Birtist í Fréttablaðinu

Fréttamynd

Þemað er umburðarlyndi

Barnakvikmyndahátíð hefst í Bíói Paradís á morgun með opnunarhátíð, sem forseti Íslands heiðrar ásamt fjölskyldu sinni.  Frítt er á opnunina. Krakkar eru hvattir til að mæta í búningi.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Grunar að enn sé herjað á hreiður fálka

Vísbendingar eru um að eggjaþjófar séu enn að spilla fyrir varpi fálka. Skilja hænuegg eftir til að villa um fyrir fuglinum og fá hann til að liggja lengur á. „Eitthvað sem á ekki að líðast,“ segir fuglafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun.

Innlent
Fréttamynd

Árborg fagnar plokkurum

Sveitarfélagið Árborg fagnar því að íbúar skuli tilbúnir að leggja hönd á plóginn við að hreinsa til í umhverfinu.

Innlent
Fréttamynd

Enn þjarmað að Facebook

Facebook baðst í gær afsökunar á því að hafa geymt myndbönd sem notendur höfðu sett inn og síðan valið að eyða.

Erlent
Fréttamynd

Hryðjuverkasamtök stefna á þingsæti

Bandaríkin setja pakistanskan stjórnmálaarm hryðjuverkasamtaka sem drápu á annað hundrað í Mumbai á hryðjuverkasamtakalistann. Flokkurinn, Milli Muslim League, hyggur á framboð í fyrsta sinn. Forsprakkinn, Hafiz Saeed, er einn eftirlýstasti maður heims.

Erlent
Fréttamynd

Vilja framselja Puigdemont

Saksóknarar í þýska bænum Schleswig fóru í gær fram á við dómstóla að Carles Puigdemont, fyrrverandi forseti héraðsstjórnar Katalóníu, yrði framseldur til Spánar.

Erlent
Fréttamynd

Seldist upp á 12 mínútum

Miðar á tónleika Skálmaldar og Sinfó í ágúst seldust upp á örskotsstundu. Snæbjörn Ragnarsson segir að unnið sé að því hörðum höndum að setja saman þriðju tónleikana en gríðarlegur fjöldi kemur að þeim og því þurfa margir frá að hverfa.

Lífið
Fréttamynd

Segir refsistefnu yfirvalda koma verst niður á veikasta hópnum

Verkefnastjóri hjá Frú Ragnheiði segir ekki duga að beita siðferðiskenndinni gegn ofneyslu lyfseðilsskyldra lyfja. Vinnan þurfi að vera mun faglegri og upplýsingagjöfin betri. Margs konar skaðaminnkandi úrræði geta gagnast. Notendurnir sjálfir upplifa virðingarleysi og sorg en sorg þeirra er ekki samfélagslega viðurkennd.

Innlent
Fréttamynd

Tölfræðin ekki með ÍBV í liði

Úrslitakeppni Olís-deildar kvenna hefst í kvöld með leik Íslands- og bikarmeistara Fram og ÍBV í Safamýrinni. Framkonur hafa unnið alla leiki liðanna í vetur. Á morgun hefst einvígi deildarmeistara Vals og Hauka.

Handbolti
Fréttamynd

Vilja fá Íslendinga til Noregs í víkinganám

Fjórtán nemendur í víkingafræðum koma til Íslands á morgun frá Nordfjordeid. Þeir ætla að skoða víkingaskip, hitta íslenska ásatrúarmenn og skoða söguslóðir fornra víkinga. Lýðheilsuskólinn í Norfjordeid vill fá Íslendinga í námið.

Innlent
Fréttamynd

Það óraði engan fyrir þessu

Tandri Már Konráðsson og félagar í danska liðinu Skjern gerðu sér lítið fyrir og slógu ungverska stórliðið Veszprém úr leik í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu um helgina. Skjern stefnir á að verða danskur meistari og að koma

Handbolti
Fréttamynd

Góð rök þarf til að breyta bitlitlu banni

Áfengisframleiðendur og innflytjendur koma auglýsingum óhindrað til almennings með keyptri dreifingu á samfélagsmiðlum. Nefnd vill afnema bann við áfengisauglýsingum. Ráðherra segir að lýðheilsusjónarmið muni ráða för.

Innlent
Fréttamynd

Vinsæll íþróttakennari en bara meðaljón þegar kemur að ræktinni

Spinningkennarinn Siggi Gunnars segist ekki hafa hugmynd um hvers vegna hundruð manna keppast um að fá pláss í spinningtímunum hjá honum Hann segist vera orðlaus en himinlifandi yfir vinsældunum. „Og ég nýt mín í botn og kannski smitar það bara út frá sér.“ Að hans mati er ekkert flottara en góð spinninglæri.

