Birtist í Fréttablaðinu

Fréttamynd

Sveinbjörn mun hækka á heimslistanum

Svein­björn Iura komst í þriðju um­ferð í 81 kg flokki á heims­meist­ara­mót­inu í júdó sem fram fer þessa dag­ana í Bakú í Aser­baíd­sj­an. Sveinbjörn sat hjá í fyrstu um­ferð keppn­inn­ar, en mætti Cedrick Kalonga í annarri umferðinni.

Sport
Fréttamynd

Berglind markahæst og Sandra María best

Lokaumferð Pepsi-deildar kvenna í knattspyrnu fór fram á laugardaginn, en fyrir umferðina var klárt að Breiðablik yrði Íslandsmeistari og að FH og Grindavík myndu falla niður í næstefstu deild.

Fótbolti
Fréttamynd

Skuldir Gagnaveitunnar jukust um fjóra milljarða á síðasta ári

Aukin innviðauppbygging varð til þess að skuldir Gagnaveitu Reykjavíkur, dótturfélags Orkuveitunnar, jukust um tæpa fjóra milljarða í fyrra. Fjárfest var fyrir 3,2 milljarða í fyrra. Áætlun sem kynnt var borgarstjórn í árslok 2016 gerði ráð fyrir fjárfestingu upp á 3,9 milljarða til fimm ára. Örari vöxtur skýringin.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Költ-klassík með baðvatninu

Það er fyrir löngu orðinn siður að kvikmyndahátíðinni RIFF fylgi sundbíó þar sem fjörug ræma er sýnd í sundlaug og í ár verður engin breyting þar á. Költ-myndin The Fifth Element verður sýnd í Sundhöllinni með pompi og prakt.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Engum tekist að hrifsa stig af Liverpool

Liverpool er með tveggja stiga forskot á Manchester City og Chelsea eftir leiki helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu karla. Manchester United mistókst að leggja Wolves að velli, en nágrannaliðin Arsenal og Tottenham Hotspur höfðu betur í sínum leikjum.

Enski boltinn
Fréttamynd

Undrast ofurlaunahækkun hjá mörgum sveitarfélaganna

Fyrrverandi fjármálastjóri Alþingis gagnrýnir að á sama tíma og undið var ofan af umdeildri 44 prósenta launahækkun til alþingismanna hafi æðstu stjórnendur margra sveitarfélaga tekið alla hækkunina. Á meðan þurfi almennt starfsfólk meðan þurfi almennt starfsfólk að berjast fyrir eðlilegum launum. Ætlar að vinda ofan af afleiðingunum.

Innlent
Fréttamynd

Traust

Ég veit ekki alveg hvort ég treysti mér í þessa umræðu. Ég er svolítið ringlaður þegar kemur að þessum málum. Ég skil vel af hverju traustið er svona lítið en á sama tíma klóra ég mér í höfðinu yfir því.

Skoðun
Fréttamynd

Klám og káf

Þannig ætti ekki að þurfa að setja vinnustaðareglur um það að einstaklingar séu ekki að angra aðra með óviðeigandi tölvupósti og sýni þá sjálfstjórn að sleppa því að tala niðrandi til annarra og láti vera að káfa á öðrum. Klámhundar og káfarar hafa aldrei vakið sérlega lukku, þótt þeir ímyndi sér annað.

Skoðun
Fréttamynd

Fá kannski vínarbrauð

Samtök iðnaðarins voru formlega stofnuð þann 24. september árið 1993 og eru því 25 ára í dag. Samtökin miða þó afmæli sitt við árið 1994 þegar þau hófu starfsemi í raun.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hvert er erindi VG?

Í upphafi naut ríkisstjórnin mikilla vinsælda en 70-80% kjósenda studdu stjórnina. Á skömmum tíma dvínuðu vinsældirnar mjög.

Skoðun
Fréttamynd

Baráttan við snjallsímana

Fyrir manneskju sem ólst upp við að klifra í stillansum, gera fimleika á húsþökum, teika bíla og leika sér úti fram á nótt er ákveðin áskorun að höndla nútímatækni.

Skoðun
Fréttamynd

Katrín bannar djamm á tíu ára afmæli hrunsins

Halda átti árshátíð Stjórnarráðsins 6. október næstkomandi. Forsætisráðherra stöðvaði þau áform eftir samtal við menntamálaráðherra. Nokkurrar óánægju gætir í starfsliðinu með afskiptasemi og meinta viðkvæmni ráðherranna.

Innlent
Fréttamynd

Finnur sig best þegar hann er að glíma

Mikael Leó Aclipen er ungur og upprennandi bardagalistamaður með stóra drauma. Hann hóf ungur að nema listina og dreymir um að komast á sama stall og Gunnar Nelson. Mikael elskar að glíma og færir miklar fórnir til þess að ná frama í íþróttinni.

Sport
Fréttamynd

Landið að rísa aftur á Skaganum

Hið fornfræga stórveldi ÍA hefur upplifað tímana tvenna síðan gullaldarskeiði félagsins í knattspyrnu karla sem stóð frá 1992 til 2001 lauk. Nú er bjart yfir Skaganum á nýjan leik og framtíðin sveipuð gulum ljóma.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Braggablús í Nauthólsvík

Endurgerð á gamla Hótel Winston hefur kostað 415 milljónir. Húsaþyrpingin hefur verið friðuð í 20 ár og átti fyrst að vera stríðsminjasafn. Eftir vandræðagang var ákveðið að ganga til samninga við HR og gera braggana upp.

Lífið
Fréttamynd

Í brimróti

Fjölmiðlar eiga ekki að hafa önnur markmið en þau að segja fréttir og vera farvegur fyrir skoðanir og upplýsingar á ábyrgan og sanngjarnan hátt.

Skoðun
Fréttamynd

Snýst um að enda þjáningar en ekki líf

Sérfræðingar á sviði dánaraðstoðar frá Belgíu og Hollandi mæla með því að Íslendingar ræði málefnið á opinskáan hátt og horfi til reynslu sinna þjóða. Í Belgíu er litið á dánaraðstoð sem hluta af líknandi meðferð.

Innlent
Fréttamynd

Bíó breytir heiminum

Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík fer fram í 15. sinn í ár dagana 27. september til 7. október. Fjöldi erlendra fjölmiðla og fólks úr kvikmyndabransanum leggur leið sína til Íslands á hátíðina ásamt fjölda annarra gesta.

Menning