Skóla- og menntamál Telja mikilvægast að huga að börnunum sem urðu fyrir skaða Stjórn foreldrafélags Lágafellsskóla segir mál sem hefur komið upp í skólanum vera grafalvarlegt. Myndir af minnispunktum kennara í skólanum hafa farið í dreifingu á samfélagsmiðlum, en þar er háttalagi nemenda lýst. Foreldrafélagið segist líta málið alvarlegum augum og telja mikilvægt að hugað verði að börnum sem urðu fyrir skaða vegna málsins. Innlent 9.9.2023 10:29 „Óásættanlegir og óviðeigandi“ minnispunktar kennara fóru í dreifingu Myndir af minnispunktum í dagbók kennara í Lágafellsskóla í Mosfellsbæ fóru í dreifingu á samfélagsmiðlum í gær. Punktarnir innihéldu meðal annars persónuupplýsingar um háttalag tiltekinna nemenda. Skólayfirvöld í Mosfellsbæ líta atvikið mjög alvarlegum augum. Innlent 8.9.2023 22:24 Kennarafélag MA alfarið á móti sameiningu Kennarafélag Menntaskólans á Akureyri er alfarið á móti sameiningu skólans við Verkmenntaskólann á Akureyri. Félagið segir skýrslu starfshóps um málið fulla af þversögnum. Hún hafi verið unnin án samráðs við starfsfólk og nemendur. Skorað er á ráðherra að falla frá áformunum. Innlent 8.9.2023 18:35 Örlög skólans menntamerkis Ég er svo aldeilis forviða. Í ljósi frétta um sameiningu MA og VMA get ég ekki annað en lýst yfir andstöðu minni við áformin. Viðbrögð hafa ekki látið á sér standa og það er ástæða fyrir því. Skoðun 8.9.2023 14:00 Umboðsmaður sendir Ásmundi bréf vegna sameiningar Umboðsmaður barna hefur sent Ásmundi Einari Daðasyni, mennta-og barnamálaráðherra bréf vegna sameiningar Menntaskólans á Akureyri og Verkmenntaskóla Akureyrar. Óskar umboðsmaður eftir upplýsingum um það hvort mat hafi verið lagt á bestu hagsmuni barna og hvort nemendur hafi fengið að koma sjónarmiðum á framfæri. Innlent 8.9.2023 13:01 Í tilefni af alþjóðlegum degi læsis Í tilefni af alþjóðlegum degi læsis vill Félag læsisfræðinga á Íslandi (FLÍS) leggja áherslu á lögbundinn rétt allra nemenda grunnskóla landsins á lestrarkennslu við hæfi eða gæðakennslu, sem tryggir hverjum og einum gott læsi sem nýtist til fullnægjandi þátttöku í námi, starfi og leik til framtíðar. Skoðun 8.9.2023 11:30 Forna dáð er fremd að rækja Nýlega hefur starfshópur sérfræðinga að sunnan skilað Ásmundi Einari þeirri tillögu sinni að sameina skuli Verkmenntaskólann og Menntaskólann á Akureyri. Hugmyndin er vond og sett fram í miklu skeytingarleysi gagnvart vilja MA-inga, sögu þeirra og gildum, enda hafa ámóta neikvæð viðbrögð varla sést Norðanlands frá afhöfðun Jóns biskups. Skoðun 8.9.2023 10:30 Hlín tekur við rektorsstöðunni af Berki Hlín Jóhannesdóttir hefur tekið við stöðu rektors Kvikmyndaskóla Íslands af Berki Gunnarssyni. Þetta kemur fram i tilkynningu frá Berki sem var settur rektor fyrir rúmu ári síðan. Innlent 8.9.2023 10:16 Sameiningaráætlanir framhaldsskóla lausn á fjármagnsskorti Menntamálaráðherra segir fjármagnsskort ástæðu þess að verið sé að skoða sameiningu framhaldsskóla. Gætt verði