Veður

Veður


Fréttamynd

Ís­firðingar reyna að lifa af í 41 stigs hita

Allt að 41 stigs hiti í dag, 39 stig á laugardag og 38 á sunnudag. Svona hljómar veðurspáin fyrir borgina Pune á Indlandi þar sem Ísfirðingurinn Haukur Magnússon er staddur ásamt fjölskyldu sinni. Skæð hitabylgja gengur nú yfir Indland og ekkert útlit fyrir að það kólni neitt að ráði næstu vikuna.

Erlent
Fréttamynd

Skæð hita­bylgja setur líf Ind­verja úr skorðum

Skæð hitabylgja hefur sett daglegt líf milljóna Indverja úr skorðum og er von á því að hún nái hápunkti á allra næstu dögum. Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, segir að hitastig fari nú hratt hækkandi víða um land og hitabylgjan sé fyrr á ferðinni en í venjulegu árferði.

Erlent
Fréttamynd

Skýjað og víða súld eða rigning

Veðurstofan spáir að í dag verði fremur hæg breytileg átt í öllum landshlutum. Skýjað og víða dálítil súld eða rigning, þó síst suðvestanlands.

Veður
Fréttamynd

Hægur vindur á landinu næstu daga

Útlit er fyrir hægan vind um allt land næstu daga. Lengst af verður skýjað en sólarglennur á milli og er einkum að sjá að á Suðausturlandi verði einna bjartast.

Veður
Fréttamynd

Allt að fimmtán stiga hiti

Útlit er fyrir hæga vestlæga eða breytilega átt og skýjað en bjart með köflum á Suður- og Suðausturlandi. Hiti á bilinu 6 til 14 stig yfir daginn en hlýjast á sunnanverðu landinu.

Innlent
Fréttamynd

Hægir vindar og víðast létt­skýjað

Yfir landinu liggur hægfara háþrýstisvæði yfir helgina og eru vindar því almennt hægir og léttskýjað víðast hvar. Sums staðar er þó þokuloft víð sjávarsíðuna.

Veður
Fréttamynd

Lægð veldur suð­austan strekkingi með rigningu

Lægð suðvestur af landinu veldur suðaustan strekkingi með rigningu sunnan- og vestanlands í dag. Þó má reikna með að fari að lægja seinnipartinn. Norðaustanlands verður hins vegar hægari og þurrt í dag.

Veður
Fréttamynd

Ró­leg norð­læg átt og víða milt veður

Veðurstofan spáir rólegri, norðlægri átt í dag, víða léttskýjuðu sunnan- og vestanlands og mildu veðri. Reikna má með dálítilli rigningu eða snjókomu á norðaustanverðu landinu, en þurrt að mestu seinnipartinn. 

Veður
Fréttamynd

Sól og blíða

Sól og blíða verður í höfuðborginni í dag en gert er ráð fyrir hægri norðlægri eða breytilegri átt og bjart víðast hvar á Suður- og Vesturlandi. Heiðskírt og hiti á bilinu þrjár til ellefu gráður. 

Innlent
Fréttamynd

Allt að 14 stiga hiti á morgun

Í dag er útlit fyrir suðaustan og sunnan 10 til 18 metra á sekúndu og súld á köflum. Þó verður yfirleitt bjart veður á Norður- og Austurlandi.

Innlent
Fréttamynd

Svona verður veðrið um páskana

Útlit er fyrir að í dag, skírdag, verði suðaustanátt og víðast hvar strekkingur. Búast má við rigningu eða súld. Nokkuð þungbúið verður sunnanlands eftir hádegi en á norðaustanverðu landinu er útlit fyrir litla eða enga úrkomu. Hiti er víða um land á uppleið og verður á bilinu sex til tólf stig.

Innlent
Fréttamynd

Hvasst og dá­lítil rigning eða slydda syðst

Veðurstofan spáir austlægri átt, allhvassri eða hvassri, með dálítilli rigningu eða slyddu syðst á landinu. Annars staðar verður mun hægari vindur og smá él eystra, en annars bjart með köflum.

Veður
Fréttamynd

Vaxandi norð­austur­átt og hvassast syðst

Hægfara skil eru nú skammt suður af landinu og fylgir þeim vaxandi norðaustanátt, tíu til átján metrar á sekúndu í dag þar sem hvassast verður syðst á landinu, en hægari vindur um landið austanvert.

Veður