Reykjavík

Fréttamynd

Dauðhrædd um börnin sín á Háaleitisbraut

Móðir í Háaleitishverfi segir umferðaröryggismálum við Háaleitisbraut alvarlega ábótavant. Hún þorir ekki að senda barn sitt eitt yfir götuna og kallar eftir heildarendurskoðun á gatnamótum. Litlu mátti muna að illa færi þegar barn hjólaði yfir götuna á dögunum.

Innlent
Fréttamynd

Sofnaði á klósettinu og vaknaði á tómum veitingastað

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í nótt tilkynningu um að þjófavarnarkerfi veitingastaðar í miðbænum hefði farið í gang. Þar var þó á ferðinni maður sem var í starfsmannagleði með vinnufélögum sínum fyrr um kvöldið og hafði sofnað ölvunarsvefni á klósettinu.

Innlent
Fréttamynd

Lækka hámarkshraða í Múlunum og Háaleitisbraut

Hámarkshraði verður lækkaður í Múlunum og Háaleitisbraut samkvæmt tillögu sem var samþykkt í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkurborgar í gær. Lækkunin er sögð í samræmi við hámarkshraðaáætlun borgarinnar sem á að bæta umferðaröryggi og koma í veg fyrir alvarleg slys á fólki.

Innlent
Fréttamynd

Fundaði með fjöl­mennum hópi úr bak­landinu í Grafar­vogi

Fjölmennt var á fundi Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra með stuðningsmönnum sínum í Grafarvogi í gærkvöldi samkvæmt heimildum fréttastofu. Hugur var í fólki. Fundi lauk þó án þess að Guðlaugur Þór ákveddi hvort hann ætlaði fram til formanns á landsfundi Sjálfstæðisflokksins aðra helgi.

Innlent
Fréttamynd

Hinn látni karlmaður á miðjum aldri

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu telur að karlmaður sem fannst látinn í Skeifunni í gærkvöldi hafi glímt við veikindi. Ekki er grunur um að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti.

Innlent
Fréttamynd

Líkfundur við Skeifuna

Lokað var fyrir vegfarendur um nokkrar götur í Skeifunni fyrr í kvöld vegna líkfundar. Talsverður fjöldi lögreglumanna var á svæðinu. 

Innlent
Fréttamynd

Vill að rekstur allra leiða verði boðinn út til einkaaðila

Framkvæmdastjóri Strætó bs. talar fyrir því að rekstur allra strætisvagna fyrirtækisins verði boðinn út til einkaaðila, enda fáist þannig hagstæðari verð. Aukin útvistun núna muni þó ekki leysa bráðavandann sem Strætó er í - framkvæmdastjórinn hefur aldrei séð það svartara í fjármálum félagsins frá því að hann tók við.

Innlent
Fréttamynd

Raf­magns­vespa stóð í ljósum logum

Mikill eldur var í rafmagnsvespu á skólalóð við Austurbæjarskóla í Reykjavík í gærkvöldi. Slökkvilið segir að vel hafi gengið að slökkva eldinn og þakkar fyrir að ekki hafi kviknað í vespunni innanhúss.

Innlent
Fréttamynd

Bar að stöðva tæmingu Ár­bæjar­lóns tafar­laust

Skipulagsfulltrúa Reykjavíkurborgar bar að stöðva tæmingu Árbæjarlóns tafarlaust er lónið var tæmt haustið 2020. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála telur ljóst að framkvæmdin hafi verið meiri háttar framkvæmd sem borið hafi að afla framkvæmdaleyfis vegna.

Innlent
Fréttamynd

Mjóddin má muna sinn fífil fegurri

Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkurborgar hefur lagt til að ráðist verði í umbætur á strætóskiptistöðinni í Mjóddinni. Stöðin er sú fjölfarnasta á landinu. 

Innlent
Fréttamynd

Reykja­víkur­­borg hunsi út­hverfin þegar kemur að fegrun

Tæplega sjötíu prósent af Fegrunarviðurkenningum Reykjavíkurborgar síðustu tíu ár hefur farið til lóða í Miðborginni eða Vesturbænum. Borgarfulltrúi Flokks fólksins gagnrýnir að úthverfin séu oftar en ekki skilin eftir. Þau hafa fengið einungis tæp tíu prósent viðurkenninga.

Innlent
Fréttamynd

Veggur Al­þingis­garðsins hvergi sjáan­legur á forhönnun borgarinnar

Myndir af nýrri forhönnun af göngugötuskipulagi við Kirkjustræti og Templarasund í miðbæ Reykjavíkur voru birtar á miðvikudag. Útlit breytinganna er sagt gera tilraun til þess að tengja saman hið gamla og nýja. Athygli vekur að ekki er gert ráð fyrir vegg Alþingisgarðsins á myndunum, það stangast á við orð skrifstofustjóra Alþingis en hún segir til umræðu að friða garðinn. 

Innlent