„Partíið er byrjað“ Skemmtistaðaeigendur eru nú í óðaönn að undirbúa helgina eftir gleðifréttir dagsins. Þeir búast við að mikið fjör verði í miðbænum í kvöld og segist plötusnúður feginn að þurfa ekki að minna á grímurnar. Innlent 25. júní 2021 20:00
Þjóðin tapar sér yfir tíðindunum: Orgíur og botnlaust djamm Íslendingar eru yfrið kátir með boðaða allsherjarafléttingu sóttvarnaráðstafana innanlands og láta ánægju sína í ljós á Twitter. Af þeirri umræðu að dæma er ljóst að stefnir í hamfaranótt á vettvangi næturlífsins. Lífið 25. júní 2021 12:21
Fyrirsjáanlegt mikið djamm í miðborginni í nótt Mikill viðbúnaður er hjá veitingamönnum sem búa sig undir annasama og fjöruga nótt. Innlent 25. júní 2021 11:34
Það kostar inn og dyrunum er lokað hálfeitt á aðildarklúbbnum b5 Bankastræti Club, arftaki skemmtistaðarins b5 í Bankastræti, mun bjóða upp á tvær tegundir af aðild að klúbbnum. Viðskiptavinir með ólíka félagsaðild munu njóta ólíkra sérréttinda á staðnum, sem opnar í sumar. Viðskipti innlent 21. júní 2021 10:11
Ömmumaturinn, ástríðan og sushi-draumurinn „Laugardagar voru í miklu uppáhaldi því þá var hakk og spaghetti. Amma gerði líka alltaf kartöflumús með rosalega mikið af sykri. Það var ekkert eðlilega gott,“ segir matreiðslumeistarinn Axel Björn Clausen í viðtalsliðnum Matarást. Makamál 19. júní 2021 12:09
Unglingar falsa stafræn ökuskírteini til að komast inn á staði Næturlífið er að ná vopnum sínum og ný kynslóð er að fóta sig eftir langan vetur. Hún þarf að laga sig að nýrri tækni: Borið hefur á því að ungmenni fái myndvinnslumenn til þess að lappa upp á stafræn ökuskírteini sín til þess að færa aldurinn nær löglegum viðmiðum. Innlent 19. júní 2021 09:01
Loka Litlu kaffistofunni í ágúst Litlu kaffistofunni á Suðurlandsvegi verður lokað í sumar, en áætlað er að síðasti opnunardagur verði 31. júlí. Ástæðan er breytt rekstrarumhverfi. Viðskipti innlent 17. júní 2021 22:21
Æskuvinir láta drauminn rætast og opna veitingastaðinn Héðinn „Það má segja að æskudraumur okkar vinanna sé að verða að veruleika,“ segir veitingamaðurinn Elías Guðmundsson í samtali við Vísi. Matur 17. júní 2021 14:28
Borgarstjóri segir ekki standa til að viðhalda styttri opnunartíma Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir ekki standa til að viðhalda styttri opnunartíma skemmtistaða í miðborginni. Hann segist hins vegar myndu fagna því ef fólk byrjaði fyrr á kvöldin að skemmta sér og færi þá sömuleiðis fyrr heim. Innlent 16. júní 2021 06:41
Tekur við starfi framkvæmdastjóra Gló Berglind Jónsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Gló veitinga ehf. Skeljungur keypti nýverið allt hlutafé í fyrirtækinu. Viðskipti innlent 15. júní 2021 09:44
Síðasta ár sýni ávinning af styttri opnunartíma skemmtistaða Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, kallar eftir samtali við hagsmunaaðila í miðborginni um endurskoðun á opnunartíma skemmtistaða. Hann segist hafa séð dramatíska breytingu síðasta árið, á þeim brotum sem lögregla sinnir venjulega um helgar. Innlent 14. júní 2021 20:51
