Vistaskipti

Vistaskipti

Fréttir af vistaskiptum fólks innan fyrirtækja, stofnana og ýmissa samtaka.

Fréttamynd

Guð­ný og Sigurður Helgi til SI

Guðný Hjaltadóttir og Sigurður Helgi Birgisson hafa verið ráðin viðskiptastjórar á iðnaðar- og hugverkasviði Samtaka iðnaðarins. Guðný ber ábyrgð á framleiðsluiðnaði og Sigurður Helgi landbúnaði og matvælaiðnaði.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sjö vilja taka við af Gunnari

Alls bárust sjö umsóknir um embætti varaseðlabankastjóra fjármálastöðugleika en forsætisráðuneytið auglýsti embættið laust til umsóknar 9. apríl síðastliðinn og rann umsóknarfrestur út 30. apríl. Gunnar Jakobsson baðst á dögunum lausnar og var Arnór Sighvatsson settur tímabandið í embættið.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Birna sett sýslu­maður á Vestur­landi

Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra hefur sett Birnu Ágústsdóttur, sýslumanninn á Norðurlandi vestra, tímabundið sem sýslumann á Vesturlandi, frá 1. júní næstkomandi til og með 31. maí 2025. Tilefni setningarinnar er beiðni Ólafs Kristófers Ólafssonar, sýslumanns, um lausn frá embætti.

Innlent
Fréttamynd

Lang­þráður draumur Völu Ei­ríks rættist

Langþráður draumur útvarpskonunnar Valdísar Eiríksdóttur, sem margir þekkja sem Völu Eiríks, rættist á dögunum þegar henni bauðst starf á Rás 2. Þar mun hún starfa sem framleiðandi og tæknistjóri morgunútvarpsins auk þess mun hún halda utan um plötu vikunnar. 

Lífið
Fréttamynd

Fjár­mála­stjóri Play segir upp

Ólafur Þór Jóhannesson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Play, lætur af störfum að eigin ósk. Ólafur mun áfram sinna stöðu framkvæmdastjóra fjármálasviðs þar til eftirmaður hans tekur við.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Jón nýr for­maður banka­ráðs Lands­bankans

Ný stjórn hefur verið kjörin í bankaráð Landsbankans. Jón Þ. Sigurgeirsson, ráðgjafi hjá menningar- og viðskiptaráðuneytinu er nýr formaður ráðsins og tekur við af Helgu Björk Eiríksdóttur sem hefur sinnt formannsstörfum síðustu átta ár.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ráðnar að­stoðar­menn nýrrar ríkis­stjórnar

Anna Lísa Björnsdóttir hefur verið ráðin aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar. Þá hefur verið gengið frá endurráðningu Áslaugar Maríu Friðriksdóttur og Dagnýjar Jónsdóttur sem aðstoðarmenn ríkisstjórnarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Jón Jóns­son kemur nýr inn í stjórn

Tónlistarmaðurinn Jón Ragnar Jónsson tók í gær sæti í stjórn UN Women á aðalfundi samtakanna sem fram fór í gær. Hann kemur inn í stjórn í stað Ólafs Stephensen, framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda, sem hverfur úr stjórn eftir fjögurra ára stjórnarsetu.

Innlent