„Menn eru búnir að vera í alla nótt að dæla“ Slökkvilið Fjallabyggðar og björgunarsveitir hafa verið að störfum frá því í gærkvöldi á Ólafsfirði vegna úrhellis. Flætt hefur inn í hús í bænum. Innlent 3. október 2021 09:02
Rýma sveitabæi í Útkinn vegna úrkomu og skriðuhættu Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissutigi á Tröllaskaga vegna úrkomu á Norðurlandi eystra. Nokkrir sveitabæir í Þingeyjarsveit hafa verið rýmdir vegna úrkomu og skriðuhættu. Innlent 3. október 2021 07:32
Almannavarnir funda með Veðurstofu: Gular viðvaranir í gildi á Norðurlandi vegna úrkomu Gefnar hafa verið úr gular viðvaranir fyrir Strandir og Norðurlandland vestra, og Norðurland eystra vegna mikillar úrkomuspár. Viðvaranir tóku gildi klukkan níu í kvöld og gilda til hádegis á morgun. Varað er við auknum líkum á grjót- og aurskriðum. Innlent 2. október 2021 23:44
Vara við hvössum vindstrengjum Veðurstofan varar við hvössum vindstrengjum sem gætu verið varasamir fyrir ökutæki sem eru viðkvæm fyrir vindi. Innlent 2. október 2021 07:40
Norðanáttin allsráðandi á næstunni Spáð er norðaustan strekkingi eða allhvössum vindi, tíu til átján metrum, fyrripart dags og víða rigningu í dag. Hvassast verður í vindstrengjum á vestanverðu landinu. Hins vegar dregur úr vindi síðdegis og rofar þá til sunnanlands. Veður 1. október 2021 06:55
Spá hvassviðri eða stormi við Öræfajökul Veðurstofa Íslands spáir hægt vaxandi norðaustanátt í dag, 10 til 15 m/s undir kvöld en 15 itl 23 m/s suðaustanlands. Á austanverðu landinu má gera ráð fyrir rigningu af og til en þurrt verður vestantil. Hiti verður á bilinu 2 til 8 stig. Innlent 30. september 2021 07:10
Plötur losnuðu skyndilega í kjallara sjúkrahússins á Ísafirði Óveðrið sem gekk yfir Vestfirði olli usla á sjúkrahúsinu á Ísafirði um miðjan dag í gær þegar loftplötur losnuðu skyndilega í kjallaranum. Einnig fauk þakpappi ofan af þakinu á aðalbyggingu sjúkrahússins. Innlent 29. september 2021 21:22
Fjögurra ára slapp með skrekkinn í hörðum árekstri á Holtavörðuheiðinni Fjögurra ára barn slapp með skrekkinn í hörðum árekstri tveggja bíla á Holtavörðuheiði á sunnudag. Þrír voru fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalann en þeir voru í bíl sem valt á heiðinni. Innlent 29. september 2021 16:56
Stærstu snjóflóðin féllu á Súðavík og Flateyri Töluvert af snjóflóðum féllu á norðanverðum Vestfjörðum í og eftir hríðarveðrið sem geisaði í gær. Þau stærstu sem frést hefur af féllu í nágrenni Flateyrar og í Súðavíkurhlíð. Innlent 29. september 2021 13:44
Snjóflóð féll úr Innra-Bæjargili á varnargarðinn á Flateyri Nokkur snjóflóð hafa fallið á Flateyri í nótt og í morgun. Stórt flóð féll úr Innra-Bæjargili og á varnargarðinn fyrir ofan þorpið og þá hafa önnur fallið fyrir ofan Flateyrarveg. Innlent 29. september 2021 10:38
Óvissustigi vegna óveðursins aflétt Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórana á Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra, Vesturlandi og á Vestfjörðum, hefur ákveðið að aflétta óvissustigi almannavarna vegna óveðursins sem geisaði í þessum umdæmum. Innlent 29. september 2021 09:57
Lægðin ekki dauð úr öllum æðum Lægðin sem olli illviðrinu í gær er nú stödd við Snæfellsnes, en hefur grynnst mikið. Lægðin er þó ekki dauð úr öllum æðum og í dag veldur hún sunnan- og suðvestan strekkingi á landinu með skúrum eða slydduéljum. Veður 29. september 2021 07:09
Búið að aflétta lokunum innanbæjar á Sauðárkróki Búið er að aflétta lokunum innanbæjar á Sauðárkróki sem voru settar á vegna gruns um krapastíflu í Sauðá. Skoðun sérfræðinga eftir að veður gekk niður leiddi í ljós að rennsli er orðið eðlilegt að nýju. Innlent 28. september 2021 20:57
Lögreglustjórinn á Norðurlandi vestra: Vegfarendur hefðu mátt hlýta viðvörunum Talsverður erill hefur verið hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra í veðurofsanum í dag. Birgir Jónasson lögreglustjóri sagði í samtali við fréttastofu að nokkuð hafi mætt á hans fólki og björgunarsveitarfólki við að aðstoða vegfarendur vegna veðurs og ófærðar. Margir hefðu mátt taka til sín viðvaranir sem gefnar voru út í gær. Innlent 28. september 2021 18:04
Sauðá á Króknum svo til hætt að renna Lögreglan á Norðurlandi vestra hefur sent frá sér áríðandi tilkynningu þar sem fram kemur að boð hafi borist þess efnis að Sauðá á Sauðárkróki sé hætt að renna að mestu leyti. Innlent 28. september 2021 15:36
Hentu upp hlaðborði í einum grænum fyrir farþega í rútuslysi Um sjötíu bandarískir ferðamenn sitja nú í vellystingum á Hótel Laugarbakka eftir að hafa tekið hressilega til matar síns á hlaðborði sem skellt var upp fyrir hópinn. Önnur af tveimur rútum hópsins fór út af veginum suður af Laugarbakka á bökkum Miðfjarðarár í hádeginu. Innlent 28. september 2021 15:19
