Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Kyrrstaða í stórum vegaframkvæmdum, úrslit forsetakosninganna í Bandaríkjunum og innanlandspólitíkin er meðal þess sem er til umfjöllunar hjá Kristjáni Kristjánssyni í Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Þátturinn hefst klukkan 10 og er hægt að fylgjast með honum í spilaranum fyrir neðan. 10.11.2024 09:33
Næsta lægð væntanleg á morgun Í dag er spáð suðaustan 5 til 13 metrum á sekúndu og rigningu, en úrkomulítið verður um landið norðaustanvert. Hiti 6 til 13 stig, hlýjast norðanlands. Vestan og suðvestan 10 til 18 metrar á sekúndu kringum hádegi, skúrir og heldur kólnandi, en lengst af þurrt norðaustantil. Hægari suðvestanátt í nótt. 10.11.2024 08:10
Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Leikstjórinn Rúnar Rúnarsson og kvikmyndaframleiðandinn Heather Millard voru verðlaunuð á Norrænum kvikmyndadögum í þýsku borginni Lübeck fyrir kvikmyndina Ljósbrot og stuttmyndina O (Hringur). 10.11.2024 07:54
Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Nú er gert ráð fyrir 58,6 milljarða króna halla á heildarafkomu ríkissjóðs árið 2025 en hann var áætlaður 41,0 milljarður þegar fjárlagafrumvarp var fyrst kynnt í september. Nemur aukningin 17,6 milljörðum króna. 4.11.2024 22:05
Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Kvikusöfnun heldur áfram á Reykjanesskaga en síðdegis í dag höfðu engir skjálftar mælst frá því að smáskjálftahrina varð á milli Sýlingarfells og Stóra-Skógfells í nótt. 4.11.2024 17:38
Vandasöm andlitslömun sem greinist vikulega á Íslandi Bell's palsy andlitslömun er nokkuð algeng á Íslandi og talið að árlegt nýgengi sé sennilega í kringum tuttugu tilfelli á hverja hundrað þúsund íbúa, að sögn háls-, nef- og eyrnalæknis. Það jafngildi því að í kringum einn greinist í viku hverri að meðaltali. 23.9.2024 22:28
Býður sig ekki fram til formanns og styður Svandísi Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra og starfandi formaður Vinstri grænna (VG) ætlar ekki að gefa kost á sér í formannssætið á komandi landsfundi. Í stað þess vill hann sjá Svandísi Svavarsdóttur innviðaráðherra og þingmann VG leiða flokkinn en hún hefur ekki tilkynnt framboð. 23.9.2024 18:24
Hafna því að CIA hafi reynt að ráða Maduro af dögum Bandaríkjastjórn hafnar ásökunum stjórnvalda í Venesúela um að bandaríska leyniþjónustan CIA hafi reynt að myrða Nicolás Maduro forseta og aðra háttsetta embættismenn. 15.9.2024 17:29
Lægð nálgast landið í nótt og gular viðvaranir á morgun Gular veðurviðvaranir taka gildi á Suðurlandi og miðhálendi um og upp úr hádegi á morgun vegna hvassviðris. Á Suðurlandi er búist við austan og suðaustan 15 til 23 metrum á sekúndu, hvassast undir Eyjafjöllum og í Selvogi þar sem vindhviður geta nálgast allt að 40 metrum á sekúndu. 15.9.2024 16:25
Hífðu slasaðan mann upp úr gili í Skaftafelli Maður féll nokkra metra niður í gil í Skaftafelli síðdegis í dag og var hífður upp með aðstoð þyrluáhafnar Landhelgisgæslunnar. Verið er að leggja mat á ástand mannsins en hann virðist hafa sloppið við meiriháttar meiðsli, að sögn aðalvarðstjóra lögreglunnar á Suðurlandi. 15.9.2024 15:45