Börn og uppeldi PISA könnun og menntamálin í Pallborðinu Í Pallborðinu á Vísi í dag verður PISA könnunin og menntamálin í forgrunni. Þátturinn hefst klukkan 14.00 og verður í beinni útsendingu á Vísi og í sjónvarpinu á Stöð 2 Vísi. Innlent 7.12.2023 13:32 Loka grunnskólanum á Hólum Grunnskólanum austan Vatna á Hólum verður lokað frá og með næsta skólaári. Þess í stað fara nemendur skólans á Hofsós í skóla. Einungis níu nemendur voru við skólann á síðustu önn. Innlent 7.12.2023 11:37 Varar við því að hoppa á einfaldar lausnir við flóknum vandamálum Full ástæða er til að hafa áhyggjur af stöðu menntamála í ljósi nýbirtrar PISA könnunar. Þetta segir Anna Kristín Sigurðardóttir, prófessor við Menntavísindasvið HÍ sem varar við því að hoppa á einfaldar lausnir við flóknum vandamálum. Innlent 6.12.2023 19:33 „Ótrúlegt að menn horfist ekki í augu við þetta og axli ábyrgð“ „Það molnar stanslaust undan okkur. Hversu miklum lífsgæðum þurfum við að fórna og hversu mörgum tækifærum nemenda okkar þurfum við að fórna þar til við grípum í taumana og vöknum?“ Innlent 6.12.2023 15:27 Vinátta - óvænti ávöxtur kveikjum neistans Allir vita að góður vinur er gulls ígildi og getur gert kraftaverk þegar á reynir. Vináttan er gríðarlega mikilvæg og margir eignast sínu bestu vini í grunnskóla. Þó ekki allir. Góður vinur getur haft jákvæð áhrif á vellíðan nemenda og því er félagsfærni mjög mikilvægur þáttur í lífi barna. Oft á tíðum er þetta mjög vanmetinn þáttur í skólagöngu og lífi barna almennt. Skoðun 6.12.2023 13:30 „Stórkostlegt áhyggjuefni“ Niðurstöður PISA-skýrslu, þar sem fram kemur að annar hver 15 ára drengur búi ekki yfir grunnfærni í lesskilningi, hafa vakið mikil viðbrögð. Íslenskuprófessor segir þróunina skuggalega og Andri Snær Magnason rithöfundur segir of litlu varið í þá sem búa til lesefni. Innlent 5.12.2023 21:49 PISA sýnir aukna stéttaskiptingu á Íslandi: „Sitja ein uppi með vandamálin“ Annar hver 15 ára drengur á Íslandi býr ekki yfir grunnfærni í lesskilningi. Íslenskir nemendur er undir meðaltali OECD ríkjanna í öllum meginflokkum PISA könnunar. Börn með lakari félags- og efnahagslegan bakgrunn koma verr út í könnuninni. Innlent 5.12.2023 19:41 Gamall United-maður gagnrýndur fyrir að þykjast hella sápu upp í son sinn Phil Bardsley, fyrrverandi leikmaður Manchester United og fleiri liða, hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir að þykjast þvo munn sonar síns með sápu. Enski boltinn 5.12.2023 14:00 Slök frammistaða í PISA: „Fær okkur til að velta fyrir okkur stöðu íslenskunnar“ Frammistaða íslenskra nemenda í PISA könnuninni 2022 er bæði lakari en í fyrri könnunum og undir meðaltali OECD ríkjanna í öllum þremur meginflokkunum sem undir eru. Lesskilningi hefur hrakað mest en forstjóri menntamálastofnunar segir stöðuna fá hana til að velta fyrir sér stöðu íslenskrar tungu. Innlent 5.12.2023 13:42 Þú ert ekki leiðinlegt foreldri! Síðastliðna tvo mánuði hef ég ferðast um landið og haldið rúmlega 100 fræðsluerindi um netöryggi, persónuvernd og miðlalæsi fyrir börn, ungmenni, foreldra og kennara. Á öllum þeim foreldrafundum sem ég hef sótt hafa verið samankomnir ábyrgðarfullir og samviskusamir foreldrar sem að kynna sig gjarnan sem leiðinlega foreldrið. Skoðun 5.12.2023 13:00 Algjört hrap í lesskilningi íslenskra barna Niðurstöður nýrrar