Fréttamaður

Dóra Júlía Agnarsdóttir

Dóra Júlía er fréttamaður á Lífinu á Vísi.

Nýjustu greinar eftir höfund

„Vinkonusambönd virka aldrei ef það er af­brýði­semi“

Áhrifavaldarnir og raunveruleikastjörnurnar Sunneva Einarsdóttir og Jóhanna Helga Jensdóttir eða Jóa eru bestu vinkonur og hafa þekkst í rúm tólf ár. Vinátta þeirra hefur vakið mikla athygli en þær hafa meðal annars verið saman með raunveruleikaþátt, eytt tíma saman á fæðingardeildinni þegar Jóa eignaðist barn og margt fleira eftirminnilegt. Blaðamaður ræddi við þær um vináttuna.

Stór­stjarna úr tón­listar­heiminum í nýrri seríu White Lotus

Aðdáendur hinna gífurlega vinsælu sjónvarpsþátta The White Lotus bíða eflaust spenntir og jafnvel óþreyjufullir eftir nýrri seríu, sem er væntanleg á næsta ári. Nýverið birtist stutt klippa úr seríu þrjú þar sem kunnuglegir karakterar mæta splunkunýjum á framandi slóðum. K-pop súperstjarnan Lisa úr suður-kóresku stúlknasveitinni BLACKPINK fer þar á meðal með hlutverk. 

„Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera til­búið“

„Fólk er búið að taka mjög vel í þetta,“ segir rapparinn og listamaðurinn Brynjar Logi, betur þekktur sem Yung Nigo Drippin. Hann skaust fram á sjónarsviðið árið 2017 og hefur heldur betur verið virkur í íslensku tónlistarlífi allar götur síðan. Blaðamaður ræddi við Brynjar um nýja EP plötu og stór framtíðarplön.

Rúrik Gísla í glæsi­legu eftirpartýi á Edition

Það var líf og fjör síðastliðið laugardagskvöld á Roof barnum á hótelinu Reykjavik Edition þegar breska danstónlistartvíeykið Joy Anonymous tróð upp. Margt var um manninn og samkvæmt fréttatilkynningu var kvöldið magnað í alla staði.

Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni

Stemningin var engri lík á skemmtistaðnum AUTO síðastliðið föstudagskvöld þegar Gugguvaktin var haldin hátíðleg. Er þetta í annað sinn sem viðburðurinn fer fram og segja forsvarsmenn Auto að um sé að ræða alvöru gellukvöld á klúbbnum þar sem herramenn fá ekki að koma inn.

Lauf­ey naut lífsins með Ariönu Grande

Stórstjarnan Laufey Lín átti viðburðaríkan sunnudag. Hún skellti sér á körfuboltaleik með Los Angeles Lakers, fór á forsýningu á kvikmyndinni Wicked og hékk með Ariönu Grande.

Málningartrönur á miðri götu Ber­línar breyttu gangi sögunnar

„Það hefur ekki verið auðvelt að hleypa sextán ára stelpu til Portúgal. En á sama tíma held ég að það hafi ekkert gert neitt gott að halda mér heima,“ segir ævintýrakonan og listakonan Vigdís Erla Guttormsdóttir. Vigdís hefur verið búsett í Berlín síðastliðin ellefu ár og fluttist fyrst erlendis ein síns liðs sextán ára gömul. Blaðamaður ræddi við hana um lífið úti, hvatvísi, ástarsorg og sköpunargleði og margt fleira.

„Dagurinn var al­gjör­lega full­kominn“

Hinir nýgiftu Einar Guðmundsson og Aron Freyr eru búnir að vera par í rúm átta ár, eru báðir grafískir hönnuðir og reka saman verslunina Mikado á Hafnartorgi. Þeir trúlofuðu sig í Lissabon og á borgin svo stóran stað í hjarta þeirra að þeir ákváðu að halda brúðkaupið þar sömuleiðis. Blaðamaður ræddi við Einar og Aron um stóra daginn.

Sjá meira