Forseti Íslands

Fréttamynd

Hlær að sögu­sögnunum um eigin ó­léttu í Eyja­hafi

Una Sighvatsdóttir sérfræðingur embættis forseta Íslands fagnaði 39 ára afmæli á Santorini í Grikklandi. Hún segir afmælisárið hafa rammast kaldhæðnislega inn, hafist með því að hún hafi hætt við að gefa sjálfri sér eggheimtu-og frystingu í 38 ára afmælisgjöf og endað þannig að henni hafi borist sögur frá ókunnugu fólki utan úr bæ um að hún væri ólétt.

Lífið
Fréttamynd

Telur Jón Gnarr geta verið kryptónít Katrínar

Jón Gnarr gæti truflað ímynd Katrínar Jakobsdóttur í kosningabaráttu um embætti forseta Íslands, segir Andrés Jónsson almannatengill. Hann líkir Jóni við skáldaða efnið kryptónítið sem veikir ofurhetjuna Súperman.

Innlent
Fréttamynd

Fram­boðið hafi ekkert með Katrínu að gera

Allt bendir til þess að Katrín Jakobsdóttir bjóði sig fram til forseta á morgun. Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, sem tilkynnti um forsetaframboð í dag, segir framboð sitt ekkert hafa með forsætisráðherra að gera.

Innlent
Fréttamynd

Í­hugar fram­boð til for­seta al­var­lega

Katrín Jakobsdóttir staðfestir að hún sé alvarlega að hugsa um að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands og muni greina frá niðurstöðu sinni á næstu dögum. Tveir forsetaframbjóðendur hafa bæst í hópinn frá í gær, þeir Jón Gnarr og Guðmundur Felix Grétarsson. Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins fundar sérstaklega í dag um mögulegt framboð Katrínar Jakobsdóttur.

Innlent
Fréttamynd

Jón tveimur mínútum fljótari að safna en Baldur

Jón Gnarr, sem tilkynnti um forsetaframboð sitt fyrr í kvöld, er búinn að safna meðmælunum sem þarf til að bjóða sig fram til forseta. Þetta staðfestir Heiða Kristín Helgadóttir, sem er í kosningateymi Jóns, í samtali við fréttastofu.

Innlent
Fréttamynd

Sterkir forsetaframbjóðendur geta gjör­breytt stöðunni

Jón Gnarr tilkynnir væntanlega í kvöld hvort hann bjóði sig fram til embættis forseta Íslands eða ekki. Þá styttist í að forsætisráðherra geri upp hug sinn. Stjórnmálafræðingur segir framboð þeirra og nokkurra annarra geta ráðið miklu í kosningabaráttunni.

Innlent
Fréttamynd

„Veit að hún er að hugsa málið“

Orri Páll Jóhannsson, þingflokksformaður Vinstri grænna, segist ekki átta sig á því hvort tal um mögulegt forsetaframboð Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, hafi orsakað skjálfta í ríkisstjórnarsamstarfinu. Hann segist vita að Katrín sé að velta fyrir sér framboðinu.

Innlent
Fréttamynd

Katrín ekki með sigur vísan bjóði hún sig fram

Ólafur Þ. Harðarson stjórnmálafræðingur segist ekki vera viss um að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra eigi sigurinn vísan í forsetakosningum bjóði hún sig fram. Hann segir þjóðina vera mikið ólíkindatól þegar það kemur að forsetakosningum.

Innlent
Fréttamynd

Stuðmaður leggst undir feldinn

Jakob Frí­mann Magnús­son, Stuðmaður og þingmaður Flokks fólks­ins, íhug­ar al­var­lega að gefa kost á sér til embætt­is for­seta Íslands.

Innlent
Fréttamynd

Helga hellir sér í forsetaslaginn

Helga Þórisdóttir forstjóri Persónuverndar ætlar að gefa kost á sér til embættis forseta Íslands. Helga upplýsti um þetta á blaðamannafundi á heimili sínu í Fossvoginum í hádeginu.

Innlent
Fréttamynd

Það sem Guðni ætlar að gera eftir að hann lætur af em­bætti

Guðni Th. Jóhannesson ætlar að snúa sér að sagnfræðirannsóknum og kennslu þegar hann lætur af embætti forseta Íslands. Hann eigi meðal annars eftir að ljúka sögu landhelgismálsins og segir kíminn, að engir hafi breytt gangi sögunnar jafn mikið og sagnfræðingarnir.

Innlent
Fréttamynd

Baldur tjáir sig um mál­skots­réttinn

Baldur Þórhallsson, forsetaframbjóðandi og prófessor í stjórnmálafræði, segir það hafa verið hárrétt af Ólafi Ragnari Grímssyni að vísa ICESAVE-málunum til þjóðarinnar á sínum tíma.

Innlent
Fréttamynd

Með skemmti­legri em­bættis­verkum for­seta Ís­lands

Forseti Íslands segir það með skemmtilegri embættisverkum að taka á móti fulltrúum Félags áhugafólks um Downs heilkennið og þiggja að gjöf nýtt par af mislitum sokkum. Dagur Downs heilkennisins er haldinn hátíðlegur um allan heim í dag.

Innlent
Fréttamynd

Færðu for­seta Ís­lands mis­lita sokka

Það var líf og fjör á Bessastöðum í morgun þegar forseti Íslands tók á móti fulltrúum Félags áhugafólks um Downs heilkennið sem afhentu honum mislita sokka í tilefni alþjóðlega Downs dagsins. Forsetinn var hæst ánægður með sokkana sem voru hannaðir af listamanni með Downs heilkenni.

Lífið
Fréttamynd

„Við höfum verið mjög feimnir gagn­vart þessu“

„Við erum í raun að bjóða okkur fram saman. Við erum að bjóða okkur fram sameiginlega að þessum verkefnum. Við höfum tekist þannig á við öll okkar verkefni í lífinu,“ segir Baldur Þórhallsson, stjórnmálafræðiprófessor, um eiginmann hans fjölmiðlamanninn Felix Bergsson.

Innlent
Fréttamynd

Baldur býður sig fram

Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði, hefur tilkynnt um framboð sitt til embættis forseta Íslands. Það gerði hann á opnum fundi í Bæjarbíói í Hafnarfirði rétt í þessu.

Innlent
Fréttamynd

Bein út­sending: Baldur til­kynnir um á­kvörðun sína

Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, og Felix Bergsson, eiginmaður hans, munu í hádeginu í dag, funda með þeim hópi fólks sem hvatt hefur Baldur til að gefa kost á sér til embættis forseta Íslands.

Innlent