PISA-könnunar sýna minni árangur nemenda í þátttökulöndum miðað við fyrri kannanir, meðal annars á öllum Norðurlöndum og árangurinn er minni á Íslandi en á öðrum Norðurlöndum. Aðeins tvö af hverjum þremur fimmtán ára börnum búa yfir grunnhæfni í lesskilningi og aðeins 53 prósent pilta. Innlent 5.12.2023 10:22 Svona var kynningin á niðurstöðum PISA-könnunar Mennta- og barnamálaráðuneytið og Menntamálastofnun hafa boðað til blaðamannafundar í dag klukkan 10, þar sem nýjar niðurstöður PISA verða kynntar. Fjögur ár eru frá síðustu könnun en könnun OECD frestaðist um eitt ár vegna áhrifa heimsfaraldurs. Innlent 5.12.2023 09:50 Stingur í hjartað að heyra að barni hafi ekki liðið vel Starfsfólk Ikea á Íslandi er miður sín vegna máls fjögurra ára gamallar stúlku sem fannst nakin og grátandi inni á klósetti í Småland, leiksvæði í versluninni á laugardag. Verslunarstjóri segir að farið verði yfir verklag. Innlent 4.12.2023 11:09 Börn 40 prósent foreldra á Íslandi hafa fengið kartöflu í skóinn Um 40 prósent foreldra á Íslandi eiga barn eða börn sem hafa fengið kartöflu í skóinn. Þetta eru niðurstöður nýjasta Þjóðarpúls Gallup. Foreldrar eldri en 40 ára eru mun líklegri en yngri foreldrar til að eiga börn sem hafa fengið kartöflu í skóinn. Innlent 4.12.2023 08:02 Ungmenni í Hafnarfirði lýsa vonbrigðum með vinnubrögð yfirvalda Ungmennaráð Hafnarfjarðar hefur sent frá sér tilkynningu þar sem ráðið lýsir yfir „gríðarlegum vonbrigðum“ með fjárhagsáætlun bæjarins. Ekkert sé fjallað um valdeflingu ungmennaráðs og hagræðingaraðgerðir boðaðar. Innlent 4.12.2023 07:41 Segir ekki lengur hægt að sækja börnin til Íslands Helga Vala Helgadóttir, lögmaður og fyrrverandi þingkona, segir þá lagalegu stöðu komna upp að ekki sé hægt að sækja börn Eddu Bjarkar Arnardóttur til landsins. Ástæðan fellst meðal annars í því að búið sé að flytja hana úr landi. Innlent 3.12.2023 13:15 Ekki á færi sýslumanns að láta lýsa eftir börnunum Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu, Sigríður Kristinsdóttir, segir það ekki á dagskrá embættisins að óska þess að lögreglan lýsi eftir börnum Eddu Bjarkar Arnardóttur. Það sé ekki á valdi embættisins. Innlent 1.12.2023 17:11 Segir allar ákvarðanir í máli Eddu Bjarkar samkvæmt lögum Landsréttur hefur staðfest úrskurð um gæsluvarðhald Eddu Bjarkar Arnardóttur. Dómsmálaráðherra segir í yfirlýsingu að ráðherra og ráðuneyti hennar hafi enga að komu að málinu. Ríkissaksóknari hafi tekið allar ákvarðanir í málinu og að þær séu allar samkvæmt lögum. Innlent 1.12.2023 15:10 „Það kemur ekki sá dagur að við hugsum ekki til hennar“ „Í þessu ferli er ég oft búin að vera við þolmörk, við það að gefast upp og geta ekki meira. Þá hugsa ég til hennar, hvað hefði gert hana stolta af mér. Ég minni mig á að ég er að gera þetta fyrir hana. Ég ætla að halda áfram fyrir hana,“ segir Viðar Pétur Styrkársson. Lífið 1.12.2023 06:30 Segja gloppu í kerfinu Jóhannes Karl Sveinsson, lögmaður Eddu Bjarkar Arnardóttur, skilaði í gærkvöldi greinargerð til Landsréttar en þangað áfrýjaði hann niðurstöðu héraðsdóms um gæsluvarðhald Eddu Bjarkar hér á landi. Staðfesti Landsréttur úrskurðinn verður hún flutt til Noregs innan fimm daga samkvæmt lögum. Innlent 30.11.2023 13:00 Vill svör um afhendingu ríkisborgara vegna máls Eddu Bjarkar Diljá Mist Einarsdóttir hefur