Íslensk tunga

Fréttamynd

Staða drengja kol­svört og versnar enn

Tryggvi Hjaltason, greinandi hjá CCP var fenginn til að vinna skýrslu um stöðu drengja í skólakerfinu fyrir barna- og menntamálaráðuneytið. Niðurstöður skýrslunnar eru sláandi.

Innlent
Fréttamynd

Uppreisnarhaf ís­lenskunnar

Dagurinn var kaldur; eins og allir dagar á Íslandi. Ég man hvað ég var spennt. Ég var búin að læra ómissandi orð. Ég var búin að læra að segja góðan daginn „gondain“ og tölurnar upp í tíu: „ein, tueir, trir, fiorir, fim, secs, shiu, auta, niu, tiu.“ Svo var ég með aðra setningu upp í erminni: „eki ropa nuna,“ endurminning úr kvöldmatarboði með krökkum, en ég átti ekki von á því að þurfa að nota hana; ekki heldur „tac firir matin“ eða „lugreglan“ – nauðsynlegt orð fyrir konu sem er ein í nýju landi.

Skoðun
Fréttamynd

Strámaðurinn mikli

Strámaður er ímyndaður skotspónn sem oft er settur á stall í rökræðum. Hann fær það hlutverk að setja fram skoðanir sem auðvelt er að skjóta í kaf.

Skoðun
Fréttamynd

Segir kæru Kristjáns út í hött

Eiríkur Rögnvaldsson, uppgjafaprófessor í íslenskri málfræði og málfarslegur aðgerðarsinni, segir kæru Kristjáns Hreinssons Skerjafjarðarskálds út í hött. Það sé ekkert til sem megi kalla lýtalausa íslensku.

Innlent
Fréttamynd

„Lýta­laus ís­lenska“ er ekki til

Undanfarið hefur orðið töluverð umræða um íslensku í Ríkisútvarpinu, m.a. í framhaldi af kæru Kristjáns Hreinssonar skálds til menningar- og viðskiptaráðherra „vegna notkunar íslenskrar tungu hjá fjölmörgum starfsmönnum Ríkisútvarpsins“.

Skoðun
Fréttamynd

Að gefnu til­efni

Prófessor Gauti Kristmannsson, bókagagnrýnandi Ríkisútvarpsins, ritar pistil hér á Vísi þann 28. júní s.l. og virðist gáttaður á því að ég skuli voga mér að halda uppi vörnum fyrir íslenska tungu. 

Skoðun
Fréttamynd

Fleiri for­eldrar í vanda með máluppeldi en áður

Tinna Sigurðardóttir talmeinafræðingur segi foreldra þurfa meiri og betri leiðbeiningar fyrir talþjálfun barna sinna. Tinna rekur Tröppu, fyrirtæki sem sérhæfir sig í fjarþjónustu fyrir börn, og hefur gert það síðustu tíu árin. Hún segir ekki margt hafa breyst í vanda barna en að foreldrar þurfi meiri aðstoð nú en áður. 

Innlent
Fréttamynd

Af málathöfnum

Orð eru til alls fyrst segir máltækið, en þau eru ekki bara orð heldur fela í sér tiltekna athöfn eða gjörð málnotandans hverju sinni. Málathafnakenningar (e. speech act theory), líka kallaðar talgjörðakenningar, fela í sér að við reynum að skilja hvað fólk vill í raun og veru þegar það talar eða skrifar

Skoðun
Fréttamynd

Segir ís­lenskuna dauða­dæmda

Skerjafjarðarskáldið Kristján Hreinsson segir íslenska tungu dauðadæmda. Útlensk áhrif sótt í pólitíska rétthugsun séu að valda því að þjóðin öll verði sýkt af hvorugkynssýki.

Innlent
Fréttamynd

Borgin sendi ömur­leg skila­boð út í sam­fé­lagið

Rithöfundurinn Sverrir Norland segir skammarlegt að starfsemi bókasafna Reykjavíkur verði ekki haldið úti í allt sumar vegna hagræðingarkröfu borgarinnar. Söfnin verða lokuð á víxl í sumar, hvert í þrjár vikur í senn, sparnaðarskyni. Sverrir telur það senda ömurleg skilaboð út í samfélagið, sér í lagi þegar íslenskt efni fyrir börn verður undir í samkeppni við efni á öðrum tungumálum.

Innlent
Fréttamynd

Að­gangur krakka að efni á ís­lensku versnar stöðugt

Dóttir mín (sjö ára) plægir sig orðið svo hratt í gegnum bækur að ég á í stökustu vandræðum með að finna nýtt íslenskt lesefni handa henni. Ekki er óalgengt að hún lesi þrjár til fjórar bækur á dag. Henni finnst sérstaklega gaman að lesa myndasögur en vílar ekki fyrir sér að lesa bækur án nokkurra myndskreytinga. Þetta hefur hún frá mömmu sinni sem byrjaði að lesa þriggja ára gömul! (Þegar ég var sjö ára kunni ég varla að skrifa nafnið mitt.)

