Dagur Fannar er nýr prestur í Skálholti „Ég er enn þá að ná þessu, ég er svo stoltur og ánægður að vera treyst fyrir þessu verkefni, þetta eru meiriháttar fréttir fyrir mig og mína fjölskyldu,“ segir Selfyssingurinn Dagur Fannar Magnússon, sem hefur verið valinn sem nýr prestur í Skálholti. Fimm sóttu um embættið. Innlent 6. febrúar 2022 19:35
Berglind frá Landsbankanum til BBA//Fjeldco Berglind Guðmundsdóttir hefur gengið til liðs við lögmannsstofuna BBA//Fjeldco. Berglind er héraðsdómslögmaður með víðtæka reynslu á sviði fyrirtækja– og fjármálalögfræði. Klinkið 6. febrúar 2022 14:56
Huld óskaði eftir að láta af störfum Huld Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins, hefur óskað eftir því að láta af störfum hjá sjóðnum. Starfið verður auglýst á næstu dögum en hún mun gegna starfinu fram að ráðningu nýs framkvæmdastjóra í vor. Viðskipti innlent 5. febrúar 2022 18:49
Gunna Dís komin aftur á RÚV Guðrún Dís Emilsdóttir, betur þekkt sem Gunna Dís, hefur störf hjá RÚV á ný eftir að hafa kvatt vinnustaðinn 2019 og flutt til Húsavíkur. Lífið 4. febrúar 2022 11:46
Fjórir vilja verða næsti fréttastjóri RÚV Fjórir sækjast eftir því að verða næsti fréttastjóri RÚV. Meðal þeirra eru Heiðar Örn Sigurfinnsson, varafréttastjóri RÚV og Þórir Guðmundsson, fyrrverandi ritstjóri Fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. Innlent 2. febrúar 2022 13:06
Ráðinn fjármálastjóri Kaptio Steingrímur Helgason hefur verið ráðinn fjármálastjóri hugbúnaðarfyrirtækisins Kaptio. Viðskipti innlent 2. febrúar 2022 09:50
Ellert stýrir fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans Ellert Arnarson hefur verið ráðinn forstöðumaður Fyrirtækjaráðgjafar Landsbankans og mun hann hefja störf á næstu vikum. Viðskipti innlent 2. febrúar 2022 09:40
Hjalti Ragnar til Svars eftir tuttugu ár hjá Deloitte Hjalti Ragnar Eiríksson, löggiltur endurskoðandi, hefur verið ráðinn til tæknifyrirtækisins Svars. Hann hefur um árabil starfað hjá Deloitte. Viðskipti innlent 2. febrúar 2022 07:21
Sigríður hættir hjá Tryggingastofnun Sigríður Lillý Baldursdóttir, forstjóri Tryggingastofnunar (TR) hefur óskað eftir því að láta af störfum sem forstjóri stofnunarinnar og mun hætta þann 6. febrúar næstkomandi. Innlent 1. febrúar 2022 17:39
Runólfur Pálsson nýr forstjóri Landspítala Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að skipa Runólf Pálsson í embætti forstjóra Landspítala til næstu fimm ára. Innlent 1. febrúar 2022 17:13
Ráðinn framkvæmdastjóri hjá YGG Björgvin Stefán Pétursson lögfræðingur hefur verið ráðinn sem framkvæmdastjóri hjá nýsköpunarfyrirtækinu Yggdrasil Carbon ehf. Viðskipti innlent 1. febrúar 2022 13:16
Ráðinn mannauðsstjóri SaltPay á Íslandi Arnar Sveinn Geirsson hefur verið ráðinn mannauðsstjóri SaltPay á Íslandi. Viðskipti innlent 1. febrúar 2022 10:07
Fróði ráðinn til Frumtaks Fróði Steingrímsson lögmaður hefur gengið til liðs við Frumtak þar sem hann mun sinna lögfræðilegum málefnum fyrir félagið og taka þátt í þróun á starfsemi þess. Þá mun hann veita félögum í eignasafni Frumtakssjóðanna ráðgjöf og stuðning. Viðskipti innlent 1. febrúar 2022 08:35
Aðalsteinn settur forstjóri Þjóðskrár Aðalsteinn Þorsteinsson forstjóri Byggðastofnunar hefur verið settur forstjóri Þjóðskrár Íslands til næstu sex mánaða. Innlent 31. janúar 2022 18:34
Gegnir embætti ráðuneytisstjóra næstu þrjá mánuðina Ásdís Halla Bragadóttir hefur verið skipuð ráðuneytisstjóri háskóla- iðnaðar og nýsköpunarráðuneytisins, tímabundið til þriggja mánaða á meðan auglýst er efir ráðuneytisstjóra fyrir hið nýja ráðuneyti. Innlent 31. janúar 2022 18:02
Lárus Welding orðinn stjórnarformaður Þingvangs Lárus Welding, fyrrverandi bankastjóri Glitnis, hefur tekið sæti í stjórn Þingvangs, sem er eitt stærsta byggingarfélag landsins, og gegnir þar stöðu stjórnarformanns. Klinkið 31. janúar 2022 17:00
