Fréttir

Fréttamynd

Bókaútgáfa greiði 25 milljóna sekt

Bókaútgáfunni Forlaginu er gert að borga 25 milljóna króna sekt fyrir brot á banni við birtingu smásöluverðs bóka og banni við því að mismuna bóksölum með afsláttarkjörum. Forlagið varð til 2008 með samruna JPV útgáfu ehf. og Vegamóta ehf. Þegar Samkeppniseftirlitið skoðaði samrunann setti Forlagið fram hugmyndir að skilyrðum til að ryðja burt samkeppnishindrunum.

Innlent
Fréttamynd

Þjóðverjar ætla að vera með

Þýska þingið samþykkti í gærmorgun hlutdeild Þýskalands í stækkun neyðarsjóðs Evrópusambandsins, sem á að styrkja stöðugleika evrunnar með því að koma nauðstöddum evruríkjum til hjálpar.

Erlent
Fréttamynd

Rík krafa lögreglumanna að fá verkfallsrétt

Á fjórða hundrað lögreglumanna gengu fylktu liði frá lögreglustöðinni við Hverfisgötu að fjármálaráðuneytinu um miðjan dag í gær. Með þessari samstöðugöngu vildu þeir undirstrika óánægju sína með niðurstöðu gerðardóms um kjaramál lögreglumanna.

Innlent
Fréttamynd

20 milljónir úr fatakaupum

Rauði kross Íslands afhendir 20 milljón króna framlag fatasöfnunarverkefnis til neyðaraðstoðar í Sómalíu á föstudag. Fjármagnið er fengið fyrir sölu á fatnaði sem fólk gefur Rauða krossinum.

Innlent
Fréttamynd

Himnahöllin á braut um jörðu

Eldflaug sem bar fyrsta hluta kínverskrar geimstöðvar út í geim var skotið á loft frá Góbí-eyðimörkinni í gær. Geimstöðin, sem nefnd hefur verið Himnahöllin, verður ómönnuð til að byrja með en til stendur að senda geimfara um borð á næsta ári.

Erlent
Fréttamynd

Hátekjuskatturinn varla lengur í myndinni

„Þetta verður búið þegar það er búið,“ hafa danskir fjölmiðlar eftir Helle Thorning-Schmidt, leiðtoga danska Sósíaldemókrataflokksins, sem talin er langt komin með stjórnarmyndunarviðræður við hina flokka vinstri blokkarinnar.

Erlent
Fréttamynd

Tugir bjóðast til að gefa 16 ára pilti nýra

Tugir Íslendinga hafa boðist til að gefa sextán ára dreng nýra úr sér eftir að amma hans sendi út neyðarkall á Facebook. Drengurinn, Sævar Ingi, berst við bandvefssjúkdóm sem heitir Alport-syndrome og þarf á nýrnaígræðslu að halda.

Innlent
Fréttamynd

Áfram auglýst eftir vændi á netsíðum

Eftirspurn eftir vændi hér á landi er mikil, þrátt fyrir að slíkt hafi verið gert ólöglegt með öllu árið 2009. Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, framkvæmdastýra athvarfs Stígamóta fyrir þolendur vændis og mansals, segir afar einfalt að nálgast auglýsingar á hinum ýmsu stefnumótasíðum þar sem óskað er eftir að kaupa vændi.

Innlent
Fréttamynd

Fjölmiðlar ekki rannsakendur

Björgvin Björgvinsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar, segir engan vafa leika á því að í tilteknum auglýsingum um nuddþjónustu sem birst hafa meðal smáauglýsinga í Fréttablaðinu sé í raun verið að auglýsa vændi. Til rannsóknar sé hvort um milligöngu um vændi sé að ræða.

Innlent
Fréttamynd

Mótmæla frekari niðurskurði

Stjórn Læknaráðs Heilbrigðisstofnunar Suðurlands segir að frekari skerðing á fjárframlögum til stofnunarinnar muni leiða til skertrar grunnþjónustu á Suðurlandi. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem stjórnin sendi frá sér í gær.

Innlent
Fréttamynd

Strangar fjárlagareglur fyrir aðildarríki ESB samþykktar

Evrópuþingið samþykkti í gær nýjar og strangari fjárlagareglur fyrir aðildarríkin, sem á að efla samstarf þeirra í ríkisfjármálum og koma í veg fyrir óhóflega skuldasöfnun. Heilt ár er liðið síðan framkvæmdastjórn Evrópusambandsins samþykkti tillögur sínar að þessum nýju reglum. Þeim er ætlað að draga úr líkum þess að aðildarríkin lendi í vanda á borð við þann, sem Grikkir og fleiri þjóðir evrusvæðisins glíma nú við.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Taser-tækin fækka meiðslum

Rétt notkun á Taser-byssum er jafn hættulítil eða hættuminni en aðrir valkostir við valdbeitingu lögreglu. Hún hefur ótvíræða kosti við að fækka meiðslum á lögreglumönnum, sem og brotamönnum.

