Ofbeldi gegn börnum

Fréttamynd

Hvetur til sniðgöngu því enginn hafi axlað á­byrgð

Einar Örn Jónsson, foreldri stúlku sem beitt var kynferðisofbeldi í sumarbúðunum í Reykjadal, segir það sárt að allur ágóði af sölu Kærleikskúlunnar renni í ár til sumarbúðanna. Hann, og aðrir aðstandendur stúlkunnar, hvetja til sniðgöngu kúlunnar.

Innlent
Fréttamynd

Tveggja ára fangelsi fyrir sam­ræði við þrettán ára stúlku

23 ára karlmaður og hælisleitandi sem búið hefur á Íslandi í þrjú ár hefur verið dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn tveimur stúlkum. Önnur var þrettán ára sem hann kynntist á Snapchat en hin var dóttir kærustu hans og glímdi við þroskaskerðingu.

Innlent
Fréttamynd

Má barnið þitt segja nei?

Öll börn eiga rétt á að vera örugg gegn ofbeldi en það er ekki nóg fyrir okkur fullorðna fólkið að vita það, þau þurfa að vita það sjálf. Við þurfum að segja þeim það oft og ítrekað. Við þurfum að hlusta og vera til staðar.

Skoðun
Fréttamynd

Ljóst að barnungar stúlkur hafi hitt meintan barnaníðing

Maður sem er grunaður um að nauðga tveimur barnungum stúlkum og greiða þeim fyrir er sagður hafa komið sér í samband við þær í gegnum samfélagsmiðilinn Snapchat. Önnur stúlknanna hafi ætlað sér að kaupa áfengi af manninum, en hann boðið að henni að greiða fyrir það með kynferðislegum greiðum. Stúlkurnar eru sagðar búa yfir upplýsingum um manninn sem bendi til þess að þær hafi hitt hann.

Innlent
Fréttamynd

Þriggja ára dómur fyrir brot gegn stjúp­dóttur

Karlmaður hefur verið dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir að hafa ítrekað og reglulega beitt stjúpdóttur sína kynferðisofbeldi á þriggja ára tímabili. Maðurinn er jafnframt dæmdur til að greiða stúlkunni 2,5 milljónir króna í miskabætur.

Innlent
Fréttamynd

Ó­trú­lega al­gengt að styttur séu færðar

Ekki er útilokað að styttan af séra Friðriki og drengnum verði færð úr Lækjargötu, en fleiri hafa bæst í hóp þeirra sem vilja styttuna burt eftir að greint var frá því að hann hafi leitað á drengi. Sagnfræðingur segir alþekkt að styttur á Íslandi séu færðar.

Innlent
Fréttamynd

Fleiri en einn leitað til Stíga­móta vegna séra Frið­riks

Fleiri en einn hafa leitað til Stígamóta vegna Sr. Friðriks Friðrikssonar, stofnanda KFUM, KFUK, Vals og Hauka. Talskona Stígamóta segir að sagan hafi kennt okkur það að gerendur leiti ekki bara á eitt barn heldur séu þau oftast fleiri sem hafi verið brotið á. 

Innlent
Fréttamynd

Sýknaður af ákæru um að brjóta á dóttur sinni yfir átta ára tímabil

Landsréttur staðfesti í dag sýknudóm Héraðsdóms Austurlands yfir manni sem var gefið að sök að nauðga og brjóta kynferðislega á dóttur sinni í nokkur skipti á árunum 2010 til 2018, þegar hún var sex til fjórtán ára gömul. Þessi brot áttu að hafa verið framin á heimili þeirra og í sumarbústað.

Innlent
Fréttamynd

Fólkinu sem kom stúlkunni til bjargar er verulega brugðið

Stíflueyðir sem ungmenni köstuðu í andlit tólf ára stúlku á skólalóð Breiðagerðisskóla í Reykjavík hefur verið tekinn úr sölu í verslunum Hagkaups. Framkvæmdastjóri Foreldrahúss segir foreldra verða að fylgjast með því sem börn þeirra horfa á á samfélagsmiðlum. Fólkinu sem kom stúlkunni til bjargar var verulega brugðið.

Innlent
Fréttamynd

Ekki enn ljóst hvort stúlkan hafi hlotið varan­legan skaða

Stúlka, sem varð fyrir árás pilta sem hentu stíflueyðisdufti í andlit hennar á mánudagskvöld, dvaldi lengi fram eftir nóttu á bráðadeild þar sem reynt var að bjarga sjón hennar og tryggja að skaði yrði ekki í öndunarfærum. Ekki er enn ljóst hvort stúlkan muni hljóta varanlegan skaða af.

Innlent
Fréttamynd

Vilja að­stoða of­beldis­menn að axla á­byrgð

Ráðgjafi á Stígamótum segir mikilvægt að karlmenn fái tæki og tól til að taka þátt í umræðu um kynbundið ofbeldi. Karlmenn séu meirihluti ofbeldismanna og umræðan komi öllum körlum við. Ofbeldismenn verða ræddir á ráðstefnu Stígamóta á morgun. 

Innlent
Fréttamynd

Furða sig yfir að rannsóknin nái ekki yfir allan tímann

Fólk sem var vistað á Vöggustofu Thorvaldsensfélagsins gagnrýnir að heimilið hafi ekki verið rannsakað allan þann tíma sem það starfaði. Vísbendingar séu um að börn hafi sætt illri meðferð þar allt til ársins 1979. Ráðherra býst við að sanngirnisbætur verði ákveðnar í vetur.

Innlent