MeToo

Fréttamynd

Lög­maður Gunnars dregur í efa að biskup sé biskup

Auður Björg Jónsdóttir, lögmaður Gunnars Sigurjónssonar, fyrrverandi sóknarprests í Digraneskirkju, hefur sent erindi á Drífu Hjartardóttur, forseta kirkjuþings, þar sem hún óskar eftir því að Drífa úrskurði um hæfi biskups til að taka ákvarðanir um Gunnar.

Innlent
Fréttamynd

Afslaufanir á slaufanir ofan

Undanfarin tvö ár hefur kynbundið og kynferðislegt ofbeldi verið ofarlega í umræðunni. Ýmsum nafntoguðum mönnum hefur verið slaufað en aðrir snúið aftur eftir slaufunarfrí. Árinu var hrundið af stað með uppljóstrun á miklu hneikslismáli sem átti eftir að draga mikinn dilk á eftir sér.

Innlent
Fréttamynd

Ekkert til í því að nemandi hafi nauðgað litlu frænku sinni

Ráðgjafahópur sem skoðaði meint eineltismál vegna nafna drengja sem rituð voru á spegla Menntaskólans við Hamrahlíð, segir að drengir hafi orðið fyrir einelti og útilokun. Ein gróf saga er sögð ekki eiga neina stoð í raunveruleikanum eftir ítarlega könnun hópsins. 

Innlent
Fréttamynd

Pétur Örn hættir sér út úr skelinni: „Á líf hins út­skúfaða virki­lega að vera svona?“

Lítið hefur spurst til tónlistarmannsins Péturs Arnar, oft þekktur sem Pétur Jesú, undanfarna mánuði. Pétur dró sig í hlé frá sviðsljósinu og samfélagsmiðlum eftir að söngkonan Elísabet Ormslev steig fram í viðtali við Fréttablaðið og lýsti sambandi sínu við Pétur á sínum tíma. Hún var 16 ára þegar á sambandinu stóð en hann 38 ára.

Innlent
Fréttamynd

Dómari ógildir réttarhöldin yfir Masterson

Dómari ógilti réttarhöld yfir leikaranum Danny Masterson í gær, þar sem kviðdómurinn gat ekki náð saman um niðurstöðu. Masterson var ákærður fyrir þrjár nauðganir og hefur notið stuðnings Vísindakirkjunnar í baráttu sinni gegn ásökununum.

Erlent
Fréttamynd

Fjöldi kvenna muni yfirgefa F.Í. ef vantrauststillaga verður felld

Kristín I. Pálsdóttir, félagi í Ferðafélagi Íslands, mun á félagsfundi í kvöld leggja fram vantrauststillögu á hendur stjórn félagsins. Hún segir stjórnina ekki hafa skilning á ofbeldis-og áreitnismálum. Hún mun sjálf segja sig úr félaginu ef tillagan verður felld og telur mjög líklegt að fleiri konur muni fylgja með því konur vilji almennt ekki dvelja á stöðum þar sem ekki er hugað að öryggi þeirra.

Innlent
Fréttamynd

Vantrauststillaga lögð fram gegn stjórn FÍ á morgun

Kristín I. Pálsdóttir, félagi í Ferðafélagi Íslands til margra ára, hyggst leggja fram vantrauststillögu á hendur stjórnar félagsins á félagsfundi á morgun, í kjölfar fundar með stjórninni í gær. Hún var boðuð á fundinn eftir að hafa sent stjórninni fyrirspurn um áreitni- og ofbeldismál innan félagsins.

Innlent
Fréttamynd

Lögmaður Bubba fundaði með útvarpsstjóra

Sölvi Blöndal, framkvæmdastjóri Öldu Music og Einar Þór Sverrisson lögmaður Bubba Morthens, fóru á fund Stefáns Eiríkssonar útvarpsstjóra og kröfðust svara við því hvers vegna lag Bubba og Auðar Tárin falla hægt heyrðist varla á Rás 2.

Menning
Fréttamynd

Gæti átt 140 ár í fangelsi í vændum

Kvikmyndaframleiðandinn og Hollywood mógúllinn Harvey Weinstein er enn og aftur mættur fyrir dómara í Bandaríkjunum sakaður um kynferðisofbeldi. Weinstein gæti átt yfir höfði sér allt að 140 ára dóm en hann afplánar nú 23 ára fangelsisdóm fyrir kynferðisofbeldi og nauðgun. 

Erlent
Fréttamynd

Strákar á speglinum til­kynna ein­elti

Nokkrir strákar sem voru bendlaðir við ofbeldi þegar nöfn þeirra voru krotuð á spegil í Menntaskólanum við Hamrahlíð hafa kvartað til skólans vegna eineltis. Skólinn hefur óskað eftir því að utanaðkomandi teymi taki málin til meðferðar.

Innlent
Fréttamynd

Enginn hafi spurt hvort búið sé að biðja þær af­sökunar

Þrjár konur segja Auðunn Lúthersson tónlistarmann aldrei hafa beðist afsökunar á framkomu sinni í þeirra garð. Það sé sárt að sjá samfélagið fyrirgefa honum. Erfitt sé að heyra hann játa að hafa farið yfir mörk og verið dónalegur, með því sé hann að smætta gjörðir sínar. 

Innlent
Fréttamynd

MH verður fyrsti skólinn til að inn­leiða að­gerða­á­ætlun í kyn­ferðis­brota­málum

Þolendur í menntaskólum munu fá meiri sveigjanleika í námi og aukið utanumhald þegar ný aðgerðaáætlun um einelti, kynferðislega áreitni og kynferðislegt ofbeldi verður innleidd. Menntaskólinn við Hamrahlíð verður fyrsti framhaldsskólinn til að innleiða áætlunina en þar var gerð bylting í byrjun mánaðar vegna óánægju nemenda með viðbrögð skólans í slíkum málum. 

Innlent
Fréttamynd

Réttað yfir Weinstein vegna Óskarsmála

Byrjað verður að velja kviðdómendur fyrir réttarhöld yfir Harvey Weinstein, kvikmyndaframleiðandanum alræmda, í Los Angeles í Bandaríkjunum í dag. Weinstein er ákærður fyrir að brjóta á fimm konum, meðal annars í kringum Óskarsverðlaunahátíð fyrir níu árum.

Erlent
Fréttamynd

Rektor MH „eins og kúkur“ í miðri byltingu

Þessa dagana ólgar bylting innan veggja Menntaskólans við Hamrahlið, þar sem ég á systur og mágkonu meðal nemenda, þar sem barnsmóðir mín og unnusta, hún Brynhildur mín, var í námi þegar henni var nauðgað fyrir meira en tíu árum.

Skoðun
Fréttamynd

Bylting í MH: Vilja ekki mæta nauðgurum sínum á göngunum

Nemendur í Menntaskólanum við Hamrahlíð mótmæltu því í gær að nemendur skólans sem eru þolendur kynferðisofbeldis þurfi að mæta gerendum sínum á göngum skólans. Þeir segja viðbrögð skólans vera ófullnægjandi. Fyrrverandi nemandi við skólann segir söguna vera að endurtaka sig. Fyrir tíu árum hafi henni verið nauðgað af samnemanda sínum. 

Innlent