að menningu og hefðum allra skóla. Auknar áskoranir og dýrara nám kalli á hagræðingu eða meira fjármagn, sem hafi ekki fengist. Innlent 8.9.2023 09:30 Illa ígrunduð áform Ásmundar Tillaga Ásmundar Einars Daðasonar, mennta- og barnamálaráðherra, um sameiningu Menntaskólans á Akureyri og Verkmenntaskólans á Akureyri er vanhugsuð aðför að mennta- og samfélagsmálum á landsbyggðinni. Einsleitara skólaumhverfi er engum til hagsbóta, sækjum frekar fram og fögnum fjölbreytileikanum. Skoðun 8.9.2023 07:00 Flutningur færanlegrar skólabyggingar setti allt í uppnám í Hlíðunum Flutningur færanlegrar skólabyggingar olli töluverðu uppnámi í Hlíðunum í Reykjavík á tólfta tímanum í kvöld. Fjarlægja þurfti umferðarskilti í Lönguhlíð fyrir flutningana vegna stærðar skólabyggingarinnar en tveir bílar keyrðu, með skömmu millibili, upp á stálstubba sem eftir urðu af skiltunum. Innlent 8.9.2023 00:00 Kennari sem löðrungaði nemanda fyrir Hæstarétt Hæstiréttur hefur fallist á áfrýjunarbeiðni grunnskólakennara sem sagt var upp fyrir að hafa löðrungað þrettán ára stúlku, nemanda í skólanum. Rétturinn telur að dómur í málinu geti haft fordæmisgildi. Innlent 7.9.2023 22:10 „Viðhorf sveitarfélaga til málaflokksins bitnar harkalega á viðkvæmum hópi“ „Ekki verður betur séð en að farsæld fatlaðs barns hafi verið fyrir borð borin og fjölskyldu þess ekki greidd leið að samþættri og samfelldri þjónustu sem þjónustuveitanda og hlutaðeigandi sveitarfélögum ber að tryggja og veita samkvæmt lögunum,“ segir Þórdís Helgadóttir Thors lögfræðingur hjá Umhyggju-félags langveikra barna en félagið hefur lýst yfir þungum áhyggjum á stöðu frístundamála á höfuðborgarsvæðinu fyrir fötluð börn. Innlent 7.9.2023 21:22 „Efling“ framhaldsskóla Laust fyrir hádegið þann 5. september síðastliðinn fengu kennarar, nemendur og allt starfslið við MA og VMA tilkynningu í pósti um að skólahald við skólana yrði fellt niður frá kl. 14:00 og boð um fund kl. hálf þrjú um framtíðarskipulag náms á framhaldsskólastigi á Akureyri. Skoðun 7.9.2023 17:00 Vanhugsuð sameiningaráform Umræðan um mögulega sameiningu MA og VMA fer hátt þessa dagana sem von er. Sitt sýnist hverjum og sem betur fer halda flest sig við málefnaleg rök en ekki ómerkileg skot á milli skólanna tveggja eða samanburð sem á sér fáar röksemdir. Það er þó alls ekki einhlítt (því miður) og ég legg áherslu á að mér finnast skólarnir tveir merkilegar og mikilvægar stofnanir. Skoðun 7.9.2023 13:30 Mótmæli nemenda snúist fyrst og fremst um skólamenningu Skólameistari Menntaskólans á Akureyri segir mótmæli nemenda við mögulegri sameiningu skólans við Verkmenntaskólann á Akureyri fyrst og fremst byggð á skólamenningu. Sameining skólanna myndi auka gæði bóknáms á Akureyri og efla þá. Innlent 7.9.2023 12:01 Rektor MR leitar eiganda nokkurra áratuga gamals svindlmiða Sólveig Guðrún Hannesdóttir rektor Menntaskólans í Reykjavík leitar eiganda svindlmiða sem fannst við framkvæmdir í Gamla skóla menntaskólans í gær. Athygli vakti að miðinn er merktur fyrirtæki sem lauk rekstri árið 1989. Innlent 7.9.2023 07:00 Óvænt að finna leiðbeiningar til íslenskra kvenna um þungunarrof Á ársgömlum vef um Rauðsokkur er að finna allskonar skjöl, frásagnir, teikningar og myndir frá baráttu Rauðsokka á síðustu öld. Þeirra verður minnst á málþingi í dag. Innlent 7.9.2023 06:00 Mótmæltu sameiningu MA og VMA: „Ásmundur segðu af þér!