Allt að 18 stig á Norðausturlandi en skúrir víða um land Víða má búast við skúrum á landinu í dag en útlit er fyrir rigningu með köflum suðaustanlands. Lengst af verður þó bjartviðri og þurrt að kalla um norðaustanvert landið. Áfram verður milt veður og gæti hitinn á Norðausturlandi náð allt að átján stigum. Innlent 6. júní 2021 09:33
Rigning, hvasst og slæmt skyggni á gossvæðinu í dag Ekki viðrar vel fyrir gönguferðir að gossvæðinu á Reykjanesi í dag. Spáð er suðaustan 10-18 metrum á sekúndu með rigningu og slæmu skyggni. Á Norðurlandi gæti hitinn náð allt að tuttugu stigum um helgina. Innlent 5. júní 2021 08:25
Hiti allt að tuttugu stigum norðanlands Veðurstofan spáir suðvestanátt í dag, fimm til þrettán metrum á sekúndu, þar sem hvassast verður með suðurströndinni. Skýjað að mestu um landið og víða dálítil rigning með köflum. Veður 4. júní 2021 07:07
Gul viðvörun á Suðurlandi Gul viðvörun tekur gildi klukkan sex á Suðurlandi vegna hvassviðris. Austan þrettán til tuttugu metrar á sekúndu eru frá Markarfljóti austur að Vík í Mýrdal og einnig á Hellisheiði. Vindhviður gætu náð 30 metum á sekúndu sem gæti valdið ökutækjum, sem taka á sig mikinn vind, vandkvæðum. Innlent 3. júní 2021 17:18
Vaxandi suðaustanátt, þykknar upp og fer að rigna Lægð nálgast nú landið og er því vaxandi suðaustanátt í dag. Veðurstofan spáir því að þegar líður á daginn muni þykkna upp og fara að rigna. Veður 3. júní 2021 07:11
Allt að sautján stigum á Norðausturlandi Veðurstofan spáir minnkandi sunnanátt vestantil á landinu og verður hæg suðlæg átt og áfram skúrir á þeim slóðum síðdegis. Innlent 2. júní 2021 07:43
Tvær lægðir stjórna veðrinu á fyrsta degi júnímánaðar Tvær lægðir stjórna veðrinu á landinu í dag. Önnur þeirra er um 300 kílómetra vestur af Reykjanesi á hægri leið norður, en henni fylgja suðlægar áttir, fimm til þrettán metrar á sekúndu, með skúrum um vestanvert landið. Veður 1. júní 2021 07:20
Áframhaldandi suðlægar áttir í júní Veðurstofan segir að á fyrstu dögum júnímánaðar sé von á áframhaldandi suðlægum áttum. Innlent 31. maí 2021 07:40
Rigning og kuldi á Suðvesturhorninu í dag Suðlægar áttir leika um landið í dag og næstu daga. Þeim fylgir talsverð væta sunnan- og vestanlands. Fremur kalt er í veðri en á norðausturhluta landsins verður áfram þurrt að mestu með sólarköflum og hlýindum. Veður 30. maí 2021 07:57
Gul viðvörun gefin út fyrir Breiðafjörð Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun fyrir Breiðafjörð vegna sunnan hvassviðris eða storms. Viðvörunin tekur gildi klukkan átta í kvöld og stendur til fimm í fyrramálið. Veður 29. maí 2021 13:41
Björgunarsveitir glímdu við fjúkandi fellihýsi í gær Björgunarsveitir, lögregla og slökkvilið sinntu talsverðum fjölda útkalla á suðvesturhorni landsins síðdegis í gær og í gærkvöldi vegna hvassviðrisins sem gekk þar yfir. Óvenjulega mörg útköll sneru að þessu sinni að ferðahýsum sem höfðu fokið til. Innlent 29. maí 2021 11:07
Áfram skýjað og rigning Mjög hefur lægt yfir landinu eftir veðurofsa gærdagsins. Aðeins ein gul veðurviðvörun er í gildi fyrir miðhálendið. Suðlægar áttir munu ríkja nú um mánaðarmótin en búast má við að það fari að hlýna þegar líður á vikuna. Veður 29. maí 2021 08:20
Trampolín og hjólhýsi valda tjóni Mikið hefur verið um að trampolín fjúki og valdi tjóni í hvassviðrinu sem gerir nú á suðvesturhorni landsins. Þá hafa verið nokkuð um að hjólhýsi fjúki úr stað og valdi tjóni. Innlent 28. maí 2021 21:07
Björgunarsveitir til aðstoðar vegna fjúkandi lausamuna Beiðnum um aðstoð vegna hvassviðris á höfuðborgarsvæðinu hefur fjölgað undir kvöldið. Langflest útköllin eru sögð vegna fjúkandi lausamuna og klæðninga. Innlent 28. maí 2021 19:18
Rok og rigning á Suðvesturhorninu í dag Eftir margra vikna veðurblíðu stefnir lægð yfir landið og útlit er fyrir nokkurn lægðagang næstu daga. Lægðin sem má vænta mun byrja göngu sína yfir landið á Suðvesturhorni landsins. Nokkur vindur mun fylgja og gular veðurviðvaranir taka gildi nú upp úr hádegi á Suðurlandi, Faxaflóa og Miðhálendinu. Innlent 28. maí 2021 11:44