Mikið um ökumenn í vandræðum, meðal annars á Kjalvegi Björgunarsveitir hafa fengið óvenjumikið af umferðartengdum verkefnum inn á sitt borð í dag á meðan vonskuveður gengur yfir norður- og vesturhluta landsins. Upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir það skjóta skökku við í ljósi þess að töluverðu púðri var eytt í að vara fólk við að vera á ferðinni á þessu svæðu í dag. Innlent 28. september 2021 14:39
Veturinn skall á með skömmum fyrirvara Veturinn skall á með skömmum fyrirvara á Akureyri í dag. Stórhríð skall á snemma morguns og varð jörðin ekki lengi að verða alhvít, eins og sjá má í meðfylgjandi myndbandi. Innlent 28. september 2021 13:13
Spá ofsaveðri norðvestantil og viðvaranir í gildi á stærstum hluta landsins Spáð er norðvestanhríð norðan- og vestanlands í dag, en stórhríð á Ströndum og Vestfjörðum og rok eða jafnvel ofsaveður við Breiðafjörð. Appelsínugular viðvaranir taka gildi á Breiðafirði, Vestfjörðum og Ströndum og Norðurlandi vestra í dag og gilda fram á kvöld. Einnig er búið að gefa út gular viðvaranir víða annars staðar. Veður 28. september 2021 06:27
Viðbúin ef mikilvægir innviðir verða fyrir skakkaföllum á morgun Björgunarsveitir og almannavarnakerfið allt er í viðbragðsstöðu vegna óveðurs sem spáð er á morgun. Veðurviðvörun hefur verið gefin út fyrir flesta landshluta og óvissustigi almannavarna lýst yfir. Innlent 27. september 2021 19:43
Óvissustigi almannavarna lýst yfir vegna veðurs Vegna slæmrar veðurspár á morgun 28. september hefur ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórana á Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra, Vesturlandi og á Vestfjörðum, lýst yfir óvissustigi almannavarna í þessum umdæmum. Innlent 27. september 2021 17:51
Bíll endaði í sjónum á Ísafirði Bíll endaði út í sjó á Ísafirði í morgun vegna slæmrar færðar á vegum. Samkvæmt upplýsingum frá Lögreglunni á Vestfjörðum var einn í bílnum og sakaði hann ekki. Lögreglan segir leiðindafærð á svæðinu en allt hafi gengið nokkuð vel þrátt fyrir það. Innlent 27. september 2021 11:57
Spá norðvestan stórhríð á Vestfjörðum og við Breiðafjörð Veðurstofa Íslands spáir nú norðvestan stórhríð á Vestfjörðum á morgun. Gera má ráð fyrir 18 til 25 m/s og talsverðri snjókomu, með skafrenningi og lélegu skyggni. Þá segir Veðurstofa hættu á foktjóni og um að ræða „alls ekkert ferðaveður“. Innlent 27. september 2021 10:56
Hvöss norðanátt með slyddu eða snjókomu fylgir krappri lægð Kröpp lægð þokast nú til vesturs fyrir norðan land og fylgir henni hvöss norðanátt með slyddu eða snjókomu norðvestantil á landinu. Gular viðvaranir eru í gildi Á Breiðafjarðarsvæðinu, Vestfjörðum og Ströndum og Norðurlandi vestra. Seint í dag dregur þó úr vindi og úrkomu. Veður 27. september 2021 07:16
Gular veðurviðvaranir norðvestantil Veðurstofan hefur gefið út gular veðurviðvaranir á Breiðarfjarðarsvæðinu, Vestfjörðum og Ströndum og Norðurlandi vestra vegna norðan hríðar. Veður 26. september 2021 14:21
Mögulega ekki greiðfært með atkvæði yfir fjallvegi í kvöld Kaldara og lygnara er í veðri víða á landinu í dag en veðurspár gerðu ráð fyrir fyrr í vikunni. Veðrið er því ólíklegt til að hafa áhrif á kjörsókn en gæti sett strik í reikninginn þegar flytja þarf atkvæði yfir fjallvegi í kvöld, að sögn veðurfræðings. Innlent 25. september 2021 11:34
Væta á köflum um sunnanvert landið Reikna má með vætu á köflum um landið sunnanvert í dag en úrkomuminna fyrir norðan. Fremur svalt í veðri. Austlæg og norðaustlæg átt í dag, fimm til þrettán metrar á sekúndu og allvíða skúrir eða slydduél, en dálítil rigning suðaustanlands. Veður 24. september 2021 07:17
Bætir í suðaustanáttina og rigning sunnan- og vestantil Það bætir í suðaustanáttina með morgninum, átta til fimmtán metrum á sekúndu, og má reikna með rigningu bæði sunnan- og vestantil. Þurrt verður að mestu um landið norðanvert fram undir kvöld og sums staðar slydda á fjallvegum. Veður 23. september 2021 07:04
Skúrir eða slydduél í flestum landshlutum Lægðin sem olli óveðri á landinu í gær er nú komin austur fyrir Jan Mayen, en nú í morgunsárið mælist enn hvassviðri úti við norðausturströndina. Þar dregur úr vindi á næstu klukkustundum. Veður 22. september 2021 07:26
„Miklu hvassara en maður bjóst við“ Björgunarsveitarmaður sem aðstoðaði ökumenn í vanda á Dynjandisheiði síðdegis segir veðrið í dag hafa verið mun verra en hann bjóst við. Aðstæður hafi verið afar erfiðar á heiðinni en fjórar björgunarsveitir komu að útkallinu. Innlent 21. september 2021 18:29