lagt fram fyrirspurn til dómsmálaráðherra um handtöku og afhendingu íslenskra ríkisborgara. Tilefnið er mál Eddu Bjarkar Arnardóttur, sem var handtekin í gær og til stendur að afhenda norskum yfirvöldum. Innlent 29.11.2023 23:03 Mál Eddu Bjarkar ratar í pontu Alþingis Tómas A. Tómasson Flokki fólksins beindi fyrirspurn til Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra þar sem hann vildi fá að vita eitt og annað um handtöku Eddu Bjarkar Arnardóttur, en forræðisdeila hennar hefur verið mjög í fréttum undanfarna daga. Innlent 29.11.2023 15:55 Vilhjálmur fordæmir hækkanir á skólamáltíðum Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambands Íslands, telur hið opinbera ekki sýna nokkurn einasta lit í tengslum við að vinna á verðbólgunni. Hann segir hækkun Hafnarfjarðarbæjar á skólamáltíðum um 33 prósent forkastanlega. Innlent 29.11.2023 15:06 Segir Talíbana mögulega myndu láta undan alþjóðlegum þrýstingi Margir embættismenn Talíbana styðja endurskoðun banns gegn menntun stúlkna. Þetta segir Rangina Hamidi, sem var menntamálaráðherra áður en Talíbanar komust aftur til valda í Afganistan. Erlent 29.11.2023 08:19 Melatónínnotkun íslenskra barna aukist um mörg hundruð prósent Síðastliðinn áratug hefur melatónínnotkun barna aukist um mörg hundruð prósent að sögn svefnsérfræðings. Hún segir mikilvægt að uppræta orsakir svefnleysis barna í stað þess að plástra einkenni þess með lyfinu. Innlent 28.11.2023 17:52 Reglur um farsímanotkun barna í nær öllum grunnskólum Meirihluti skóla hefur sett reglur um farsímanotkun barna. Oftast er hún háð takmörkunum og jafnvel staðsetningu. Algengara er að eldri börn megi vera með síma en þau yngri. Stundum þurfa börnin símann til að komast í almenningssamgöngur og fá því að hafa hann í töskunni. Innlent 28.11.2023 15:56 Mun fleiri konur en karlar færa fórnir til að brúa bilið Ný könnun Vörðu sýnir að mun hærra hlutfall kvenna en karla lengir fæðingarlof og hættir í vinnu til að brúa bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla. Framkvæmdastjóri Vörðu segir að afleiðingar ójafnrar ábyrgðar kynjanna á umönnun barna fylgi konum út ævina, til að mynda með lægri lífeyrisgreiðslum. Innlent 28.11.2023 13:34 Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – grundvöllur farsællar framtíðar Holl og góð næring er grunnþáttur í þroska barna og ungmenna. Matarmenning og viðhorf til matar mótast einnig í grundvallaratriðum á skólaaldri. Gjaldfrjálsar skólamáltíðir stuðla að jafnrétti, þar sem allir nemendur fá hollan og næringarríkan mat óháð stöðu forsjáraðila. Því getur skólamatur og stuðningur skólanna við mataruppeldi haft afgerandi áhrif á heilsufar til framtíðar. Skoðun 28.11.2023 08:30 Vísbendingar um að allt að 20 prósentum barna sé gefið melatónín Nærri einu af hverjum fimm börnum yngri en 14 ára í Bandaríkjunum er gefið melatónín til að bæta svefninn. Ný rannsókn bendir til þess að 18 prósentum barna á aldrinum fimm til níu ára sé gefið efnið. Erlent 28.11.2023 07:33 Frelsi leikskólanna Þegar styttist í jólin þurfa foreldrar leiksskólabarna að bóka sumarfríið sitt hjá sínum vinnuveitanda til að eiga einhverja von um að geta verið í fríi með börnunum sínum. Fyrir allnokkru myndaðist sú hefð sem síðar varð regla að leiksskólar lokuðu í 4 vikur á hverju sumri. Skoðun 28.11.2023 07:01 « ‹ 14 15 16 17 18 19 20 21 22 … 85 ›
