Heilbrigðismál

Fréttamynd

Börn og lyfjatilraunir

Undanfarnar vikur og mánuði hefur harður áróður verið rekinn fyrir bólusetningu ungra barna við Covid-19. Í síðustu viku var gefið verulega í.

Skoðun
Fréttamynd

Fjögur þúsund Íslendingar með forstig mergæxlis

Um fjögur þúsund Íslendingar 40 ára og eldri greindust með forstig mergæxlis í skimunarátakinu „Blóðskimun til bjargar“. Niðurstöðurnar voru kynntar á stórri læknaráðstefnu í Bandaríkjunum í síðustu viku.

Innlent
Fréttamynd

Gamla fólkið á Höfn látið bíða inn á baðherbergi á meðan herbergisfélaginn deyr

Íbúar á hjúkrunarheimilinu Skjólgarði á Höfn í Hornafirði þurfa að deila herbergi og salerni með öðrum. Þá geta íbúarnir ekki tekið á móti aðstandendum í herbergin sín því þau eru svo lítil og vilji íbúarnir komast í sturtu þarf að panta það fyrir fram. „Þegar við liggjum svo banaleguna er herbergisfélagi okkar færður inn á baðherbergi svo við getum átt næði síðustu ævistundirnar með okkar ástvinum,“ segja íbúarnir meðal annars í opnu bréfi til heilbrigðisráðherra og ríkisstjórnarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Sannar­lega ekki slæmt að gera til­raunir á börnum

Magnús Karl Magnús­son, prófessor í lyfja- og eitur­efna­fræði við Lækna­deild Há­skóla Ís­lands, biðlar til for­eldra að láta sér ekki niður­stöður úr til­raunum sem hafa verið gerðar á börnum með bólu­efni sem vind um eyru þjóta. „Við erum svo heppin að hópur barna hefur nú þegar tekið að sér að taka þátt í til­raun og sýnt fram á gagn­semi,“ segir hann í færslu á Face­book.

Innlent
Fréttamynd

„Hann öskraði að hann vildi deyja út af verkjum“

Móðir átta ára gamals drengs segist hafa mætt hroka og skilningsleysi á Læknavaktinni þegar hún hringdi inn vegna átta ára sonar síns, sem var þjakaður úr verkjum. Í ljós kom þegar drengurinn var fluttur á spítala að hann væri með heilablæðingu. 

Innlent
Fréttamynd

Umdeildu Alzheimer-lyfi hafnað í Evrópu

Evrópska lyfjastofnunin hefur hafnað því að veita bandaríska lyfjafyrirtækinu Biogen markaðsleyfi fyrir nýju en umdeildu Alzheimer-lyfi sem kom á markaðinn í Bandaríkjunum í sumar.

Erlent
Fréttamynd

Leg­slímu­flakk: bráð­nauð­syn­legar um­bætur

Legslímuflakk (endometriosis) er sjúkdómur sem getur valdið sárum verkjum og ófrjósemi, en talið er að sjúkdómurinn hrjái allt að 10% kvenna. Einkenni sjúkdómsins eru mismunandi og geta verið óljós og breytileg milli tímabila hjá sama sjúklingi og því getur reynst erfitt að greina hann. Greiningartími er því oftar en ekki fleiri ár.

Skoðun
Fréttamynd

„Ég ítreka að þetta verður alltaf val“

Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra segir afar mikilvægt að ef verði af bólusetningu barna hér á landi að þá verði það undirbúið með öllum tiltækum ráðum og upplýsingum. Lykilatriði sé að fólk átti sig á því að um val sé að ræða.

Innlent
Fréttamynd

Stjórnarandstaðan bindur miklar vonir við Björn Zoega

Þingmenn stjórnarandstöðunnar eru ánægðir með ráðningu Björns Zoega í heilbrigðisráðuneytið og telja ráðninguna merki þess að til standi að breyta um stefnu í heilbrigðismálunum. Tómas Andrés Tómasson, þingmaður Flokks fólksins, hefði reyndar frekar viljað sjá Birgi í Play til ráðgjafar í heilbrigðismálunum. „Sá kann að stýra fyrirtæki," segir Tómas.

Innherji
Fréttamynd

Björn Zoëga til liðs við heilbrigðisráðherra

Björn Zoëga, forstjóri Karolinska sjúkrahússins í Svíþjóð, hefur verið ráðinn tímabundið í starf ráðgjafa Willums Þórs Þórssonar, heilbrigðisráðherra. Björn mun sinna ráðgjafastörfum samhliða störfum sínum sem forstjóri Karolinska.

Innlent
Fréttamynd

144 ein­staklingar, yngri en 67 ára, búa á elli­heimilum

Vinkona mín og samherji í MS, Margrét Sigríður Guðmundsdóttir, er enn að berjast við óréttlátt kerfi fyrir sig og aðra í sömu stöðu. Ég leyfði ykkur, vinum mínum, að fylgjast með baráttu hennar fyrir stað sem hún gæti kallað heimili sitt fyrir einum til tveimur árum en hún endaði með að fá vist á meðalstóru elliheimili, verandi eini íbúinn sem ekki er með gráan koll og heyrnaskerðingu.

Skoðun
Fréttamynd

Milla frá Lilju til Willums

Milla Ósk Magnúsdóttir hefur verið ráðin aðstoðarmaður Willum Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra og er þegar tekin til starfa í heilbrigðisráðuneytinu.

Innlent