Reykjavík

Fréttamynd

Fasta­gestur á Benzanum hetja gær­dagsins

Fótbrotinn fastagestur á Benzanum, sem er bar við Grensásveg, sýndi hetjulega frammistöðu í gær þegar hann óð inn í brennandi strætisvagn, slökkti eldinn og leiddi farþega úr vagninum.

Innlent
Fréttamynd

Guðmundur í Víði bjó sér til fossnið við Elliðavatn

„Það blundaði alltaf í honum svo mikill bóndi. Hann hafði svo gaman af náttúrunni,“ segir Ólafur Kr. Guðmundsson, þegar hann útskýrir hversvegna faðir hans, Guðmundur Guðmundsson, forstjóri Trésmiðjunnar Víðis, valdi að byggja upp heimili fjölskyldunnar í sveit við Elliðavatn.

Lífið
Fréttamynd

Harður á­rekstur í Voga­hverfi í nótt

Þónokkur erill hefur verið hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu síðasta sólarhringinn. Dælubílar slökkviliðsins fóru í fjögur útköll í nótt. Harður árekstur varð í Vogahverfi um fimmleitið í nótt. 

Innlent
Fréttamynd

Ógnaði lög­reglu­mönnum með kylfu

Maður var í nótt handtekinn eftir að hafa sýnt ógnandi tilburði gagnvart lögreglumönnum við störf. Maðurinn var með kylfa í fórum sínum. Hann var vistaður í fangageymslu og bíður skýrslutöku. 

Innlent
Fréttamynd

Spennandi verkefni héraðsskjalasafna framundan

Í dag, laugardaginn 12. nóvember, er árlegur norrænn skjaladagur þar sem opinber skjalasöfn á Norðurlöndum kynna starfsemi sína, þjónustu og safnkost. Þema dagsins hjá héraðsskjalasöfnum er hreinlæti en söfnin varðveita mikið af skjölum sem tengjast því þema í víðri merkingu. Söfnin taka þátt í deginum með einum eða öðrum þætti. Borgarskjalasafn Reykjavíkur tekur þátt í deginum með því að birta áhugaverð innlegg á Facebook síðu sinni sem tengjast þemanu.

Skoðun
Fréttamynd

Féll niður tröppur við heimili sitt

Í gær barst lögreglu tilkynning um einstakling sem hafði fallið niður tröppur við heimili sitt í Laugardalnum. Sá var fluttur á bráðamóttöku til skoðunar. 

Innlent
Fréttamynd

Kvöld­verður til styrktar úkraínska hernum

Nokkrir Úkraínumenn á Íslandi standa fyrir fjáröflunarkvöldverði í safnaðarheimili Dómkirkjunnar í Reykjavík í kvöld. Gestir borða fimm úkraínska rétti á meðan spilað er fyrir þá úkraínska tónlist. Allur peningur sem safnast í kvöld fer í að kaupa hjúkrunarbúnað fyrir úkraínska herinn. 

Lífið
Fréttamynd

Straum­laust á Höfða­torgi í sex tíma í gær

Skammhlaup var í rafmagnstöflu í turninum við Katrínartún 2-4 klukkan 15 í gær með þeim afleiðingum að rafmagnslaust var í hluta hússins í um það bil sex klukkustundir. Reiknistofa bankanna og tvö greiðslumiðlunarfyrirtæki eru meðal þeirra sem eru með starfsemi í húsinu.

Innherji
Fréttamynd

Höfuðborg hárra skatta

Fjárhagsáætlanir sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu fyrir næsta ár líta dagsins ljós ein af annarri þessa dagana. Á höfuðborgarsvæðinu er mikill meirihluti allra fyrirtækja í landinu rekinn og atvinnurekendur fylgjast af miklum áhuga með tillögum um skatta á atvinnuhúsnæði, sem sveitarfélögin hyggjast leggja á.

Skoðun
Fréttamynd

Tekur stéttaskiptingunni svolítið persónulega

Stéttaskipting er að aukast í tónlistarnámi að sögn Önnu Hugadóttur tónlistarkennara, þar sem eina leið margra fram hjá miklum biðlistum í tónlistarskólum er að kaupa einkatíma úti í bæ. Það er í mörgum tilfellum rándýrt og ekki á allra færi.

Innlent
Fréttamynd

Bíllinn valt þrjár veltur á Reykja­nes­braut

Bíllinn sem valt á Reykjanesbraut við Sprengisand á níunda tímanum í kvöld valt minnst þrjár veltur. Fjórir voru fluttir á sjúkrahús til aðhlynningar en ekki er talið að þeir hafi slasast alvarlega.

Innlent
Fréttamynd

Bíll valt við Sprengisand

Tilkynnt var um bílveltu við Sprengisand í Reykjavík á níunda tímanum í kvöld. Þegar sjúkraliðar komu á vettvang voru allir komnir út úr bílnum og voru á fótum.

Innlent
Fréttamynd

Leigjendum fórnað á altari fasteignafélaga

Formaður Leigjendasamtakanna segir áform Reykjavíkurborgar um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis á næstu árum lítið gagnast leigjendum vegna þess að hún væri öll á forsendum fasteignafélaga. Eina vonarglætan fyrir leigjendur væri í uppbyggingu verkalýðsfélaganna sem enn væru aðeins með lítinn hluta leigumarkaðarins.

Innlent