Reykjavík

Fréttamynd

Borgarstjóri hefur áhyggjur af kulnun í íbúðaframkvæmdum

Borgarstjóri segir að ekki muni standa á Reykjavíkurborg að hafa nægar lóðir í boði til uppbyggingar íbúðarhúsnæðis í borginni. Hann óttast hins vegar að flöskuháls geti myndast vegna tregðu lánastofnana og getu byggingaraðila til að halda í við eftirspurnina.

Innlent
Fréttamynd

Sló samnemanda með hamri

Nemandi við Réttarholtsskóla réðst á samnemanda sinn með hamri fyrir utan skólann á skólatíma á miðvikudag. Starfsmaður náði að skerast í leikinn og stöðva árásina. Málið er til skoðunar hjá barnaverndaryfirvöldum.

Innlent
Fréttamynd

Mál starfsmanna Bambus og Flame fer fyrir dómstóla

Mál Matvís gegn eigendum veitingastaðanna Bambus og Flame um meintan launaþjófnað gegn starfsmönnum fer til dómstóla. Í tilkynningu frá Matvís segir að umræddir atvinnurekendur hafi enn ekki gert upp við starfsfólkið að fullu.

Innlent
Fréttamynd

Fjölmennt á Austurvelli

Nokkuð stór hópur hefur safnast saman til að mótmæla meðferð stjórnvalda á flóttafólki sem var sent úr landi með leiguflugvél til Grikklands í nótt.

Innlent
Fréttamynd

Mætt aftur fílefld eftir „skrautleg þrjú ár“

Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves var formlega sett við hátíðlega athöfn á hjúkrunarheimilinu Grund í morgun, í fyrsta sinn síðan 2019. Hátíðarstjóri er fullur tilhlökkunar fyrir helginni en uppselt er á hátíðina, sem hefur ekki gerst í áratug.

Innlent
Fréttamynd

Gjaldskyld svæði bílastæða í miðborginni víkkuð út

Gjaldsvæði fyrir bílastæði í nokkrum götum Vesturbæjar og Þingholta verða stækkuð á næstunni. Íbúar í Vesturbæ og miðborg eiga margir hverjir erfitt með að finna bílastæði meðal annars vegna fjölgunar íbúa og ferðmanna með aukinni starfsemi hótela, veitingahúsa og verslana.

Innlent
Fréttamynd

„Við lýsum auð­vitað yfir miklum á­hyggjum“

Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík lýsir yfir miklum áhyggjum af rekstri borgarinnar. Starfsmönnum hafi fjölgað mjög í miðlægri stjórnsýslu á meðan leikskólastarfsmönnum fækki. Skuldasöfnunin sé gríðarleg og fyrirhugaðar aðhaldsaðgerðir dugi ekki til. 

Innlent
Fréttamynd

Einar mestu hagræðingaraðgerðir frá hruni

Reykjavíkurborg mun ráðast í einar mestu hagræðingaraðgerðir frá hruni til að mæta hallarekstri. Formaður borgarráðs segir að tryggja þurfi sjálfbæran rekstur og skapa svigrúm til fjárfestinga án endalausrar lántöku.

Innlent
Fréttamynd

Eldur kviknaði í bíl á Hring­braut

Eldur kviknaði í Toyotu-bifreið á Hringbraut rétt eftir hálf sex síðdegis í dag. Steinþór Darri, aðstoðarvarðstjóri hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, segir að vel hafi gengið að slökkva eldinn.

Innlent
Fréttamynd

Full­yrðingar um man­sal og stór­felldan launa­þjófnað rök­leysa

Forsvarsmenn veitingastaðanna Flame og Bambus segja kolrangt að starfsfólk veitingastaðanna hafi unnið í tíu til sextán tíma, sex daga vikunnar. Ljóst sé að fullyrðingar um mansal og stórfelldan launaþjófnað eigi ekki við rök að styðjast. Undirbúningur að stefnu á hendur Matvís, félagi iðnaðarmanna í matvæla- og veitingagreinum, er hafinn.

Innlent
Fréttamynd

Rekstrarhalli borgarinnar nær sexfalt meiri miðað við áætlanir

Útkomuspá fyrir rekstur Reykjavíkurborgar á þessu ári gerir ráð fyrir um 15,3 milljarða króna halla, mun meiri en spáð hafði verið, og áfram er búist við halla á næsta ári. Borgarstjóri segir að gætt verði aðhalds í fjárhagsáætlun borgarinnar, meðal annars með því að hætta nánast alfarið nýráðningum, en oddviti Sjálfstæðisflokksins gagnrýnir harðlega útkomuna og bendir á að borgarstarfsmönnum hafi fjölgað um fjórðung frá árinu 2017.

Innherji
Fréttamynd

Góð í krísu

Kollegi minn einn í borgarpólitíkinni sagði við mig um daginn að við Íslendingar værum góð í krísustjórnun. Ég held það sé nokkuð til í því, ætla allavega að leyfa mér að trúa því þar sem ekki veitir af á komandi misserum.

Skoðun
Fréttamynd

Engir nýir starfs­menn nema nauð­syn beri til

Útkomuspá á rekstri A-hluta borgarinnar gerir ráð fyrir rúmlega fimmtán milljarða króna halla í ár. Gert er ráð fyrir að rekstrarniðurstaðan verði orðin jákvæð frá og með árinu 2024. Fyrsta fjárhagsáætlun meirihluta borgarstjórnar var kynnt í dag. 

Innlent
Fréttamynd

„Þetta vatt heldur betur upp á sig“

Hauskúpur og skrýtið munstur á auglýsingaskiltum í höfuðborginni vöktu mikla athygli borgarbúa í morgun. Útlit var fyrir að tölvuþrjótar hefðu átt sök að máli en í ljós kom að um auglýsingaherferð TM var að ræða.

Innlent
Fréttamynd

Leynd yfir sæta­skiptingu á lands­fundi í Laugar­dals­höll

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins fer fram um helgina í Laugardalshöll. Mikil spenna er meðal meðlima flokksins enda fer formannskjör fram á sunnudeginum. Þá kemur í ljós hvort Bjarni Benediktsson fái að halda áfram að leiða flokkinn eða hvort Guðlaugur Þór Þórðarson steypi formanni til þrettán ára af stóli.

Innlent
Fréttamynd

Enginn hrekkja­vöku­hakkari á ferð

Tölvuþrjótar bera ekki ábyrgð á óskýrum skilaboðum á auglýsingaskiltum borgarinnar. Einungis er um að ræða auglýsingaherferð sem verður útskýrð betur seinna í dag.

Innlent