Skoðun
Fréttamynd

Breytt orð­færi, breytt hugsun

Ég er með tillögu. Hættum að nota persónufornafnið „þau“ þegar við ræðum um meðborgara okkar í samfélaginu. Þegar við notum orðið „þau“ erum við að afmarka ákveðinn hóp og í leiðinni undirstrika að „við“ tilheyrum honum ekki, að við stöndum utan við hann og horfum á „þau“ úr ákveðinni fjarlægð.

Skoðun
Fréttamynd

Þarf rann­sóknir á kynhlutlausu máli?

Margt, mikið og misgáfulegt hefur verið skrifað um kynhlutlaust mál í blöðum. Nú nýlega hefur verið umfjöllun á visir.is um notkun á hvorugkyni fleirtölu þegar merkingin er almenn og vísar ekki í afmarkaðan hóp.

Skoðun
Fréttamynd

Heimtaði að allir í bænum töluðu ís­lensku

Á þjóðhátíðardaginn 17. júní á mánudaginn næstkomandi verður þétt dagskrá um allt land og þar á meðal í Ísafjarðarbæ. Á Hrafnseyri, fæðingarstað sjálfs Jóns forseta, verður íbúum af erlendum uppruna boðið upp á leiðsögn og fræðslu um íslenska lýðveldið, Jón Sigurðsson, Hrafnseyri og fornminjar á einfaldri íslensku.

Innlent
Fréttamynd

Á tæpustu tungu

Í heiminum er ekki að finna neitt tæki jafn margslungið eða vel til þess búið að varðveita og fremja menningu – hugsun, bókmenntir, tilfinningar, lærdóm – og tungumálið.

Skoðun
Fréttamynd

Hættur kynhlutleysisins

Undanfarið hefur verið mikil umræða í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum um breytingar á íslensku í átt að kynhlutlausu máli. Það bitastæðasta í þessari umræðu eru tvær greinar sem Höskuldur Þráinsson fyrrverandi prófessor hefur nýlega skrifað í Vísi.

Skoðun
Fréttamynd

Upp­lifun mín á því að taka þátt í Gefum ís­lensku séns

Á þeim átta árum sem undirritaður hefur búið á Ísafirði hef ég kynnst nokkrum fjölda af erlendu fólki, oftast núverandi eða brautskráðum nemendum við Háskólasetur Vestfjarða, og lít ég á marga þeirra sem vini mína og kunningja. Samskiptamálið hefur verið og er áfram langoftast enska, þó að stundum sé látið reyna á fleiri mál og þá auðvitað með einhverjum tilraunum til að koma íslenskunni á framfæri, en alltaf hefur ensk tunga ráðið ríkjum í þessum samskiptum.

Skoðun
Fréttamynd

Deildarstýri – deildarstýra – deildar­stjóri

Tungumálið endurspeglar sögu okkar. Ef við höfum hugrekki til að breyta sögunni verðum við að hafa hugrekki til að breyta tungunni. Það er skjalfest stefna Orkuveitunnar að vera „forystuafl fjölbreytileika og jafnréttis“ þar sem byggður er upp „öruggur og inngildandi vinnustaður.“

Skoðun
Fréttamynd

Flestir vilja kalla Björn „forsetaherra“

Skiptar skoðanir eru á því hvað fólk vill kalla Björn Skúlason, eiginmann Höllu Tómasdóttur og þar af leiðandi fyrsta eiginmann forseta Íslands. Lesendum Vísis líst best á að kalla hann forsetaherra eða hreinlega eiginmann forseta.

Lífið
Fréttamynd

Hræðist að ís­lenskan hljóti sömu ör­lög og geir­fuglinn

„Mér dettur ekki í hug að líkja íslenskri tungu við íslenska geirfuglinn. Hún er hvorki stór né klunnaleg, og þaðan af síður ófleyg eða ósjálfbjarga. En ég óttast að sumir einlægir velunnarar hennar skapi henni sömu örlög og geirfuglinum; að varðveisla hennar ríði henni á endanum að fullu.“

Innlent
Fréttamynd

Icelandair misþyrmi ís­lenskri tungu

Maríu Helgu Guðmundsdóttur, sem fengist hefur við þýðingar og prófarkalestur, varð beinlínis illt í íslenskunni sinni þegar hún ferðaðist nýverið með Icelandair og fór að skoða afþreyingarkerfi flugfélagsins.

Innlent