“ Fjöldi nemenda Menntaskólans á Akureyri mótmæltu í dag fyrirhugaðri sameiningu skólans og Verkmenntaskólans á Akureyri. Innlent 6.9.2023 20:23 Dagforeldrum heldur áfram að fækka þrátt fyrir átak borgarinnar Aðeins einn hefur sótt um rekstrarleyfi sem dagforeldri í Reykjavík þrátt fyrir átak borgarinnar og heldur dagforeldrum áfram að fækka. Oddviti Framsóknar segir átakið tilraunarinnar virði. Innlent 6.9.2023 15:24 Sjokkeraðir nemendur MA boða til mótmæla á Ráðhústorgi Nemendafélag Menntaskólans á Akureyri hefur boðað til mótmæla á Ráðhústorgi bæjarins í dag vegna mögulegrar sameiningar skólans og Verkmenntaskólans á Akureyri. Forseti nemendafélags MA segir nemendur í sjokki eftir fund með ráðherra í gær og óttast að rótgrónar hefðir innans skólans glatist með sameiningu. Innlent 6.9.2023 11:44 „Staðan er að sjálfsögðu ekki jafn góð og við hefðum viljað vona“ Barnafjölskyldur í borginni eru farnar að finna fyrir uppsafnaðri viðhaldsþörf leikskólahúsnæðis í borginni en ekki er hægt að nýta hátt í fjögur hundruð pláss vegna framkvæmda. Oddviti framsóknar í borginni segir stöðuna ekki jafn góða og vonir stóðu til. Innlent 6.9.2023 10:39 Sigurður Líndal látinn Sigurður Líndal, fyrrverandi lagaprófessor, er látinn, 92 ára að aldri. Innlent 6.9.2023 07:24 „Okkur finnst þetta hreinlega svolítið vanhugsað“ Forseti Hugins, skólafélags Menntaskólans á Akureyri, segir að mikill meirihluti nemenda sé mótfallinn sameiningu skólans við Verkmenntaskólann á Akureyri. Hún sakar menntamálaráðherra um útúrsnúning og segir nemendur svikna eftir að hafa ekki fengið að tjá sig um málið. Innlent 5.9.2023 23:45 Funduðu með starfsfólki og nemum um sameiningu MA og VMA Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, Sigríður Huld Jónsdóttir, skólameistari Verkmenntaskólans á Akureyri, og Karl Frímannsson, skólameistari Menntaskólans á Akureyri, héldu í dag fund með starfsfólki og nemendum beggja skóla um sameiningu skólanna. Skólameistararnir eru jákvæðir fyrir sameiningu. Innlent 5.9.2023 15:14 Öryggi og vellíðan í upphafi skólaárs Nú að loknum sumarleyfum eru skólarnir byrjaðir og umferðin tekin að þyngjast. Velferð og vellíðan yngstu vegfarendanna sem nú eru að hefja skólagöngu er forgangsmál. Tryggjum að börnin komist örugg í skólann en setjum líka í forgang að auka vellíðan þeirra á skólatíma og fræðum um skaðsemi eineltis. Skoðun 5.9.2023 11:31 Hafsteinn Dan til liðs við HR Hafsteinn Dan Kristjánsson, sem starfað hefur sem kennari við lagadeild Háskóla Íslands frá árinu 2009, hefur