Belarús

Fréttamynd

NATO segir ekkert til í ásökunum Lúkasjenkó

Norður Atlantshafsbandalagið, NATO, segir ekkert til í staðhæfingu Alexanders Lúkasjenkó forseta Hvíta-Rússlands sem hefur haldið því fram að óvinaþjóðir safni saman herafla við landamæri að Hvíta-Rússlandi.

Erlent
Fréttamynd

Lítur á sig sem táknmynd breytinga

Svetlana Tsikhanovskaya, stjórnarandstöðuleiðtogi í Hvíta-Rússlandi sem hefur flúið land, segist líta á sjálfa sig sem táknmynd breytinga og telur hlutverk sitt vera að tryggja að nýjar kosningar verði haldnar.

Erlent
Fréttamynd

Annar mótmælandi deyr í Hvíta-Rússlandi

Mótmælandi lést í haldi lögreglunnar í Hvíta-Rússlandi í gær en þetta er annað dauðsfallið sem vitað er um frá því að átök brutust út milli mótmælenda og lögreglu á sunnudag. Sameinuðu þjóðirnar gagnrýna stjórnvöld harðlega fyrir framgang þeirra gegn mótmælendum.

Erlent
Fréttamynd

Flúði Hvíta-Rússland vegna barnanna

Svetlana Tikhanovskaya, mótframbjóðandi Alexander Lukashenko, sem kallaður hefur verið „síðasti einræðisherra Evrópu“, flúði frá Hvíta-Rússlandi til Litháen vegna barna sinna. Umfangsmikil mótmæli eiga sér stað í Hvíta-Rússlandi, þriðja kvöldið í röð.

Erlent
Fréttamynd

Áfram átök í Minsk

Aftur hefur komið til átaka milli mótmælenda og öryggissveita í Minsk og víðar í Hvíta-Rússlandi. Stjórnarandstaða landsins neitar að viðurkenna úrslit forsetakosninganna í gær og þjóðarleiðtogar víða um heim hafa lýst yfir áhyggjum af framkvæmd kosninganna.

Erlent
Fréttamynd

Mótmælt eftir umdeildar forsetakosningar Hvíta-Rússlands

Forsetakosningar fóru fram í austur-Evrópuríkinu Hvíta-Rússlandi í dag. Eftir að niðurstöður útgönguspár hvítrússneska ríkissjónvarpsins og fyrstu tölur kosninganna voru birtar fór allt í bál og brand hjá andstæðingum forsetans Alexanders Lúkasjenkó sem hefur verið við völd frá árinu 1994.

Erlent
Fréttamynd

For­seta­kosningar fara fram í Hvíta-Rúss­landi í dag

Kjörstaðir voru opnaðir í Hvíta Rússlandi í morgun en þar fara forsetakosningar fram í dag. Alexander Lúkasjenkó, sitjandi forseta, er spáð sigri þrátt fyrir að mótframboð Svetlana Tikhanovskaya njóti töluverðs fylgis og Lúkasjenkó mæti þannig meiri andstöðu en áður.

Erlent