Andlát

Fréttamynd

Hairy Bikers-stjarna látin

Breski sjónvarpsmaðurinn Dave Myers, sem þekktastur er fyrir að vera annar hluti tvíeykisins Loðnu bifhjólamennirnir, eða Hairy Bikers, er látinn. Hann lést af völdum krabbameins, 66 ára gamall.

Lífið
Fréttamynd

Richard Lewis er látinn

Leikarinn og grínistinn Richard Lewis, sem er hvað þekktastur þessa dagana fyrir leik sinn í þáttunum Curb Your Enthusiasm, er látinn. Hann var 76 ára gamall og er sagður hafa látist á heimili sínu í Los Angeles í gærkvöldi eftir að hann fékk hjartaáfall.

Lífið
Fréttamynd

Þjóðin grætur biskup sinn

Heilar tvær opnur og ein síða til eru lagðar undir minningarorð um Karl Sigurbjörnsson biskup í Morgunblaði dagsins en Karl var jarðsunginn frá Hallgrímskirkju klukkan 13. Fá dæmi eru um annað eins. Á samfélagsmiðlum minnast margir Karls biskups með hlýju.

Innlent
Fréttamynd

Emils- og Línu-tón­skáldið Georg Riedel látið

Sænska tónskáldið og djasstónlistarmaðurinn Georg Riedel, sem þekktastur er fyrir að hafa samið tónlistina í þáttunum og myndunum um Línu langsokk og Emil í Kattholti, er látinn. Hann varð níræður að aldri.

Menning
Fréttamynd

Star Trek-stjarna látin

Kanadíski leikarinn Kenneth Mitchell frægur fyrir hlutverk sín í sjónvarpsþáttunum Stark Trek: Discovery er látinn eftir fimm ára baráttu við blandaða hreyfitaugahrörnun.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Kalli í Pelsinum látinn

Athafnamaðurinn Karl J. Stein­gríms­son er látinn. Karl, sem var gjarnan kenndur við verslunina Pelsinn, lést síðastliðinn fimmtudag, 22. febrúar, 76 ára að aldri.

Innlent
Fréttamynd

Dýri Guðmunds­son er látinn

Dýri Guðmundsson endurskoðandi, fyrrverandi knattspyrnukappi og gítarleikari er látinn. Hann fæddist 1951 en lést eftir veikindi þriðjudagskvöldið 20. febrúar. Fjölmargir samferðamenn Dýra hvort sem er vinir eða ættingjar hafa minnst hans á samfélagsmiðlum.

Innlent
Fréttamynd

Navalní sagður hafa dáið í fangelsi

Alexei Navalní, einn helsti pólitíski andstæðingur Vladimírs Pútin, forseta Rússlands er dáinn. Hann lést í fangelsi og er hann sagður hafa dáið vegna veikinda.

Erlent
Fréttamynd

Gunnar J. Árna­son er látinn

Gunnar J. Árnason heimspekingur í listum og fagurfræði lést laugardaginn 10. febrúar á líknardeild Landspítalans í Kópavogi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá aðstandendum. Gunnar var fæddur í Reykjavík 27. nóvember 1959. Foreldrar hans eru Árni Kristinsson læknir (f. 1935) og Erla Cortes ritari (f. 1939 d. 2006). Gunnar ólst upp á Englandi fyrstu ár ævi sinnar en fluttist síðar í vesturbæ Reykjavíkur.

Innlent
Fréttamynd

Hjalti Einars­son, stofnandi VHE, er látinn

Hjalti Einarsson vélvirki er látinn, 85 ára að aldri. Hjalti er kunnastur fyrir að hafa byggt upp VHE, eitt stærsta iðnfyrirtæki landsins. Þá varð hann fyrir þeirri lífsreynslu níu ára gamall á bænum Reyðará á Siglunesi að vera lykilvitni í rannsókn mannskæðasta flugslyss á Íslandi en hann er talinn vera sá síðasti sem sá á lofti flugvélina sem fórst í Héðinsfirði með 25 manns árið 1947.

Innlent
Fréttamynd

Sigurður Hjartar­son er látinn

Sigurður Hjartarson, fyrrverandi menntaskólakennari og stofnandi Hins íslenzka reðasafns, er látinn 82 ára að aldri. Lilja Svanbjörg Sigurðardóttir rithöfundur og dóttir Sigurðar greinir frá andláti hans á Facebook.

Innlent
Fréttamynd

Carl Weathers er látinn

Bandaríski leikarinn Carl Weathers, sem var þekktastur fyrir að leika Apollo Creed í myndunum um boxarann Rocky, er látinn 76 ára að aldri.

Lífið