Utanríkismál

Fréttamynd

Á Ís­land fram­tíð í NATO?

Vegna stríðsins í Úkraínu hefur staða NATO verið mikið í umræðu og nauðsyn þess að auka útgjöld til varnarmála í Evrópu. Ísland sem er eitt af stofnríkjum NATO frá 1949 hefur þá sérstöðu að vera herlaust land.

Skoðun
Fréttamynd

Vilja sinna Ís­lendingum á Spáni betur

Utanríkisráðuneytið hefur lagt til að opnað verði sendiráð Íslands í Madríd á Spáni. Gísli Rafn Ólafsson, þingmaður Pírata, segir ákall frá Íslendingum sem þar búa og þangað ferðast um að þeim sé betur sinnt. 25 Íslendingar létust á Spáni 2022 og þúsundir búa þar.

Innlent
Fréttamynd

Þór­dís í sendi­nefnd til Georgíu vegna um­deildra laga

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, lýsir áhyggjum af því að nýsamþykkt lög um félagasamtök og fjölmiðla í Georgíu hafi neikvæð áhrif á stöðu landsins í hinum frjálsa heimi. Hún er stödd í Georgíu ásamt utanríkisráðherrum Eystrasaltsríkjanna.

Innlent
Fréttamynd

Eru byssur meira full­orðins?

Almenn sátt hefur ríkt um að Íslendingar, sem herlaus þjóð, taki þátt í varnarsamstarfi með öðrum NATÓ-ríkjum á borgaralegum forsendum, þ.e.a.s. með mannúðaraðstoð og aðstoð við uppbyggingu nauðsynlegra innviða á stríðhrjáðum svæðum.

Skoðun
Fréttamynd

Er Evrópa að hverfa af kortinu?

„Evrópa getur dáið og við ráðum örlögum hennar“, sagði Emmanuel Macron, Frakklandsforseti, í ræðu í Svartaskóla í París 27. apríl sl. Var þetta ekki fulldjúpt í árinni tekið hjá Macron? Er ekki óþarfi að vera svona dramatískur?

Skoðun
Fréttamynd

Hver á að setja málið á dag­skrá?

Fróðleg grein birtist á Vísir.is fyrir helgi eftir Jón Steindór Valdimarsson, formann Evrópuhreyfingarinnar og fyrrverandi þingmann Viðreisnar, í tilefni af degi Evrópusambandsins 9. maí. 

Skoðun
Fréttamynd

Stórri flotaæfingu NATO lauk í Reykja­vík

Flotaæfingunni Dynamic Mongoose 24 lauk hér í Reykjavík í dag. Sjóliðar frá fjölda bandalagsríkja Íslands í Atlantshafsbandalaginu hafa komið að æfingunni og þar á meðal Svíar sem eru hér í fyrsta sinn frá því þeir gengu í NATO í mars.

Innlent
Fréttamynd

Ný nor­ræn stjórnar­skrá

Á undanförnum misserum hefur Norðurlandaráð að eigin frumkvæði, staðið fyrir gríðarlega mikilvægri vinnu við að endurskoða grundvöll og innihald þess formlega samstarfs sem norrænu löndin átta eiga sín á milli.

Skoðun
Fréttamynd

Ný sendiskrif­stofa opnuð í Sí­erra Leóne

Ný sendiskrifstofa Íslands í Freetown, höfuðborg Síerra Leóne, var formlega opnuð í gærkvöldi og var sérstök hátíðarmóttaka af því tilefni. Sendinefnd frá Íslandi er í Síerra Leóne um þessar mundir og sóttu Diljá Mist Einarsdóttir, formaður utanríkismálanefndar Alþingis og Logi Einarsson þingmaður, opnunina.

Innlent
Fréttamynd

Fjár­munum veitt þangað sem neyðin er mest

Þessa dagana ferðumst við, tveir fulltrúar frá utanríkismálanefnd Alþingis, um Síerra Leóne þar sem við kynnum okkur þróunarstarf Íslands í landinu. Ísland og Síerra Leóne hafa verið í samstarfi um þróunarsamvinnu frá árinu 2018 og í vikunni opnar þar formlega sendiskrifstofa til að halda utan um þróunarsamvinnuna.

