Reykjavík

Fréttamynd

Nýr borgarstjórnarmeirihluti kynntur

Hulunni verður svipt af meirihlutasamstarfi og málefnasamningi Framsóknarflokks, Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar á blaðamannafundi klukkan 15:00 í dag. Vísir fylgist með fundinum í beinni útsendingu og textalýsingu.

Innlent
Fréttamynd

Telja eigin viðbrögð hafa verið rétt

Lögregla telur sig hafa brugðist rétt við þegar hún var kölluð tvisvar að húsi í Barðavogi í Reykjavík, vegna mannsins sem skömmu síðar var handtekinn, grunaður um að myrða nágranna sinn. Rannsókn málsins miðar vel og búið er að ræða við vitni í málinu. 

Innlent
Fréttamynd

„Hér ætlum við að vera næstu 100 ár“

„Íþróttamiðstöð Fram í Úlfarsárdal er einhver glæsilegasta íþróttaðstaða Reykjavíkur og landsins. Þetta mun gjörbylta allri aðstöðu félagsins,“ sagði íþróttafréttamaðurinn Guðjón Guðmundsson (Gaupi) um magnaða aðstöðu Fram.

Fótbolti
Fréttamynd

Kynna nýjan meirihluta í Elliðaárdal í dag

Oddvitar Framsóknarflokksins, Samfylkingarinnar, Pírata og Viðreisnar í Reykjavík hafa boðað til blaðamannafundar til að kynna nýjan meirihluta við stöðvarstjórahúsið í Elliðaárdal í dag.

Innlent
Fréttamynd

Fyrr­verandi ná­granni segir manninn hafa þurft sér­tæk úr­ræði

Skúli Þór Hilmarsson bjó í þrettán ár í sama húsi og maðurinn sem grunaður er um að hafa barið nágranna sinn til bana í gær. Hann segir manninn hafa skapað ógn og mörgum hafi staðið stuggur af honum í lengri tíma. Lögreglu hafi verið gert viðvart í fjölda skipta en vegna úrræðaleysis hafi ekkert gerst í málinu.

Innlent
Fréttamynd

Tengsl milli þess látna og grunaðs morðingja

Tengsl voru á milli mannsins sem lögregla telur að hafi verið myrtur í Barðavogi í Reykjavík í gærkvöldi, og þess sem lögregla hefur handtekið grunaðan um morðið. Lögreglan vinnur nú að því að ræða við hugsanleg vitni.

Innlent
Fréttamynd

Ekið á hjól­reiða­mann, yfir hjólið og svo af vett­vangi

Umferðarslys varð í miðbæ Reykjavíkur í gærkvöld þegar ekið var á hjólreiðamann. Að sögn vitna hafði ökumaður bifreiðarinnar verið að þenja bifreiðina og flauta áður en hann ók á reiðhjólamanninn sem datt í götuna og bifreiðinni var ekið yfir hjólið. 

Innlent
Fréttamynd

Langt komin í yfir­ferð á flestum málum og horfa til þriðju­dags

Fulltrúar Samfylkingar, Framsóknarflokks, Pírata og Viðreisnar munu halda meirihlutaviðræðum áfram um helgina. Oddviti Framsóknar segir yfirferð á flestum málaflokkum langt komna og góður samhljómur sé um stóru málin. Meirihlutasamstarf sé þó ekki í höfn fyrr en að öllu ferlinu loknu.

Innlent
Fréttamynd

Lög­regla greip inn­brots­þjófa glóð­volga

Lögreglan á höfuborgarsvæðinu greip í morgunsárið tvo innbrotsþjófa glóðvolga og þeim stungið samstundis í steininn á meðan unnið var að rannsókn málsins. Þjófarnir höfðu komist inn í íbúð í fjölbýlishúsi í Reykjavík með því að klifra upp vinnupalla við húsið.

Innlent
Fréttamynd

Hinn val­kosturinn í Reykja­vík

Niðurstöður nýafstaðinna borgarstjórnarkosninga voru skýrar. Meirihlutinn féll, aðrar kosningarnar í röð og kjósendur kölluðu eftir breytingum.

Skoðun
Fréttamynd

Marxistar fá ekki ókeypis lóð frá borginni

Reykjavíkurborg var ekki skylt að úthluta Díamat, lífsskoðunarfélagi marxista, ókeypis lóð fyrir starfsemi sína. Félagið taldi að borgin hefði sett fordæmi með að úthluta nokkrum trúfélögum öðrum en þjóðkirkjunni lóðir án endurgjalds.

Innlent
Fréttamynd

Tók 48 tíma að gera staðinn hlý­legan og fal­legan

„Aukningin er stöðug, aðallega er enn um ófatlaðar, íslenskar konur að ræða sem hingað koma en við viljum einnig ná betur til fatlaðra, fólks af erlendum uppruna, karla, eldri borgara og allra hinna sem verða fyrir ofbeldi,“ segir Hugrún Hrönn Kristjánsdóttir, teymisstjóri Bjarkarhlíðar, sem nú er komið í nýtt húsnæði við Bleikargróf 6 í Reykjavík.

Lífið
Fréttamynd

Rotaðist við að aka á grind­verk

Lögregla á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út eftir að tilkynnt var um umferðarslys í miðborg Reykjavíkur í gærkvöldi. Upp úr klukkan 23 hafði ökumaður rafhlaupahjóls ekið á grindverk og fallið í jörðina með þeim afleiðingum að hann hlaut áverka á höfði og er talinn hafa rotast.

Innlent