ákveðið að færa sig um set og kenna við lagadeild HR. Viðskipti innlent 5.9.2023 00:15 „Allir nemendur sammála um að þetta sé alveg galið“ Það kastaðist í kekki milli nemenda Menntaskólans á Akureyri og rútubílstjóra á bílastæði skólans í síðustu viku. Rútubílstjórar nota enn bílastæðið til að hleypa ferðamönnum í Lystigarðinn og leggja um leið fyrir nemendur. Tveir nemendur svöruðu í sömu mynt og upp úr sauð á bílastæðinu. Innlent 4.9.2023 22:16 Eitt af hverjum tíu börnum misnotað kynferðislega Eitt af hverjum tíu börnum hefur verið misnotað kynferðislega og um helmingur hefur orðið fyrir stafrænu kynferðisofbeldi. Næstum þriðjungur tíundubekkinga glímir reglulega við sjálfsvígshugsanir samkvæmt nýrri rannsókn. Innlent 4.9.2023 19:33 „Líf fatlaðs barns er ekki einkamál þess heldur er það líf allrar fjölskyldunnar” „Þetta hefur afskaplega mikil áhrif á okkar daglega líf, því þá daga sem er ekki frístund þá förum við úr vinnu upp úr hádegi til að taka á móti honum kl. 14. Sonur okkar er með mikinn hegðunarvanda og yfirleitt fer hann í uppnám við þessa tilfærslu á umönnunaraðila. Þegar maður missir stjórn á barni með hegðunarvanda þá er dagurinn farinn í það, og við snúum ekki svo auðveldlega aftur til vinnu eftir þannig uppákomu,” segir Katrín Auðunardóttir, móðir 11 ára drengs í Klettaskóla. Sökum manneklu fá sonur hennar og skólafélagar hans einungis einn til tvo daga á viku í frístund í frístundaheimilinni Öskju. Innlent 3.9.2023 17:07 « ‹ 27 28 29 30 31 32 33 34 35 … 137 ›
Telja mikilvægast að huga að börnunum sem urðu fyrir skaða Stjórn foreldrafélags Lágafellsskóla segir mál sem hefur komið upp í skólanum vera grafalvarlegt. Myndir af minnispunktum kennara í skólanum hafa farið í dreifingu á samfélagsmiðlum, en þar er háttalagi nemenda lýst. Foreldrafélagið segist líta málið alvarlegum augum og telja mikilvægt að hugað verði að börnum sem urðu fyrir skaða vegna málsins. Innlent 9.9.2023 10:29
„Óásættanlegir og óviðeigandi“ minnispunktar kennara fóru í dreifingu Myndir af minnispunktum í dagbók kennara í Lágafellsskóla í Mosfellsbæ fóru í dreifingu á samfélagsmiðlum í gær. Punktarnir innihéldu meðal annars persónuupplýsingar um háttalag tiltekinna nemenda. Skólayfirvöld í Mosfellsbæ líta atvikið mjög alvarlegum augum. Innlent 8.9.2023 22:24
Kennarafélag MA alfarið á móti sameiningu Kennarafélag Menntaskólans á Akureyri er alfarið á móti sameiningu skólans við Verkmenntaskólann á Akureyri. Félagið segir skýrslu starfshóps um málið fulla af þversögnum. Hún hafi verið unnin án samráðs við starfsfólk og nemendur. Skorað er á ráðherra að falla frá áformunum. Innlent 8.9.2023 18:35
Örlög skólans menntamerkis Ég er svo aldeilis forviða. Í ljósi frétta um sameiningu MA og VMA get ég ekki annað en lýst yfir andstöðu minni við áformin. Viðbrögð hafa ekki látið á sér standa og það er ástæða fyrir því. Skoðun 8.9.2023 14:00
