Heilbrigðismál

Fréttamynd

44 prósent boðaðra í desember hafa þegar þegið örvunarskammt

85 prósent þeirra sem áttu kost á því að mæta í örvunarbólusetningu fyrir nóvember hafa þegið þriðja skammtinn og 73 prósent þeirra sem gátu mætt í nóvember. Þá hafa þegar 44 prósent þeirra sem eiga kost á að mæta í desember þegar þegið örvunarskammt.

Innlent
Fréttamynd

Fékk kær­komna stað­­festingu á að í sér renni blóð

Örvunar­bólu­setning heil­brigðis­ráð­herra gekk ekki alveg slysa­laust fyrir sig þó stór­slys hafi sannar­lega ekki átt sér stað. Það blæddi ör­lítið úr hand­legg hans eftir sprautuna og varð því að fá plástur í boði ríkisins, eins og hjúkrunar­fræðingurinn sem bólu­setti hann komst að orði.

Innlent
Fréttamynd

Þór­ólfur leggur ekki til hertar að­gerðir

Heil­brigðis­ráð­herra segir að Þór­ólfur Guðna­son sótt­varna­læknir leggi ekki til hertar að­gerðir í minnis­blaði sínu, sem hann skilaði ráð­herranum um helgina. Nýjar að­gerðir verða kynntar eftir ríkis­stjórnar­fund á morgun, í kring um há­degi.

Innlent
Fréttamynd

27 milljarðar á tveimur árum

Heims­far­aldurinn hefur kostað heil­brigðis­kerfið um 27 milljarða á síðustu tveimur árum. Heil­brigðis­stofnanir hafa fengið þau skila­boð úr heil­brigðis­ráðu­neytinu að spara ekki í bar­áttu sinni gegn veirunni - öllum kostnaði verði mætt.

Innlent
Fréttamynd

Bólusett fram að jólum og milli jóla og nýárs

Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu hefur gefið út dagskrá bólusetninga fram að áramótum. Áfram verður boðað í örvunarbólusetningu en allir þeir sem fengu seinni skammt fyrir 5 mánuðum eða fyrr geta mætt og gefið upp kennitölu.

Innlent
Fréttamynd

Sá omíkron-smitaði á áttræðisaldri

Einstaklingurinn sem greindist fyrstur manna hér á landi með omíkron-afbrigði kórónuveirunnar er karlmaður á áttræðisaldri. Hann er fullbólusettur og hefur þess utan fengið örvunarskammt.

Innlent
Fréttamynd

Aukin neysla mikið áhyggjuefni

Heilbrigðisráðherra segir það áhyggjuefni hversu mikið áfengis- og fíkniefnaneysla hefur aukist hér á landi. Áfengisneysla hefur aukist um níu prósent á mann á tíu ára tímabili og notkun á ópíóðum hefur aldrei verið meiri.

Innlent
Fréttamynd

Líst hvorki á bólu­setninga­skyldu né -passa

Það er löngu komin „sóttþreyta“ í þjóðina og misjafnar skoðanir uppi á ágæti sóttvarnaaðgerða. Það er hins vegar mikilvægt að halda upplýstri umræðu áfram og hvetja fólk til að þiggja bólusetningu, þar sem vonir eru bundnar við að svokallaður örvunarskammtur muni veita aukna vörn til lengri tíma.

Innlent
Fréttamynd

Velferðarþjónustan grípur boltann

Ný ríkisstjórn er tekin við völdum skipuð sömu flokkum og undanfarin fjögur ár. Að þessu sinni er víða nýtt fólk komið í brúna og nýtt skipurit hefur tekið gildi í stjórnarráðinu hvað ýmsa málaflokka varðar.

Skoðun
Fréttamynd

Skortur á því sem skiptir venjulegt fólk raunverulegu máli

Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, segir fagnaðarefni að ekki sé farið í „blóðugan niðurskurð“ í nýju fjárlagafrumvarpi. Hún segist hafa óttast það enda sé það iðulega gert á krepputímum þessum. Að öðru leyti sé „lítið að frétta“ úr fjárlögunum.

