KSÍ

Fréttamynd

Helmingur liða bíður enn keppnisleyfis

Í ár þurfa félög í efstu deild kvenna í fótbolta í fyrsta sinn að uppfylla kröfur í sérstöku leyfiskerfi KSÍ til að fá keppnisleyfi á komandi leiktíð, líkt og félög í efstu tveimur deildum karla. Leyfisráð samþykkti átján af 34 umsóknum um þátttökuleyfi í gær.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Áfall fyrir Guðna að koma tillögunni ekki í gegn"

Kjartan Atli Kjartansson og Henry Birgir Gunnarsson fengu Atla Viðar Björnsson til sín í hlaðvarpsþáttinn Sportið í dag og þar var meðal annars rætt um þau vonbrigði íslensku knattspyrnuhreyfingarinnar að geta ekki sæst á eina leið til að fjölga leikjum í efstu deild á Íslandi.

Fótbolti
Fréttamynd

„Þarf að vinna málið betur“

„Nú þarf bara að setjast niður, ræða málin og ná samstöðu,“ segir Ásgrímur Helgi Einarsson, formaður knattspyrnudeildar Fram, eftir ársþing KSÍ um helgina. Þar var tillaga Fram um 14 liða efstu deild karla felld, sem og tillaga stjórnar KSÍ um fjölgun leikja með því að taka upp úrslitakeppni í deildinni.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Engin breyting var versta niðurstaðan

„Það er hagsmunamál fyrir leikmenn að fá fleiri leiki sem skipta máli. Þeir sinna fótboltanum allan ársins hring,“ segir Arnar Sveinn Geirsson, forseti Leikmannasamtaka Íslands, nú þegar ljóst er að ekki verða breytingar á Pepsi Max-deild karla í fótbolta að sinni.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Yfir fjörutíu milljónir í undirbúning sem reyndist óþarfur

Það kostaði Knattspyrnusamband Íslands rúmar 42 milljónir króna að gera það mögulegt að Ísland og Rúmenía gætu mæst í umspilsleik á Íslandi í mars í fyrra. KSÍ fær ekki krónu upp í þann kostnað frá UEFA þrátt fyrir að milljónirnar hafi farið í súginn þegar UEFA ákvað að fresta leiknum.

Fótbolti
Fréttamynd

„Þessi samtök eru á ákveðnum krossgötum“

„Samtökin eru ekki eitthvað útibú frá KSÍ,“ segir Orri Vignir Hlöðversson, nýr formaður Íslensks toppfótbolta. Orri var sjálfkjörinn í embættið í síðustu viku eftir að Geir Þorsteinsson dró framboð sitt til baka, ósáttur við að framboð Orra væri álitið lögmætt, en Orri kveðst alls ekki líta svo á að hann hefji sitt starf í mótbyr.

Fótbolti
Fréttamynd

Geir gæti snúið aftur í stjórn KSÍ

Geir Þorsteinsson, fyrrverandi formaður og framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Íslands, er annar tveggja frambjóðenda til formanns Íslensks toppfótbolta, hagsmunasamtaka félaga í efstu deildum. Formaður ÍTF situr stjórnarfundi KSÍ.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Enginn tekur slaginn við Guðna

Frestur til þess að bjóða sig fram til stjórnar Knattspyrnusambands Íslands rann út um helgina. Útlit er fyrir að Guðni Bergsson verði sjálfkjörinn formaður til næstu tveggja ára.

Fótbolti
Fréttamynd

Lars ekki enn gert skrif­legan samning við KSÍ

Lars Lagerbäck er ekki búinn að skrifa undir samning við Knattspyrnusamband Íslands þó svo það sé búið að staðfesta að hann komi inn í nýtt landsliðsteymi A-landsliðs karla sem tæknilegur ráðgjafi.

Fótbolti
Fréttamynd

„Arnar vill ekki að ég sitji inni á skrifstofu“

Lars Lagerbäck kveðst svo sannarlega hafa saknað sinna gömlu lærisveina í íslenska landsliðinu í fótbolta. Hans nýja hlutverki hjá landsliðinu, sem nú er undir stjórn Arnars Þórs Viðarssonar, væri að mati Svíans best lýst sem starfi aðstoðarþjálfara.

Fótbolti
Fréttamynd

Fjöldi tillagna til að efla knattspyrnu kvenna

Stofnun U21 eða U23 landsliðs kvenna, áskorun á knattspyrnufélög um kynjakvóta í stjórnum, og hvatning til styrktaraðila um aukinn hlut til knattspyrnu kvenna. Þetta eru þrjár af mörgum tillögum sem starfshópur á vegum KSÍ leggur til í skýrslu um heildarendurskoðun á knattspyrnu kvenna.

Íslenski boltinn