„Make JL-húsið Great Again“ Rekstur er hafinn á enn einum pílustaðnum á höfuðborgarsvæðinu, sem út af fyrir sig væri ekki í frásögur færandi enda spretta þeir upp eins og gorkúlur nú um mundir. Viðskipti innlent 12. júní 2021 07:30
Lofa djammþyrstum áður óþekktu skemmtanahaldi Hjónin Jón Bjarni Steinsson og Katrín Ólafsson hafa yfirtekið reksturinn á skemmtistaðnum Pablo Discobar við Veltusund og lofa því að bjóða djammþyrstum uppá áður óþekkt skemmtanahald. Viðskipti innlent 11. júní 2021 14:22
Veitingamenn ósáttir við valdmannslega heimsókn skattstjóra Útsendarar Ríkisskattstjóra mættu á nokkra vel valda veitingastaði í miðborginni í gærkvöldi og kröfðust þess að fá að sjá posastrimla. Viðskipti innlent 11. júní 2021 10:14
Skoða að færa KFC nær Akureyri Skyndibitakeðjan KFC er nú í viðræðum við fasteignafélagið Klettás um mögulega opnun nýs veitingastaðar við Norðurtorg á Akureyri. Viðræðurnar eru á byrjunarstigi en stjórnendur KFC hafa reynt að nema land fyrir norðan í tuttugu ár. Viðskipti innlent 5. júní 2021 20:00
„Það að þeir hafi viljað losa okkur út kemur svo sem ekkert á óvart“ Tæplega þrjátíu ára sögu Humarhússins við Amtmannsstíg lauk í dag þegar starfsfólk kláraði að tæma húsnæðið og skellti í lás. Eigendum veitingastaðarins var tilkynnt á fimmtudag að þeir þyrftu að yfirgefa húsið innan fjögurra daga. Viðskipti innlent 2. júní 2021 22:30
Mathöll, bar, hótel og fleira í Gróðurhúsinu í Hveragerði Mikil uppbygging er í kortunum í Hveragerði en þar verður nýr áfangastaður sem ber nafnið Gróðurhúsið opnaður í sumar. Þar verður hótel, verslanir, mathöll, kaffihús, bar, ísbúð, sælkeraverslun og annars konar þjónusta í boði fyrir heimamenn og innlenda og erlenda ferðamenn. Viðskipti innlent 2. júní 2021 07:50
Panta mat á 9. holu með nýrri lausn frá Dineout.is Golfarar nýttu sér nýja snertilausa pöntunarþjónustu Dineout.is á Palla Open. Samstarf 31. maí 2021 13:00
Helmingsafsláttur á Ísey Skyr Bar heyrir brátt sögunni til Viðskiptavinir Ísey Skyr Bar munu framvegis ekki fá 50 prósenta afslátt af drykkjum, söfum og skálum frá og með 1. júní þegar ný morguntilboð taka gildi. Rekstrarstjóri segir breytingarnar í samræmi við verð sem sambærilegir staðir hafa verið að bjóða upp á og þetta sé hluti af frekari breytingum á stöðunum. Neytendur 29. maí 2021 12:38
Kaupa helmingshlut í Lemon Hagar hf. og eigendur Djús ehf. hafa náð samkomulagi um kaup Haga á helmingshlut í Djús ehf., sem á og rekur veitingastaði undir merkjum Lemon. Viðskipti innlent 26. maí 2021 09:55
„Hver klukkustund gefur betur í kassann“ Veitingastaðir geta nú verið opnir klukkustund lengur en áður eftir að slakað var á sóttvarnareglum á miðnætti. Framkvæmdastjóri Petersen svítunnar í miðborg Reykjavíkur segir breytinguna skipta miklu fyrir reksturinn. Viðskipti innlent 25. maí 2021 20:18
Allt annað líf að fá að standa berskjaldaður andspænis kúnnunum Ætla má að veitingahúsa- og bareigendur landsins hafi margir hverjir séð tilefni til að gleðjast í dag yfir boðuðum tilslökunum á sóttvarnareglum. Það er Björn Árnason, eigandi Skúla Craft Bar, að minnsta kosti en hann segir það muna öllu að fá að afgreiða fólk grímulaus. Innlent 21. maí 2021 21:15