Innlent
Fréttamynd

Býr nýjan ráðherra undir að grípa þurfi til aðgerða á landamærum og innanlands

Sóttvarnalæknir segir mikilvægt að vera undir það búin að nýtt afbrigði kórónuveirunnar geti borist hingað til lands. Reynist veiran skeinuhættari en talið hefur verið þurfi að undirbúa að grípa til hertari aðgerða bæði á landamærum og jafnvel innanlands. Slíkar tillögur séu ekki á borðinu sem stendur en það kunni að breytast fljótt.

Innlent
Fréttamynd

Ósanngjarnt að svo mikið hafi verið lagt á eina manneskju

„Það getur verið erfitt í sjálfu sér að ala upp barn sem þú veist ekki hvað er að. Í okkar tilfelli var ekki hægt að sjá á útlitinu fyrstu árin að hún bæri einhvern sjúkdóm með sér. Fyrir vikið var maður dæmdur, eðli málsins samkvæmt, úti í búð og á almannafæri fyrir að vera með óþekkt barn, bandbrjálað barn.“

Lífið
Fréttamynd

Engin kennsla í 9. bekk í Hagaskóla eftir myglufund

Allir nemendur í 9. bekk í Hagaskóla verða heima í dag vegna þess að mygla hefur fundist í kennslurými hjá árganginum. Eftir að mygla fannst í álmu 8. bekkjar var ákveðið að færa kennslu þess árgangs yfir í tímabundið húsnæði á Hótel Sögu.

Innlent
Fréttamynd

Segir ekki tilefni til að grípa til harðra aðgerða í bili

Joe Biden Bandaríkjaforseti segir nýtt afbrigði kórónuveirunnar, Omíkron, tilefni til varúðar en ekki hræðslu. Þá segir hann ekki nauðsynlegt að grípa til harðra aðgerða á borð við útgöngubanns, að því gefnu að fólk sinni því að bera grímu og láta bólusetja sig.

Erlent
Fréttamynd

Sáttmálinn fellur í misgóðan jarðveg

Það er mjög jákvætt að styrkja eigi þjóðarsjúkrahúsið segir forstjóri Landspítalans um nýjan stjórnarsáttmála. Framkvæmdastjóri Landverndar segir hins vegar náttúru Íslands fjarverandi í sáttmálanum. Formaður öryrkja ætlar að reyna að vera bjartsýnn.

Innlent
Fréttamynd

Lýsir loka­dögum móður sinnar á HSS: „Hún fékk drep í annað eyrað, hluti af því datt af“

„Móðir mín lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja seinni hluta árs 2019. Ellefu vikum fyrir dauða hennar lagðist hún inn á spítalann í hvíldarinnlögn. Samdægurs var hún sett á lífslokameðferð sem fyrirskipuð var af Skúla Gunnlaugssyni. Ég vil að það komi skýrt fram að hún var ekki haldin neinum sjúkdómum eða kvillum sem ógnuðu lífi hennar.“

Innlent
Fréttamynd

Fjöldi sjálfs­víga fyrri hluta árs svipaður og síðustu ár

Fjöldi sjálfsvíga fyrstu sex mánuði ársins 2021 var sautján, eða 4,6 á hverja 100.000 íbúa. Er fjöldinn svipaður og verið hefur síðustu ár, en meðalfjöldi sjálfsvíga fyrstu sex mánuði áranna 2016 til 2020 var átján, eða 5,1 á hverja 100.000 íbúa.

Innlent
Fréttamynd

Segist treysta engum betur í málið en Willum

Svandís Svavarsdóttir fráfarandi heilbrigðisráðherra segist engum treysta betur til að taka við heilbrigðisráðuneytinu en Willum Þór Þórssyni, þingmanni Framsóknar. Willum segir gott að geta leitað í reynslubanka Svandísar.

Innlent
Fréttamynd

Opið bréf til stjórnenda Landspítalans vegna Skúla Gunnlaugssonar læknis

Landspítalinn hefur sent frá sér yfirlýsingu þess efnis að Skúli Gunnlaugsson læknir verði áfram við störf á spítalanum þrátt fyrir að vera viðfangsefni lögreglurannsóknar sem snýr að andláti fjölda sjúklinga í hans umsjón. Þar sem mér er málið skylt finn ég mig knúinn til að skrifa þetta bréf.

Skoðun