Heilbrigðismál

Fréttamynd

Sjötíu milljónir til að vinna með kvíða hjá börnum

Nýtt meðferðarúrræði á netinu gæti tryggt mun fleiri börnum og forráðamönnum þeirra um allt land árangursríka geðheilbrigðisþjónustu. Háskólinn í Reykjavík og Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins vinna saman að verkefninu sem heilbrigðisráðuneytið hefur styrkt með 70 milljóna króna framlagi.

Innlent
Fréttamynd

Störf Markúsar og Gylfa auglýst til umsóknar

Embætti forstjóra tveggja heilbrigðisstofnana hafa verið auglýst til umsóknar. Annar núverandi forstjóra hefur tilkynnt það að hann sé að hætta en hinn hefur greint frá ágreiningi við heilbrigðisráðherra. 

Innlent
Fréttamynd

Bæjarstjóri áhyggjufullur yfir fyrsta viðbragði

Bæjarstjóri Hornafjarðar hefur miklar áhyggjur af öryggisinnviðum í sveitarfélaginu þegar ferðamenn eru annars vegar. Hann segir að fyrsta viðbragð eins og heilbrigðiskerfið og löggæsla hafa ekki fylgt mikilli fjölgun ferðamanna í sveitarfélaginu.

Innlent
Fréttamynd

„Svaka­leg“ markað­setning hjá sól­baðs­stofum landsins

Merki eru um að ungmenni sæki í síauknum mæli í ljósabekki. Húðlæknir segir markaðsetningu villandi en dæmi séu um að sólbaðstofur auglýsi ljósabekki sem sagðir eru auka collagen framleiðslu húðarinnar og séu d-vítamínbætandi. Hún telur að banna ætti ljósabekkjanotkun algjörlega hér á landi. 

Innlent
Fréttamynd

„Manneskjan sem ég var dó með Alexöndru“

Hjón sem misstu tuttugu mánaða dóttur sína úr bráðri heilahimnubólgu fyrir rúmu ári hafa glímt við sorg, svartnætti, sjálfsvígshugsanir og ítrekaðan fósturmissi síðasta árið. Þau láta sig dreyma um Alexöndruróló, leikvöll til minningar um litlu stúlkuna þeirra, mesta stuðbolta sem hægt var að ímynda sér. 

Lífið
Fréttamynd

Stór orð en ekkert fjár­magn

Orð eru ódýr. Peningar hreyfa heiminn. Þessir frasar eru beinþýddir úr ensku en skiljast ósköp vel á íslensku. Á Íslandi situr ríkisstjórn sem notar gjarnan stór orð um fyrirætlanir sínar. En þegar rýnt er í fjárlög og fjármálaáætlun til að kanna hvað býr þar að baki þá finnst ekkert fjármagn.

Skoðun
Fréttamynd

Ekki í stuði til að lýsa íþróttum eftir að hafa fengið fregnirnar

Dr. Sigurbjörn Árni Arngrímsson, skólastjóri Framhaldsskólans á Laugum og einn ástsælasti íþróttalýsandi þjóðarinnar, hefur glímt við sortuæxli síðastliðin ár. Sjálfur telur hann sig ekki gott dæmi um krabbameinssjúkling, vegna þess að hann hefur aldrei upplifað sig neitt sérstaklega veikan.

Lífið
Fréttamynd

Að­stand­endur heila­bilunar­sjúk­linga

Heilabilun er sjúkdómur sem fáir vilja tala um og enginn vill fá. En staðreyndin er sú að sjúkdómar sem valda heilabilun munu herja á sístækkandi hlutfall þjóðar með hækkandi meðalaldri. Rétt er einnig að muna að heilabilunarsjúkdómar geta gert vart við sig hjá fólki á miðjum aldri.

Skoðun
Fréttamynd

Vel­ferð við upp­haf þing­vetrar

Nýr þingvetur er hafinn og fjölbreytt verkefni blasa við. Frá kosningum 2021 hef ég verið formaður fjárlaganefndar og nú verður sú breyting á að ég tek við formennsku í velferðarnefnd.