PISA könnun og menntamálin í Pallborðinu Í Pallborðinu á Vísi í dag verður PISA könnunin og menntamálin í forgrunni. Þátturinn hefst klukkan 14.00 og verður í beinni útsendingu á Vísi og í sjónvarpinu á Stöð 2 Vísi. Innlent 7.12.2023 13:32
Loka grunnskólanum á Hólum Grunnskólanum austan Vatna á Hólum verður lokað frá og með næsta skólaári. Þess í stað fara nemendur skólans á Hofsós í skóla. Einungis níu nemendur voru við skólann á síðustu önn. Innlent 7.12.2023 11:37
Varar við því að hoppa á einfaldar lausnir við flóknum vandamálum Full ástæða er til að hafa áhyggjur af stöðu menntamála í ljósi nýbirtrar PISA könnunar. Þetta segir Anna Kristín Sigurðardóttir, prófessor við Menntavísindasvið HÍ sem varar við því að hoppa á einfaldar lausnir við flóknum vandamálum. Innlent 6.12.2023 19:33
„Ótrúlegt að menn horfist ekki í augu við þetta og axli ábyrgð“ „Það molnar stanslaust undan okkur. Hversu miklum lífsgæðum þurfum við að fórna og hversu mörgum tækifærum nemenda okkar þurfum við að fórna þar til við grípum í taumana og vöknum?“ Innlent 6.12.2023 15:27
Vinátta - óvænti ávöxtur kveikjum neistans Allir vita að góður vinur er gulls ígildi og getur gert kraftaverk þegar á reynir. Vináttan er gríðarlega mikilvæg og margir eignast sínu bestu vini í grunnskóla. Þó ekki allir. Góður vinur getur haft jákvæð áhrif á vellíðan nemenda og því er félagsfærni mjög mikilvægur þáttur í lífi barna. Oft á tíðum er þetta mjög vanmetinn þáttur í skólagöngu og lífi barna almennt. Skoðun 6.12.2023 13:30
„Stórkostlegt áhyggjuefni“ Niðurstöður PISA-skýrslu, þar sem fram kemur að annar hver 15 ára drengur búi ekki yfir grunnfærni í lesskilningi, hafa vakið mikil viðbrögð. Íslenskuprófessor segir þróunina skuggalega og Andri Snær Magnason rithöfundur segir of litlu varið í þá sem búa til lesefni. Innlent 5.12.2023 21:49
PISA sýnir aukna stéttaskiptingu á Íslandi: „Sitja ein uppi með vandamálin“ Annar hver 15 ára drengur á Íslandi býr ekki yfir grunnfærni í lesskilningi. Íslenskir nemendur er undir meðaltali OECD ríkjanna í öllum meginflokkum PISA könnunar. Börn með lakari félags- og efnahagslegan bakgrunn koma verr út í könnuninni. Innlent 5.12.2023 19:41
Gamall United-maður gagnrýndur fyrir að þykjast hella sápu upp í son sinn Phil Bardsley, fyrrverandi leikmaður Manchester United og fleiri liða, hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir að þykjast þvo munn sonar síns með sápu. Enski boltinn 5.12.2023 14:00
Slök frammistaða í PISA: „Fær okkur til að velta fyrir okkur stöðu íslenskunnar“ Frammistaða íslenskra nemenda í PISA könnuninni 2022 er bæði lakari en í fyrri könnunum og undir meðaltali OECD ríkjanna í öllum þremur meginflokkunum sem undir eru. Lesskilningi hefur hrakað mest en forstjóri menntamálastofnunar segir stöðuna fá hana til að velta fyrir sér stöðu íslenskrar tungu. Innlent 5.12.2023 13:42
Þú ert ekki leiðinlegt foreldri! Síðastliðna tvo mánuði hef ég ferðast um landið og haldið rúmlega 100 fræðsluerindi um netöryggi, persónuvernd og miðlalæsi fyrir börn, ungmenni, foreldra og kennara. Á öllum þeim foreldrafundum sem ég hef sótt hafa verið samankomnir ábyrgðarfullir og samviskusamir foreldrar sem að kynna sig gjarnan sem leiðinlega foreldrið. Skoðun 5.12.2023 13:00