Skoðun
Fréttamynd

Án varna, ekkert frelsi

Í vikunni samþykkti Alþingi þingsályktun um stuðning Íslands við Úkraínu til næstu fimm ára. Málið hafði góðan stuðning í þinginu eins og önnur mál sem við höfum afgreitt til stuðnings Úkraínu. Með tillögunni leggja íslensk stjórnvöld áherslu á ákveðna þætti stuðnings við Úkraínu, m.a. á öflugt samstarf og samskipti. Ég hef upplifað það frá fyrstu hendi hversu miklu máli öflugt samstarf og samskipti við landið skipta. Sú áhersla er mikilvæg til að styðja við sjálfsmynd Úkraínu og sjálfstæði og fullveldi landsins.

Skoðun
Fréttamynd

Fram­tíð innri markaðarins

Ríkisútvarpið greindi frá því að nýlega kom út skýrslan „Much more than a Market“ eftir Enrico Letta, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu. Letta var falið af Evrópusambandinu að koma með tillögur m.a. um hvernig samkeppnishæfni ESB sé tryggð til framtíðar. 

Skoðun
Fréttamynd

Leyfis­veitingin ekki brot á EES-samningnum

Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hefur ákveðið að ljúka skoðun sinni á kvörtun sem sneri að meintu broti Íslands á EES-reglum við veitingu leyfis til hvalveiða. Eftir yfirferð hefur ESA komist að þeirri niðurstöðu að leyfisveitingin feli ekki í sér brot á EES-samningnum.

Innlent
Fréttamynd

Alþjóðasamvinna á kross­götum: Hvert stefnir Ís­land?

Árleg ráðstefna Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands, utanríkisráðuneytisins og Norræna hússins í samstarfi við Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála og Félag stjórnmálafræðinga fer fram í dag frá klukkan tíu til fimm í Norræna húsinu.

Innlent
Fréttamynd

Kjarnorkuknúinn kaf­bátur í stuttri heim­sókn

Kjarnorkuknúinn bandarískur kafbátur, USS New Hampshire, er í stuttri þjónustuheimsókn í íslensku landhelginni í dag. Varðskipið Þór fylgir kafbátnum um landhelgina og í Stakksfjörð, þar sem fram fara áhafnaskipti og önnur þjónusta við kafbátinn.

Innlent
Fréttamynd

Ís­land for­dæmir á­rásina

Ísland fordæmir árás Írana á Ísrael. Þetta kemur fram í færslu Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra í færslu á samfélagsmiðlinum X. Utanríkisráðuneytið hefur beðið Íslendinga í Ísrael að láta vita af sér. 

Erlent
Fréttamynd

Bjarni bauð Þór­dísi vel­komna heim

„Velkomin heim,“ sagði Bjarna Benediktsson þegar hann afhenti Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur aðgangskortið að utanríkisráðuneytinu í morgun. Hann sagðist vita vel að hún tæki við verkefninu eins og fiskur í vatni. Hann hefði tekist á við stór verkefni á þeim sex mánuðum sem hann sinnti embætti en hefði einnig hugsað til lengri tíma.

Innlent
Fréttamynd

Fjár­­mál­­a­r­áð­h­err­­a seg­­ir „lág­­marks kurt­­eis­­i“ að taka fram þeg­­ar gull­h­úð­a á lög

Fjármála- og efnahagsráðherra sagði að það væri „lágmarks kurteisi“ að tekið væri fram í lagafrumvörpum þegar gengið væri lengra en EES-samningurinn kveði á um. Lagaprófessor sagði að það væri talsvert um að slíkt væri ekki haft upp á borðum. Það væri ólýðræðislegt gagnvart Alþingismönnum. Við þær aðstæður telji þeir að verið sé að innleiða reglur samkvæmt EES-samningum þegar svo sé ekki.

Innherji
Fréttamynd

75 ára af­mæli friðar­banda­lags

Í dag eru 75 ár liðin frá því Atlantshafsbandalaginu (NATO) var komið á fót með Atlantshafssáttmálanum sem var undirritaður í Washington 4. apríl 1949. Ísland bar þá gæfu til að vera eitt tólf stofnríkja öflugasta varnarbandalags heims.

Skoðun
Fréttamynd

Ó­vænt fjar­vera Bjarna á fundi í Brussel

Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra verður ekki meðal gesta á fundi utanríkisráðherra aðildarríkja NATO sem hefst í Brussel klukkan ellefu að íslenskum tíma. Bjarni forfallaðist skyndilega vegna anna hér heima við önnur ónefnd verkefni.

Innlent
Fréttamynd

Um 375 milljónir til úkraínska hersins

Íslensk stjórnvöld munu verja tveimur milljónum evra, um 300 milljónum króna, í að útvega skotfæri fyrir stórskotalið Úkraínu. Þá verður 75 milljónum króna varið í að koma til móts við þarfir kvenkyns úkraínskum hermönnum.

Innlent