Innlent
Fréttamynd

Telja línur í Veiðivötn umhverfismatsskyldar

„Við mælumst eindregið til þess að þessi framkvæmd fari í umhverfismat,“ segir Hilmar J. Malmquist, stjórnarmaður í Náttúruverndarsamtökum Íslands, um áætlaða lagningu raflínu og ljósleiðara frá Vatnsfelli í Veiðivötn og Snjóöldu.

Innlent
Fréttamynd

Fjórðungur 15 ára drengja getur ekki lesið sér til gagns

Fjórðungur 15 ára drengja, eða 23,2 prósent, í grunnskólum Reykjavíkur getur ekki lesið sér til gagns. Það er þrefalt hærra hlutfall en meðal stúlkna, sem er um níu prósent. Þessi hópur nær ekki hæfnisþrepi tvö í lesskimunarprófum, sem þýðir meðal annars að þeir skilja í sumum tilvikum ekki megininntak lesins texta og sjá ekki tengsl efnis á ólíkum stöðum eða getað mótað sér skoðun á upplýsingum.

Innlent
Fréttamynd

Skylda okkar að vinna í Útsvari

„Ég ætlast til þess að fólk vinni keppnina,“ segir Ómar Stefánsson, bæjarfulltrúi Framsóknarflokks í Kópavogi, sem leggur mikla áherslu á sigur bæjarins í spurningakeppninni Útsvari í Ríkissjónvarpinu.

Innlent
Fréttamynd

Þjóðbúningur á tískutvíæringi

„Ég ákvað að taka fyrir faldbúninginn og karlbúninginn og sjá hvernig þessir heilögu íslensku búningar koma út í táknrænum amerískum efnum, það er í gallaefni og köflóttu hefðbundnu efni,“ segir Ragna Fróða hönnuður, sem bregður á leik með íslenska þjóðbúninginn á Norræna tískutvíæringnum í Seattle á morgun.

Innlent
Fréttamynd

Liðsmenn Árnesgengisins ákærðir fyrir vopnað rán

Ríkissaksóknari hefur ákært tvo síbrotamenn fyrir að færa mann nauðugan á heimili hans og ræna hann þar. Ein kona er ákærð fyrir hlutdeild í ráninu. Annar mannanna játaði sök en hinn tók sér frest. Konan neitaði.

Innlent
Fréttamynd

Nærri 400 kvartanir borist í ár

Kvörtunum til umboðsmanns Alþingis hefur fjölgað verulega á árinu. Embættið hefur fengið fleiri kvartanir það sem af er ári en allt árið í fyrra, en þá bárust um 370 kvartanir.

Innlent
Fréttamynd

Mikilvægt að sátt náist í kjaradeilu

Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, segir mikilvægt að kjaradeila lögreglumanna verði sett í ferli sem leiði til sáttar. Það verði hins vegar ekki gert á einu andartaki.

Innlent
Fréttamynd

Innbrotspar var dæmt í fangelsi

Kona á þrítugsaldri og karlmaður á fertugsaldri hafa verið dæmd fyrir fjölmörg þjófnaðarbrot. Hann skal sæta fangelsi í sex mánuði en hún var fékk sextíu daga skilorðsbundið fangelsi.

Innlent
Fréttamynd

Egyptar kjósa innan mánaðar

Þingkosningar verða haldnar í Egyptalandi 28. nóvember, þær fyrstu síðan Hosni Mubarak var steypt af stóli snemma þessa árs.

Erlent
Fréttamynd

Aflífuð vegna giktarvanda

Pokarottan Heidi var aflífuð í dýragarðinum í Leipzig í Þýskalandi í gær. Heidi vakti mikla athygli í lok síðasta árs vegna sérstaks útlits, en hún var rangeygð.

Erlent
Fréttamynd

Gat kannað verðið og keypt minna

stjórnsýsla „Ég er ekki að kaupa þessar skýringar Ríkislögreglustjóra,“ segir Björgvin Tómasson, framkvæmdastjóri öryggisvörufyrirtækisins Nortek.

Innlent
Fréttamynd

Ávinningur af útboði ólíklegur

„Fyrirtæki sem eru umboðsaðilar á Íslandi fyrir búnað til lögreglustarfa eiga það flest sameiginlegt að tengjast starfandi eða fyrrverandi lögreglumönnum með beinum eða óbeinum hætti,“ segir í yfirlýsingu frá Ríkislögreglustjóra. Lög banni ekki stofnunum ríkisins að eiga viðskipti við fyrirtæki í eigu lögreglumanna eða tengdra aðila.

Innlent