Gular viðvaranir og útlit fyrir lægðagang næstu daga Undanfarnar vikur hefur öflugt hæðarsvæði staðsett fyrir norðan og norðaustan land stjórnað veðrinu og haldið lægðum frá landinu en núna hefur hæðin gefið eftir og útlit fyrir nokkurn lægðagang næstu daga. Veður 28. maí 2021 07:26
Sunnlenskur sandur skýringin á slæmu skyggni Grátt er yfir höfuðborginni þessa stundina og mælast loftgæði óholl í Kópavogi og miðsvæðis í Reykjavík. Að sögn veðurfræðings er skýringin á þessu rykmengun frá söndum Suðurlandsins sem berst með suðaustanátt. Innlent 27. maí 2021 19:51
Hámarkshiti um átján stig en lægðir þjarma að úr suðvestri Hæð norðaustur af landinu stjórnar enn veðrinu hér á landi og víða er vindur fremur hægur og léttskýjað. Lægðir þjarma að landinu úr suðvestri og valda því að nokkur vindstrengur er með suðurströndinni, þrettán til tuttugu metrum á sekúndur í kvöld og á morgun. Veður 27. maí 2021 07:24
Hiti við 20 gráður fyrir norðan Ekki mátti miklu muna að hitinn færi upp í 20 gráður á Norðurlandi í dag. Á þremur stöðum sýndu mælar Veðurstofunnar meira en 19 gráður, bæði í Skagafirðinum og á torfum í Eyjafirði. Innlent 26. maí 2021 17:00
Hiti allt að sextán stigum og hlýjast inn til landsins Veðurstofan spáir fremur hægri suðaustlægri eða breytilegri átt í dag, en átta til þrettán metrum á sekúndu sunnantil á landinu. Veður 26. maí 2021 07:18
Áfram hætta á gróðureldum þrátt fyrir úrkomu Hættustig vegna gróðurelda er enn í gildi á höfuðborgarsvæðinu þrátt fyrir úrkomu um hvítasunnuhelgina. Áfram er spáð þurrki næstu daga ásamt talsverðum vindi. Til stendur að endurmeta stöðuna á föstudag en þá er von á úrkomu á Suðvesturlandi. Innlent 25. maí 2021 18:49
Hiti nær allt að fjórtán stigum yfir daginn Veðurstofan spáir suðaustan golu í dag, en strekkingi við suður- og suðvesturströndina. Víða bjartviðri, en það verður skýjað að mestu á Austurlandi, og einnig má búast við skýjum af og til sunnantil á landinu. Veður 25. maí 2021 07:13
Stefnir í einn af betri dögum það sem af er ári Það stefnir í einmuna veðurblíðu á miðvikudag, sem gæti orðið einn af bestu dögum ársins veðurfarslega séð það sem af er ári. Innlent 24. maí 2021 15:36
Hækkandi hitatölur og allt að sautján stig í vikunni Útlit er fyrir austlæga eða breytileg átt í dag, skýjað með köflum og skúrir í flestum landshlutum. Þá er spáð þremur til átta metrum á sekúndu, hita þrjú til tólf stig og mildast suðvestanlands. Veður 24. maí 2021 07:38
Víða bjartviðri en dálitlar skúrir um landið austanvert Veðurstofan spáir norðlægri átt, golu eða kalda í dag. Spáð er víða bjartviðri, en skýjað um landið austanvert og dálitlar skúrir eða slydduél. Hiti á landinu eitt til ellefu stig yfir daginn, mildast suðvestantil, en allvíða næturfrost. Veður 21. maí 2021 07:16
Vara við mengun af völdum brennisteinsdíoxíðs Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur varar við því að líkur séu á mengun í borginni í dag og næstu daga af völdum brennisteinsdíoxíðs. Hækkuð gildi hafi mælst síðastliðinn sólarhring. Innlent 20. maí 2021 13:51
Veðurhamfarir hrekja flesta á flótta innan eigin lands Átök og náttúruhamfarir leiddu til þess að einhver neyddist til að flýja innan eigin lands á hverri sekúndu á síðasta ári. Heimsmarkmiðin 20. maí 2021 11:27
Hægur vindur og skúrir sunnanlands en annars bjartviðri Veðurstofan spáir fremur hægum vindi í dag og skúrir sunnanlands, en annars víða bjartviðri. Norðlæg eða breytileg átt, þrír til átta metrar á sekúndu, og hiti eitt til tíu stig yfir daginn þar sem mildast verður suðvestantil. Innlent 20. maí 2021 07:16
Hressileg rigning en skammvinn Það rigndi meira á höfuðborgarsvæðinu í kvöld en gert hefur vikum saman, sem mun hafa haft jákvæð áhrif á þurrka í gróðri á suðvesturhorni landsins. Áfram rignir inn í nóttina en styttir upp í fyrramálið. Innlent 19. maí 2021 23:49
Von á stöku skúr sunnanlands Stöðugleikinn sem hefur einkennt veðrið undanfarið er áfram til staðar og á landinu er nú fremur hæg norðlæg eða breytileg átt með stöku él norðaustantil. Annars en annars bjart að mestu þó að von sé á stöku skúr sunnanlands. Veður 19. maí 2021 07:12