Kvöldfréttir Stöðvar 2 Eldfjallafræðingur segir líklegt að gígurinn við Litla-Hrút muni bresta von bráðar. Brotni hann til austurs gæti stórslys orðið verði ekki búið að rýma svæðið. Hann telur líkur á að nýr gígur opnist austur af Keili. 23.7.2023 18:07
Hádegisfréttir Bylgjunnar Ríkisendurskoðandi segir greinargerð setts ríkisendurskoðanda í Lindarhvolsmálinu óklárað plagg sem aldrei hefði átt að líta dagsins ljós og sakar hann um dylgjur. 23.7.2023 11:45
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í kvöldfréttum verðum við í beinni útsendingu frá gossvæðinu á Reykjanesi sem nú hefur verið lokað vegna slæmrar hegðunar ferðamanna og ræðum við lögreglustjóra og björgunarsveitarmann um ákvörðunina. 22.7.2023 18:01
Hádegisfréttir Bylgjunnar Gossvæðinu á Reykjanesi verður lokað klukkan sex í kvöld vegna slæmrar hegðunar fólks. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir líklegt að aðgengi fólks að eldstöðvunum verði áfram takmarkað á næstunni enda sé enda sé engin ástæða fyrir því að ferðamenn geti haft aðgang að eldstöðvum allan sólarhringinn. 22.7.2023 11:47
Esjan sést ekki fyrir gosmóðu Gosmóða liggur yfir höfuðborginni í bland við þokuloft og því lítið skyggni á svæðinu. Esjan sem vanalega sést út um gluggann frá höfuðstöðvum fréttastofu er horfin inn í móðuna. 21.7.2023 13:58
Gosmóða suðvestanlands og á Suðurlandi Nokkur gosmóða er nú suðvestanlands og á Suðurlandi sem dregur úr skyggni auk þess sem SO2 gasmengun eða brennisteinsdíoxíð frá eldgosinu mælist í dag á svæðinu frá Vogum að Sandgerði. Lögreglan á Suðurnesjum leggur áherslu á að ekki sé farið með ung börn að gosstöðvunum á Reykjanesi en aðstoða þurfti fjölskyldu með tvo lítil úrvinda börn á svæðinu í nótt. 21.7.2023 12:01
Lýsir sex klukkutíma bíóferð sem upplifun og hefur ekki fengið nóg Karlmaður lýsir sex klukkutíma bíóferð sinni í gærkvöldi sem stórkostlegri upplifun. Barbie, kjarnorkusprengjur, popp og kók. Og hann hefur ekki fengið nóg. 20.7.2023 21:00
Íbúum í Múlaþingi fjölgað um þrjú hundruð á síðustu tveimur árum Íbúum í Múlaþingi hefur fjölgað um þrjú hundruð á síðustu tveimur árum að sögn sveitarstjórans sem segir ungt fólk sækja í að flytja Austur á land. Þar spili möguleikar á fjarvinnu frá höfuðborginni stóran þátt. 19.7.2023 23:00
Hringtenging með göngum nauðsynleg Nauðsynlegt er að ráðast í göng milli Seyðisfjarðar og Mjóafjarðar og Mjóafjarðar og Norðfjarðar um leið og göng yfir Fjarðarheiði líta dagsins ljós, svo hægt sé að ná hringtengingu á Austurlandi, ellegar sé erfitt að líta á svæðið sem eitt sameiginlegt atvinnusvæði. Þetta segir sveitastjóri Múlaþings. Skynsamlegast væri að fylgja Færeyingum í gangagerð. 15.7.2023 19:17
Segja samveruna skemmtilegasta á skátamóti Hátt í tvö hundruð skátar alls staðar að af landinu eru samankomnir á skátamóti í sól og blíðu við Úlfljótsvatn. 13.7.2023 21:00