Daði kveður Fossa til að stýra nýjum sjóði sem fjárfestir í rafmyntum Daði Kristjánsson hefur látið af störfum hjá Fossum mörkuðum. Hann tekur við sem framkvæmdastjóri hjá nýstofnuðu félagi, Viska Digital Assets ehf., sem vinnur að því að koma á fót sérhæfðum fagfjárfestasjóði með áherslu á rafmyntir og bálkakeðjutækni. Innherji 31. janúar 2022 11:34
Daði hættir hjá Fossum mörkuðum Daði Kristjánsson hefur látið af störfum hjá Fossum mörkuðum en hann mun taka við starfi framkvæmdastjóra hjá nýstofnuðu félagi, Viska Digital Assets ehf., sem vinnur að því að koma á fót sérhæfðum fagfjárfestasjóði með áherslu á rafmyntir og bálkakeðjutækni. Viðskipti innlent 31. janúar 2022 11:27
Jón Þórisson snýr aftur og tekur við sem forstjóri Torgs Jón Þórisson hefur tekið við sem forstóri Torgs, útgáfufélags Fréttablaðsins, DV, Hringbrautar og tengdra miðla. Jón er fyrrverandi aðalritstjóri Torgs og tekur við af Birni Víglundssyni sem sagði starfi sínu lausu í nóvember síðastliðnum. Viðskipti innlent 28. janúar 2022 11:16
Ásdís, Eydís og Grettir til Aton.JL Grettir Gautason, Ásdís Sigurbergsdóttir og Eydís Blöndal hafa verið ráðin til samskiptafélagsins Aton.JL. Viðskipti innlent 28. janúar 2022 11:03
Ólafur Örn nýr framkvæmdastjóri Miracle Ólafur Örn Nielsen hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Miracle. Viðskipti innlent 28. janúar 2022 10:43
Ráðin markaðsstjóri RV Harpa Grétarsdóttir hefur verið ráðin nýr markaðsstjóri Rekstrarvara, RV. Hún tekur við starfinu af Kristbirni Jónssyni sem verður yfirmaður heilbrigðissviðs og gæðastjóri fyrirtækisins. Viðskipti innlent 28. janúar 2022 08:47
Ríkisendurskoðandi skipaður ráðuneytisstjóri Skúli Eggert Þórðarson fyrrum ríkisendurskoðandi hefur verið skipaður ráðuneytisstjóri nýs menningar- og viðskiptaráðuneytis. Hann hefur störf þann 1. febrúar næstkomandi. Innlent 27. janúar 2022 22:29
Tekur við stöðu framkvæmdastjóra brandr Ása Björg Tryggvadóttir hefur tekið við starfi framkvæmdastjóra brandr. Hún starfaði áður sem markaðsstjóri Bestseller ásamt því að sitja í framkvæmdastjórn fyrirtækisins. Viðskipti innlent 27. janúar 2022 10:33
Ráðinn framkvæmdastjóri hjá Brimi eftir heimaslátrunarævintýri Matís Sveinn Margeirsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri nýsköpunar og loftslagsmála hjá Brimi hf. Sveinn mun taka formlega til starfa þann 1. ágúst næstkomandi. Viðskipti innlent 26. janúar 2022 12:49
Auður Lilja og Ómar Örn í nýjar stöður hjá Öryggismiðstöðinni Auður Lilja Davíðsdóttir hefur tekið við stöðu markaðsstjóra Öryggismiðstöðvarinnar og Ómar Örn Jónsson við starfi framkvæmdastjóri velferðartækni hjá fyrirtækinu. Viðskipti innlent 26. janúar 2022 09:54
Miklar breytingar hjá Motus Fjórir nýir stjórnendur hafi komið til starfa hjá Motus á sviði upplýsingatækni, innheimtu, samskipta og viðskiptastýringar. Þau eru Bjarki Snær Bragason, Eva Dögg Guðmundsdóttir, Magnea Árnadóttir og Sigríður Laufey Jónsdóttir. Klinkið 25. janúar 2022 11:41
Ragnhildur Steinunn breytir til hjá RÚV Fjölmiðlakonan Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir hefur sagt upp sem aðstoðardagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV. Hún segist ætla að snúa sér aftur að dagskrárgerðinni. Innlent 24. janúar 2022 14:18
Auður ráðin gæðastjóri Distica Auður Aðalbjarnardóttir hefur verið ráðin gæðastjóri eða faglegur forstöðumaður hjá Distica. Hún tekur jafnframt sæti í framkvæmdastjórn félagsins. Viðskipti innlent 24. janúar 2022 07:30
Tryggvi Þór lætur af störfum sem forstjóri RARIK Tryggvi Þór Haraldsson forstjóri RARIK ohf. hefur óskað eftir því að láta af störfum. Hann verður þó áfram starfsmaður RARIK og starfa sem ráðgjafi stjórnar og nýs forstjóra og enn fremur í sérstökum verkefnum. Viðskipti innlent 21. janúar 2022 11:00