Stjörnutorg Kringlunnar mun færa sig um set Til stendur að ráðast í miklar framkvæmdir á þriðju hæð Kringlunnar sem munu meðal annars skila sér í nýrri mathöll, breyttu Ævintýralandi og svokölluðum búbblublómaskála. Kostnaður er áætlaður um milljarður króna og framkvæmdatíminn um eitt og hált til tvö ár. Viðskipti innlent 19. maí 2021 07:39
Opna kaffihús og boða mikla uppbyggingu í Reykjadal Nýtt kaffihús opnaði um liðna helgi við minni Reykjadals í Hveragerði og hefur vakið þónokkra athygli. Mikil uppbygging hefur farið fram í Reykjadal að undanförnu. Göngustígar þangað hafa verið lagfærðir og búið er að malbika vegin alveg að gönguleiðinni, og sömuleiðis malbika bílastæði sem áður voru malarlögð. Viðskipti innlent 16. maí 2021 21:01
Reglur brotnar á fjórum veitingahúsum Lögregluþjónar könnuðu sóttvarnir og leyfi á 39 veitingastöðum í miðbænum í gærkvöldi. Þar kom í ljós að á fjórum stöðum var tveggja metra reglan ekki virt, ekki bókhald yfir viðskiptavini eða enginn listi yfir starfsmenn. Innlent 15. maí 2021 07:32
Röntgen tekur við Vagninum á Flateyri í sumar Eigendur krárinnar Röntgen á Hverfisgötu taka við rekstri Vagnsins á Flateyri í júní og stefna á mikið og reglulegt skemmtanahald í sumar. Viðskipti innlent 12. maí 2021 10:40
Veitingastaðurinn Monkeys opnar í Hjartagarðinum í byrjun júlí „Breytingar hafa gengið mjög vel. Við fengum hann Leif Welding til að hjálpa okkur með hönnunina á staðnum og útkoman er virkilega skemmtileg. Staðurinn verður mjög hlýr, líflegur og spennandi. Við erum búnir að flytja inn nokkra gáma af gróðri, stólum og fullt af leikmunum sem gefa staðnum skemmtilegan karekter,“ segir Óli Már Ólason veitingamaður í samtali við Vísi. Matur 11. maí 2021 20:53
Segir almenning hliðra sóttvarnareglum til vegna langþreytu Fyrirtækjaeigendur og veitingamenn segja erfitt að viðhalda tveggja metra reglunni, nú þegar fjöldatakmarkanir hafa hækkað upp í fimmtíu manns. Fólk sé orðið langþreytt á ástandinu og vilji aukna nærveru nú þegar vorið er að ganga í garð. Innlent 11. maí 2021 10:20
Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Sólveig Ýr Sigurjónsdóttir, annar eigandi veitingastaðarins Vefjunnar, segir fólk búið að dauðadæma fyrirtækið vegna ummæla sem Reynir Bergmann, hinn eigandi Vefjunnar og barnsfaðir hennar, lét falla fyrir helgi um mál Sölva Tryggvasonar fjölmiðlamanns. Viðskipti innlent 10. maí 2021 15:00
„Vigdís Finnbogadóttir kom til okkar strax á fyrsta ári“ „Við vorum búnir að hugsa fyrir öllu. Matseðilinn, andrúmsloft staðarins, staðsetninguna og þann viðskiptavinahóp sem við vildum ná til. Draumurinn var að fá Frú Vigdísi Finnbogadóttur til okkar, því ef hún kæmi væri það staðfesting á því að við værum að búa til góðan stað,“ segir Jakob Jakobsson þegar hann rifjar upp stofnun Jómfrúarinnar árið 1996. „Vigdís var líka hetjan okkar. Hún hafði farið fram gegn karlaveldinu, ekkert ólíkt okkur sjálfum,“ segir Jakob og bætir við: „Og þetta tókst því Vigdís Finnbogadóttir kom til okkar strax á fyrsta ári.“ Atvinnulíf 9. maí 2021 08:01