Samfylkingin

Fréttamynd

Bjartsýn á að frumvarpið verði að lögum

Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra segist bjartsýn á að frumvarp hennar um Nýsköpunarmiðstöð verði að lögum í vor. Þetta sagði hún í fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Valgerður svaraði þá fyrirspurn Jóhanns Ársælssonar, þingmanns Samfylkingar, sem taldi að hún hefði stefnt í voða samkomulagi sem hafi verið að myndast um byggðastefnu.

Innlent
Fréttamynd

Sjálstæðismenn með vísan meirihluta

Sjálfstæðismenn ættu næstan vísan meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur samkvæmt skoðanakönnun sem Fréttablaðaðið birtir í dag. Samfylkingin fengi fimm borgarfulltrúa og Vinstri grænir einn. Framsóknarflokkurinn mælist minnstur flokka í Reykjavík, og nær ekki inn manni frekar en Frjálslyndir, sem þó bæta við sig fylgi.

Innlent
Fréttamynd

Varamaður fyrir varamann

Jón Kr. Óskarsson tók sæti á Alþingi sem varamaður við upphaf þingfundar í dag. Það væri ef til vill ekki í frásögur færandi nema fyrir það að hann tekur sæti á þingi í stað varaþingmannsins Söndru Franks, sem hafði áður verið kölluð inn á þing sem varamaður Rannveigar Guðmundsdóttur.

Innlent
Fréttamynd

Bjóða fram A-lista í Reykjanesbæ

Samfylkingin, Framsóknarflokkurinn og óflokksbundnir í Reykjanesbæ ætla að bjóða sameiginlega fram til næstu bæjarstjórnarkosninga undir bókstafnum A.

Innlent
Fréttamynd

Sigurður Pétursson leiðir Í-lista

Sigurður Pétursson, sagnfræðingur og kennari við Menntaskólann á Ísafirði, sigraði í prófkjöri prófkjöri Í-listans í Ísafjarðarbæ sem fram fór í gær. Hlaut hann 192 atkvæði í 1. sæti og alls 294 atkvæði.

Innlent
Fréttamynd

Tólf vilja sæti á Í-lista

Tólf eru í framboði í prófkjöri Í-listans, sameiginlegs framboðs Frjálslynda flokksins, Samfylkingar og Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs á Ísafirði sem fram fer í dag.

Innlent
Fréttamynd

Mikil endurnýjun í borgarstjórn

Útlit er fyrir mikla endurnýjun í borgarstjórn eftir kosningarnar í vor. Miðað við uppröðun á lista og niðurstöður skoðanakannana að undanförnu má búast við að átta af fimmtán borgarfulltrúum komi nýir inn.

Innlent
Fréttamynd

Dagur fékk 47 prósent atkvæða

Dagur B. Eggertsson borgarfulltrúi vann öruggan sigur í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík og fékk 47 prósent atkvæða í fyrsta sæti. Í næstu sætum eru Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri og borgarfulltrúarnir Stefán Jón Hafstein og Björk Vilhelmsdóttir.

Innlent
Fréttamynd

Á áttunda hundrað hafa kosið

Um 740 manns höfðu greitt atkvæði í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík þegar atkvæðagreiðslu utan kjörfundar lauk klukkan átta. Þar af hafði um helmingur greitt atkvæði í dag.

Innlent
Fréttamynd

Löngu tímabær yfirlýsing

Það var tími til kominn segir formaður Samfylkingar um yfirlýsingu forsætisráðherra um að Ísland verði komið í Evrópusambandið árið 2015. Utanríkisráðherra vill ekkert tjá sig um yfirlýsingu forsætisráðherra.

Innlent
Fréttamynd

Vilja lækka skatta á eftirlaun

Sex þingmenn Samfylkingarinnar hafa lagt fram tillögu til þingsályktunar um að skattar á eftirlaun og ellilífeyri verði lækkaðir. Í rökstuðningi við tillöguna segir að eftirlaun og ellilífeyrir séu tvö- og jafnvel þrísköttuð og því sé réttast að lækka skatta á þeim.

Innlent
Fréttamynd

Sjálfstæðisflokkurinn með mesta fylgið

Tæp 44% Reykvíkinga segjast myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn yrði boðað til Alþingiskosninga núna, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins, en kjörfylgi flokksins í Reykjavík var 37% í síðustu kosningum.

Innlent
Fréttamynd

Sjálfstæðismenn fengju níu borgarfulltrúa

Sjálfstæðismenn fengju níu borgarfulltrúa af fimmtán í Reykjavík ef gengið væri til kosninga nú samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Hvorki Framsóknarflokkurinn né Frjálslyndi flokkurinn næði inn borgarfulltrúa.

Innlent
Fréttamynd

Stefán Jón og Dagur vinsælastir

Stefán Jón Hafstein og Dagur B. Eggertsson njóta mest trausts af þeim sem hafa gefið kost á sér í 1. sæti á lista Samfylkingar fyrir borgarstjórnarkosningar samkvæmt nýrri könnun Frjálsrar verslunar fyrir vefsvæðið heimur.is. Hvor um sig nýtur stuðnings um 40 prósenta aðspurðra en Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri nýtur stuðnings fjórðungs aðspurðra.

Innlent
Fréttamynd

Of lágt boðið í hlut borgarinnar.