Algjört hrap í lesskilningi íslenskra barna Niðurstöður nýrrar PISA-könnunar sýna minni árangur nemenda í þátttökulöndum miðað við fyrri kannanir, meðal annars á öllum Norðurlöndum og árangurinn er minni á Íslandi en á öðrum Norðurlöndum. Aðeins tvö af hverjum þremur fimmtán ára börnum búa yfir grunnhæfni í lesskilningi og aðeins 53 prósent pilta. Innlent 5.12.2023 10:22
Svona var kynningin á niðurstöðum PISA-könnunar Mennta- og barnamálaráðuneytið og Menntamálastofnun hafa boðað til blaðamannafundar í dag klukkan 10, þar sem nýjar niðurstöður PISA verða kynntar. Fjögur ár eru frá síðustu könnun en könnun OECD frestaðist um eitt ár vegna áhrifa heimsfaraldurs. Innlent 5.12.2023 09:50
Stingur í hjartað að heyra að barni hafi ekki liðið vel Starfsfólk Ikea á Íslandi er miður sín vegna máls fjögurra ára gamallar stúlku sem fannst nakin og grátandi inni á klósetti í Småland, leiksvæði í versluninni á laugardag. Verslunarstjóri segir að farið verði yfir verklag. Innlent 4.12.2023 11:09
Börn 40 prósent foreldra á Íslandi hafa fengið kartöflu í skóinn Um 40 prósent foreldra á Íslandi eiga barn eða börn sem hafa fengið kartöflu í skóinn. Þetta eru niðurstöður nýjasta Þjóðarpúls Gallup. Foreldrar eldri en 40 ára eru mun líklegri en yngri foreldrar til að eiga börn sem hafa fengið kartöflu í skóinn. Innlent 4.12.2023 08:02
Ungmenni í Hafnarfirði lýsa vonbrigðum með vinnubrögð yfirvalda Ungmennaráð Hafnarfjarðar hefur sent frá sér tilkynningu þar sem ráðið lýsir yfir „gríðarlegum vonbrigðum“ með fjárhagsáætlun bæjarins. Ekkert sé fjallað um valdeflingu ungmennaráðs og hagræðingaraðgerðir boðaðar. Innlent 4.12.2023 07:41
Segir ekki lengur hægt að sækja börnin til Íslands Helga Vala Helgadóttir, lögmaður og fyrrverandi þingkona, segir þá lagalegu stöðu komna upp að ekki sé hægt að sækja börn Eddu Bjarkar Arnardóttur til landsins. Ástæðan fellst meðal annars í því að búið sé að flytja hana úr landi. Innlent 3.12.2023 13:15
Ekki á færi sýslumanns að láta lýsa eftir börnunum Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu, Sigríður Kristinsdóttir, segir það ekki á dagskrá embættisins að óska þess að lögreglan lýsi eftir börnum Eddu Bjarkar Arnardóttur. Það sé ekki á valdi embættisins. Innlent 1.12.2023 17:11
Segir allar ákvarðanir í máli Eddu Bjarkar samkvæmt lögum Landsréttur hefur staðfest úrskurð um gæsluvarðhald Eddu Bjarkar Arnardóttur. Dómsmálaráðherra segir í yfirlýsingu að ráðherra og ráðuneyti hennar hafi enga að komu að málinu. Ríkissaksóknari hafi tekið allar ákvarðanir í málinu og að þær séu allar samkvæmt lögum. Innlent 1.12.2023 15:10
„Það kemur ekki sá dagur að við hugsum ekki til hennar“ „Í þessu ferli er ég oft búin að vera við þolmörk, við það að gefast upp og geta ekki meira. Þá hugsa ég til hennar, hvað hefði gert hana stolta af mér. Ég minni mig á að ég er að gera þetta fyrir hana. Ég ætla að halda áfram fyrir hana,“ segir Viðar Pétur Styrkársson. Lífið 1.12.2023 06:30
Segja gloppu í kerfinu Jóhannes Karl Sveinsson, lögmaður Eddu Bjarkar Arnardóttur, skilaði í gærkvöldi greinargerð til Landsréttar en þangað áfrýjaði hann niðurstöðu héraðsdóms um gæsluvarðhald Eddu Bjarkar hér á landi. Staðfesti Landsréttur úrskurðinn verður hún flutt til Noregs innan fimm daga samkvæmt lögum. Innlent 30.11.2023 13:00
