Íslensk tunga

Fréttamynd

Ná ekki að breyta enskuskotnum umbúðum Nóa kropps

Sælgætisframleiðandinn Nói Síríus nær ekki að breyta enskuskotnum umbúðum á sumarútgáfu af Nóa kroppi þar sem búið er að dreifa nánast öllu takmörkuðu upplagi þess í verslanir. Málfræðingur við Háskóla Íslands gerði athugasemd við að umbúðirnar væru að hluta á ensku.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

„Fulltrúar erlendu stórfyrirtækjanna tókust bara á loft“

Forseti Íslands segir lífsreynslu útaf fyrir sig að hafa fundað með Apple, Microsoft og Amazon vestanhafs síðustu daga. Helstu sérfræðingar Íslendinga í máltækni eru hluti af sendinefnd, sem á að sannfæra stórfyrirtækin um að bjóða upp á samskipti við símana - á íslensku.

Innlent
Fréttamynd

Ræðir íslensku við Apple, Amazon og Microsoft

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, hélt í gærkvöldi til Kaliforníu í Bandaríkjunum þar sem hann leiðir íslenska sendinefnd á fund bandarískra stórfyrirtækja í tækniiðnaði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá embættinu.

Innlent
Fréttamynd

Aron notar rödd „Karls“ til að tjá sig á hverjum degi

Hinn níu ára gamli Aron Gauti Arnarsson er með fjórlömun, sem er tegund af Cerebral Palsy, sem er algengasta tegund hreyfihömlunar barna. Móðir hans segist hafa mikla trú á íslenskum leikjaiðnaði og veðjar á að lausnir á því sviði muni koma til með að bæta líf barna með fötlun til muna.

Innlent
Fréttamynd

Ís­lensku­nám á vinnu­tíma fyrir starfs­fólk

Viðreisn í Kópavogi telur að það séu sameiginlegir hagsmunir sveitarfélagsins og starfsmanna sem vinna í leik- og grunnskólum bæjarins að styðja við íslenskunám þeirra með því að bjóða upp á íslenskukennslu á vinnustað á starfstíma fyrir þau sem slíkt vilja þiggja.

Skoðun
Fréttamynd

Kraftur íslenskrar tungu

Ég er ein af þeim sem fæ í eyrun þessa dagana þegar ég hlusta á útvarpsþætti í umsjón fólks sem slettir „obvíusslí“ eða „absolútlí“ og fleiri enskuslettum sem eru nánast að kaffæra umræðuna.

Skoðun
Fréttamynd

Á­minning um auð­lindir

Manstu hver þú varst áður en heimurinn sagði þér hver þú værir? Áður en bíómyndirnar lögðu drög að draumum þínum og samfélagsmiðlar komu á tilfinningalegu kvótakerfi í hausnum á þér til að úthluta athygli þinni til erlendra stórfyrirtækja? Manstu hver þú varst áður en undirmeðvitund þín varð að bandarískri nýlendu?

Skoðun
Fréttamynd

Er læsi lykill að menntun?

Læsi er ekki eingöngu grundvöllur menntunar heldur einnig lýðræðis og félagslegs réttlætis. Læsi má skilja víðum skilningi, s.s. textalæsi, miðlalæsi og tilfinningalæsi. Rannsóknir sýna að kunnátta og færni til að skilja prentaðan texta og tjá sig í rituðu máli skipti miklu og stuðli að farsælli skólagöngu og samfélagsþátttöku.

Skoðun
Fréttamynd

Við­tengingar­háttur í út­rýmingar­hættu

Við­tengingar­háttur er á gríðar­legu undan­haldi í ís­lensku og gæti hrein­lega verið horfinn úr íslensku á þessari öld. Svo virðist sem lestur og áhorf barna á enskt efni hafi hraðað þessari þróun.

Innlent
Fréttamynd

Söfnuðu ríf­lega 1,3 milljónum radd­sýna

Ríflega 1,3 milljónir raddsýna söfnuðust í Lestrarkeppni grunnskólanna sem lauk í gær. Um er að ræða tvöföldun milli ára en alls tóku 118 skólar þátt og lögðu 5.652 manns sínum skóla lið í keppninni.

Innlent
Fréttamynd

Vilja lesa fleiri en 776 þúsund setningar

Stefnan er að lesa fleiri en 776 þúsund íslenskar setningar inn í snjalltæki í þriðju Lestrarkeppni grunnskólanna sem hófst í Smáraskóla í dag, en sá setningafjöldi er metið frá því í fyrra.

Innlent
Fréttamynd

Sjálfstæðisflokkurinn þarf aðeins að stoppa

Guðmundur Kristjánsson forstjóri Brims hefur áhyggjur af sjálfstæði Íslands og segir að honum hafi til að mynda litist afskaplega illa á þriðja orkupakkann á sínum tíma. Sjálfstæðisflokkurinn þarf að doka við og spyrja sig fyrir hvað hann stendur, segir útgerðarmaðurinn.

Innlent
Fréttamynd

Vinnu­brögð sem enginn ætti að sjá

Þórarinn Eld­járn er tví­mæla­laust ein­hver ást­sælasti höfundur þjóðarinnar. Rit­höfundar­ferill hans fer að teygja sig upp í fimm­tíu árin og í ár, á fjöru­tíu ára af­mæli fyrsta smá­sagna­safns hans, Of­sögum sagt, gefur hann út sitt áttunda smá­sagna­safn, Um­fjöllun. 

Menning
Fréttamynd

Guðmundur kaupir þrjú þúsund bækur

Forstjóri Brims segir fyrirtæki landsins ekki gera nóg til að efla íslenskukunnáttu starfsfólks síns. Hann er uggandi um stöðu tungumálsins og var að enda við að gefa eina stærstu bókagjöf á Íslandi um langt skeið.

Innlent
Fréttamynd

Arnar Eggert fékk Lítinn fugl

Dagur íslenskrar tónlistar var haldinn hátíðlegur víða um land í dag með ýmsum hætti en í Iðnó við tjörnina var haldin stutt hátíðarsamkoma að þessu tilefni þar sem veittar voru viðurkenningar tileinkaðar deginum og heiðursverðlaun dagsins, kennd við Lítinn fugl.

Tónlist
Fréttamynd

Kalli Katrínar svarað með Svörtum fössara og Myrkum markaðs­dögum

Einn stærsti verslunardagur heims gengur í garð á morgun. Black Friday, eða Svartur fössari eins og hann er iðulega kallaður hér á landi, hefur fest sig rækilega í sessi meðal Íslendinga. Fjölmargar verslanir bjóða upp á afslætti í tilefni dagsins. Sumir taka þó ekki þátt vegna umhverfissjónarmiða.

Neytendur
Fréttamynd

Álfur og Diljá hefja upp raust sína

Nýju íslensku talgervlarnir Álfur og Diljá hafa nú litið dagsins ljós en verkefnið er hluti af umfangsmikilli máltækniáætlun stjórnvalda. Talgervlar breyta texta í talað mál og voru 48 mannsraddir teknar upp við þróun nýju máltæknilausnanna. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Söfnuðu yfir 360.000 þúsund raddsýnum

Reddum málinu! vinnustaðakeppni þar sem fyrirtæki og stofnanir kepptu sín á milli í söfnun raddsýna á íslensku er nú lokið. Raddsýnin fara nú í gagnagrunn Samsróms sem verður opinn og aðgengilegur öllum sem vilja nýta hann í máltæknilausnir.

Lífið