Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Keflavík spilaði eingöngu á Schengen-samþykktum leikmönnum í sigri sínum gegn ÍR. 79-91 varð niðurstaðan í Skógarselinu. Þjálfarinn Pétur Ingvarsson var nokkuð sáttur eftir leik þrátt fyrir að hafa orðið aðeins hræddur undir lokin. Hann leitur nú að nýjum bandarískum leikmanni og vill finna einhvern fjölhæfari en Remy Martin og Wendell Green. 8.11.2024 22:30
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Keflvíkingar sækja ÍR-inga heim í Bónus-deild karla í körfubolta, í fyrsta leik sínum eftir að Wendell Green var rekinn frá Keflavík. 8.11.2024 21:00
Orri Steinn einn verðmætasti ungi leikmaður heims Orri Steinn Óskarsson er hástökkvari á lista yfir verðmætustu leikmenn heims, 21 árs og yngri. Orri skipar 38. sæti listans og er talinn sjötti verðmætasti framherjinn. 8.11.2024 07:03
Dagskráin í dag: Ronaldo og félagar í beinni útsendingu Það er fjörugur föstudagur framundan á íþróttarásum Stöðvar 2 og Vodafone. Bónus deild karla, LPGA golf, enski og sádiarabíski boltinn er meðal þess sem finna má á dagskránni. 8.11.2024 06:03
Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Declan Rice, miðjumaður Arsenal, er staðráðinn í að fjölga ekki leikmönnum á meiðslalista félagsins. Hann ætlar að harka af sér tábrot og spila gegn Chelsea á sunnudag. 7.11.2024 23:32
Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Andri Már Eggertsson, Nablinn, hefur á undanförnum fjórum árum öðlast frægð fyrir frábær viðtöl og framkomu á skjánum. Hann er reglulegur gestur á Körfuboltakvöldi og var beðinn um að velja fimm leikmenn eða þjálfara sem hann hefur ekki tekið viðtal við, en væri til í að taka tali. 7.11.2024 22:47
Kristian aftur í leikmannahópi Ajax | Sverrir stóð í vörn Panathinaikos Ajax er í öðru sæti Evrópudeildarinnar með tíu stig eftir 5-0 sigur gegn Maccabi Tel-Aviv. Lazio vermir toppsætið með fullt hús stiga eftir fjóra leiki, liðið vann 2-1 gegn Porto í kvöld. 7.11.2024 22:27
Toppsætið endurheimt með átta marka stórsigri Chelsea skellti armenska liðinu Noah á Stamford Bridge. 8-0 varð niðurstaðan þegar allt kom til alls. Guðmundur Þórarinsson var ónotaður varamaður hjá gestunum. 7.11.2024 22:00
Sigrinum óvænt stolið af Sociedad eftir jöfnunarmark Orra Orri Steinn Óskarsson skoraði fyrir Real Sociedad í heimsókn til Viktoria Plzen í Tékklandi. Leiknum lauk þó með 2-1 sigri Plzen eftir óvænt sigurmark varamanns á lokamínútu venjulegs leiktíma. 7.11.2024 22:00
Tvenna Diallo tryggði fyrsta sigurinn Manchester United fagnaði fyrsta sigrinum í Evrópudeildinni í kvöld. 2-0 varð niðurstaðan gegn PAOK. Amad Diallo skoraði bæði mörkin. 7.11.2024 22:00