„Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Áhrifavaldarnir og raunveruleikastjörnurnar Sunneva Einarsdóttir og Jóhanna Helga Jensdóttir eða Jóa eru bestu vinkonur og hafa þekkst í rúm tólf ár. Vinátta þeirra hefur vakið mikla athygli en þær hafa meðal annars verið saman með raunveruleikaþátt, eytt tíma saman á fæðingardeildinni þegar Jóa eignaðist barn og margt fleira eftirminnilegt. Blaðamaður ræddi við þær um vináttuna. 13.11.2024 20:01
Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Aðdáendur hinna gífurlega vinsælu sjónvarpsþátta The White Lotus bíða eflaust spenntir og jafnvel óþreyjufullir eftir nýrri seríu, sem er væntanleg á næsta ári. Nýverið birtist stutt klippa úr seríu þrjú þar sem kunnuglegir karakterar mæta splunkunýjum á framandi slóðum. K-pop súperstjarnan Lisa úr suður-kóresku stúlknasveitinni BLACKPINK fer þar á meðal með hlutverk. 12.11.2024 16:01
„Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ „Fólk er búið að taka mjög vel í þetta,“ segir rapparinn og listamaðurinn Brynjar Logi, betur þekktur sem Yung Nigo Drippin. Hann skaust fram á sjónarsviðið árið 2017 og hefur heldur betur verið virkur í íslensku tónlistarlífi allar götur síðan. Blaðamaður ræddi við Brynjar um nýja EP plötu og stór framtíðarplön. 12.11.2024 13:03
Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Það var líf og fjör síðastliðið laugardagskvöld á Roof barnum á hótelinu Reykjavik Edition þegar breska danstónlistartvíeykið Joy Anonymous tróð upp. Margt var um manninn og samkvæmt fréttatilkynningu var kvöldið magnað í alla staði. 12.11.2024 11:33
Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Stemningin var engri lík á skemmtistaðnum AUTO síðastliðið föstudagskvöld þegar Gugguvaktin var haldin hátíðleg. Er þetta í annað sinn sem viðburðurinn fer fram og segja forsvarsmenn Auto að um sé að ræða alvöru gellukvöld á klúbbnum þar sem herramenn fá ekki að koma inn. 11.11.2024 20:02
Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Það var líf og fjör í Hörpu um helgina þegar tónlistarkonan ástsæla Emilíana Torrini hélt tvenna tónleika við mikinn fögnuð. Fólk kepptist um að næla sér í miða en það varð fljótt uppselt. 11.11.2024 12:32
Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Stórstjarnan Laufey Lín átti viðburðaríkan sunnudag. Hún skellti sér á körfuboltaleik með Los Angeles Lakers, fór á forsýningu á kvikmyndinni Wicked og hékk með Ariönu Grande. 11.11.2024 09:32
Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar „Það hefur ekki verið auðvelt að hleypa sextán ára stelpu til Portúgal. En á sama tíma held ég að það hafi ekkert gert neitt gott að halda mér heima,“ segir ævintýrakonan og listakonan Vigdís Erla Guttormsdóttir. Vigdís hefur verið búsett í Berlín síðastliðin ellefu ár og fluttist fyrst erlendis ein síns liðs sextán ára gömul. Blaðamaður ræddi við hana um lífið úti, hvatvísi, ástarsorg og sköpunargleði og margt fleira. 9.11.2024 07:01
„Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Hinir nýgiftu Einar Guðmundsson og Aron Freyr eru búnir að vera par í rúm átta ár, eru báðir grafískir hönnuðir og reka saman verslunina Mikado á Hafnartorgi. Þeir trúlofuðu sig í Lissabon og á borgin svo stóran stað í hjarta þeirra að þeir ákváðu að halda brúðkaupið þar sömuleiðis. Blaðamaður ræddi við Einar og Aron um stóra daginn. 7.11.2024 07:01
Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Það var tryllt stemning á skemmtistaðnum AUTO um síðustu helgi þar sem fjöldi fólks skemmti sér fram á rauða nótt í mis óhugnanlegum búningum. 6.11.2024 20:02