Stjórnsýsla

Fréttamynd

Fjarskiptastofa herðir tökin fyrir söluna á Mílu

Fjarskiptastofa hefur að undanförnu leitast við að setja meiri kvaðir á Símasamstæðuna þrátt fyrir að salan á Mílu sé langt á veg komin og þrátt fyrir að markaðshlutdeild samstæðunnar hafi farið minnkandi á síðustu árum. Orri Hauksson, forstjóri Símans, segir óviðunandi að Fjarskiptastofa vinni út frá úreltum forsendum um markaðsstyrk samstæðunnar. Stofnunin sé föst í fortíðinni.

Innherji
Fréttamynd

Hundrað kíló­metrar af skjölum úti­standandi

Þjóð­skjala­safnið sér fram á mikla tækni­væðingu á næstu árum og segir öld pappírsins lokið. Fyrst verður þó að inn­heimta fjölda skjala sem hafa ekki skilað sér til safnsins og gæti safn­kosturinn tvö­faldast við það.

Innlent
Fréttamynd

Hvar er byggða­stefnan?

Nýverið gaf Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, það út að fækka ætti embættum sýslumanna úr níu í eitt sem á að vera staðsett á höfuðborgarsvæðinu. Gert er ráð fyrir að breytingarnar taki gildi um áramótin 2023/2024.

Skoðun
Fréttamynd

Gagn­rýnir á­form um fækkun sýslu­manns­em­bætta

Þingmaður Framsóknar gagnrýnir harðlega fyrirætlanir dómsmálaráðherra að fækka sýslumannsembættum í eitt. „Það er jafn mikilvægt að geta hitt starfsmann sýslumannsembættis á Höfn, Vopnafirði, Stykkishólmi og í Kópavogi, til dæmis vegna viðkvæmra fjölskyldu- og erfðamála,“ segir hann.

Innlent
Fréttamynd

Efa­semdir um fyrir­ætlanir dóms­mála­ráð­herra

Nýlega bárust fréttir af áformum dómsmálaráðherra, Jóns Gunnarssonar, um að fækka sýslumannsembættum á landinu úr níu í eitt. Hvergi má finna þessar róttæku breytingar í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar og hef ég miklar efasemdir um ágæti þeirra.

Skoðun
Fréttamynd

Orðið ó­þolandi að taka slag um sýslu­menn á tveggja ára fresti

Dóms­­mála­ráð­herra vill fækka em­bættum sýslu­manna sem nú eru níu og hafa einn sýslu­mann yfir landinu öllu. Bæjar­­stjóri Vest­manna­eyja leggst ein­­dregið gegn á­­formunum og efast um að lands­byggðar­þing­­menn hleypi málinu í gegn. Ráðherrann vill þó halda störfum á landsbyggðinni og telur breytinguna jákvæða fyrir byggðarlög landsins.

Innlent
Fréttamynd

Ekki gert ráð fyrir sveitar­stjóra í nýju sveitar­fé­lagi

Ekki er gert ráð fyrir að sveitarstjóri verði ráðinn þegar sameining Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar tekur gildi. Þrír sviðsstjórar og einn kjörinn fulltrúi munu þess í stað mynda framkvæmdastjórn sveitarfélagsins, sem verður víðfeðmasta sveitarfélag landsins.

Innlent
Fréttamynd

Þegar leik­reglurnar líkjast löngu­vit­leysu

Í lögum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna kemur fram að brjóti starfsmaður af sér í starfi skuli stjórnandi veita viðkomandi áminningu. Áminning er viðvörun sem hefur þó ekki skýran gildistíma en oft er miðað við eitt til tvö ár. Brjóti starfmaður sem áður hefur verið áminntur aftur af sér í starfi en með öðrum hætti teljast brotin ótengd.

Skoðun
Fréttamynd

Kaffikarlar fyrir vestan segja tafir stofnanafólks óeðlilegar

„Það er alveg sama hvað við ætlum að reyna að fá. Við fáum aldrei neitt. Sérðu með laxeldið. Það eru bara einhverjir sportveiðimenn sem ráða því. Við viljum bara fá laxeldið í Djúpið,“ segir Pétur Runólfsson, einn karlanna sem við hittum að skrafi í Olís-búðinni í Bolungarvík.

Innlent