Vill svör um afhendingu ríkisborgara vegna máls Eddu Bjarkar Diljá Mist Einarsdóttir hefur lagt fram fyrirspurn til dómsmálaráðherra um handtöku og afhendingu íslenskra ríkisborgara. Tilefnið er mál Eddu Bjarkar Arnardóttur, sem var handtekin í gær og til stendur að afhenda norskum yfirvöldum. Innlent 29.11.2023 23:03
Mál Eddu Bjarkar ratar í pontu Alþingis Tómas A. Tómasson Flokki fólksins beindi fyrirspurn til Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra þar sem hann vildi fá að vita eitt og annað um handtöku Eddu Bjarkar Arnardóttur, en forræðisdeila hennar hefur verið mjög í fréttum undanfarna daga. Innlent 29.11.2023 15:55
Vilhjálmur fordæmir hækkanir á skólamáltíðum Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambands Íslands, telur hið opinbera ekki sýna nokkurn einasta lit í tengslum við að vinna á verðbólgunni. Hann segir hækkun Hafnarfjarðarbæjar á skólamáltíðum um 33 prósent forkastanlega. Innlent 29.11.2023 15:06
Segir Talíbana mögulega myndu láta undan alþjóðlegum þrýstingi Margir embættismenn Talíbana styðja endurskoðun banns gegn menntun stúlkna. Þetta segir Rangina Hamidi, sem var menntamálaráðherra áður en Talíbanar komust aftur til valda í Afganistan. Erlent 29.11.2023 08:19
Melatónínnotkun íslenskra barna aukist um mörg hundruð prósent Síðastliðinn áratug hefur melatónínnotkun barna aukist um mörg hundruð prósent að sögn svefnsérfræðings. Hún segir mikilvægt að uppræta orsakir svefnleysis barna í stað þess að plástra einkenni þess með lyfinu. Innlent 28.11.2023 17:52
Reglur um farsímanotkun barna í nær öllum grunnskólum Meirihluti skóla hefur sett reglur um farsímanotkun barna. Oftast er hún háð takmörkunum og jafnvel staðsetningu. Algengara er að eldri börn megi vera með síma en þau yngri. Stundum þurfa börnin símann til að komast í almenningssamgöngur og fá því að hafa hann í töskunni. Innlent 28.11.2023 15:56
Mun fleiri konur en karlar færa fórnir til að brúa bilið Ný könnun Vörðu sýnir að mun hærra hlutfall kvenna en karla lengir fæðingarlof og hættir í vinnu til að brúa bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla. Framkvæmdastjóri Vörðu segir að afleiðingar ójafnrar ábyrgðar kynjanna á umönnun barna fylgi konum út ævina, til að mynda með lægri lífeyrisgreiðslum. Innlent 28.11.2023 13:34
Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – grundvöllur farsællar framtíðar Holl og góð næring er grunnþáttur í þroska barna og ungmenna. Matarmenning og viðhorf til matar mótast einnig í grundvallaratriðum á skólaaldri. Gjaldfrjálsar skólamáltíðir stuðla að jafnrétti, þar sem allir nemendur fá hollan og næringarríkan mat óháð stöðu forsjáraðila. Því getur skólamatur og stuðningur skólanna við mataruppeldi haft afgerandi áhrif á heilsufar til framtíðar. Skoðun 28.11.2023 08:30
Vísbendingar um að allt að 20 prósentum barna sé gefið melatónín Nærri einu af hverjum fimm börnum yngri en 14 ára í Bandaríkjunum er gefið melatónín til að bæta svefninn. Ný rannsókn bendir til þess að 18 prósentum barna á aldrinum fimm til níu ára sé gefið efnið. Erlent 28.11.2023 07:33
Frelsi leikskólanna Þegar styttist í jólin þurfa foreldrar leiksskólabarna að bóka sumarfríið sitt hjá sínum vinnuveitanda til að eiga einhverja von um að geta verið í fríi með börnunum sínum. Fyrir allnokkru myndaðist sú hefð sem síðar varð regla að leiksskólar lokuðu í 4 vikur á hverju sumri. Skoðun 28.11.2023 07:01