Umboðsmaður sendir Ásmundi bréf vegna sameiningar Umboðsmaður barna hefur sent Ásmundi Einari Daðasyni, mennta-og barnamálaráðherra bréf vegna sameiningar Menntaskólans á Akureyri og Verkmenntaskóla Akureyrar. Óskar umboðsmaður eftir upplýsingum um það hvort mat hafi verið lagt á bestu hagsmuni barna og hvort nemendur hafi fengið að koma sjónarmiðum á framfæri. Innlent 8.9.2023 13:01
Í tilefni af alþjóðlegum degi læsis Í tilefni af alþjóðlegum degi læsis vill Félag læsisfræðinga á Íslandi (FLÍS) leggja áherslu á lögbundinn rétt allra nemenda grunnskóla landsins á lestrarkennslu við hæfi eða gæðakennslu, sem tryggir hverjum og einum gott læsi sem nýtist til fullnægjandi þátttöku í námi, starfi og leik til framtíðar. Skoðun 8.9.2023 11:30
Forna dáð er fremd að rækja Nýlega hefur starfshópur sérfræðinga að sunnan skilað Ásmundi Einari þeirri tillögu sinni að sameina skuli Verkmenntaskólann og Menntaskólann á Akureyri. Hugmyndin er vond og sett fram í miklu skeytingarleysi gagnvart vilja MA-inga, sögu þeirra og gildum, enda hafa ámóta neikvæð viðbrögð varla sést Norðanlands frá afhöfðun Jóns biskups. Skoðun 8.9.2023 10:30
Hlín tekur við rektorsstöðunni af Berki Hlín Jóhannesdóttir hefur tekið við stöðu rektors Kvikmyndaskóla Íslands af Berki Gunnarssyni. Þetta kemur fram i tilkynningu frá Berki sem var settur rektor fyrir rúmu ári síðan. Innlent 8.9.2023 10:16
Sameiningaráætlanir framhaldsskóla lausn á fjármagnsskorti Menntamálaráðherra segir fjármagnsskort ástæðu þess að verið sé að skoða sameiningu framhaldsskóla. Gætt verði að menningu og hefðum allra skóla. Auknar áskoranir og dýrara nám kalli á hagræðingu eða meira fjármagn, sem hafi ekki fengist. Innlent 8.9.2023 09:30
Illa ígrunduð áform Ásmundar Tillaga Ásmundar Einars Daðasonar, mennta- og barnamálaráðherra, um sameiningu Menntaskólans á Akureyri og Verkmenntaskólans á Akureyri er vanhugsuð aðför að mennta- og samfélagsmálum á landsbyggðinni. Einsleitara skólaumhverfi er engum til hagsbóta, sækjum frekar fram og fögnum fjölbreytileikanum. Skoðun 8.9.2023 07:00
Flutningur færanlegrar skólabyggingar setti allt í uppnám í Hlíðunum Flutningur færanlegrar skólabyggingar olli töluverðu uppnámi í Hlíðunum í Reykjavík á tólfta tímanum í kvöld. Fjarlægja þurfti umferðarskilti í Lönguhlíð fyrir flutningana vegna stærðar skólabyggingarinnar en tveir bílar keyrðu, með skömmu millibili, upp á stálstubba sem eftir urðu af skiltunum. Innlent 8.9.2023 00:00
Kennari sem löðrungaði nemanda fyrir Hæstarétt Hæstiréttur hefur fallist á áfrýjunarbeiðni grunnskólakennara sem sagt var upp fyrir að hafa löðrungað þrettán ára stúlku, nemanda í skólanum. Rétturinn telur að dómur í málinu geti haft fordæmisgildi. Innlent 7.9.2023 22:10
„Viðhorf sveitarfélaga til málaflokksins bitnar harkalega á viðkvæmum hópi“ „Ekki verður betur séð en að farsæld fatlaðs barns hafi verið fyrir borð borin og fjölskyldu þess ekki greidd leið að samþættri og samfelldri þjónustu sem þjónustuveitanda og hlutaðeigandi sveitarfélögum ber að tryggja og veita samkvæmt lögunum,“ segir Þórdís Helgadóttir Thors lögfræðingur hjá Umhyggju-félags langveikra barna en félagið hefur lýst yfir þungum áhyggjum á stöðu frístundamála á höfuðborgarsvæðinu fyrir fötluð börn. Innlent 7.9.2023 21:22