Skoðun
Fréttamynd

Leita að lömuðu fólki fyrir tilraunir með heilatölvur

Forsvarsmenn fyrirtækisins Neuralink eru byrjaðir að auglýsa eftir fólki sem er tilbúið til að láta tengja tilraunabúnað við heila sinn. Elon Musk, einn auðugasti maður heims, stofnaði fyrirtækið en starfsmenn þess vinna að því að þróa smáar tölvur sem eiga að greina hugsanir manna og gera fólki kleift að stýra öðrum tækjabúnaði með hugsunum sínum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Heilbrigðisþjónusta í heimabyggð

Íbúar landsbyggðarinnar eru nánast farnir að taka því sem sjálfsögðum hlut að leggja land undir fót með tilheyrandi kostnaði og fyrirhöfn til þess að sækja sér sérfræðiþjónustu til Reykjavíkur.

Skoðun
Fréttamynd

Manstu ekki eftir mér?

„Manstu ekki eftir mér? Mikið lítur vel út beibí frábært hár. Manstu ekki eftir mér? Hvar ertu er búin að vera öll þessi ár?“ Við erum mörg sem þekkjum þessar laglínur og raulum þær meira að segja stundum, ekki satt!

Skoðun
Fréttamynd

„Það hefur fennt yfir, en sárið er ekki gróið“

Gunnar Alexander Ólafsson, aðstandandi konu sem lést eftir röð mistaka á Landspítala árið 2013, segist hafa ákveðið að halda erindi um málið til þess að unnt verði að draga lærdóm af því og að slíkt muni ekki endurtaka sig.

Innlent
Fréttamynd

Að fara og vera, að halda og sleppa, að lifa og deyja

Elsku mamma fæddist árið 1947 og verður því 77 ára bráðum. Í dag er það ekki hár aldur, sérstaklega ekki fyrir atorkusama konu sem elskar fjallgöngur og hreyfingu. Stundum, aðallega í fjallgöngum, hitti ég konur á hennar aldri og tek spjallið.

Skoðun
Fréttamynd

Lífið í óvissunni

Nú um þessar mundir fagnar MS-félag Íslands því að 55 ár eru liðin frá stofnun þess. Einhverjum kann að finnast það óviðeigandi að tala um að fagna afmæli sjúklingasamtaka, því enginn vill fá ólæknandi sjúkdóm, enginn vill lifa við skerðingu lífsgæða og enginn vill lifa í óvissunni um hvernig lífið með MS þróast. Það ber samt að fagna því hve mikið hefur áunnist á þessum 55 árum frá stofnun félagsins. Því ber að fagna að við sem greinumst með ólæknandi sjúkdóm skulum eiga félagasamtök sem hlúa að okkur og aðstandendum okkar. Við fögnum því að eiga félag sem beitir stjórnvöld aðhaldi um bætt lífsgæði, um bætta greiningu og betri meðferðir sjúkdómsins. Einnig fögnum við öllu sem hefur áunnist í réttindamálum fólks með MS.

Skoðun
Fréttamynd

Að upp­hefja raddir sjúk­linga

Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) gerði 17. september að alþjóðadegi sjúklingaöryggis. Í ár hefur dagurinn verið tileinkaður því hvernig auka megi þátttöku sjúklinga í því að efla öryggismenningu í heilbrigðiskerfinu.

Skoðun
Fréttamynd

Ís­lendingar að renna út á tíma í málum aldraðra

Fimm hundruð eru á biðlista eftir hjúkrunarrými á landinu og byggja þarf ígildi níu hjúkrunarheimila bara í Reykjavík til að mæta gríðarlegri fjölgun í elstu hópum. Forstjóri Sóltún segir að þjóðin sé að renna út á tíma í málum aldraðra.

Fréttir
Fréttamynd

Ert þú hluti af þessum 70%?

Kæri lesandi, vissir þú að á Íslandi gætu verið um 25000 einstaklingar með PCOS en aðeins um 7500 af þeim veit af því? Það þýðir að 17500 einstaklingar þjást af einkennum PCOS án þess að hafa hugmynd um hvað er að plaga þau.

Skoðun