Þjóðadeild karla í fótbolta

Fréttamynd

Lék sinn fyrsta landsleik 38 ára og hélt hreinu

Hollendingar héldu sæti sínu á toppi riðils fjögur í A-deild Þjóðadeildarinnar í fótbolta er liðið vann 0-2 útisigur gegn Pólverjum í kvöld. Hinn 38 ára gamli Remko Pasveer stóð vaktina í marki Hollendinga, en hann var að leika sinn fyrsta landsleik á ferlinum.

Fótbolti
Fréttamynd

Gamla bandið gæti snúið aftur í landsliðið

Leikmannahópur íslenska karlalandsliðsins í fótbolta fyrir næsta landsliðsglugga verður tilkynntur föstudaginn 16. september. Í þeim glugga mun Ísland mæta Venesúela í vináttulandsleik þann 22. september áður en liðið leikur við Albaníu í lokaumferð Þjóðadeildarinnar þann 27. september.

Fótbolti
Fréttamynd

Arnari frjálst að velja Aron Einar

Aron Einar Gunnarsson, fyrrverandi landsliðsfyrirliði, gæti snúið aftur í íslenska landsliðið í fótbolta fyrir leik liðsins gegn Albaníu í Þjóðadeildinni eftir mánuð.

Fótbolti
Fréttamynd

Staða Arnars ekkert breyst: „Ég sá greinilegar framfarir“

„Hann er þjálfarinn, við stöndum við bakið á þjálfaranum, við erum í uppbyggingarferli með ungt og reynsluminna lið, og horfum bara til framtíðar,“ segir Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, um stöðu Arnars Þórs Viðarssonar þjálfara A-landsliðs karla í fótbolta.

Fótbolti
Fréttamynd

Sögu­legt tap Eng­lands

Ungverjar komu, sáu og gjörsigruðu er þeir mættu Englandi í Þjóðadeildinni í fótbolta á þriðjudag. Lokatölur 4-0 gestunum í vil og sögulegt tap Englendinga staðreynd.

Fótbolti
Fréttamynd

Ánægja með markaskorarana á Twitter

Jón Dagur Þorsteinsson og Þórir Jóhann Helgason fengu mesta athyglina hjá netverjum á Twitter á meðan á leik Íslands og Ísrael stóð í B-deild Þjóðadeildar karla í fótbolta á Laugardalsvellinum í kvöld. 

Fótbolti
Fréttamynd

Heimsmeistararnir eiga í hættu að falla í B-deild

Króötum tókst loks að hefna fyrir tapið gegn Frakklandi í úrslitaleik HM 2018 með því að sækja þrjú stig á Stade de France í París eftir 0-1 sigur. Með tapinu eiga Frakkar ekki lengur möguleika á því að verja Þjóðadeildartitilinn sinn.

Fótbolti
Fréttamynd

Freyr vill Jón Dag til Lyngby

Freyr Alexandersson, knattspyrnustjóri Lyngby í dönsku úrvalsdeildinni, hvetur Jón Dag Þorsteinsson til að samþykkja tilboð sitt hið snarasta.

Fótbolti