Veður

Veður


Fréttamynd

Sjötta hlýjasta ár frá upp­hafi mælinga

Árið 2021 var sjötta hlýjasta ár jarðar frá upphafi mælinga. Vísindamenn segja að hitastig fari almennt hækkandi og gera megi ráð fyrir því að komandi ár verði enn hlýrri. Árið fylgir því fast á hæla áranna 2016 og 2020 sem voru með þeim hlýjustu frá upphafi mælinga.

Erlent
Fréttamynd

Hitinn víða upp undir 50 stig

Hitabylgja gengur nú yfir vesturhluta Ástralíu og víða hefur hitinn þar náð hæðum sem aldrei hafa sést áður. Í bænum Roebourne náði hitinn til að mynda 50 gráðum á celsíus kvarðanum en fyrra met féll árið 2011.

Erlent
Fréttamynd

Flutningabílar lentu utanvegar á Holtavörðuheiði

Tveir flutningabílar fóru út af veginum á Holtavörðuheiði fyrr í kvöld en mikill vindur og hálka var á svæðinu. Færð hefur versnað víða um land og er vetrarfæri víðast. Heiðarnar á vestanverðu landinu eru erfiðar yfirferðar eða lokaðar.

Innlent
Fréttamynd

Hefur áhyggjur af vetrinum og vill varnarvegg til að sporna við frekari skemmdum

„Þetta er eiginlega meira tilfinningalegt tjón heldur en eitthvað annað,” segir Sigrún Harpa Harðardóttir, sem varð fyrir gríðarlegu eignartjóni í óveðrinu á fimmtudag. Fjárhús hennar við Grindavík stórskemmdist og hún þakkar fyrir að hafa farið með allar 25 kindur sínar í skjól áður en óveðrið skall á. Hún hefur áhyggjur af veðrinu og vill að varnarveggur verði settur upp á svæðinu.

Innlent
Fréttamynd

Enn versnar veðrið: Fleiri gular við­varanir

Allt þangað til í morgun var útlit fyrir að lægð sem gengur yfir landið í kvöld myndi eingöngu láta til sín taka á suðvesturhorninu og Suðurlandi en nú er ljóst að fleiri landshlutar eru undir.

Innlent
Fréttamynd

Tjón upp á tugi milljóna og annað flóð í aðsigi

Tugmilljóna króna tjón varð í frystihúsi útgerðarinnar Vísis í Grindavík í dag þegar sjór flæddi inn í frystiklefann í óveðri. Viðbragðsaðilar dældu upp gífurlegu vatnsmagni og starfsfólk útgerðarinnar reyndi að bjarga því sem bjargað varð.

Innlent
Fréttamynd

Stór­tjón hjá Vísi í Grinda­vík eftir sjó­ganginn

Sjór hefur gengið á land í Grindavík frá því snemma í morgun en háflóð er á svæðinu. Viðbragðsaðilar hafa staðið í ströngu við að dæla því vatni sem borist hefur á land aftur á sinn stað en frystihús Vísis varð straumlaust og starfsemi liggur niðri vegna vatns sem flæðir um ganga þess.

Innlent
Fréttamynd

Fylgstu með lægðinni í skjóli

Djúp lægð gengur nú yfir landið og geisaði víða stormur af fullum þunga í nótt. Að sögn Veðurstofunnar er versta veðrið nú afstaðið en ekki er búist við því að lægðin taki að grynnast og fjarlægjast landið fyrr en seint í dag. 

Innlent
Fréttamynd

„Þetta er mjög öflug lægð“

Veðurfræðingur á Veðurstofunni segir að lægðin fari af stað eins og við var að búast. Lægðin er þó ekki búin enn og veður mun líklega koma til með að ná hámarki á miðnætti. Appelsínugular og gular viðvaranir eru í gildi á Suðvesturhorninu í dag, og flestar í gildi til klukkan fimm eða sex í fyrramálið.

Innlent
Fréttamynd

Björgunar­sveitirnar farnar að finna fyrir ó­veðrinu

Kvöldið er svo sannarlega hafið hjá björgunarsveitum víðsvegar á landinu. Útköllum í tengslum við óveður sem nú gengur yfir Suðvesturland og Vesturland fer fjölgandi. Appelsínugular veðurviðvaranir eru í gildi á nær öllu Vesturlandi og Suðvesturhorni landsins.

Innlent
Fréttamynd

Dagarnir lengjast og válynd veður

Janúar getur verið mörgum þungbær, ekki síst þegar veðurguðirnir berja á allt og alla, líkt og raunin er í kvöld. Mánuðurinn bíður þó upp á þá vonarglætu að dagsljósið hefur smám saman betur gegn myrkrinu.

Lífið