Stjórnsýsla

Fréttamynd

Að mæla rétt

Mikilvægi þess að mæla rétt, raunverulega rétt, verður seint ofmetið en er kannski meira sums staðar annars staðar en hjá kaupmanninum. Hjá kaupmanninum getur spurningin snúist um krónur og aura en sums staðar annars staðar um heilsu, jafnvel um líf.

Skoðun
Fréttamynd

Net­á­rás hafði á­hrif á kerfi Lyfja­stofnunar

Lyfjastofnun varð fyrir netárás sem í dag og í gær hafði áhrif á vef sérlyfjaskrár, þjónustukerfi fyrir Mínar síður og verðumsóknarkerfi. Að sögn stofnunarinnar eru engin persónugreinanleg gögn vistuð á umræddum svæðum og engar vísbendingar enn sem komið er um að átt hafi verið við gögn.

Innlent
Fréttamynd

Ís­land sé leiðandi afl í raf­rænni auð­kenningu

Ísland lenti í fjórða sæti þegar kemur að stafrænni opinberri þjónustu en könnun á þessu er framkvæmd árlega. Malta lenti í fyrsta sæti en könnunin er framkvæmd meðal aðildarríkja Evrópusambandsins ásamt Íslandi, Albaníu, Noregi, Sviss, Svartfjallalandi, Norður Makedóníu og Tyrklandi.

Innlent
Fréttamynd

Deila Íslands og Iceland Foods brýtur blað

Fjölskipuð áfrýjunarnefnd Hugverkastofu Evrópusambandsins hefur fyrirskipað að haldinn verði munnlegur málflutningur í deilu íslenskra yfirvalda og bresku verslunarkeðjunnar Iceland Foods um yfirráð yfir orðinu Iceland. Deilan brýtur blað í sögu hinnar fjölskipuðu áfrýjunarnefndar þar sem þetta verður í fyrsta sinn sem nefndin hlýðir á munnlegan málflutning í áfrýjunarmáli.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Gunnar Axel nýr bæjarstjóri Voga

Gunnar Axel Axelsson, viðskipta- og stjórnsýslufræðingur og deildarstjóri á efnahagssviði Hagstofu Íslands hefur verið ráðinn bæjarstjóri Sveitarfélagsins Voga og tekur við af Ásgeiri Eiríkssyni sem var bæjarstjóri Voga í rúm tíu ár. Alls sóttu fjörutíu umsækjendur um starfið.

Innlent
Fréttamynd

Sér­stakt hve áköf um­ræðan um laun sveitar­stjóra sé orðin

Aldís Hafsteinsdóttir, nýr sveitarstjóri Hrunamannahrepps, segir það hverrar sveitarstjórnar fyrir sig að ákveða hvort biðlaun sveitarstjóra falli niður séu þeir ráðnir í nýtt starf. Sjálf fékk hún tæpar 17 milljónir greiddar frá Hveragerði við starfslok sín í byrjun sumars vegna biðlauna og launatengdra gjalda og þiggur nú laun frá Hrunamannahreppi.

Innlent
Fréttamynd

Erlend fjárfesting afþökkuð

Erlendir fjárfestar eiga ekki von á góðu hafi þeir í hyggju að beina fjármagni sínu hingað til lands. Innan stjórnsýslunnar, einkum forsætisráðuneytinu að því er virðist, er lögð rík áhersla á að flækja regluverkið og meðferð Samkeppniseftirlitsins á sölunni á Mílu er síst til þess fallin að glæða áhuga á að fjárfesta á Íslandi.

Klinkið
Fréttamynd

Hélt það væri nóg komið en íslenska ríkið á­frýjar

Kjara- og mannauðssýsla ríkisins hefur áfrýjað dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli sem blaðamaðurinn Björn Þorláksson höfðaði gegn stofnuninni. Björn segist ekki hafa áhyggjur af því að dómsniðurstaðan muni breytast fyrir Landsrétti.

Innlent
Fréttamynd

Erna og Soffía ráðnar til Mat­væla­stofnunar

Erna Reynisdóttir og Soffía Sveinsdóttir hafa verið ráðnar sem sviðsstjórar hjá Matvælastofnun (MAST). Erna tekur við hjá sviði upplýsingatækni og reksturs og Soffía hjá sviði vettvangseftirlits.

Innlent
Fréttamynd

Ó­kunnugt fólk skrái sig í­trekað til heimilis hjá honum

Íbúi í Vík í Mýrdal hefur lent í því þrisvar upp á síðkastið að ókunnugt fólk skrái sig til heimilis í þinglýstri eign hans, án hans samþykkis. Hann gagnrýnir Þjóðskrá fyrir að leyfa hverjum sem er að skrá heimilisfangið sitt hvar sem er, án leyfis eiganda eignarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Sam­göngu­stofa ekki gerst sek um ein­elti

Samgöngustofa var í gær sýknuð af kröfu Seatrips ehf., sem gerir út skemmtiskipið Amelíu Rose, um að ákvörðun stofnunarinnar um að skipið væri skráð sem nýtt skip væri felld úr gildi. Skipinu hefur ítrekað verið snúið í land af Landhelgisgæslunni að undirlagi Samgöngustofu vegna þess að það hefur siglt með of marga farþega of langt út á haf.

Innlent
Fréttamynd

Sveitar­stjóri fái að fara suður aðra hverja viku

Ólafur Þór Ólafsson, sveitarstjóri á Tálknafirði hefur leyfi sveitarstjórnar til að fara suður aðra hverja viku og vinna þaðan þegar verkefni sveitarfélagsins krefjast ekki staðsetningar hans á staðnum. Í ráðningarsamningi er ekkert kveðið á um þetta en oddviti sveitarfélagsins segir þetta hluta af stefnu um fjölskylduvæna atvinnustarfsemi.

Innlent
Fréttamynd

Al­dís fær 1,78 milljón á mánuði og 217 þúsund króna aksturs­styrk

Aldís Hafsteinsdóttir, sveitarstjóri Hrunamannahrepps, fær 1,78 milljónir í mánaðarlaun og akstursstyrk upp á 217 þúsund samkvæmt oddvita hreppsins. Aldís var bæjarstjóri Hveragerðis síðastliðin sextán ár en náði ekki inn í kosningunum í vor þegar Sjálfstæðisflokkurinn missti meirihluta. Fulltrúar Hrunamannahrepps heyrðu í henni í kjölfarið.

Innlent
Fréttamynd

Rósa með rúmlega 2,2 milljónir í laun á mánuði

Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar samþykkti ráðningarsamning við Rósu Guðbjartsdóttur, bæjarstjóra og oddvita Sjálfstæðisflokksins, á fundi bæjarráðs í gær. Hún fær rúmar 2,2 milljónir í laun á mánuði þegar yfirvinnutímar, ökutækjastyrkur og laun fyrir störf hennar sem bæjarfulltrúi bætast ofan á grunnlaun hennar.

Innlent