„Efling“ framhaldsskóla Laust fyrir hádegið þann 5. september síðastliðinn fengu kennarar, nemendur og allt starfslið við MA og VMA tilkynningu í pósti um að skólahald við skólana yrði fellt niður frá kl. 14:00 og boð um fund kl. hálf þrjú um framtíðarskipulag náms á framhaldsskólastigi á Akureyri. Skoðun 7.9.2023 17:00
Vanhugsuð sameiningaráform Umræðan um mögulega sameiningu MA og VMA fer hátt þessa dagana sem von er. Sitt sýnist hverjum og sem betur fer halda flest sig við málefnaleg rök en ekki ómerkileg skot á milli skólanna tveggja eða samanburð sem á sér fáar röksemdir. Það er þó alls ekki einhlítt (því miður) og ég legg áherslu á að mér finnast skólarnir tveir merkilegar og mikilvægar stofnanir. Skoðun 7.9.2023 13:30
Mótmæli nemenda snúist fyrst og fremst um skólamenningu Skólameistari Menntaskólans á Akureyri segir mótmæli nemenda við mögulegri sameiningu skólans við Verkmenntaskólann á Akureyri fyrst og fremst byggð á skólamenningu. Sameining skólanna myndi auka gæði bóknáms á Akureyri og efla þá. Innlent 7.9.2023 12:01
Rektor MR leitar eiganda nokkurra áratuga gamals svindlmiða Sólveig Guðrún Hannesdóttir rektor Menntaskólans í Reykjavík leitar eiganda svindlmiða sem fannst við framkvæmdir í Gamla skóla menntaskólans í gær. Athygli vakti að miðinn er merktur fyrirtæki sem lauk rekstri árið 1989. Innlent 7.9.2023 07:00
Óvænt að finna leiðbeiningar til íslenskra kvenna um þungunarrof Á ársgömlum vef um Rauðsokkur er að finna allskonar skjöl, frásagnir, teikningar og myndir frá baráttu Rauðsokka á síðustu öld. Þeirra verður minnst á málþingi í dag. Innlent 7.9.2023 06:00
Mótmæltu sameiningu MA og VMA: „Ásmundur segðu af þér!“ Fjöldi nemenda Menntaskólans á Akureyri mótmæltu í dag fyrirhugaðri sameiningu skólans og Verkmenntaskólans á Akureyri. Innlent 6.9.2023 20:23
Dagforeldrum heldur áfram að fækka þrátt fyrir átak borgarinnar Aðeins einn hefur sótt um rekstrarleyfi sem dagforeldri í Reykjavík þrátt fyrir átak borgarinnar og heldur dagforeldrum áfram að fækka. Oddviti Framsóknar segir átakið tilraunarinnar virði. Innlent 6.9.2023 15:24
Sjokkeraðir nemendur MA boða til mótmæla á Ráðhústorgi Nemendafélag Menntaskólans á Akureyri hefur boðað til mótmæla á Ráðhústorgi bæjarins í dag vegna mögulegrar sameiningar skólans og Verkmenntaskólans á Akureyri. Forseti nemendafélags MA segir nemendur í sjokki eftir fund með ráðherra í gær og óttast að rótgrónar hefðir innans skólans glatist með sameiningu. Innlent 6.9.2023 11:44
„Staðan er að sjálfsögðu ekki jafn góð og við hefðum viljað vona“ Barnafjölskyldur í borginni eru farnar að finna fyrir uppsafnaðri viðhaldsþörf leikskólahúsnæðis í borginni en ekki er hægt að nýta hátt í fjögur hundruð pláss vegna framkvæmda. Oddviti framsóknar í borginni segir stöðuna ekki jafn góða og vonir stóðu til. Innlent 6.9.2023 10:39
