veitt maríulax í Elliðaánum í morgun. Innlent 20.6.2024 12:01
Kennari í Breiðholti er Reykvíkingur ársins Marta Wieczorek, grunnskólakennari í Hólabrekkuskóla í Breiðholti og aðstoðarskólastjóri við Pólska skólann, er Reykvíkingur ársins 2024. Henni er lýst sem fagmanneskju fram í fingurgóma. Hún segir útnefninguna hafa komið mjög á óvart og þakkar skilningsríkri fjölskyldu stuðninginn. Innlent 20.6.2024 07:01
Yfir 85 prósent íbúða á höfuðborgarsvæðinu kosta yfir 60 milljónir Yfir 85 prósent íbúða á höfuðborgarsvæðinu eru verðlagðar á yfir 60 milljónir króna, sem gerir fyrstu kaupendum erfitt fyrir að komast inn á húsnæðismarkaðinn. Íbúðaverð hækkaði um 4,9 prósent á fyrstu fimm mánuðum ársins. Innlent 20.6.2024 06:21
Tónleikahald á Kex hostel heyrir brátt sögunni til Gistiheimilið og veitingastaðurinn Kex hostel hefur frá opnun staðarins árið 2011 verið einn vinsælasti tónleikastaður Reykjavíkur. Miklar breytingar eru í farvatninu hjá hostelinu, en til stendur að færa veitingastaðinn niður á neðri hæðina, og breyta efri hæðinni allri þannig að þar verði svefnpláss. Tónleikahald á efri hæðinni mun því leggjast af. Innlent 19.6.2024 18:00
Opnar sjálfur stað þar sem rekstur Quang Le gekk best Maður sem áður starfaði fyrir alræmda veitingamanninn Quang Le hefur opnað nýjan veitingastað í húsnæði sem áður hýsti veitingastað í eigu Le. Hann bauð fyrrverandi starfsfólki Le sem ekki hafði fengið vinnu eftir að stöðum hans var lokað, starf hjá veitingastaðnum. Viðskipti innlent 19.6.2024 16:12
Birgir og Lísa selja hús í sérflokki Birgir Jónsson, fyrrverandi forstjóri Play, og eiginkona hans Lísa Ólafsdóttir hafa sett glæsilegt hús við Hraunteig í Reykjavík á sölu. Ásett verð er 205 milljónir. Lífið 19.6.2024 16:07
Kvosin verður að heildstæðu göngusvæði í allt sumar Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkurborgar samþykkti á fundi sínum í dag að gera Austurstræti, Veltusund og hluta Vallarstrætis að göngugötu í allt sumar, eða fram til 1. október næstkomandi. Innlent 19.6.2024 15:57
„Sláandi fordómar í kosningabaráttunni“ Jafnrétti eru ekki sjálfgefið og halda þarf baráttunni gangandi sagði forseti borgarstjórnar þegar blómsveigur var lagður að leiði Bríetar Bjarnhéðinsdóttur í morgun. Haldið er upp á kvenréttindadaginn í dag. Innlent 19.6.2024 13:46
Fjöldi Reykvíkinga með kynhlutlausa skráningu tvöföldaðist milli ára Fjöldi Reykvíkinga með hlutlausa kynskráningu tvöfaldaðist milli áranna 2022 og 2023. Þá hækkaði hlutfall innflytjenda af íbúafjölda í Reykjavík á tímabilinu 1996 til 2023 úr 2,6 prósent í 25 prósent. Innlent 19.6.2024 13:06
Myndaveisla: Enn eitt vel heppnað Streetball mót X977 Streetball mót X977 fór fram á Klamratúni síðasta laugardag í blíðskaparveðri. Tuttugu lið tóku þátt og sáust mörg eftirminnileg tilþrif hjá leikmönnum. Lífið samstarf 19.6.2024 10:58
Blómsveigur lagður að leiði Bríetar Bjarnhéðinsdóttur Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, forseti borgarstjórnar, leggur blómsveig frá Reykvíkingum að leiði baráttukonunnar Bríetar Bjarnhéðinsdóttur í tilefni kvenréttindadagsins í dag, miðvikudaginn 19. júní. Innlent 19.6.2024 10:46
Táningur sagður hafa stungið mann í andlit og kvið Unglingspiltur hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps fyrir tilraun til manndráps fyrir að ráðast með hníf á mann við Austurvöll í júní í fyrra. Innlent 19.6.2024 10:14
Biðmál í borginni Í kosningasjónvarpi árið 1998 fjallaði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, þáverandi borgarstjóri, um stöðu biðlista á leikskólum Reykjavíkurborgar. Leikskólamál voru kosningamál og 1600 börn sátu í biðstöðu eftir leikskólaplássi. Skoðun 19.6.2024 08:31
Brutust inn en gripu í tómt Tilkynnt var um innbrot í verslunarhúsnæði á þriðja tímanum í nótt. Þá höfðu innbrotsþjófar brotist inn í húsnæði þar sem engin starfsemi fer fram og gripu því í tómt. Innlent 18.6.2024 06:30
Kringlan lokuð til fimmtudags Hreinsunarstarf í Kringlunni gengur vel, að því er fram kemur í tilkynningu frá Reitum og verslunarmiðstöðinni. Stefnt er að því að opna að nýju á fimmtudag. Innlent 17.6.2024 18:07
Borgarstjóri fór fyrstu ferð í nýju parísarhjóli Borgarstjóri fór jómfrúarferð Parísarhjólsins ásamt fréttamanni Stöðvar 2 í dag klukkan þrjú. Parísarhjólið. Einar segir að um tilraunaverkefni sé að ræða í sumar. Innlent 17.6.2024 17:03