Lífið
Fréttamynd

Breytingar í þjóðfélaginu geti skýrt aukningu í ávísunum

Mismunandi skammtastærð gæti skýrt að hluta hví við notum meira af þunglyndislyfjum en nágrannaþjóðir. Umtalsverð aukning hefur verið í ávísunum til ungra kvenna. Að mati yfirlæknis getur opinská umræða um sjúkdóminn stuðlað að því að fleiri leiti sér aðstoðar.

Innlent
Fréttamynd

Mývetningum fjölgar ört og breyttir tímar blasa við

Í fyrsta skipti í aldarfjórðung fór íbúafjöldi Skútustaðahrepps yfir 500 manns á dögunum. Þorsteinn Gunnarsson sveitarstjóri segir Mývetninga hafa trú á framtíðinni. Hann segir ferðaþjónustuna hafa bjargað atvinnulífinu í sveitinni. Fjölgunin boðar nýjar áskoranir.

Innlent
Fréttamynd

Sisi hafði betur með 97 prósent atkvæða

Fyrirsjáanlegur sigur sitjandi forseta Egyptalands var staðfestur í dag. Hann mætti engri raunverulegri mótspyrnu í kosninga­baráttunni. Stjórnarandstæðingar drógu framboð til baka eftir hótanir. Eini mótframbjóðandinn var stuðningsmaður al-Sisi.

Erlent
Fréttamynd

Ekkert aprílgabb á Brúnni

Eftir ófarir síðustu 28 ára vann Tottenham loks Chelsea á Stamford Bridge á sunnudaginn. Með sigrinum styrkti Spurs stöðu sína í baráttunni um Meistaradeildarsæti en Chelsea er hins vegar í erfiðum málum.

Sport
Fréttamynd

Í fararbroddi

Í vikunni bárust fregnir af því að ný hraðhleðslustöð hefði verið tekin í gagnið í Mývatnssveit og að með því væri allur hringvegurinn opinn fyrir rafbíla. Innan við hundrað kílómetrar eru þar með milli hleðslustöðva á hringveginum.

Skoðun
Fréttamynd

Í staðinn fyrir kalífann

Fyrir snautlega formannstíð sína hlaut Sarkozy verðlaun – þótt ekki teljist sú viðurkenning eftirsóknarverð. Hann hlaut nefnilega Fláráðs-verðlaunin eða Prix Iznogoud, sem draga nafn sitt af myndasögupersónu þeirri sem á íslensku nefnist Fláráður stórvesír. Tengingin er augljós. Stórvesírinn Fláráður á þann draum heitastan að ryðja kalífanum Harúni milda úr sessi og gerast sjálfur kalífi í Bagdad í óskilgreindri fortíð.

Menning
Fréttamynd

Hið fullkomna frelsi

Marta Nordal leikstýrir Rocky Horror Show sem er að slá í gegn í Borgarleikhúsinu og tekur senn við starfi leikhússtjóra Leikfélags Akureyrar. Hún varð fimm ára gömul heilluð af leikhúsheiminum og árin hafa síður en svo dregið úr þeirri ástríðu. Hún segir leikhúsið geta verið miskunnarlausan heim.

Lífið
Fréttamynd

Staðan í borginni

Ég get ekki sagt að ég sé brjálaður yfir neinu sérstöku í Reykjavík. Í aðdraganda borgarstjórnarkosninga hefur maður svolítið verið að skoða hug sinn og velta fyrir sér hvaða mál það eru sem brenna á manni.

Skoðun
Fréttamynd

Zuckerberg mislíkar minnisblað varaforseta

Forstjóri Facebook segist ósammála umdeildu minnisblaði eins varaforseta fyrirtækisins. Þar var því haldið fram að tilgangurinn helgaði meðalið. Vafasamir viðskiptahættir væru í lagi svo lengi sem þeir stuðluðu að vexti Facebook.

Erlent
Fréttamynd

Sneri aftur eftir hjartaaðgerð

Líðan tortímandans Arnolds Schwarzenegger var í gær sögð stöðug eftir að hann var drifinn í opna hjartaaðgerð seint á skírdag. Var þá skipt um slöngu í hjartaloku en slíkri slöngu var fyrst komið fyrir í hinum austurrísk-bandaríska Schwarzen­egger árið 1997.

Erlent
Fréttamynd

Hægt að herða á iPhone-símum

Fyrir nokkru kom í ljós að tæknirisinn Apple hægði viljandi á eldri iPhone-símum. Sagði fyrirtækið það gert í þeim tilgangi að auka rafhlöðuendingu enda væru rafhlöður í eldri símum oftar en ekki orðnar gamlar og lélegar.

Viðskipti erlent