Borgarfulltrúar allra flokka í borgarstjórn Reykjavíkur eru ósáttir við það verð sem ríkisvaldið er reiðubúið að greiða fyrir hlut borgarinnar í Landsvirkjun. Stjórnvöld eru reiðubúin að greiða 56 milljarða króna en það eru fulltrúar R-lista, Sjálfstæðisflokks og Frjálslynda flokksins sammála um að sé of lágt.

Innlent
Fréttamynd

Vilja leggja Kjaradóm niður

Ungir jafnaðarmenn vilja að Kjaradómur verði lagður niður og að laun stjórnmálamanna og annarra þeirra sem Kjaradómur hefur ákveðið breytist hér eftir í takt við almenna launavísitölu.

Innlent
Fréttamynd

Vill hætta við framkvæmdur við Þjórsárver

Samfylkingin vill að hætt verði við öll áform um orkuframkvæmdir á Þjórsárverasvæðinu og vill að friðland Þjórsárvera verði stækkað verulega. Þetta kemur fram í yfirlýsingu þingflokks Samfylkingar sem telur áætlanir um framkvæmdir við Norðlingaöldu og víðar í nágrenni Þjórsárvera komnar í öngstræti.

Innlent
Fréttamynd

Flumbrugangur Geirs vítaverður

Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra verður að ganga fram og biðjast afsökunar á flumbrugangi Geirs H. Haardes utanríkisráðherra segir Jóhann Ársælsson, þingmaður Samfylkingarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Ættu að reka stjórnarformanninn

Hluthafar í FL Group ættu að reka stjórnarformann fyrirtækisins fyrir að gera nærri 300 milljóna króna starfslokasamninga við tvo fyrrum forstjóra fyrirtækisins, þau Ragnhildi Geirsdóttur og Sigurð Helgason, segir Jóhanna Sigurðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Ríkisstjórnin klúðraði málinu

Klúður er orðið sem stjórnarandstæðingar nota yfir viðbrögð ríkisstjórnarinnar við úrskurði kjaradóms. Þeir eru afar ósáttir við að forystumenn ríkisstjórnarinnar vildu ekki kalla þing saman til að fresta gildistöku launahækkunar þingmanna og ráðherra.

Innlent
Fréttamynd

Vill þingfund fyrir áramót

Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, segir flokkinn tilbúinn til að tilnefna fulltrúa í nefnd forsætisráðherra vegna niðurstöðu Kjaradóms, að því gefnu að þing verði kallað saman á morgun eða á gamlársdag, til að setja lög sem fresta gildistöku launahækkana æðstu embættismanna. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingar, telur enn hægt að kalla þing saman fyrir áramót.

Innlent
Fréttamynd

Skattbyrði lækkar aðeins hjá þeim tekjuhæstu

Skattbyrði hefur aukist hjá öllum síðustu tvö árin, nema þeim tekjuhæstu. Hjá þeim hefur skattbyrðin lækkað. Skattbyrði þeirra sem hafa hæstar tekjur hefur lækkað um 1,7 prósentustig en skattbyrði þeirra tekjulægstu hækkað um tæp þrjú prósent.

Innlent
Fréttamynd

Skattbyrði allra nema þeirra tekjuhæstu eykst

Skattbyrði hefur aukist hjá öllum síðustu tvö árin, nema þeim tekjuhæstu. Hjá þeim hefur skattbyrðin lækkað. Skattbyrði þeirra sem hafa hæstar tekjur hefur lækkað um 1,7 prósentustig en skattbyrði þeirra tekjulægstu hækkað um tæp þrjú prósent.

Innlent
Fréttamynd

Jónarnir báðir álitleg ráðherraefni

Jón Baldvin Hannibalsson og Jón Sigurðsson koma sterklega til álita sem ráðherraefni Samfylkingarinnar, ef sú staða kemur upp að leita þurfi út fyrir þingflokkinn. Þetta segir formaður flokksins, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. Hún telur að stór hópur framsóknarmanna eigi samleið með Samfylkingunni en telur umræðu um sameiningu flokka ekki tímabæra.

Innlent
Fréttamynd

Dagur genginn í Samfylkinguna

Dagur B. Eggertsson, hefur skráð sig í Samfylkinguna samkvæmt heimildum fréttastofu. Í samtali við fréttastofuna rétt í þessu vildi Dagur sjálfur þó ekki staðfesta þetta, en neitaði því ekki heldur.

Innlent
Fréttamynd

Trúnaðarbrestur milli stjórnvalda og bótaþega

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir formaður Samfylkingarinnar segir að trúnaðarbrestur hafi orðið milli stjórnvalda, aldraðra og öryrkja. Umræður um öryrkjaskýrslu Stefáns Ólafssonar endurspeglaði það. Hún vildi vita á Alþingi í dag hvort forsætisráðherra vildi beita sér fyrir fimm ára áætlun í samvinnu við fulltrúa lífeyrisþega í málefnum þessara hópa.

Innlent
Fréttamynd

Yfir 400 í mjög brýnni þörf

402 eldri borgarar eru í mjög brýnni þörf eftir dvöl á hjúkrunarheimili og 53 í brýnni þörf. Þetta kemur fram í svari Jóns Kristjánssonar heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Björgvins G. Sigurðssonar, þingmanns Samfylkingar.

Innlent
Fréttamynd

Mótsagnakenndar klisjur

Yfirlýsingar formanns Samfylkingar um að íhaldsmenn og frjálshyggjumenn reyni að skreyta sig fjöðrum jafnaðarmennsku eru mótsagnakenndar og klisjukenndar segir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins.

Innlent