Sigurður Líndal látinn Sigurður Líndal, fyrrverandi lagaprófessor, er látinn, 92 ára að aldri. Innlent 6.9.2023 07:24
„Okkur finnst þetta hreinlega svolítið vanhugsað“ Forseti Hugins, skólafélags Menntaskólans á Akureyri, segir að mikill meirihluti nemenda sé mótfallinn sameiningu skólans við Verkmenntaskólann á Akureyri. Hún sakar menntamálaráðherra um útúrsnúning og segir nemendur svikna eftir að hafa ekki fengið að tjá sig um málið. Innlent 5.9.2023 23:45
Funduðu með starfsfólki og nemum um sameiningu MA og VMA Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, Sigríður Huld Jónsdóttir, skólameistari Verkmenntaskólans á Akureyri, og Karl Frímannsson, skólameistari Menntaskólans á Akureyri, héldu í dag fund með starfsfólki og nemendum beggja skóla um sameiningu skólanna. Skólameistararnir eru jákvæðir fyrir sameiningu. Innlent 5.9.2023 15:14
Öryggi og vellíðan í upphafi skólaárs Nú að loknum sumarleyfum eru skólarnir byrjaðir og umferðin tekin að þyngjast. Velferð og vellíðan yngstu vegfarendanna sem nú eru að hefja skólagöngu er forgangsmál. Tryggjum að börnin komist örugg í skólann en setjum líka í forgang að auka vellíðan þeirra á skólatíma og fræðum um skaðsemi eineltis. Skoðun 5.9.2023 11:31
Hafsteinn Dan til liðs við HR Hafsteinn Dan Kristjánsson, sem starfað hefur sem kennari við lagadeild Háskóla Íslands frá árinu 2009, hefur ákveðið að færa sig um set og kenna við lagadeild HR. Viðskipti innlent 5.9.2023 00:15
„Allir nemendur sammála um að þetta sé alveg galið“ Það kastaðist í kekki milli nemenda Menntaskólans á Akureyri og rútubílstjóra á bílastæði skólans í síðustu viku. Rútubílstjórar nota enn bílastæðið til að hleypa ferðamönnum í Lystigarðinn og leggja um leið fyrir nemendur. Tveir nemendur svöruðu í sömu mynt og upp úr sauð á bílastæðinu. Innlent 4.9.2023 22:16
Eitt af hverjum tíu börnum misnotað kynferðislega Eitt af hverjum tíu börnum hefur verið misnotað kynferðislega og um helmingur hefur orðið fyrir stafrænu kynferðisofbeldi. Næstum þriðjungur tíundubekkinga glímir reglulega við sjálfsvígshugsanir samkvæmt nýrri rannsókn. Innlent 4.9.2023 19:33
„Líf fatlaðs barns er ekki einkamál þess heldur er það líf allrar fjölskyldunnar” „Þetta hefur afskaplega mikil áhrif á okkar daglega líf, því þá daga sem er ekki frístund þá förum við úr vinnu upp úr hádegi til að taka á móti honum kl. 14. Sonur okkar er með mikinn hegðunarvanda og yfirleitt fer hann í uppnám við þessa tilfærslu á umönnunaraðila. Þegar maður missir stjórn á barni með hegðunarvanda þá er dagurinn farinn í það, og við snúum ekki svo auðveldlega aftur til vinnu eftir þannig uppákomu,” segir Katrín Auðunardóttir, móðir 11 ára drengs í Klettaskóla. Sökum manneklu fá sonur hennar og skólafélagar hans einungis einn til tvo daga á viku í frístund í frístundaheimilinni Öskju. Innlent 3.9.2023 17:07